Morgunblaðið - 26.11.1961, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.11.1961, Qupperneq 2
2 M O R T. r’ v ” r * *> 1 Ð Sunnudagur 26. nóv. 1961 (w/c/tte/wtcA ►2 I<* *•> > v Endurminningar Bernharðs Stefánssonar ÉG var að enda við að lesa sér- stæða og merkilega bók: Endur- minningar Bernharðs Stefáns- sonar, fyrrum alþingismanns, þingforseta og bankastjóra. Ég legg það lítt fyrir mig að skrifa ritdóma, en ég get ekki stillt mig um að biðja Morgunblaðið fyrir nokkur orð um bók þessa. Nokkuð er síðan þau tíðindi spurðust, að Bernharð Stefánsson hefði að undanförnu notað þær tómstundir, er honum gáfust eftir að hafa hætt þingmennsku og bankastjórn, til að rita hug- leiðingar um liðna ævi. Hafa á- reiðanlega fleiri en ég beðið end- urminninga Bernharðs með eftir- væntingu. Það er að vísu ekkert merkilegt, þótt menn gefi út minningarbækur, því að þær eru orðnar stór þáttur í bókagerð þjóðarinnar. Hitt er aftur á móti í frásögur færandi, að stjórn- málamaður íslenzkur riti endur- minningar af. vettvangi stjórn- málanna. Um íslenzk stjórnmál síðustu fjörutíu árin hefir ekkert verið ritað á sagnfræðilegan hátt. Eru endurminningar Bern- harðs fyrsta bókin, þar sem í samhengi er ritað um stjórnmála þróun á þessu tímabili, að vísu engan veginn tæmandi, en þó á þann hátt. að þar er margt að finna, sem ekki verður lesið í blöðum eða tímaritum frá þessu tímabili. Bernharð Stefánsson er eini alþingismaður þessa tímabils, er ritað hefir minningar frá stjórn- málastörfum sínum, og mun vafalaust mörgum þykja djarft að rita um málefni, sem enn eru í fersku minni og um menn, sem margir eru enn í miðri orrahríð- inni. En ekki hvað sízt af þessum sökum hefir bókarinnar verið beðið með eftirvæntingu. Og þótt hispurslaust sé lýst ýmsum þess- ara ára. þá er með slíkri hóg- værð og umburðarlyndi ritað um menn og málefni, að ég hygg eng an með neinum rétti geta sagt, að ómaklega sé að sér vagið. í»ar sem hér -er um endur- minningar að ræða, er fyrst og fremst lýst atvikum, sem gerðust innan flokks höfundar, Fram- sóknarflokksins. Lýsir höfundur lipurt og skemmtilega mörgum atburðum og orðræðum að tjalda baki, sem varpa ljósi yfir sam- hengi ýmissa atvika í þeim harð- vítugu atökum, sem voru á ár- unum milli 1930 og 1940. öll þessi ár og 1 igur var Bernharð í for- ltstuliði Framsóknarflokksins og kom vitanlega mjög við sögu í þeim átökum, sem urðu innan flokksins, en hvarvetna stýrir hin eðlisbundna réttsýni og sann- girni penna höfundar svo að mað ur hefir alltaf á tilfinningunni að hlutlaus áhorfandi lýsi at- burðarásinni. Það er varla á færi margra stjórnmálamanna að lýsa eigin stjórnmálastörfum af meiri hlutlægni. Um stjórnmálaandstæðinga rit- ar Bernharð af þeirri hófsemi og drengskap, sem jafnan hefir ein- kennt alla hans stjórnmálabar- áttu, og því hefir hann aldrei óvin eignazt í andstæðingahópi. Um samherja og vini ritar hann af djúpum ' skilningi og dóm- greind. Hvergi gætir kala eða ó- sanngirni í garð Jónasar frá Hriflu. ekki einu sinni í frásögn- inni af því, þegar Jónas með leynd kallaði saman trúnaðar- menn Framsóknarflokksins í Eyjafirði til þess að reyna að'fá þá til að