Morgunblaðið - 22.10.1961, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.10.1961, Qupperneq 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. okt. 1961 : ■ KVÖLDIÐ 17. apríl, þeg- ar Elizabeth Taylor fókk Óskars-verðlaunin fyrir bezta leik ársins og Shir- ley Jones fyrir bezta auka hlutverkið, sat sú stjarn- an, sem bezta aðsókn fær, Doris Day, heima hjá sér og drakk súkkulaðigos, sem hún hafði sjálf fram- reitt við eigin gosbar. Hvorki bölvar né guðlastar. Margir voru óánægðir vegna fjarveru hennar, þar á meðal slúðurdálkahöfundur- inn Louella Parsons, sem fannst synö og skömm að ekki var mögulegt að geta ungfrú Day, þó hún að öðru leyti væri samþykk verðlaunaveit- ingunum. Jafnvel í slúðurbælinu Hollyv9ood er Doris Day tákn hinnar venjulegu, hreinlífu stúlku; hún reykir ekki, bragð Hin óhemjumikla lífsorka Doris fær útrás í leik hennar. ar ekki áfengi, hvorki bölvar né guðlastar og fer í sturtu þrisvar á dag. Doris hefur verið lýst sem heimakærri konu, sem ekki hefði áhuga á næturlífinu, ástríkri eiginkonu og innilega trúaðri. Allt er þetta satt, en þessi lýsing er dálítið svip- laus og ófullkomin. l>ótt hún sé ekki taugaveikluð, eru skapbrigði hennar afar breyti leg og hún er ekki sú síhlæj- andi blómarós, sem hún lítur út fyrir að vera. I>egar hún kom til Hollywood var hún svo öryggislaus og hrædd, að hún var sígrátandi, og leik- stjórinn í fyrstu mynd henn- ar nefndi hana ,,ungfrú grát- konu“. Hún þolir ekki að tví- ræðar sögur séu sagðar í nær veru hennar. En hún hefur ágæta kímnigáfu. Ein af beztu vinkonum hennar er hressi- leg, fyrrverandi gamanleik- kona, Ronnie Cowan. Doris og Ronnie kalla hvor aðra hinum furðulegustu nöfnum og senda hvor annarri oft kúnstugar gjafir. Alltaf um þrítugt. Ungfrú Day er afar við- kvæm vegna aldurs síns, sem er 37 ár. Hún lítur út fyrir að vera tæplega þrítug og vill helzt halda því áfram. Hún á 19 ára gamlan son, Terry, sem er 183 sm. á hæð og er nýbyrjaður í háskóla. Hún hefur haldið Terry frá sviðs- ljósinu síðan hann var um það bil 14 ára gamall og gæt- ir þess að láta ekki ljósmynda sig með honum. Sumir segja að það sé vegna þess að hún sé hrædd um að aflrauna- mannsvöxtur hans gæti leitt athygli að aldri hennar, en aðrir að hún geri þetta vegna frelsi sonar síns og til þess að hann geti byggt framtíð sína í utanríkisþjónustunni óáreittur. Þó að Doris og maður henn ar eigi a. m. k. sex millj. doll- ara, lifa þau tiltölulega ein- földu lífi. Hún geymir öll föt, sem eru saumuð fyrir kvik- myndahlutverk hennar og saumakona hennar, hin fræga Irene, átti fyrir fáum árum í erfiðleikum að að fá föt henn ar úr kvikmyndinni „Miðnæt urknipplingar" að láni til að sýna við Öskarsverðlauna- veitingu. Tilfinningar hennar sýna sig í leik hennar. Þó að hún sé með betri leikkonum Holly wood hefur hún aldrei lært neitt í leiklist. Hinsvegar lif- ir hún sig algerlega inn í hlutverkin. Ef til vill á for tíð hennar sinn þátt í þeim hæfileika. Þegar hún leikur skelfda konu, lifir hún á ný afbragðs vinsældum. A end- anum var ég farinn að borga henni 500 dbllara á viku og það voru miklir peningar, meðan á kreppunni stóð. Tvískilin 23 ára. Þegar hún var nýorðin 17 ára, stakk hún af með trom- bónleikara frá Chincinnati, A1 