Morgunblaðið - 03.12.1961, Blaðsíða 2
2
MORGTjyBL 4 ÐIÐ
Sunnudagur 3. des. 1961
— Hannes Hafstein
Frh. af bls. 1
félagsskipan. Og síðar hvarf
hann frá þjóðernisfáleikum
Brandesar til aukinnar þjóð-
rækni.
V
í>að er enn erfiðara að standa
við fyrirheit æskunnar, þegar
komið er fram með slíkum full-
komleik á svo ungum aldri sem
Hannes gerði. Það er ofur eðli-
legt, að'framfarir verði þá þeim
mun minni. Hannesi gæti líka
bnzt það eitt til skáldfrægðar,
sem eftir hann liggur, áður en
hann lauk lögfræðiprófi og sett-
ist aftur að á íslandi 1886, um
hálfþrítugt. En samt óx honum
áfl eftir þetta, og einkum færði
hann út mörkin, jók á víðlendi
skáldskapar síns.
Ævi- og stjórnmálasaga Hann-
esar er sögð annars staðar í
þessu blaði, svo að hér verður
ekki að henni vikið. En nú
draga embættis- og stjórn-
inálastörf hann að sér í æ rík-
ara mæli, og hann tók að telja
þau hlutskipti sitt í lífinu frem-
ur en skáldskapinn og sinnti
honum slitrótt eftir þetta, þótt
hjartfólginn væri honum. Eftir
heimkomuna yrkir hann enn
sum svipmestu og merkustu
kvæði sín.
En það er til dæmis um víð-
tækan skáldskaparsmekk Hann-
esar, að hann hafði mesta dá-
læti á sumum rómantískum
skáldum, einkum Jónasi Hall-
grímssyni, og þegar á Hafnar-
árunum var hann einn þeirra,
sem bjó Ljóðmæli Jónasar til 2.
útgáfu fyrir Bókemnntafélagið
(1883) og samdi þar um hann
ritgerð, ljómandi prýðilega.
Rímna- og alþýðuskáldin höfðu
sett mjög ofan eftir ritdóm Jón-
asar um Tistransrímur Sigurð-
ar Breiðfjörðs í Fjölni 1837. En
nú eru það raunsæissinnamir,
sem veita þeim uppreisn aftur,
og Hannes er þar í broddi fylk-
ingar, er hann bjó til prentun-
ar Kvæði og kviðlinga Bólu-
Hjálmars (1888) og birti þar um
hann ritgerð, skýra og skilnings-
góða, en áður hafði aðeins eitt
ljóðakver kortiið út eftir Hjálm-
ar, þá fyrir tæpum áratug, auk
Hannes Hafstein
rímna. Af Hannesar hendi var
þetta myndarlega og drengilega
gert. Meðal samtímaskálda höfðu
þeir séra Matthías hinar mestu
mætur hvor á öðrum, þótt ólík-
ir væru, en þá dáleika má
marka bæði af kvæðum þeirra
og merkum bréfum Matthíasar
til Hannesar, sem út voru gef-
in í hitteðfyrra.
Erlendir „skáldvinir“ Hannes-
ar voru ekki heldur allir steypt-
ir í sama móti, og verða hér þó
fæstir nefndir. Honum hefur
aukizt afl af fangbrögðunum við
Ibsen, er hann þýddi kaflann úr
Brandi (sem hann breytti síðar).
En langmest þýddi hann eftir
Heine, sem haft hefur fyrir
hann margvíslegt gildi. Hannes
heldur yfirleitt frumháttum og
er allnákvæmur og nærfærinn
þýðandi. Af Drachmann hefur
hann m. a. lært hljóðlýsingu eða
hljóðlíkingarlist og aðra brag-
vísi. En hjá Hannesi finnum við
lítið af ádeilubeiskju Drach-
manns og annarra raunsæis-
skálda í þjóðfélagsins garð. Hann
var hýrari í bragði, glaðværari
og sáttfúsari en þeir flestir.
VI
Hannes gaf tvisvar út kvæða-
bók eftir sig, fyrst 1893 (Ýmis-
leg ljóðmæli). Henni var for-
kunnar vel tekið, m.a. sagði séra
Matthías (í Stefni 1894), að
SEAL-O-MASTIC
SEAL-O-MASTIC þéttilistinn er framleiddur úr sérlega með-
höndluðum polyether svampi og er, vegna sérlegra sam-
þjöppunar og góðra þenslueiginleika, hentugur til að þétta
margskonar samskeyti. SEAL-O-MASTIC er þegar notað víða
um heim með góðum áraugri og skulu nefnd hér nokkur dæmi
um notkun.
Loka og þétta við ísetningu glugga og
hurðakarma. Til þéttunar samskeyta
á salernis- og skólpleiðslum. Loka og
þétta þensluraufum í nýbyggingum.
Loka og þétta þensluraufum á stein-
steytum vegum og flugbrautum.
3EAL-0-MASTIC hæfir við ótal önnur
tækifæri þar sem þéttun gegn leka er
Dörf.
Hvernig nota skal SEAI -O MASTIC þéttilistann.
Þrýstið listanum það mikið saman að hægt sé að ýta
honum inn í samskeytin SEAL-O-MASTIC þenst ró-
lega út aftur og gerir samskeytin algjörlegavatnsþétt
SEAL-O MASTÍC
MÁ NOTA HVERNIG SEM VIÐRAR.
Til þéttingar á verksmiðjuframleidd-
um bygginarhlutum. Til að loka og
þétta ýms samskeyti við frágang-báru
j árnsklæðninga.
