Morgunblaðið - 21.07.1961, Blaðsíða 6
6
MORGUIVBLAÐIÐ
Föstudagur 21. júlí 1961
Um hvað er deilt í vega- og
brúaverkfallinu?
Vegamálastjóri og deildarstjóri sam-
göngumálaráðuneytisins mótmæla
skrifum Þjóðviljans og Timans
um fæðispeningana
Þjóðviljinn og Tíminn hafa
reynt að halda því fram undan-
fárna daga, að fæðispeningrakrafa
A. S. í. gagnvart vegagerðinni sé
hliðstæð fæðispeningum, sem
Dagsbrúnarmenn fá greidda, ef
þeir vinna utanbæjar og er ekki
ekið heim á máltíðum. Þessi blöð
hafa einnig reynt að láta í það
skína, að vegamálastjóri hafi ver
ÍS reiðubúinn til þess að ganga
að kröfum Alþýðusambandsins
en samgöngumálaráðherra hafi
siðan bannað vegamálastjóra
slíka samnLigsgerð.
Vegna þessara skrifa sneri
Mbl. sér til Brynjólfs Ingólfsson
ar, deildarstjóra í samgöngu-
málaráðuneytinu og fékk hjá hon
um eftirfarandi upplýsingar:
Kjarabætur, sem fallizt var á.
í samningaviðræðum við A. S.
í. um kaup og kjör í vinnu við
vega- og brúagerð náðist sam-
komulag um allt, nema eitt at-
riði. Enda þótt ekki hafi, vegna
ágreinings um þetta eina atriði
verið gengið formlega frá sam-
komulagi um hin atriðin, sem á-
greiningslaust var um, hefur
vegagerðin þó greitt samkvæmt
þeim um allt land frá og með 1.
júlí. Þannig hefur kaup almennt
hækkað hjá karlmönnum um
10% í dagvinnu og eftirvinnuálag
er greitt 60% þar sem eftirvinna
er unnin, sem er víðast hvar a.
m.k. ein klst. daglega og tvær
klst. í brúargerðarflokkum.
Kaup matreiðslustúlkna hækk
aði einnig mikið umfram hina
almennu hækkun, til samræmis
við kaup í hliðstæðri vinnu ann
ans staðar og með hliðsjón ar því,
hve langan vinnutíma stúlkurnar
hafa m.a. vegna þess að vega-
vinnumenn vinna af sér laugar-
daga skv. eigin ósk. Nam hækk-
unin á kaupi matreiðslustúlkna
nær 1600 kr. á mánuði eða um
46%.
Loks var fallizt á að orlof
skyldi greitt af öllu kaupi, bæði
dagvinnu og eftirvinnu, en ekki
aðeins dagvinnu, eins og áður.
Það er því ekki unnt að segja,
að vegagerð ríkisins og sam-
göngumálaráðherra hafi ekki
sýnt fulian vilja til að ganga að
réttmætum kröfum fyrirsvars-
manna A. S. í. Hitt verður þó að
hafa hugfast, að það hefur alltaf
verið viðtekin regla hjá rikisfyr
irtækjum, og það hverjir sem
voru í ríkisstjóm, að ríkisfyrir-
tæki gengju ekki á undan með
feauphækkanir til eins eða neins
og yrðu þannig til að raska jafn
vægi á vinnumarkaðinum. Það
hefur venjulega gengið árekstra-
látið og þótt sjálfsagt, að þegar
kaup hefur hækkað almennt við
nýja samninga, hafi ríkisfyrir-
tæki einnig fylgt hnum nýju
töxtum, en hvorki samið á und-
an öðrum, né heldur gengið
lengra en vinnuveitendur al-
mennt.
Fæðispenlngamlr
í hinum nýju samningum eru
hjá ýmsum félögum, m.a. Dags
brún í Reykjavík, ákvæði um það
að verkamenn skuli hafa ókeypis
fæði eða dagpeninga, þegar þeir
eru sendir til vinnu utan félags-
svæðanna og ekki ekið heim að
kvöldi eða til máltíða.
1 hinum nýja Dagsbrúnarsamn
ingi er þetta ákvæði þannig:
„Þegar Dagsbrúnarmenn eru
Scndir til vinnu utan bæjar og
þeim ekki ekið heim á máltíðum
og (eða) að kvöldi, skulu þeir
fá frítt fæði eða dagpeninga fyr
ir fæðiskostnaði, sem síðar skal
samið um milli samningsaðiia."