Jorden. Hjónabandið varð óhamingjusamt og þau skildu skömmu eftir að Terry fædd- ist. Hún fór þá aftur að syngja með Les Brown eg skildi Larnið eftir bjá móður sinni. Ues Brown segir, að hún hafi verið niðurdregin, þegar hún kom aftur. Dorist giftist aftur árið 1946, í þetta sinn George Weidler, saxófónleikara hjá Les Brown. Annað hjónaband hennar varð engu betra en hið fyrsta. Weidler, átti erfitt með að fá atvinnu og þau bjuggu í hús- vagni við Los Angeles. Hún varð brátt að fara að vinna aftur, og fékk atvinnu í New York. Þegar hún kom aftur til Los Angeles varð annar skilnaður hennar óumflýjan- legur. Þau hjónÍR eyða oftast sumarleyfutn sínum í Palm Springs og Nýja Englandi. Meðfylgjandi mynd er af Doris í Palm Springs, sem er frægur vetrardvalarstaður kvikmyndastjarna við upp- sprettulindir í Colorado-eyðimörkinni. ^JJún lijJi mr rótcióafci L c^eóíum hcítti cí ★ ★ ★ í huganum. einhvern skelfileg an atburð, sem hún hefur orð ið fyrir. Móðirin stritaði. Doris Day er af þýzkum ættum, fædd í Cincinnati. Ættarnafn hennar var von Kappelhoff. Foreldrar hennar skildu 1936, þegar Doris var 12 ára. Doris hefur frá barnæsku þráð að verða dansmær. Móð- Lr hennar vann í brauðgerð- arhúsi til að geta greitt dans- tíma dótturinnar. Þrettán ára gömul fór hún að dansa op- inberlega með jafnaldra sín- um, Jerry Doherty. Mæður þeirra fóru með börnin til Los Angeles til að þau gætu lært stepp hjá frægum kenn- ara, sem hafði aðgang að kvikmyndaverunum. Pening- arnir dugðu þó skammt og þau urðu að fara heim aftur. Fjórtán ára gömul varð hún fyrir flutningalest og lær- brotnaði. Framtíð hennar sem dansmeyjar var eyðilögð. En móðir hennar hafði tek- ið eftir að hún hafði skæra og mjúka söngrödd. Hún fór því að taka að sér sauma til að greiða söngtíma fyrir Doris. Doris fékk brátt að syngja í útvarp — kauplaust. En skömmu seinna var hún ráð- in á næturklúbb fyrir 25 doll- ara á viku. Hljómsveitarstjór- inn átti í miklum erfiðleikum með að koma nafninu von Kappelhoff fyrir í auglýsingu svo vel færi á, og gaf henni því ættamafnið Day. Bob Crosby heyrði eitt sinn í henni og réði hana þegar sem söngkonu við hljómsveit sína x New York. Hún var þá sex- tán ára gömul. Skömmu seinna fór hún að syngja með hljómsveit Les Brown og var lengi með henni. ,,Eg var í vandræðum með hana fyrst,“ sagði Les. ,,Hún var svo mik- ið barn, en til allrar hamingju hef ég alltaf haft prýðisstráka í hljómsveitinni og hún hætti fljótlega að vera hrædd við þá. Hvert lagið á fætur öðru náði Of ★ ★ upp ,, 1,1 CýU 9 (- Einmana og döpur fór hún í samkvæmi í Hollywood ár- ið 1947. Þar hitti hún texta- höfundana Sammy Cahn og Jule Styne. Þeir mundu eftir henni og daginn eftir réði Michael Curtiz hana til að leika í myndinni ,,Ástir á út- hafinu“. Hún fékk aðalhlut- verk í þriðju mynd sinni. í skrifstofu umboðsmanns hennar vann Martin Melcher. Hann tók ekki aðeins að sér að stjórna leikferli hennar Martin Melcher, þriðji eigin- maður hennar, er jafnframt umboðsmaður hennar og neit- ar að láta hana leika í lítil- fjörlegum kvikmyndum. heldur og einkalífinu. Þau giftust 3. apríl 1951, daginn sem hún varð 27 ára. Martin var áður giftur Patti Andrews, einni af Andrews Sisters. I leit að trú. Doris Day hefur alltaf verið í