bregða trúnaði við Bern harð. Höfundur lýsir af skarp- skyggni ýmsum atvikum í sam- bandi við klofning Framsóknar og stofnun Bændaflokksins, segir &fencta/i (wbnemtti/i Bernharð Stefánsson frá viðleitni Jónasar til þess að koma í veg fyrir að Ásgeir Ás- geirsson kæmist til metorða og lýsir uppgjöri Eysteins og Her- manns við Jónas. Skemmtilegust og táknrænust um vinnubrögð J.nasar Jónssonar er þó sagan um það, þegar Barði Guðmunds- son var kjörinn í menntamála- ráð að undirlagi Bernharðs en gegn vilja Jónasar. Bernharð Stefánsson sat á al- þingi samfellt frá 1923 til 1959 og er því í hópi þeirra þing- manna, er lengsta þingsögu eiga. Það er því eðlilegt, að þingstörf- in séu veigamesti þátturinn í endurminningum hans. í bókinni er þó ótal margt annað að finna, sem er girnilegt til fróðleiks og skemmtunar, þótt það hafi ekki eins sérstætt gildi og stjórnmála- hlið bókarinnar. Ævistarf Bernharðs Stefáns- sonar hefir verið fjölþætt og allt frá æskuárum hafa félagsmála- störf hans verið þess eðlis að hann avann sér óskorað traust samferðanianna sinna. Ungur markaði hann sér þá braut, er hann síðan fetaði ótrauður. Hann segir frá því, að hann hafi ásett sér að verða þingmaður, þegar faðir hans féll fyrir Stefáni eldra í Fagraskógi. Bernharð varð einn af frumherjum ungmennafélags- hreyfingarinnar og gerðist snemma samvinnumaður.’ Hann var léngi bóndi og kennari í Öxnadal og við ættbyggð sína hefir hann haldið mikilli tryggð. Bók Bernharðs er hreinskilin og heilsteypt eins og hann er sjálfur. Þar er ekki að finna neitt málskrúð eða skáldlegar, há- stemmdar lýsingar og filosofi. Frásögnin er blátt áfram en verð ur þó hvergi þreytandi eða flat- neskjuleg vegna kímnigáfu höf- undarins og bjartsýnu lífsvið- horfa. sem alltaf gægist út úr frásögninni. Úir og grúir í bók- inni af skemmtilegum frásögnum og tilsvörum, sem valda því, að maður leggur ógjarnan bókina frá sér fyrr en komið er á síð- ustu blaðsíðu, og er hún þó um 300 síður. Frágangur bókarinnar er hinn vandaðasti af hendi Kvöldútgáfunnar, og hún er prýdd fjölda mynda. Endurminningar Bernharðs ná aðeins til lýðveldisársins 1944 en hann getur þessí eftirmála, að hann hafi ritað ýmislegt um hin síðari ár, sem hann ekki vilji gefa út að sinni, svo að það geti ekki orðið notað í pólitískum á- róðri. Vonandi á hanr. eftir að rita ítarlega um tímabilið 1944— 1959, er hann hvarx af þingi þvl að margt merkilegt hefir gerzt að tjaldabaki stjórnmálasviðsins á því tímabili. Ég skal ekkert segja um bók- menntalegt gildi endurminninga Bernharðs Stefánssonar, enda skiptir það engu máli. Sem stjórnmálamaður þakka ég Bern harð sérstaklega fyrir bók hans, því að hún sýnir glöggt, að líf og starf stjórnmálamannsins mótast af mannlegri og heiðarlegri hvöt- um en ýmsir halda. Og sem ein- lægur vinur míns gamla stjórn- málaandstæðings óska ég honum til hamingju með bókina. Hún er honum til sóma eins og öll hans verk fyrr og síðar. Magnús Jónsson. Gamall vlnur í stássklæðum Sigurður Breiðfjörð: Frá Grænlandi Bókfellsútgáfan Reykjavík 1961. VIÐ fleira en menn eru minn- ingar bundnar, og þá ekki sizt bækur. Sama árið Og Sigurður gamli Erlendsson