Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 4
4 MÖRCVNVLAÐ1Ð Sunnudagur 30. aprfl 1960 ***** *************** ^.»..M.»,.É.. —.^.».-r*f~“*-'-fr*~"u-ir.nn~i.ru IJr 30 ára sögu Landspítalans Samtöl við yfirlæknana Prófessor Snorri Hallgrímsson: — Fyrsti yfirlæknir band- læknisdeildarinnar var próf. Guðmundur Thoroddsen, að- stoðarlæknir Kristirm Bjöms son, nú yfirlæknir Hvítabands ins og fyrsti kandidatinn Jón G. Nikulásson, læknir hér í bæ. Fyrsta skurðstofuhjúkr- unarkonan var Guðmundina Guttormsdóttir og fyrsta deild arhjúkrunarkortan Vilborg Stefánsdóttir, nú látin. Deildin var upprunalega ætluð 45 sjúklingum, fyrir utan fæðingardeildina. Á fyrsta starfsári spítalans vist uðust 479 sjúklingar á deild- inni og skurðaðgerðir voru 328 talsins. Næstu 5 árin var hagur deild arinnar lítið breyttur, yfir- læknir var sá sami en annað starfslið breyttist. Var próf. Guðmundur yfirlæknir allt til vorsins 1952, er ég tók við. Fljótlega kom í ljós, að deild in var of lítil. í stað 45 sjúkl- inga lágu að jafnaði 60 sjúkl- ingar á deildinni. Aukning á starfsliði deild- arinnar varð fyrst árið 1940, þegar annar aðstoðarlæknir var ráðinn á handlæknisdeild ina. I>á hafði sjúklingatalan aukizt upp í 600 á ári og að- gerðir á deildinni voru um 500. Árið 1951 var ráðinn svæf ingarlæknir, Elías Eyvindsson, nú spítalalæknir í Neskaup- stað, og kandidötum fjölgað upp í 2. Sjúklingafjöldinn það ár var á 7. hundrað og skurð aðgerðir milli 6—700. Valtýr Bjarnason tók við starfi Elías- ar á árinu 1957 og síðar var öðrum svæfingalækni bætt við. Húsrými deildarinnar óx ekki að ráði fyrr en 1957. í>á bættust deildinni 10 rúm í hús næði því, sem Hjúkrunarskóli íslands hafði haft á efstu hæð inni. Samtímis tók barnadeild til starfa og voru börn með handlæknissjúkdóma lögð þangað inn. Má því segja að handlæknisdeildin hafi nú til umráða 70—80 rúm. Deildaskipuninni hefur ver ið breytt innbyrðis á seinni árum. Áður voru allir sjúkl- ingar deildarinnar í umsjá einnar deildarhjúkrunarkonu en nú eru deildirnar þrjár talsins, A-, B- og C-deild og hefur hver sína deildarhjúkr unarkonu. Læknar deildarinnar eru þessir: Friðrik Einarsson, aðstoðar yfirlæknir, byrjaði 1951 sem deildarlæknir. Hann er sér- fræðingur í almennum hand- lækningum og þvagfærasjúk- dómum. Hjalti Þórarinsson, sérfræð ingur í lungnaaðgerðum, hóf störf á deildinni árið 1955 en var fastráðinn 1957. fyrst sem deildarlæknir, nú aðstoðaryf- irlæknir. Þá hefur Árni Björnsson starfað siðustu árin á deild- inni. Hann er sérfræðingur í plastik- kirurgi og skurðað- gerðum á höndum. unarkvenna. Deildarhjúkrunarkona á IV d. A. er Guðrún Þorsteins- dóttir, á IV d. B. Jóhanna Björnsdóttir og á IV. d. C Sigríður Bjarnadóttir. Deildarhj úkrunarkonurnar hafa samtals 10 aðstoðarhjúkr unarkonur og 15 hjúkrunar- nema sér til aðstoðar. Síðastliðið ár vistuðust á deildinni 12—1300 sjúklingar og skurðaðgerðir voru á 15. hundrað. Lauslega reiknast að hægt sé að beita þá við- eigandi meðferð. Fyrir röskum fjórum árum hófst nýr þáttur í starfi lyflæknisdeildarinnar, þegar byrjað var á blóðsegavömum. Nýlega var sú starfsemi flutt í hinn nýja hluta tengiálmu spítalans í bráðabirgðahús- næði. Sem stendur ganga hér til eftirlits vegna hjarta- og æðasjúkdóma, aðallega