leit að trú. Vinir hennar urðu því ekki hissa, þegar hún gerðist meðiimur „Vitringa- kirkjunnar“ (Christian Sci- ence), skömmu áður en hún giftist Melcher. Hún tók að lesa Biblíuna daglega, hætti að bragða áfengi og reyking- um (áður.hafði hún reykt ZVz ★ ★ ★ pakka á dag). A hverjum sunnudegi fór hún í kirkju, hvar svo sem hún var stödd. Skömmu eftir giftinguna tók Melcher, sem verið hafði Gyð ingur, einnig trú hennar. Hin nýja trú hennar átti nokkurn þátt í erfiðleikum, sem hún varð fyrir 1954. Vin- kona hennar Ronnie Cowan segir: „Doris var búin að vinna afskaplega mikið. Hún var orðin slæm á tugum og Félag blaðakvenna í Holly- wood kaus hana ,,afundnustu leikkonu ársins". Þetta féll henni illa. Hún fór einnig að eiga erfitt með öndun. Á end- anum komst ég að því, að hún hafði fengið ber í brjóstið, og það hafði skelft hana ákaf- lega. Hún var hrædd við að þetta væri krabbamein, en fannst hún bregðast trú sinni með því að leita læknis. Martin var afar þolinmóður og fékk hana á endanum til að gangast undir uppskurð. Æxlið reyndist góðkynjað og skurðurinn var aðeins smá- vægilegur. Sívaxandi vinsældir. Gengi hennar var farið að minnka vegna þess. hve mynd ir hennar voru lítilfjörlegar, en þetta ár fór hún að leika í dramatískari myndum. Síðan hafa vinsældir hennar farið sívaxandi. Næsta mynd henn ar mun verða „Loðskinn eru dýr“, þar sem hún leíkur í fyrsta sinn á móti Cary Grant. A þessun. árum hefur hún öðlast þann sess að plöt- ur hennar seljast nú betur en nokkurrar annarrar söng- stjörnu í heiminum. Samkvæmislíf þeirra hjón- anna er ekki upp á marga fiska. Irene saumakona segir: „Manni er boðið til þeirra í kvöldverð og yfirleitt eru að- eins ein hjón þar í viðbót, — iðulega Audrey Hepurn og Mel Ferrer. Hanastél er ekki borið fram heldur gulrótasafi rétt fyrir kvöldverð, sem er 'kl. 6; eftirrétturinn er borð- aður við gosbarinn kl. 6:45; síðan sýna þau kvikmynd í dagstofunni og gestirnar fara kl. 9.“ Hefur góða matarlyst. Þegar Doris er ekki að vinna, eyðir hún hínni óhemju miklu lífsorku sinni við sund, tennis, gönguferðir með hund unum og fer í verzlanir. Vin- ir hennar segja að þessi hreyf ing sé henni nauðsynleg, því hún hefur góða matarlyst. Ef hún vinnur ekki af sér hita- einingarnar, hættir læium hennar til að gildna. Annars hefur Doris ekki þurft að hafa áhyggjur af fitu síðan hún tók að vinna í kvikmyndum árið 1947. Svæfði hana með sálmasöng. Vinna hennar, trú og eig- inmaður eru stoðir hennar í lífinu. Eitt sinn, er nærri var liðið yfir hana við kvikmynda töku, fór eiginmaður hennar með hana heim. Ollum að ó- vörum mætti hún þegar næsta morgun, hress og glöð að vanda. „Gærkvöldið var dá- samlegt,“ sagði hún, „veiztu hvað Martin gerði?“ „Nei,“ svarstði Hunter leik- stjóri. „Hvað gerði hann?“ Doris sagði: „Strax og við komum heim, háttaði hann mig og kom til mín með kvöld verðinn á bakka. Síðan sett-- ist hann á rúmstokkinn hjá mér og söng fyrir mig sálma í þrjár stundir, þangað til ég sofnaði. Hvað myndu margir eiginmenn hafa gert þetta?“ „Ekki margir,“ svaraði Hunter. •%*« V I K A N óskar eftir að taka á leigu liúsnæði fyrir afgreiðslu, 100—150 ferm. á jarðhæð í Miðbænum eða Austurbænum. VIKAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.