gaf út aðra útgáfu af Frá Grænlandi, fór hann með bóK ina vestur á land Og máski víðar, og bauð hana á bóndabæjum, ásamt fleiri bókum, sem hann hafði gefið út. Eg man vel, að ég stóð við slátt — átti að heita svo — frammi í Bjargahundruð- um, þegar aldraður maður, hold- ugur og ekki líklegur til gangs. kom iabband.i niður í árdalinn, yfir brúna Og til okkar sláttu- mannanna. Hann kvaðst vera að selja bækur, og ég var fljótur að leggja frá mér Orfið og stinga niður ljánum og bjóða gamla manninum að fylgja honum heim á bæinn. Eg fékk að kaupa af honum Frá GrænlandL Næstu nótt var ég vakinn upp úr óttu og skyldi fara og smala kvikfé og leita um leið að ám, sem vant hafði verið morguninn áður. Eg stakk bókinni nýju í barm mér, fór ekki mikið fyrir henni, og svo flýtti ég mér sem ^ ^ ^ Husqvarna Emailleraðir pcttar og potta-sett fyrir- ferðalitlir í eldhússkápnum. Prýði á hverju matborði. — Tilvalin tækifærisgjöf. Verzlun G. Zoega hf. Vesturgötu 6 — Sími 13132. mest ég mátti við leitina Og smala mennskuna, gekk hvort tveggja að óskum. Síðan stuggaði ég án- um heim á leið og settist við lestur, sá fyrir mér hrikanáttúru Grænlands, sá eskimóana, . sem ég var lítt hrifin af — og síðast en ekki sízt skáldið Breiðfjörð ráfa um a rústum fornra ís- lendingabyggða, lifði mig inn 1 þær tilfinningar, sem hrærðust þá í brjós'ci hans, en hann hefur enginn orð um í bók sinni. Siðan er liðin nærfellt hálf öld — og svo er þá þetta rit Breið- fjörðs komið mér í hendur í stássbúningi Bókfellsútgáfunn- ar. Eiríkur Hreinn Finnbogason hefur búið bókina undir prentun, og framan við frásögn Breið- fjörðs er prentuð ævisaga hans eftir Eirík, og þar er mjög fróð- leg greinargerð um handrit Breið- fjörðs og hinar fyrri útgáfur. Þar kemur það upp úr kafinu, sem ég vissi eða mundi ekki, að ég hefði áður séð um getið. Fyrsta útgáfan, sem önnur útgáfan er prentuð eftir, er mjög breytt frá handriti Breiðfjörðs. Unnu þeir að breytingunni, útgefandinn, Brynjólfur Benedictsen, og Kon- ráð Gíslason. Einnig felldu þeir úr heila kafla. Til dæmis um breytingarnar má taka þetta: Handrit Breiðfjörðs: „Líka fundum við hér undir hellraskútum bein og veiðarfæri fornra heiðingja í 6 stöðum, og voru þau næstum rotin. Græn- lendingar vildu sem minnst fjalla um leifar feðra sinna og kváðu það stýra mundi ljótum draum um og hvarf ég þá þar frá.“ Síðari hiuti þessa er þannig í báðum hinum fyrri útgáfum: „ . . . kváðu þaðan rísa mundu illa drauma cg óveður svo hörð, að við fengjum þaðan aldrei með lífi komizt; báru þeir mig þá um þetta ofurráða, að ég varð að láta kyrrt.“ Breytingin veldur engum méin ingarmun, en virðist með öllu ástæðulaus, því að þarna er ekki verið að færa til betra máls. Þó eru óskiljanlegri aðrar breyting' ar — svo sem sú, þar sem rang fært er það, sem Breiðfjörð skrifar. Hann segir, að þá er ísar teDDtu skiD. hafi beir. félagar geng ið útbyrðis og brotið ísinn „fram an fyrir skipinu", en sumir dregið það „fram með taugum“. Þarna hafa þeir Konráð og Brynjólfur sett krókstjaka í stað tauga. Sigurður Breiðfjörð Handrit Breiðfjörðs er til í Landsbókasafninu, en þó vantar víða í það. Hefur Eiríkur fylgt