Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 7
Sunnudagur 30. apríl 1960 MORCIJTSBT AÐIÐ 7 Atriði úr leiknum. Hinn frægi listamaður King Kong (leik- inn af Suffur-Afriku-svertingjanum Nathan Mdledle) ræðir viff blaffamenn. Skopstæling á blaðamannafundi. ar en engum blöðum um það að fletta, að söngleikurinn hef ur slegið í gegn, — ekki af stjórnmálaástæðum, heldur af hreinum listrænum ástæðum. Flestir eða allir, jafnvel gagn- rýnendurnir sjálfir eru nú komnir á þá skoðun, að þeir hafi ekki haft alveg rétt fyrir sér, í fyrstu gagnrýninni. Máske hafði viðhorf þeirra orðið neikvæðara í fyrstu vegna hins mikla umtals og blaðagreina, senj komu fyrir fram. Áhorfendur hafa leitað að pólitískum boðskap í söng- leiknum. En þeir hafa ekki fundið einn einasta títuprjón. Söngleikurinn er pólitískur aðeins vegna þess að svert- ingjar leika í honum og vegna þess að samstarf þeirra og nokkurra hvítra starfsmanna bak við tjöldin og við leik- sýna list sína í London EITT allra vinsælasta leik húsverk í London um þess ar mundir er suður-afríski jazz-söngleikurinn King- Kong. Leikurinn þykir á ýmsan hátt mjög sérkenni legur og einkum hrífast menn af hinum hröðu dönsum. Allir leikendurnir eru svertingjar og allir frá Suður-Afríku, landi þar sem svertingjar njóta ekki venjulegra mannréttinda. Það eitt væri auðvitað nægilegt til að vekja at- hygli á leiknum. í Eng- landi hafa menn mjög mikla samúð með hinum kúguðu svertingjum og margir Lundúnabúar myndu sækja leikhúsið, þó það væri ekki til ann- ars en að sýna andúð á vinnubrögðum Verwoerd- stjórnarinnar. • Blámenn stígra á land Þannig fékk King Kong á sig pólitískan blæ, jafnvel löngu áður en leikendurnir voru komnir til Englands. Menn biðu þess með eftir- væntingu, að þessi undarlegi svertingjasöngleikur frá Suð- ur-Afríku kæmi. Blöðin spurðu hvort Verwoerd stjórn in hleypti svertingjunum úr landi. Alltaf var eitthvað frétt næmt í sambandi við leik- förina. Það var engu líkara en „King-Kong“ væri að gera innrás í Bretland, eins og flot- inn ósigrandi væri að koma úr Suðurhöfum og blámennirnir ætluðu að stíga á land hjá Helsingj aporti. SvO var frumsýningin hald in í London seinnihluta vetr- ar, en gagnrýnendur blaðanna voru ekki hrifnir af sýning- unni. Þeir létu óánægju sína að vísu í ljósi með kurteis- lepum orðum, vegna þess að líta mátti á þetta sem gesta- 'leik. En kuldinn í kritíkinni duldist engum Og jafnvel bar á því þar sem þeir hrósuðu einstökum atriðum, voru þeir mjög varkárir. • Gagnrýnendur skipta um skoffun En nú nokkrum vikum síð- skapazt meðal svartra hafn- arverkamanna í Durban. Þeír voru í gúmmískóm af sér- stakri gerð sem áttu að verja nakta fætur þeirra fyrir skað hann þegar mathlé er gefið í vinnunni o. s. frv. Svertingjar Suður-Afríku standa á mótum hins frum- stæða lífs í gömlum ættflokk- stjórn hefur tekizt með mestu prýði. Að öðru leyti er leikn- um ekki ætlað að flytja neinn pólitískan boðskap. • Þjóffdansar svertingja En „King Kong“ lýsir lifi svertingjanna á raunhæfan og skemmtilegan hátt. Leikurinn er að miklu leyti byggður á þjóðlögum og þjóðdönsum