Fulltrúar A. S. í. vilja túlka
þetta ákvæði þannig gagnvart
vegagerðinni, að í allri vegavinnu
utan bæjar, hvort sem viðlegu-
flokkar eru stofnaðir eða ekki,
sé um að ræða „sendingu út úr
bænum" og því beri vegagerð-
inni, samkvæmt þessu samnings
ákvæði, að greiða öllum vega-
gerðarmönnum, eða a.m.k. þeim
sem eru félagar í stéttarfélögum,
sem fengið hafa hliðstæð fæðis-
ákvæði inní samninga sína, frítt
fæði eða dagpeninga.
Fyrirsvarsmenn vegagerðar-
innar hafa ekki talið sér unnt að
fallast á þetta sjónarmið og tal
ið, aö með því væri gengið lengra
en vinnuveitendur gera sam-
kvæmt hinum nýju samningum
við Dagsbrún og fleiri félög.
í þessu sambandi hefur verið
bent á, að samkvæmt samningi
þeim sem síðast var í gildi milli
Alþýðusambands íslands og
Vegagerðar ríkisins, um kaup og
kjör í vega- og brúargerð, hefur
hvert verkalýðsfélag forgansrétt
til vinnu á sínu svæði og sýnir
•það vel, að það er rétt, sem
vegagerðin heldur fram, að flokk
amir eru stofnaðir á svæðunum
<>b starfsmenn ráðnir þar, en ekki
sendir út frá Reykjavík eða Ak-
ureyri. Dagsbrúnarákvæðið á því
ekkl við um menn, sem þannig
eru ráðnir, fremur en það á við
um mann, sem ræður sig sjálfur
á síldarplan norður á Siglufjörð
eða vertíðarvinnu í Vestmanna-
eyjum. Sá maður, þótt Dagsbrún
armaður se og vinni utan bæjar,
sætir þeim almennu kjörum,
sem ráðandi eru á staðnum og
fær ekki dagpeninga til fæðis-
kaupa fremur en innanbæjar-
menn þar.
Vegagerðarflokkarnir eru
stofnaöir á vinnusvæðum úti um
allt land og verkamenn ráða sig
hjá verkstjóra og eru ekki send
ir út í skilningi fæðisákvæðis
Dagsbrúnarsamningsins.
Þá má enn benda á, til að
undirstrika, að ekki var ætlun-
in að vegavinnumenn sættu lak
ari kjörum en aðrir verkamenn,
að boðið var upp á það, að þeir
hefðu dagpeninga alltaf þegar
þeir nesta sig sjálfir að heim-
an og hafa ekki athvarf í við-
leguflokkum. Þetta ákvæði hef-
Ur verið í vélamannasamningi
vegagerðarinnar og ASÍ en ekki
í almenna verkamannasamningn
um og er talsvert um slíka vinnu
verkamanna, bæði vor og haust.
Hefði þetta verið umtalsverð
kjarabót fyrir verkamennina ert
þessu höfnuðu fulltrúar ASÍ og
vildu ekki sætta sig við minna
en skilyrðislausa viðurkenningu
á fríu fæði.
Þá var ennfremur boðið upp
á, að ekkert skyldi minnzt á
fæðispeningamálið í samningn-
um ,en það félli undir hina al-
mennu tilvitnun í sérsamninga
elnstakra félaga, sem var þann-
ig í síðasta samningi: „Um kjör
verkamanna að öðru leyti fer á
hverjum tima eftir gildandi
kjarasamningi þess verkalýðs-
félags, sem næst er vinnustað.“
Fulltrúar ASÍ höfnuðu þessari
leið, sem þeir höfðu þó í upp-
hafi viðræðnanna talið koma til
greina, sem lausn á málinu.
Þá má að sjálfsögðu benda á
Framh. á bls. 19.
Laxarækt I
um undirbúin
Ein þeira nýjunga, sem er
að ryðja sér til rúms í fiski-
rækt erlendis þessi árin, er
ræktun einnar tegundar lax-
fiska í stöðuvötnum. Byrjað
er á að eyða fiski úr vötnun-
um með fiskeitri og er síðan
sleppt í þau laxa- eða silungs
seiðum eftir því hvaða fiskteg
und á að rækta hverju sinni.
Hér á landi hefur þetta ekki
verið gert ennþá. En nú er í
undirbúningi að hefja laxa-
rækt í stöðuvötnum, eftir því
sem veiðimálastjóri tjáði
fréttamanni Mbl. nýlega.