handritinu sem nákvæmast, nema um stafseningu, en fyllt í eyðurnar með því, sem stendur í fyrstu útgáfunni, og er þar mjög vandséð — Og oftast ekki hægt að sjá, hverju þar kann að hafa verið breytt frá handriti Breið- fjörðs. Þó að ástæða hafi þótt til að laga orðfæri hans, segir hann yfirleitt frá á góðu máti, er stutt orður og oftast gagnorður, Og1 er illt til þess að vita, að hann virð- ist ekki hafa átt þess kost að hafa bók sína stærri eður ýtarlegri, þótt skrifuð sé hún sakir þess: „ég veit íslendinga ekki eiga á sínu máli neinar frásögur um seinni forlög þessa lands, er þeir forðum byggðu", og vildi hann bæta úr þeim skorti. En hann segir einmg: „Þó héf ég sem minnst getið þeirra hluta sem mig sjálfan áhræra, þar eð það mundi gera bæklinginn stærri og þeim mun dýrari kaupendum". Og ennfremur: „Það er öngvan veginn ætlun mín hér að skrifa dagbók yfir alla viðburði, sem mættu mér á Grænlandi, því þá yrði bókin stærri en til var ætlað“. Nú hörmum við það, sem þá var talinn kostur á bókinnL Hún sýnir annars hlið á Breið fjörð, sem ýmsum er ekki hafa lesið hana mun koma á óvart. Það er skyldurækni hans, harð- fengi og dugnaður, og eins er af bókinni ljóst. að hann hefur mikla löngun til að vinna lönd- um sínum gagn. Hann ekki að- eins fræðir þá um leifar fornra Ísíendingabyggða, heldur vill kenna þeira sitthvað, sem mætti verða þeim að gagni. Hann lýsir vandlega refagildrum Grænlend- inga, sem hann hyggur að mættu hér koma að notum við eyðingu' refa, hann lýsir Og hvílúpokum þeirra, sem þeir gátu lagzt fyrir í, hvar sem þeir voru staddir, þótt veður væri mikið og frost hart, og hann gerir og grein fyrir kuldafötum Grænlendinga -r»g bendir á, að íslendingar geti búið til bæði þau og hvílupokana úr skinnum, sem þeim séu tiltæk, og vill hann þannig koma á þeim raunhæfustu slysavörnum, sem til gátu komið í þann tíma. En eins og Danir launuðu ekki Breið fjörð störf hans, svo sem lofað hafði verið, eins létu íslendingar hjá líða að hlíta ráðum hans, og hefðu þau þó bjargað mörgum tugum mannslífa, ef eftir þeim hefði verið farið. Skáldskaparlaun Breiðfjörðs urðu einungis lýðhyllin, og þarf ekki á að minna, hver urðu ævi- iok hans. Þegar ég kom fyrst til Reykjavíkur, lét ekki líða á löngu,unz ég fór og skoðaði leg- stein hans. Hann var mjög við liæfi á sinni tíð, — því hverjir, sem hafa verið í Kvöldfélaginu, er gekkst fyrir því, að steinninn var settur á leiðið, þá er hann 1 samræmi við íslenzka alþýðugetu þe>rrar -tíðar. En hitt er svo ann- að: Nú er flestum íslendingum orðið Ijóst, hvert gildi rímurnar höfðu fyrir íslenzka erfðamenn- ingu og þá um leið íslfenzka end- urreisn. Og væri vel til fallið, að Breiðfjörð væri reistur minnis- varði sem astsælasta og listfeng- asta rímnaskáldi þjóðarinnar og sá varði settur þar ekki allfjarrL sem Jónas stendur Hallgrimsson. Jóhann Briem hefur mynd- skreytt bókina og Atli Már teikn- að kápu og titilsíðu, en bókin er prentuð í Odda. Og hún er þeim öllum til sóma, sem lagt hafa hönd að útgáfunni, útgefanda, Eiríki Hrein,i listamönnunum tveimur Og prentsmiðjunni. Guðm Gíslason Hagalin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.