krans- æðasjúkdóm, 200—300 manns. Læknar deildarinnar eru: Læknar, kandidatar, hjúkrunarkonur og nemar á stofugangi. Valtýr Bjarnason er svæf- ingayfirlæknir. Aðstoðarlækn ar hans sem jafnframt stunda nám í svæfingafræði eru þeir Stefán Bogason og Daniel Guðnason. Svæfingalæknarn- ir munu framvegis einnig ann ast svæfingar fyrir Fæðinga- deild Landspítalans. Aðstoðarlæknir er Halldór Arinbjarnar. — Sérfræðingar deildarinnar eru Stefán Ólafs- son, háls-, nef og eyrnarlækn- ir og Kristján Sveinsson, augn læknir. Þá starfa þrír námskandi- datar á hverjum tíma við deild ina. Yfirhjúkrunarkona á skurð stofu er Katrín Gísladóttir og hefur hún starfað þar í s. 1. 10 ár. Aðstoðarskurðstofu- hjúkrunarkonur eru fimm, auk nema. Skurðstofuhjúkr- unarkonur þurfa að taka sér- nám að almennu hjúkrunar- námi loknu og tekur það nám 15 mánuði. Þann tíma eru þær á byrjunarlaunum hjúkr Fæðingardeildin. mér til að heildartala skurð- aðgerða á deildinni frá því hún tók til starfa séu um það bil 20 þúsund. Prófessor Sigurður Samúelsson: Fyrsti yfirlæknir lyflæknis deildar var Prófessor Jón Hjaltalín Sigurðsson. Hann lét af störfum 1948 og við Síðari hluti tók prófessor Jóhann Sæm- undsson, sem lézt 1955. Síðan hefi ég gengt yfirlæknisstörf- um deildarinnar. Frá því að spítalinn tók til starfa fyrir röskum 30 árum hefir rúmafjöldi lyflæknis- deildar verið sá sami - 57 rúm — þótt skipað sé þar mun þéttara en upprunalega var til ætlazt. Afköst deildarinn- ar hafa aukizt mjög á siðari árum, t. d. voru vistaðir að meðaltali 350—400 sjúklingar á ári frá 1940—1954. Eftir það fóru afköstin að aukast, þegar hægt var að koma langlegu- sjúklingum fyrir á öðrum stöð um, sem dæmi skal ég nefna að þegar sjúkrahúsið „Sól- vangur“ í Hafnarfirði fór að taka á móti sjúklingum, voru sendir þangað fimm sjúkling- ar af deildinni, sem höfðu dvalið fimm ár að meðaltali eða samtals 25 ár. Árið 1960 voru vistaðir 936 sjúklingar á deildinni. Sérstak legá ber að geta, að lyflækn isdeildin er rannsóknardeild og útbúin samkvæmt því. Áherzla er lögð á að greina sjúkdóma sem fyrst til þess, Theodór Skúlason, aðstoð- aryfirlæknir. Snorri P. Snorra son, deildarlæknir. Jón Þor- steinsson, 1. aðstoðarlæknir. Ólafur Jónsson, 2. aðstoðar- læknir. Deildarhjúkrunarkona á karlagangi er Frk. Ósk Sig- urðardóttir. Deildarhjúkrunar- kona á kvennagangi er Frk. Sigríður Stephensen. Dr. Gísli Fr. Petersen: Röntgendeild hefur starfað í Landspítalanum frá upphafi, eða nánar tiltekið frá 17. janúar 1931. Fyrsta árið er fjöldi sjúklinga, sem skoðað- ir eru í deildinni 1575, en árið 1960 eru þeir 8380, en fjöldi röntgenskoðana 14134, svo starfsemin hefur mjög aukizt. Yfirlæknir röntgendeildar- innar var dr. Gunnlaugur Claessen frá byrjun og þar til hann lézt í júlí 1948, en ég tek við yfirlæknisstarfinu frá áramótum 1948—49. Starfsskilyrði deildarinnar breyttust mjög til batnaðar 1952, þegar lokið var við að stækka húsakynnin. Var kom- ið fyrir nýjum geislalækn- ingatækjum, sem Krabba- meinsfélag Reykjavíkur gaf. Auk þess fylgdi nærgeislunar tæki með lágri spennu. Árið 1958 eignaðist deildin nýja og fullkomna röntgen- vél með öllum útbúnaði, til viðbótar þeim, sem fyrir voru. Einnig fylgdu sneiðmyndun- artæki og skyggnimagnari, sem