Um þessar mundir er verið
að gera athuganir á staðhátt-
um og áætlanir um fyrirkomu
lag á nauðsynlegum mann-
virkjum og er það gert í sam
ráði við veiðimálastjóra. Ráð
gert er að koma upp klakhúsi
í haust og öðrum mannvirkj-
um og eitra fyrir silung í vötn
unum. Næsta sumar verður
svo laxaseiðum sleppt í vötnin
og þar vaxa þau upp í göngu
stærð það er upp í 10—15 cm
að lengd. Þegar þau hafa náð
göngustærð munu seiðin
ganga út úr vötnunum til
sjávar og taka út mestan
hluta vaxtar síns á hinum átu
ríka afrétti. Þegar laxarnir
hafa náð fullum þroska ganga
þeir aftur áleiðis upp í vötnin
um frárennsli þeirra og verða
þeir þá veiddir og fluttir á
markað. Fyrirhugað er að
auka framleiðslumátt vatn-
anna með því að bera í þau
áburð.
Hér er á ferðinni mjög merk
og nýstárleg tilraun, sem á-
hugamenn um laxarækt munu
fylgjast með af áhuga. Líklegt
er, að f jöldi vatna verði tekinn
til laxaræktar á þennan hátt
í framtíðinni, ef þessi tilraun
og aðrar henni líkar gefa
góða raun.
• Á leið norður
Ferðamenn, innlendir Og er-
lendir, og þjónusta við þá er
nú mjög til umræðu, enda sá
árstími þegar mest er um
ferðalanga alls staðar og mest
þarf fyrir þá að gera.
Kunningi minn einn, sem
fór fyrir nokkru með áætlun-
arbíl norður í land, var ákaf-
lega ánægður með að ferðast
með Norðurleiðum. En eitt
finnst honum mega betur fara.
Þegar ekið er fyrir Hval-
fjörð, er fyrst komið að veit-
ingaskála við botn fjarðarins,
skömmu síðar að veitinga-
skála hvalveiðistöðvarinnar
og loks að veitingahúsinu
á Ferstiklu. Sá háttur er hafð-
ur á að staðnæmast við hval-
stöðina og leyfa farþegum að
stíga út úr bílnum og fá sér
hressingu, kaffi, gosdrykki,
eða annað. En þegar bílarnir
eru mjög margir, gengur af-
greiðsla að sjálfsögðu seint, og
húsrými er lítið, svo töfin
verður mikil, ef allir eiga að
fá það sem þeir vilja kaupa
og neyta þess.
í umrætt skipti voru áætlun
arbílarnir níu talsins ýmist á
leið norður á Akureyri eða til
Siglufjarðar, Og því fékk kunn
ingi minn ekki sitt kaffi, áður
en bílstjórar vildu halda
áfram.
Og nú segir hann: — Því
ekki að skipta bílunum niður
á veitingaskálana þrjá, láta
þá stanza nokkrr á hverjum
stað?
♦ Jón ómerktur
Svo er hér bréf frá skrif-
stofustúlku um þjónustu við
erlenda ferðamenn í Reykja-
vík:
Ég er svo heppilega stað-
sett að vinnustaður minn er
við Austurvöll. Eins Og und-
anfarin ár er hér í Reykjavík
margt um erlenda ferðamenn
og eig? þeir flestir leið um
Austurvöll. Býzt ég við að
enginn hlutur sé eins mikiS
ljósmyndaður og styttan af
honum Jóni okkar Sigurðs-
syni. Flest þetta erlenda fólk
hefir ekki hugmynd af hverj-
um það er að taka mynd af,
því ekkert bendir til þess
hvaða maður þetta sé.
Ég hefi tekið eftir, að flest
af þessu erlenda fólki gengur
hring í kring um styttuna tii
þess að leita að nafni eða öðr-
um kennimerkjum, sem engin
eru. Þó við íslendingar þekkj-
um allir Jón Sigurðsson, er
engin ástæða til að merkja
ekki styttuna.
^Kirkjainlókuð
FERDIINIAIMD
&
~~<c' PIB
C0PENHAGII
■tr A >
'o»«5 * f
' f ' <=■
Eins er það annað, sem ég
vildi minnast á. Erlendis er
því þannig varið að kirkjur
standa yfirleitt opnar þeim,
sem þangað vilja leita. Hér
tíðkast ekki sá siður, því mið-
ur í sambandi við Dómkirkj-
una vil ég spyrja. Af hverju
er kirkjan ekki höfð opin ein-
hvern tíma dags? Margt af
því erlenda fólki, sem hér á
leið um hefir gaman af að sjá
fallegar kirkjur, og því ekki
leyfa því að sjá Dómkirkjuna
okkar að innan. Veit ég ekki
hve oft ég hefi séð erlent fólk
ganga upp að dyrum kirkj-
unnar, en hurðin er læst, og
það hverfur frá. Er nokkur
góð ástæða fyrir því að hafa
hana lokaða. Mætti ekki fá
einhvern til að gæta hennar
ákveðinn tíma dags? Eina
fyndist mér að mála mætti
kirkjuna að utan, því hin skeli
ótta málning, sem í henni er.
er ekki til neinnar prýði.