Morgunblaðið - 21.07.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.07.1961, Blaðsíða 10
10 Fðstudagur 21. 'júE 1961 MORGZJNBLAÐIÐ Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargj&ld kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. RUSSUM SVARAÐ CVAR Vesturveldanna við^ hótunum Krúsjeffs um sérfrið við leppstjórn komm- únista í Austur-Þýzkalandi er hiklaust og ákveðið. Þau standa fast á rétti sínum í Berlín og lýsa því yfir, að sérhver tilraun Sovétríkj- anna til þess að brjóta gerða samninga um Þýzkaland geti haft mjög alvarlegar af- leiðingar í för með sér. Jafn- framt lýsa Vesturveldin því yfir, að fyrir löngu hefði átt að vera lokið friðarsamning- um við Þýzkaland, en allar tilraunir í þá átt hafi til þessa strandað á Rússum. Þeir hafa aldrei léð máls á því að leyfa frjálsar kosning- ar í Þýzkalandi öllu, þannig að hægt væri að semja frið við lýðræðislega kosna stjórn sameinaðs Þýzkalands. í stað þess hafa Rússar sett á lagg- irnar kommúníska leppstjórn i Austur-Þýzkalandi, sem ekkert fylgi á meðal almenn- ings þar og aldrei hefur þor- að að láta lýðræðislegar kosningar fara fram í þess- um hluta landsins. Af ummælum Kennedys Bandaríkjaforseta á blaða- mannafundi sl. miðvikudag, er það auðsætt, að Banda- ríkin líta hótanir Rússa í sambandi við Berlín mjög alvarlegum augum. Hann sagði, að frjálsar þjóðir myndu aldrei sitja aðgerðar- lausar hjá og horfa á Rússa innlima Vestur-Berlín í yfir- ráðasvæði kommúnista. — Bandaríkin láta nú fram fara gagngera endurskoðun á öllu landvarnarkerfi sínu og búa sig undir að mæta hvers konar viðhorfum, sem skap- ast kunna vegna vaxandi yf- irgangs Rússa. Á sama tíma sem átökin harðna milli austurs og vest- urs í Berlínardeilunni, eykst flóttamannastraumurinn frá Austur-Þýzkalandi til Vest- ur-Berlínar. Þúsundir manna brjótast gegnum járntjaldið og leita frelsisins í Vestur- Berlín af ótta við það, að þessar dyr til vesturs kunni að lokast. Eftir svar Vesturveldanna hafa línurnar í Berlínardeil- xmni skýrzt verulega. Rúss- ar þurfa ekki að fara í nein- ar grafgötur um það, að lýð- ræðisþjóðirnar munu ekki ofurselja Vestur-Berlín ein- ræðisstjórn kommúnista. Þau eru hins vegar reiðubúin til þess að ræða Berlínarvanda- málið á grundvelli gildandi samninga stórveldanna um stöðu borgarinnar. Hvort þessi afstaða Vesturveldanna leiðir til alvarlegra átaka eða ekki veltur á Rússum. Það eru þeir sem hóta með samn- ingsrofum, sem hlytu að leiða til örlagaríkra atburða. VIÐURKENNING VESTUR - ÞJÓÐ- VERJA OÍKISSTJÓRN Sambands- lýðveldisins Þýzkalands hefur nú viðurkennt 12 mílna fiskveiðilögsögu íslands og hinar þýðingarmiklu grunn- línubreytingar, sem gerðar voru með samkomulaginu um lausn fiskveiðideilunnar við Breta á sl. vetri. Hafa þá tvær stærstu fiskveiðiþjóðir Evrópu, sem lengi hafa sótt mest á íslandsrhið, viður- kennt hinar þýðingarmiklu ráðstafanir íslendinga til verndar fiskimiðum sínum. Er það mikill sigur fyrir hinn íslenzka málstað og merkur áfangi í baráttu þjóð arinnar gegn rányrkjunni. Hin takmörkuðu fiskveiði- réttindi innan 12 mílna mark anna, sem Bretum og Vest- ur-Þjóðverjum hafa verið veitt gegn viðurkenningu þeirra gilda aðeins í ár hérfrá. Þegar sá örstutti tími er haféur í huga og enn- fremur hitt, hversu takmörk uð þessi veiðiréttindi eru, verður auðsætt að ríkis- stjórnin hefur á einkar far- sælan hátt leitt til lykta hina hættulegu deilu, sem risin var um ráðstafanir Islend- inga til verndar fiskimiðum sínum. Hún hefur fengið 12 mílna fiskveiðitakmörkin við urkennd, stórkostlega út- færslu grunnlína, sem vernd- ar stór hafsvæði fyrir botn- vörpuveiðum útlendinga, og jafnframt skapað frið á hin- um íslenzku fiskimiðum. Yf- irgnæfandi meirihluti íslend inga gerir sér ljóst, að hér er um svo merkilegan sigur að ræða að núverandi ríkis- stjórn verðskuldar miklar þakkir fyrir giftusamleg og viturleg vinnubrögð við lausn deilunnar. Enginn hlustar á fáryrði og fíflskap kommúnista og Framsóknarmanna, sem enn- þá staglast á því, að „land- helgin hafi verið opnuð“. Þjóðin veit, að það sem gerzt hefur er það gagnstæða. Frið unarráðstafanir Islendinga hafa verið gerðar virkar. 