Morgunblaðið - 26.11.1961, Qupperneq 5
Sunnudagur 26. nóv. 1961
MORGVNBLAÐIÐ
5
í
Jóhann Hjálmarsson
Langt nef og
Som eu mila var hans hjarta,
som ett mörker var hans sjal —
FYRIR nokkrum dögum lést
sænska Ijóðskáldið Nils Ferlin
eftir langvarandi og erfið
veikindi. Hann fæddist í
Karlstad II. desember 1898,
sótti skóla í Filipstad og eftir
að hafa lokið gagnfræðanámi
þar, lagði hann á stað í ævin-
týraleit nestislaus með slitna
skó. Bæði heima og erleudis
stundaði hann misjafna vinnu,
meðal annars var hann sjó-
maður um skeið eins og J leiri
(þekkt sænsk skáld. Seinna
gerðist Ferlin leikari, og þeg-
ar hann komst að raun um
hæfileikaleysi sitt í þá átt,
snéri hann sér að ljóðagerð.
Fá sænsk skáld, nema vera
Skyldu Bellman og Fröding,
hafa með kvæðum sínum náð
jafn sterkum tökum á al-
menningi og Nils Ferlin. Hann
var vinsælasta ljóðskáld Sví-
þjóðar þegar hann féll frá.
Ljóð hans voru (og verða)
sungin uon gervalla Svíiþjóð
við lög þeirra Lille Bror
Söderlundh og Jósefs Briné.
Hættir þeirra létu vel í eyr-
um. Þau voru einföld að gerð
og fjölluðu um kunn fyrir-
bæri mannlífsins af hógværð
og gamansemi þroskaðs
manns. Ekki svo að skilja að
Nils Ferlin hafi ekki átt til
djúpa alvöru. Hann gat ein-
mitt orðið ráðvandur, en aldr-
ei smámunalegur. Skilning
sinn á lífinu bar 'hann fram
á trúverðugan hátt. Innilegra
skáld getur varla.
Teiknine af Ferlin.
Yrkisefnin sótti Nils Ferlin í
eigið líf. Fyrir honum var
skáldskapur og veruleiki eitt
og hið sama. Langa nefið og
döpru augun voru allsstaðar
á ferli í ljóðum hans. Hann
var ekki söngvari gleðinnar.
Það er rétt að í heimi hans
nefndist konungurinn ótti og
drottningin hryggð. Glasið
var oftar huggun en góðu
hófi gegndi. Á það eink-
um við um yngri ár Ferlins.
I gamla Klarahverfinu eyddi
hann mörgum stundum við
skál í hópi félaga sinna, og
varð snemma kunnur fyrir
svall. Hann reikaði þreyttur
um götur og torg, bölsýnn
vopnaður bitru háði, sem
skaut borgurunum skel'k í
bringu, en gladdi þá líka, því
alltaf hafa þeir af því lúmskt
gaman að sjá sjálfa sig neglda
á krossinn. Hann var uppreisn
armaður og heimsádeiluskáld
sem fyrirleit þá sem komust
vel áfram, eins og kallað er.
Heldur vildi hann drepast en
fylla flofekinn þann. Vinir
hans voru meðal beiningar-
mannanna, lírukassaspilaranna
og rónanna. Utangarðsmenn-
irnir áttu hug hans allan.
Hann orti fallega um trúða,
berfætt börn og ketti. Þótt
hann væri ekki trúaður mað-
ur, státaði hann stundum af
því að afi sinn hefði verið
prestur, og biblíuefni setti
svip á kvæði hans.
Ljóðabækur hans voru:
En döddansares visor, 1930;
Barfotabarn, 1933; Goggles,
1938; Med mánga kulörta
lyktor, 1944; Kejsarens pape-
goja, 1951; og Frán mitt
ekorrhjul, 1957. Strax í fyrstu
bókinni kynnumst við þeirri
grundvallarskoðun hans að
allt sé eftirsókn eftir vindi.
Ljóðið fræga um sérvitra
lávarðinn, geymir þessar
hendingar:
En sökare var han som letat
all jordens kanter omkring
att finna — vad förr man
vetat
att allting ar ingenting.
Heimkominn frá Afríku,
Indlandi og Kína, kveikir lá-
varðurinn sér í ópíumpípu á
kvöldin. A kátum vordegi
geispar hann golunni og er
borinn til hvílu í kirkjugarð-
inum.