svertingjanna í Suður Afríku. Þessir dansar eru bæði gaml- ir og nýir. Einn allra hraðasti og skemmtilegasti dansinn kallast „Gúmmískó-dansinn“. Það er sagt að hann hafi fyrst Þrjár suffur-afrískar negrameyjar á leiksviffi í London. þetta ekki brot á Apartheid-löggjöf Verwoerds? vænum efnum sem þeir voru að skipa upp úr lestinni. Síð- an breiddist þessi fjöldadans eins og eldur í sinu um allt landið. Oft kom það fyrir, að svertingjar sem biðu eftir járnbrautarlest fóru að dansa hann á brautarpallinum, svörtu verkamennirnir í gull- og demantanámunum dansa Gúmmískó-dansinn vekur mesta hrifningu. Þaff er alþýffudans sem kom upp í Suffur-Afríku fyrir nokkrum árum og hefur breiffzt út um allt landiff. um sínum og börgarlífsins. Á þessu stigi er enn mikil gróska í hinni gömlu alþýðu- list þeirra. Enn lifa þjóðsög- ur, söngvar og dansar hinna gömlu tíma, en samtímis því streyma erlend áhrif inn 1 landið. Hinn ameríski jazz sem er vaxinn út frá þjóð- lögum Afríku snýr nú til baka yfir Atlantshafið kominn á æðra stig og hinir afrísku svertingjar drekka hann í sig. Ótal mörg önnur menningar- áhrif blandast svo saman við. Skipin koma við í Suður- Afríku á leið sinni til og frá Asíu og Evrópu. • Mefffæddir hæfileikar Suðurafríski rithöfundurinn Dan Jacobsen skrifar nýlega um „King-Kong“ og segir m.a.: — Það voru beztu atriðin í leikum þegar hinir með- fæddu hæfileikar og eðli leik- endanna fengu að koma ó- þvingað fram — ag vísu sam fara góðri leikþjálfun. Það atriði, sem sýndi þetta einna bezt voru hinar frábæru „lög- reglu-eltinga-senur, þar sem hópur svertingja-verkamanna stóð í biðröð að bíða eftir kaupinu sínu og hin þar sem hópur manna beið eftir stræt- isvagni. Dan Jacobsen segir að lok- um, að ef stjórnmálaástandið væri eðlilegt í Suður-Afríku og svartir og hvítir menn gætu gengið þar saman til leiks, þá myndi þessi söng- leikur verða upphaf. heillar stefnu í leiklist. Efnið er til og andinn reiðu búinn að semja fjölmörg leik- rit í líkum stíl. En eins og ástandið er, þá mun sitja við þetta eina sýnishorn. Gagarín í „lágflugi“ til Prag PRAG, Tékkóslóvakíu, 28. apríl. [(Reuter) —. Fyrsti geimfarinn, Júrí Gagarín majór, kom hing- •ð í dag í tveggja daga heim- sókn, í boði tékkneska kommún- istaflokksins. Móttökurnar voru stórkostlegar — og raunar líkast því, að hér væri mikilsmetinn og virtur þjóðhöfðingi á ferð. Prag-búar voru þó enn inni- legri við Gagarín en menn yfir- leitt leyfa sér við þjóðhöfðingja. Að sögn tékknesku fréttastofunn ar CETEKA hlupu þúsundir manna til, er hann steig út úr flugvél sinni, — til þess að reyna að komast í færi að þrýsta hönd hans. — ★ — Gagarín sagði í Moskvu áður en hann lagði af stað í för sína, að hann hlakkaði mjög til að heimsækja Prag, enda væri þetta „fyrsta ferð“ háns „út fyr- ir landamæri Sovétríkjanna". — (Reiknar hann þar sýnilega ekki með geimferð sinni) „Lína langsokkur66 LEIKFÉLAG KÓPAVOGS sýnir barnaleikinn „Lína langsokkur“ í Borgarnesi í dag og á Akranesi á morgun. Þetta eru síðustu sýningar á þessu vinsæla barnaleikriti. «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.