Morgunblaðið - 21.07.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.07.1961, Blaðsíða 9
* Föstudagur 21. júlí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 9 Gústav A. Jónasson ráðuneytisstjóri - Minning ÓVÆNT barst mér fregn um lát vinar míns og samhéraðs- manns, jafnaldra og skólabróð- ur, Gústavs Adólfs Jónassonar ráðuneytisstjóra. Þrátt fyrir langvarandi heilsubrest hans hafði þess þó verið vænzt, að honum yrði lengri lífdaga auð- ið. Hann hafði ætlað að eyða sumarleyfinu á hressingarhæli á Jótlandi ásamt eiginkonu sinni, en á leið þangað bar andlát hans skyndilega að í Kaupmanna- höfn 14. þ. m. Með honum er horfinn úr hópi okkar samferða mannanna einn af kunnustu og gegnustu embættismönnum þjóð arinnar. Gústav var fæddur í Sólheima tungu í Stafholtstungum 12. ágúst 1896, kominn af gagn- merkum ættum úr Borgarfirði og Rangárþingi. Jónas faðir hans var sonur Jóns stúdents og stórbónda á Leirá, Ámasonar bónda í Kalmanstungu, Þorleifs- sonar. Móðir Jónasar var Ragn- hildur Ólafsdóttir bónda á Lund um í Stafholtstungum, Þorbjarn arsonar bónda og gullsmiðs á Lundum. Eiga margir kunnir menn ætt til Þorbjarnar að rekja. Kona Arna í Kalmans- tungu og amma Jónasar var Halldóra dóttir Kolbeins Þor- steinssonar, prests og skálds í Miðdal, sem miklar ættir eru frá komnar. Móðir Gústavs var Kristín dóttir Ólafs bónda í Sumarliðabæ í Holtum Þórðar- sonar og konu hans Guðlaugar Þórðardóttur. Meðal systkina Kristinar voru hinir þjóðkunnu menn Jón bankastjóri, Gunnar kaupmaður í Vestmannaeyjum, nú nýlátinn, og Bogi mennta- skólakennari. Er Kristín yngri, ekkja Þórarins bónda Bjarna- sonar í Rauðanesi, nú ein á lífi þeirra systkina. Hálfsystkin Gústavs af fyrra hjónabandi Jónasar voru þau Ragnhildur, kona Jóns Björnssonar kaup- manns frá Svarfhóli. Tómas bóndi í Sólheimatungu, nú lát- inn, og Guðríður bókhaldari í Reykjavik. En albróðir Gústavs er Karl S. Jónasson læknir í Reykjavík. Rekja má ættir Gústavs nánar til ýmissa merk- ismanna á fyrri tímum, þó að hér verði það ekki gert. í Sólheimatungu bjuggu for- eldrar Gústavs stórbúi á upp- vaxtarárum hans. Jörðin var betur hýst en annars staðar gerðist í héraðinu og búsæld mikil. Ekki mun Gústav þó hafa verið ætlað að taka þar við búsforráðum, því að hvort tveggja var, að þar var eldri bróðir á heimili og að snemma mun hafa komið í ljós, að Gústav væri meira hneigður til bókar en búskapar. Er hann hafði aldur til, las hann undir skóla hjá séra Magnúsi Andrés- syni á Gilsbakka. Gekk hann 6Íðan í Menntaskólann og varð 6túdent þaðan 1918. Skráðist hann þá í lagadeild Háskólans eg lauk lagaprófi vorið 1924. Fyrst í stað stundaði hann ýmis elmenn lögfræðistörf í Reykja- vík, unz hann var ráðinn full- trúi lögreglustjóra árið 1927. Hann var settur lögreglustjóri í Reykjavík frá því í júlí 1934 þar til l september 1936, en þá var hann skipaður skrifstofu- Stjóri í Dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu. Gegndi hann þar embætti skrifstofustjóra, síðar ráðuneytisstjóra, til dánardags. Það mun einróma álit þeirra, lem til þekktu, að Gústav hafi verið sérstaklega farsæll í emb- eettisstörfum sínum. I hinum mikilvægu embættum, er hann gegndi, bar sífellt að höndum meiri eða minni vandamál, en hann var glöggur og fljótur að koma auga á kjarna þeirra og fundvls á heppilegar leiðir til að leysa úr þeim. Meðan hann var yfirmaður lögreglunnar, féll hið bezta á með honum og lögreglu- liði bæjarins. Út á við naut hann einnig fulls trausts í því starfi sökum réttsýni, óhlut- drægni og góðra hæfileika til að greiða úr málum. Störf hans í stjórnarráðinu báru þessum sömu kostum vitni, og get ég um það borið, að því er dóms- málin snertir. í embættistíð hans var mörgu hrundið í fram- kvæmd, sem til betra vegar horfði í kirkjumálum þjóðarinn- ar. Lagði Gústav þar hönd að verki ásamt fleiri góðum mönn- um. Kom þá mjög til hans kasta sem ráðuneytisstjóra í Kirkju- málaráðuneytinu að fylgja þeim málum eftir til framkvæmda. En þó að þarfirnar væru marg- ar og ekki yrði leyst úr þeim öllum í einu, tókst Gústav með hagsýni sinni, velvild og þýð- leika í samstarfi að ávinna sér fullt traust og hylli prestastétt- arinnar, sem hann hafði svo mikið saman við að sælda. Það er mér líka kunnugt, að Gústav hafði óskoraða tiltrú og vinfengi yfirmanna sinna í ráðherra- embættunum. Skipti