Morgunblaðið - 21.07.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.07.1961, Blaðsíða 18
18 MÖRGUNBLAÐIÐ Föstudagur 21. júlí 1961 Akranes sótti 2 stig gegn Fram FRAM og Akranes mættust í 1. deild í fyrrakvöld. Það var síðari leikur þessara liða í mötinu. Og nú fóru leikar sem fyrr. Akranes vann. Að þessu sinni með 2—1. Leik- urinn var þó enginn viðburð- ur á sviði knattspyrnunnar frá sjónarhól fagurrar og vel leikinnar knattspyrnu. # Fram tók forystuna Eftir jafna byrjun, oft nokkuð þófkenndan og ónákvæman ’.eik, tck Fram forystuna í mörkum eftir 15 mín. Dagbjartur Gríms- son skoraði af 12 m færi með lausu skoti, yfir Helga markvörð. Fékk Dagbjartur sendingu yfir Akranesvörnina, sem hópaðist á miðju og til vinstri og var óvald- aður um stund. # Jafnt í hléi Áðeins örfáar mínútur liðu þar til Skagamenn jöfnuðu. Leikið var upp vinstri væng og þar náði Halldór miðvörður Fram knett- inum og ætlaði að gefa til Geirs markvarðar Fram. En sending- in var laus og Ingvar var fljót- ur að hlaupa, náði knettinum af Geir. Knötturinn skoppaði fram an við tómt mark og framfyrir — en Ingvari tókst á snilldarleg- an hátt að sneiða hann í mann- laust markið. Og svo stóð í leikhléi. # Sigurmarkið Er nokkuð var liðið á síðari hálfleik skoraði Þórður Jónsson Keppt um heims- meistaratitilinn í fyrsta sinn hefur Finnum nú verið boðið að sjá um heimsmeist arakeppni í hnefaleikum. Er um að raeða leik milli Finnans Luu- konen og Filippseyjamannsins Besa. Nokkrum erfiðleikum er bund ið að slík keppni fari fram í Finnlandi vegna skattálagningar á tekjur manna. En forráðamenn finnskra hnefaleika segjast munu gera allt til þess að yfirvinna þá örðugleika. Takizt það ekki muni leikurinn fara fram í Bankok — en þar geta hnefaleikamenn í sæmilegum friði farið með ágóða sinn. HÉR eru tvær myndir úr leik Fram — Akraness, og sýna þær fyrra mark Skagamanna. Ingvar komst fram hjá Geir markverði (efri myndin). Boltinn rann fram hjá marki, en Ingvari tókst að sneiða hann þrátt fyrir mikánn hraða í markið. — Ljósm. Sv. Þorm. sem nú lék i stöðu innherja, sig- urmarfkið. Lék Skúli innherji alveg upp að endamörkum og hugðist gefa til Ingvars. En knött urinn fór yfir hann og Þórður skorar nær viðstöðulaust með i | vel staðsettu skoti. # Glötuð færi — og tilviljun Fjölmörg tækifæri sem sköpuð voru fóru forgörðum í þessum leik, Oftast fyrir hreinan klaufa- skap, fum og fálm. í bæði liðin skorti sameinað átak til þess sem gera þurfti. Það skorti og mjög á nákvæmnina í sendingum og yfirleitt á allt það sem breytir kappleik úr tilviljanakenndum spyrnum í fallegan og vel upp byggðan leik. Leikmenn sýndu sumir hverjir einstaka sinnum tilþrif — en það var eins til- viljanakennt og spyrnurnar Og allir áttu þeir á milli klaufalega tilburði. En sem betur fór náði harka aldrei tökum á þessum leik. Framlengja varð ieik til að fá úrslit h já kvenf olkinu I fyrrakvöld lauk meistaramóti kvenna í handknattleik utanhúss og samtímis íslandsmóti 2. aldurs flokks kvenna. Voru leikir móts ins, sumir hverjir, mjög fjörugir, og einkum voru úrslitaleikirnir í fyrrakvöld harðir. Úrslit í meist araflokki — og um fslandsmeist- aratitilinn — lauk ekki fyrr en eftir framlengdan leik. FH vann þá Víking með 6 gegn 5. Úrslit í 2. flokki urðu nær eins hörð. 1 mark skild. að lið Ármanns og Fram (2:1). • Meistaraflokkur Handknattleiksdeild Ármanns sá um mótið og fór það fram á