Til þéttunar ýmsra samskeyta á yfir-
byggingum bifreiða.
Hinir einstæðu varanlegu þenslueigin-
leikar SEAL-O-MASTIC mynda algjör-
lega vatnsþétt samskeyti sé þess gætt
ad breidd þéttilistans sé a. m. k. 50%
breiðari en samske'ytin eða raufin, sem
á að þétta. Taflan hér að neðan sýnir
hæfilega samþjöppun SEAL-O-
MASTIC listans til að ná vatnsþéttum
samskeytum við ákveðinn þrýsting.
(Vol. er rúmtak listans — Druck er
þrýstingur). Notið ekki SEAL-O-
MASTIC þar sem benzín og olíur ná til.
4
H--------1-------1--------------1--------1------*-
jl , 3 i s t r #.
1 J>rucK
Heildsölubirgðir :
H.A. TULINIUS
heildverzlun
Hannes „einn hafi haft orð og
andagift til að þýða fyrstur fyr-
ir vorri þjóð hinn nýja realism-
us í kveðskap Norðurlanda.**
Árið eftir kom út stúdentasöng-
bók, — einhver hin bezta, sem
til er, — og átti Hannes mik-
inn og góðan þátt að henni, enda
eru ýmis drykkju- og ástakvæði
hans afbragð.
Síðan vekja mikla athygli
Aldamót hans, þar sem hann
víkur meira að framtíð en for-
tíð, sem hann sniðgengur hér þó
engan veginn. Tvö góð kvæði
yrkir hann í aldarminningu
Jóns Sigurðssonar. Og tvö per-
sónulegustu stjómmálakvæði
hans eru felld í siglingamynd,
Landsýn og svo f hafísnum, sem
hann yrkir, þegar hann lætur af
völdum í síðasta sinn (1914), uttx
skipstjórann, sem visar leiðina
til bjargar, en fórnar lífi sínu
fyrir. Þetta rættist þó bókstaf-
legar en hann mun hafa grun-
að, því að sama haust beið hann
heilsuhnekki. Hann náði sér þó
aftur í bráð, svo að hann gat
búið til prentunar L jóðabók sína
mjög aukna 1916. En árið eftir
fékk hann aftur áfall og var
farinn að heilsu þau fimm ár,
sem hann lifði eftir það.
í ljóðabókinni 1916 er að
finna tón, sem lítið hafði orðið
vart við áður, — frá streng sorg-
arinnar. Hannes hafði reyndar
ort fallegt kvæði, Systurlát,
1885, þar sem spurt er af alhug
um hin hinztu rök, án þess áð
svar fáist, og að trú er þar ekki
vikið. En 1913 missti hann eig-
inkonu sína, Ragnheiði Stefáhs-
dóttur, og harmaði hana mjög.
Eftir hána yrkir hann eftitt-
mælaflokkinn og kvæðabrotjn
I sárum, sem bera vitni hyldýpri
sorg og miklum átökum í glíjitt-
unni við gátuna um tilgang og
takmark lífsins, og þarna hafngr
skáldið í trúnni. Þetta eru eiú-
hver stórbrotnustu og göfugugtu
kvæði Hannesar.
En af kveðskap hans ber ein-
mitt hæst það, sem persónuleg-
ast er og tengdast reynslu hatts:
lífsnautna- og ferðakvæðin,
stjórnmálakvæðin og harmljóð-
in. Og með kveðskap sínum býr
hann sitthvað í hendur þejm
Einari Benediktssyni og Þor-
steini Erlingssyni, sem var þáð
ljóðskáld okkar eftir Harin-
es, sem greinilegast skipaði
sér undir merki raunsæisstefn-
unnar. _ ,
Þeir Hannes Hafstéin og Einar
Benediktsson hafa verið mést
glæsimenni og mestir heims-
menn íslenzkra skálda um síð-
ustu aldamót og framan af þess-
ari öld. Svo hafa menn sagt.
bæði hérlendir og erlendir, sem
séð höfðu þá ganga saman, að
þeirri sjón gleymdu þeir aldrei,
En þeir, sem voru svo höfð-
inglegir heimslystarmenn, voru
síðustu árin báðir heilsuþrotnir
og horfnir heiminum.
En lengstum var Hannes gunn
reifur gleðimaður og lífsnautna-
unnandi, örgeðja og ákaflyndur,
en þó aðlaðandi og ástúðlegt
ljúfmenni.
Hann bjó ekki yfir því sund-
urþykki sálarlífsins eða þeim
innri andstæðum, er oft verða
þau skaut, sem tendra kveikju
mikils skáldskapar. Hann var
heill og heilbrigður, sáttur við
sjálfan sig. Þess vegna er kveð-
skapur hans oftast einsteyptur
og samfelldur. Hann veldur ef
til vill ekki eins miklum sveifl-
um og kvæði þeirra skálda, sem
mestan báru sársaukann og sál-
armeinin. En hér er að finna
þrótt og mannvit, ljóðræn til-
þrif og einnig sannarleg
skáldleg átök. En um fram flest
er hér sú heiðríkja og svo hreint
andrúmsloft í stormsveipunum,
að kvæði Hannesar Hafsteins
veita okkur ekki aðeins hress-
andi nautn, heldur eru þau
andleg heilsugjöf og hugarbót.
Steingrímur J. Þorsteinsson.
5
UNDARCÖTU 2 5 -S ÍMI IS743 1
GUNNAR JÓNSSON
LÖGMAÐUR
við undiiTétti og hæstarétt
Þingholtsstræti 8 — Sími 18259