gerir gegnlýsingarmynd- ir miklu skýrari en ella. Nú er nýlokið við að setja upp sjálfvirka framköllun, sem er til flýtisauka og gerir fram- köllun myndanna öruggari. í tengiálmu nýja spítalans er gert ráð fyrir röntgentæki í einni skurðstofunni og er það sérstaklega í sambandi við rannsóknir á þvagfærum. Vonir standa til að fá færan- leg röntgentæki með skyggni- magnara, sem er einkar hag. kvæmt við aðgerðir á bein- brotum. Nú er farið að nota sjónvarpstæki í sambandi við slíka skyggnimagnara og get- 1 ur verið að slíkur útbúnaður fylgi einnig. Þessi viðbót á röntgenþjónustu í tengiálm- unni mun létta á röntgendeild inni í bili, en síðar mun starf- semi hennar verða komið fyr- ir í sérstakri álmu við spital- ann. Auk röntgenskoðana, rönt- gen- og radiumlækninga voru ljósböð áður töluverður þátt- ur í starfinu, en aðrir aðilar hafa tekið við þeim. Á sL ári voru 1597 sjúkling- ar í geislalækningum. Fjöldi starfsfólks sem vinn- ur við röntgendeildina er nú 26 og þar af 4 læknar. Aðstoð- aryfirlæknir er Kolbeinn Kr istófersson. Ingibjörg Skúladóttir hefur starfað í röntgendeildinni frá upphafi, en auk hennar er enn starfandi við spítalann Stein- grímur Guðjónsson, umsjón- armaður, sem einnig kom að spítalanum þegar hann tók til starfa. Kristbjöm Tryggvason, yfir- læknir barnadeildarinnar: Barnadeildin er yngsta deild Landspítalans, hún tók til starfa 19. júní 1957. Nú- verandi barnadeild er í bráða birgðahúsnæði, en Barnadeild Hringsins, sem fyrirhuguð er í Nýja spítalanum, leysir þessa af hólmi, líklegast á næsta ári. Hringurinn hjálp- aði til að koma deild þessari upp á sínum tíma lánaði rúm og önnur tæki. Á bamadeildinni eru nú 29 rúm. Það sem háir störfum deildarinnar mest eru þrengsl in. Til dæmis vantar okkur alla möguleika til að einangra þá sjúklinga, sem grunaðir eru að vera með smitandi sjú- dóma. í Nýja spítalanum er gert ráð fyrir 60 rúmum og gólf- flötur verður þar a. m. k. fjórum sinnum stærri. Við það batna að sjálfsögðu öll vinnu- skilyrði. Á deildinni starfa nú 3 lækn ar, 8 hjúkrunarkonur, auk nema og gangastúlkna. Er sá starfskraftur nægilegur að öllu jafnaði. Störfin á deild- inni eru mjög mismunandi, og fer það eftir því á hvaða aldri börnin eru. Litlu börnin kref j- ast meiri starfskrafta, það þarf að mata þau og gæta þeirra. Það hefur sýnt sig, að mikil þörf var á að reisa þessa deild. Langur biðlisti hefur verið frá fyrsta degi og leng- ist hann stöðugt. Samstarfið við foreldra bamanna hefur verið með á- gætum. Finnst mér mjög á- nægjulegt hve fólk skilur vel, að við höfum þurft að setja reglur. Þær reglur eru ein- göngu settar barnanna vegna. Heimsóknir eru t. d. ekki Xeyfðar nema tvisvar í viku. Samvinna milli handlæknis deildar og barnadeildar hefur verið prýðileg, svo og við aðr- ar deildir spítalans. Pétur Jakobsson, yfirlæknir fæðingardeildarinnar: Fæðingardeild tók til starfa þegar í upphafi, er spítalinn tók til starfa og var hún inn- an vébanda handlæknideild- arinnar undir umsjón Prófess- ors Guðmundar Thoroddsen, en frk. Jóhanna Friðriksdóttir var yfirljósmóðir. Á þeirri deild voru ekki nema 10—12 rúm og 2 fæðingarstofur, en á fyrsta áratug sjúkrahússins kom það þegar áþreifanlega Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.