Ooh svalor oeh másar susa
som fordom kring Englands
strand,
och bambustánglarna brusa
dar borta i Osterland —
Det var den excentriske lor-
den
som bodde pá Midnight Hili.
— En slaktare köpte gárden
oen byggde en váning tilt
Magnús Asgeirsson þýddi
fáein ljóð eftir Nils Ferlin á
íslensku. Meðal þeirra er Einn
dári kvað:
Er grund og tindi glóey heit
tók gullna sveiga að vefa,
einn dári kvað, er Ijósblik
leit
um ljóra á dáraklefa:
Hæ, sól með björtu baug-
unum,
þú burðast við að skína,
— en ef að ég loka augunum,
er úti um birtu þína!
Háð Ferlins er víða leiftr-
andi. Ljóði um hlutleysis-
mann, lýkur hann snögglega
með því að láta hann þakka
kærlega fyrir matinn.
Annað Ijóð sem Magnús
þýddi líka er mjög einkenn-
andi fyrir skáldskap Ferlins.
Boðskap þess má hæglega
túlka með orðum Steins Stein
arrs, sem að mörgu leyti er
skyldur Ferlin: „Mér hefur
aldrei fundist ég vera raun-
verulegur borgari þessa heims
. . . Þegar ég var lítill dreng
ur, var ég stund-um sendur í
kaupstaðinn, eifts og það var
kallað. í raun og veru finnst
mér ég ennþá vera í einhverri
slíkri kaupstaðarferð, langri
og yfirnáttúrulegri kaupstaðar
ferð. En ég hefi gleymt því,
hver sendi mig, og einnig því
hvað ég átti að kaupa.“ Ljóð-
ið heitir Du har tappat ditt
ord á frummálinu, en hefur
verið skýrt Mannsbarn, á ís-
lensku:
Þú misstir á leiðinni miðann
þinn,
þú mannsbarn, sem einhver
sendí
A kaupmannsins tröppum .
með tárvota kinn
þú titrar með skilding í hendi.
í þessari grein er fjallað uni sænska ljóðskáldið
Nils Ferlin, sem lést fyrir skömmu.
Var hann stór eða lítill, lappi
sá,
— með ljótri eða fallegri
hendi?
Vertu fljótur að muna — eða
mjakastu frá,
þú mannsbarn, sem einhver
sendi!
Þótt ljóð Nils Ferlins séu
rituð með dökku bleki, hans
eigin kvalda blóði, fela þau
í sér bjartsýni hans og lífs-
vilja. Þau eru sigurvegarar
tómleikans. Skáldið berst
gegn einmanakenndiiini og
sigrar hana með hennar eig-
in beittu vopnum. Ljóðið sem
dvelur hvað mest við skugga-
hliðar tilverunnar, getur sýnt
okkur mikilleik mannshugans
á ljósastan hátt.
Kvæði Ferlins En död, sem
hann mun hafa ort um skáld- Í
bróður sinn Dan Anderssön.
gæti einnig verið eftirmæli
hans sjálfs.
Som en mila var hans hjarta,
som ett mörker var hans
sjal —
Se, dá mötte honom döden
som hans báste ván i nöden;
sláckt ár mörkret, sláckt ár
glöden
som förbránner och förtár —
Han har kolat ut sin mila,
och nu bárs han bort att vila
i den djupa stumma jorden
dár alls ingen oro ár.
(Heimildir: Olof Lager-
crantz, Áke Runnquist
og fleiri).
I
BJÖRIM LANDSTRÖM
Yfirlit yfir sögu skipsins frá hinum
frumstæða flota til hins kjarn-
orknuknúða kafbáts með lýsing-
um í teksta og myndum.
SKIBET
„Skibet“ .lýsir i texta og myndum „SKIBET“ er algerlega einstakt
6000 ára siglingasögu, hin full- verk.
komnasta og fallegasta bók um ,,SKIBET“ kostar:
sögu skipsins, sem til er. Gull-
náma fyrir þá, sem hafa áhuga
í alshirtingi kr. 875.00
í skinnb. kr. 1015.00
á sögu siglinganna og Fæst í flestum bókabúðum.
yldendal.