þar ekki máli, úr hvaða stjórnmálaflokki ráðherrann var. Þeir kunnu vel að meta hinar hagkvæmu Starfs aðferðir Gústavs og að hann í tillögum sínum og úrlausnum hélt fullu sjálfstæði og leyndi ekki sannfæringu sinni. Auk embættisverkanna voru Gústav falin ýmis trúnaðarstörf. Hann átti sæti í stjórn Dóm- kirkjusafnaðarins í Reykjavík og var formaður skipulagsnefnd ar prestsetra. Árið 1943 var hann skipaður formaður nefnd- ar til að athuga fangelsismál landsins. Hann var einn af stjórnarmönnum Sakfræðingafé- lags íslands, og birtist fyrir- lestur, sem hann hélt í því fé- lagi um fangelsismálefni íslands, í De Nordiska Kriminalistför- eningarnas Ársbok 1949—1950. Hann var kjörinn í stjórn Em- bættismannasambandsins á Norð urlöndum og sat mörg þing þeirra samtaka. Formaður yfir- húsaleigunefndar Reykjavíkur var. hann skipaður 1941 og gegndi því starfi síðan. Gústav kvæntist árið 1929 Steinunni dóttur Sigurðar Sív- ertsens, prófessors og vígslu- biskups, og konu hans Þórdísar Helgadóttur lektors Hálfdánar- sonar. Eignaðist hann þar hinn ágætasta lífsförunaut, sem í blíðu og stríðu stóð við hlið hans og reyndist honum hin öruggasta stoð, er heilsubrest hans bar að höndum. Þau eign- uðust fjögur börn, sem öll eru á lífi og uppkomin, Þórdísi, sem gift er Jóhanni Níelssyni lög- fræðingi, Sigurð, sem stundar hagfræðinám í Þýzkalandi, Krist ínu, sem stundað hefur nám í Svíþjóð, og Jónas, sem lauk stúdentsprófi í vor. í einkalífi sínu átti Gústav sér ýmis áhugamál utan hvers- dagsstarfanna. Hann hafði alla tíð mikla hneigð til að kynna sér fagrar bókmenntir, ljóð og sögur. í Sólheimatungu ríkti á uppvaxtarárum hans meiri menn ingarbragur en almennt tíðkað- ist. Jónas hafði orð á sér fyrir miklar gáfur, hagmælsku og hnyttni í tilsvörum, og Kristín hafði notið hinnar beztu mennt- unar, sem konur áttu kost á hér á landi í æsku hennar. Það var því engin hætta á, að andlegir straumar hinnar nýju aldar færu þar hjá garði. Þessi menningar- áhrif mótuðu hug Gústavs þegar í æsku, og að því veganesti bjó hann til æviloka. Fáa hef ég fyr ir hitt, sem lesið höfðu og til- einkað sér jafnmikið af völdum bókmenntum, innlendum og er- lendum. Hafði hann jafnan á reiðum höndum hnyttiyrði og snjallar setningar úr sögum og ljóðum. Dómgreind hans á þau efni var óbrigðul, og sjálfur var hann hagmæltur og listfengur í bezta lagi. Um það svipaði hon- um mjög til frænda síns, Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi. Á fyrri árum tók Gústav þátt í samningu ýmissa gamanleikja, sem Reykvíkingar skemmtu sér við í þá daga. En skaða má það telja, að hann skyldi ekki láta fleira eftir sig liggja á bók- menntasviðinu. Gústav bar hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir brjósti, og var heimilislíf þeirra hjónanna og barnanna hið ástúðlegasta. 1 um gengni var Gústav allra manna viðfelldnastur og skemmtilegast ur, og því hvarvetna aufúsu- gestur, þar sem hann kom. Glað værð hans og góðlátleg glettni í viðræðum lífgaði upp umhverf ið. Sóttust því margir eftir að vera í návist hans, þegar gleði var á ferðum. Gestrisni þeirra hjóna var við brugðið. Þeir eru margir, bæði innan- og utan- bæjarmenn, innlendir og er- Iendir, sem eiga góðar og á- nægjulegar endurminningar frá heimili þeirra. Munu nú þeir og aðrir vinir þeirra og kunningj- ar renna huganum með trega- blandinni samúð til frú Stein- unnar, barna þeirra hjóna og náinna ættingja. Bálför Gústavs fór fram í Kaupmannahöfn 19. þ. m. Með þessum línum vil ég fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar þakka hinum látna fyrir liðna daga. Þórður Eyjólfsson. Málflutningsskrifstofa JÓN N. SIGURÐSSON b æstaréttarlögmaður f.augavegi 10. — Sími: 14934 EGGER'X CLAESWUN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmen.. CRESCENT TOLL handverkfæri við allra hæfi. Þetta er merkið sem þér getið treyst. CRESCENT T00LS — ® Geymsluhúsnæði Viljum taka á leigu þurra og frosthelda geymslu með góðri aðkeyrslu. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS Skúlagötu 20. á allar beltavélar Gæðastál tryggir slitbeztu belta- hluti. Lægsta heimilismarkaðsverð. Beltakeðjur, rúllur o. fl. fyrirliggjandi. einkaumboð almenna verzlunarfélagið h.f. box 137 — Laugavegi 168 — sími 10199 Reykjavík. MARKAOURIIilltl Hafnarstræti 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.