12 mílna fiskveiðitakmörkin hafa verið viðurkennd og stóraukinni friðun þar að auki komið í framkvæmd. Styrkleikahlutföllin milli -X Sovét-hermenn á göngu .... Samanlagður her- styrkur NATO- ríkjanna er um 6 milljónir manna NATO-hermenn á, göngu vesturs og austurs KAUPMANNAHAFNAR- BLAÐIÐ Dagens Nyheder hefir hirt lauslegt yfirlit um herstyrk Austurs og Vest- urs, en yfirlit þetta hafa, að sögn blaðsins, gert hermála- sérfræðingar handarísku fréttastofunnar United Press, eftir þeim upplýsingum, sem fáanlegar eru — en þær munu reyndar engan veginn vera tæmandi né fyllilega áreiðanlegar, allra sízt að því er varðar kommúnista- ríkin. — Sérfræðingum UP reiknast til, að samanlagður her- styrkur allra Atlantshafs- bandalagsríkjanna nemi um það hil 6 milljónum manna, en Sovétríkin og önnur ríki Varsjárbandalagsins hafi a.m. k. 4,4 millj. manna undir vopnum — og ef bætt sé við fullvígbúnum herjum Rauða- Kína, sé ljóst, að Austrið Austurblökkin. ásamt Kína, hetir a.m.k. 6,4 milljónir undir vopnum standi' reiðubúið með a.m.k. 6,4 milljónir, gráar fyrir járnum. — ★ — Það þarf auðvitað ekki að taka fram, að menn eru nú að reyna að glöggva sig á styrkleikahlut- föllum Austurs og Vesturs á hernaðarsviðinu, fyrst og fremst með tilliti til Berlinardeilunnar og þeirra hættu, sem talin er á því, að hún geti leitt til hern- aðarátaka. * JAFNRÆÐI MEÐ NATO OG RÚSSUM I MIÐ-EVRÓPU Ef borinn er saman herstyrk ur NATO og Rússa í Mið-Evrópu, virðist bar vera um nokkurt jafn ÞEIR BERJAST FYRIR ATVINNU- LEYSI LEGAR vinstri stjórnin *• hrökklaðist frá völdum á miðju kjörtímabili var svo komið, að stöðvun alls at- vinnulífs í landinu og algert efnahagslegt hrun og óða- verðbólga blasti við. Með því að bregða skjótt við tókst núverandi ríkisstjórn og flokkum hennar að koma í veg fyrir þetta og afstýra þar með almennu atvinnu- leysi og stórkostlegum þreng ingum, sem óhjákvæmanlega hefði leitt af stöðvun fram- leiðslunnar. En nú girða Framsóknar- menn og kommúnistar sig í brækur að nýju. Þeim var orðið ljóst, að viðreisnin var að komast í framkvæmd. — Framleiðslan jókst, mikil og góð atvinna var um land allt og jafnvægi var að skapast í efnahagsmálum. Þessa þró- un varð umfram allt að stöðva, að áliti kommúnista og Framsóknarmanna. Þess vegna beittu þeir sér fyrir þólitískum verkföllmn og stórfelldum kauphækkunum, sem hver einasti íslendingur veit að framleiðslan getur ekki risið undir. í þessu ráðs lagi felst auðvitað bein hót- un um atvinnuleysi og marg víslega erfiðleika. En það kemur í hlut núverandi stjórnarflokka nú, eins og ár ið 1959 og 1960, að firravand ræðum, gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir stöðvun fram- leiðslunnar og þau vandræði fyrir allan almenning, sem af því hlyti að leiða. vægi að ræða. NATO hefir sem stendur 21 herfylki í Evrópu, en í Austur-þýzkalandi einu hafa Rússar 20 herfylki. Auk þess hafa þeir rúmlega 50 þús- und manna lið í Ungverjalandi, — Allur her Rússa er nú talinu vera um 3,6 milljónir manna. Er þar byggt á upplýsingum Krúsjeffs frá því í fyrra, er hann tilkynnti, að fækkað mundi í Rauða hernum á þessu ári um 1,2 milljónir manna — niður i 2.423.000. Eins og kunnugt er. ‘hefir Krúsjeff nú tilkynnt, að hætt verði við þessa fyrirhug- uðu fækkun í hernum. Tk HERSTYRKUR VESTURVELDANNA Stórveldin í vestri hafa, að því er NATO upplýsir, eftirtal- ínn fjölda undir vopnum: Bandaríkin hafa samtals 2.489.000 manna her. Landher- inn: 870.000 menn í 14 herfylkj- um — en 5% herfylki er í Vest- ur-Þýzkalandi. Flugherinn: 825.000 menn í 91 deild. Flotinn: 619.000 í fjórum flotadeildum — en auk þess á flotinn á að skipa þrem herfylkjum landgönguliða, samtals 175.000 mönnum. Bretland hefir 593 þúsund manna her (landherinn: 317.000; flugherinn: 174.000; flotinn: 102.000). Frakkland hefir alls 1.026.000 menn undir vopnum (landher- inn: 812.000; flugherinn: 146.000; flotinn: 68.000). Önnur ríki Atlantshafsibanda- lagsins hafa yfir eftirtöldum her styrk að ráða: Vestur-þýzkaland 311.000 menn (þar af um 200.000 í landhernum) Belgía ......... 120.000 — Kanada ......... 120.000 — Danmörk ...... 44.000 — Grikkland .... 157.900 — Ítalía ........... 400.000 - Lúxemborg .... 3.200 — Holland .. 135.000 — Noregur ... 40.000 — Portúgal ... 79.000 — Tyrkland .. 500.000 — k HERIR AUSTURSINS Eins og fyrr segir. er nú tal- ið, að Rússar hafi 3.623.000 full- þjálfaðra manna undir vopnum, en þar af eru 20 herfylki í Aust- Frh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.