íþróttasvæði félagsins við Sig- tún. Hófst mótið á laugardag og var leikið tvívegis þann dag. Sið an var leikið á sunnudag og mánu dag og úrslitin í fyrrakvöld. í meistaraflokki báru tvö lið nokkuð af, lið FH og lið Víkings. Þau höfðu unnið alla sína leiki örugglega og suroa með yfirburð um unz þessi lið mættust í úrslita leiknum. Hann var geysiharður og jafn. Jafntefli í hálfleik 4:4 og jafntefli í leikslok 5:5. Fram- lengja varð og tókst þá FH að skora eitt mark. FH hlaut 10 stig Víkingur 8, Ármann 5, Þróttur 4, Valur 2 og Fram 1. • 2. flokkur. í 2. flokki hlaut Ármann 10 stig og vann liðið alla sína leiki. Fram hlaut 8 stig, Breiðablik í Kópavogi 6, Víkingur 4, FH2 og Valur ekkert. Ásbjörn Sigurjónsson form. HSÍ sleit mótinu í fyrrakv. og af henti verðlaunabikar í meistara- flokki kvenna. Var nú keppt um hann í fyrsta sinn. Ánæcjja oey gleði í sumarbúðum ISi Frá júníbyrjun hafa starfað í Reykholti þrjú drengjanámskeið og hið fjórða, sem er fyrir stúlk ur stendur nú yfir. öll þessi nám skeið hafa verið fullsótt og hafa margir orðið frá að hverfa. Þess vegna varð það að ráði, að efnt yrði til aukanámskeiðs fyrir drengi er hefst 24. þ.m. Reynslan af starfseminni í sumar hefur ver ið mjög góð, bæði er staðurinn hinn ákjósanlegasti hvað við- kemur mannvirkjum og náttúru- gæðum og einnig hefur starfsskrá in reynzt mjög vel við hæfi hinna fjölmörgu unglinga, þar sem reynt er að finna viðfangsefni við hæfí hvers einstaklings og þeim skipt niður í hópa eftir aldri og þroska. m Ýmsir fremstu íþróttamenn þjóðarinnar hafa dvalizt með drengjunum við æfingar og hefur það gefið hina beztu raun. í ráði er að gera kvikmynd af Framh. á bls. 19. HÁTT er reitt til höggs og vel lagt í skotið hjá Sigurlínu í liði FH. Víkingsstúlkunum tveim tókst ekki að stöðva hana — en markverðinum tókst að verja. — Myndina tók Sveinn Þormóðsson í úrslita leiknum í fyrrakvöld. Fer Ure til Fulham? SUMARH) er hvíldartími í enskri knattspyrnu og hefur nú sem oft áður verið notað af framkvæmd- arstjórum félaganna til að kaupa nýja spilara og þá um leið að selja aðra. Stærstu breytingarnar hafa að sjálfsögðu orðið hjá þeim félögum sem seldu leikmenn til Ítalíu. Fjórir spilarar vOru seldir til Ítalíu og eru það þessir: Greaves frá Chelsea, Hitchens frá Aston Villa, Denis Law frá Manohester City og Joe Baker frá Hiberanians í Skotlandi. Hljóta þessar sölur að hafa áhrif á kaup og sölur á leikmönnum almennt meðal annars sökum þess hve háar fjárhæðir þessi fjögur félög fengu fyrir spilarana, og munu vafalaust nota það fé til að kaupa aðra spilara. Hér skal getið nokkurra af þeim sölum sem fram hafa íarið undanfarnar vikur. Preston hefur keypt Alfie Biggs frá Bristol Rov ers fyrir 18 þús. pund og í stað- inn hafa Bristol Rovers keypt varabakvörð Tottenhavn Johnny Hills. Manchester City hefur boðið 35 þúsund pund í Peter Dobing, innherja hjá Blackburn, og er reiknað með að sú sala komist í geng. Fullham hefur sýnt mikinn áhuga á miðvörð Dundee, Ian Ure, góðkunningja okkar, sem var með Dundee-lið- inu sem kom til Reykjavíkur ryrir nokrum vikum. West Ham hefur keypt Ian Crawford, vinstri útherja frá Hearts fyrir 7 þús, pund. Sunderland hefur keypt hinn kunna miðherja Brian Clough, frá Middlesbrough fyrir 45 þús. pund. Clough lék í fyrsta sinn í enska landsliðinu árið 1959 gegn Wales og Svíþjóð. Sunder- Framh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.