Morgunblaðið - 03.12.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.12.1961, Blaðsíða 11
< Sunnudagur 3. des. 1961 MORCUHTIL AÐ1Ð 11 -A.¥V V¥v ^¥y a¥V, a¥v [j^kA^A A^fc |^T ™^t ^ SKÁKLÍF Evrópu hefur staðið með miklum blóma upp á síðkast ið. Hvert skákmótið á fætur öðru hefur farið fram víðsvegar um élfuna. Zevenaar: Hollendingar stóðu fyrir skák móti i Zevenaar. Sigurvegari varð Júgóslavinn A. Matanovic, Ihlaut 11 af 15. 2.—3. Botofsoff Og O. Kelly 9V2. 4.-5. C. Gimard og Stalberg. 9. Norðmaðurinn Sv. Jóhannessen var í 9—11 með 7 vinninga, Varsjá. v Tolusk sigraði á alþjóðamóti í Varsjá. 1. Tolusk 9%. 2. Minef 8%. Budapest. Minningarmóti um skákmeist- arann Maroczy er nýlokið í Buda pest. 1. V. Koctschnej 1114. 2—3 Dr. Bronstein og Dr. Filip 914. 4—7 Dely. Portisoh, Simagin og Taimanof 9. 8 Uhlmann 814. 9 Barcza 8. 10 Bilik 7. 11 Donner 614. 12 Bisguier 6. 13 Kluger 5. 14 Haag 414. 15—16 Drimer og Pogats 4. - Eftirfarandi skák er frá síðast- nefndu skákmóti. Hvítur reynir djarfa hróksfórn snemma í tafl- inu og tekzt að villa um fyrir andstæðing sínum, sem ekki finn ur beztu vörnina á „krític-ku“ augnabliki. Hvítt: Bilek (Ungverjal.) Svart: Drímer (Rúmenia) Sikileyjvrvöm. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. 0-0-0 Bd7 9. f4 h6 10. Bh4 Rxe4 I>etta afbrigði var í tízku 1953 —‘55. En taflmennska hvíts hef- ur verið bætt svo mikið að tæp- lega hefur þótt fært að tefla afbrigðið fyrir svart. 11. Del Ef 11. Rxe4 Dxh4. 12. Rxc6, Bxc6. 13. Rxd6, Bxd6. 14. Dxd6, De7, þá hefur svartur öllu þægi- legra tafL 11. Rf6 12. Rf5 Da5 13. Rxd6t Bxd6 14. Hxd6 0-0-0 15. Df2 Hér hafa margar leiðir verið farnar. T.d. 15. 1) Hdl, 2) Dd2, 3) Hdl. E.t.v. er textaleikurinn sá bezti. ' 15. Re7 Sennilega hefur svartur ekki óttast næsta leik hvíts, því þá hefði hann leikið fyrst t.d. 15. Dc7 eða Kb8. 16. Hxa6!!? > iABCHEFGH HVÍTIi óneitanlega frelstandi leik- flétta, en þess ber þó að gæta að evartur hótaði illilega Rf5 ásamt Bo6 með lipru samspili svörtu mannanna. Ekki stoðaðl að leika 16. Da7 — Bc6 16. \ 17. Da7 Þvingaður leikur. 18. Bxa6t Kd8 19. Hdl Red5 20. Db8t Ke7 21. De5 Kd8? Eftir þennan leik verður svarta taflinu tæplega bjargað. Mér virð ist að svartur hafi aðallega þrjá möguleika. 1) 21. — Dxa6. 22. Rcdöf, Kf8. 23. Rxf6, gxf6. 24. Dxf6, Hh7. 25. Hxd7 hvítur ætti að vinna. 2) 21. — Kf8. 22. Rxd5, Rxd5! 23. Dd6t, Kg8. 24. Dxd7, Hb7. 25. Bb7, Dxa2 og staðan er all flókin. 3) 21. — Bc6! og erfitt er að koma auga á góða sóknarleið fyrir hvitan. 22. Dd6 g5 Ef 22. — Pc7. 23. Hxd5!, a) exd5. 24. Bxf6f, gxf6. 25. Dxf6f og vinnur 23. b) — Dxd6 24 Hxd6 Kc7 25. Hd4 með góðum vinnings möguleika. 23. fxg5 Dc7 24. Dxc7 Rxc7 Enginn vafi leikur á því að 24. — Kxc7. 25. gxf6 Rxc3 26. bxc3 hefði verið betri leið. 25. g6! Rxa6 26. Bxf6t Kc7 27. Be5t Kc8 28. gxf7 Hef8 29. Bg7! Grátbrosleg tilvera fyrir svörtu hrókana. Þeir geta í hvorugan fótinn stigið 29. Kd8 30. Hfl Ke7 31. Bf6f Kxf7 Svartur á ekki annara kosta völ. 32. Bxh8t Kg8 33. Hxf8t Kxf8 34. Be5 Svartur getur eins vel gefizt upp ejns og að bæta eftirfarandi leikjum við: 34. Kf7 35. Bd6 Bc6 36. a4 Ke8 37. @3 Kd7 38. Bf4 h5 39. Kd2 Rc5 40. b3 Bf3 41. Ke3 Bg4 42. b4 Rb7 43. a5 Bf5 44. a6 gefið. I. R. Jóh. Kvenfélagið Brautin í Bolung- arvík 50 ára BOLUNGARVÍK, 1. des. — Sl. laugardag. minntist kvenfélagið Brautin í Bolungarvík 50 ára af- mælis síns með veglegu hófi í Félagsheimilinu. Framreiddur var indælismatur og var veizlan félaginu til sóma. Frú Elísabet Hjaltadóttir setti samkomuna með ávarpi, en formaður félags- ins. frú Ósk Ólafsdóttir, rakti sögu félagsins. — Margar ræður voru fluttar og félaginu færðar þakkir. Vakti mesta athygli ræða frú Elínar Guðmundsdóttur, sem lengi var formaður félagsins. en hún hafði komið frá Reykjavík ásamt Gunnjónu Jónsdóttur til að sitja hóf þetta í boði kvenfé- lagsins. — Mikið var strngið und ir borðum og m.a. kvæði á mat- seðlj eftir Guðrúnu Magnúsdótt- ur, fyrrverandi formann félags- ins. Margar góðar gjafir bárust félaginu og m.a. stórar peninga- gjafir. Dansað var fram eftir nóttu og var þetta hinn bezti mannfagnaður. — Kvenfélagið Brautin hefur um hálfa öld unn- ið mörg störf Lþágu byggðarlags ins. Einkum hefur munað um framlag þess í þágu mannúðar- mála ýmiss konar og í þágu leik listar hér á staðnum. Eru félag- inu færðar beztu þakkir fyrir störfin öll og árnað heilla í áfram haldandi starfi. — Fréttaritari Eldur í kyndiklefa UM klukkan hálf ellefu í fyrrad. morgun var slötokviliðið kvatt að Sól'heimum 33, en þar var eldur laus í olíu og timibri í kyndiklefa og lagði mikinn reyk af. Tókst fljótlega að slökkva eldinn, og urðu skem'mdir litlar. bxa6 Hde8 100 ára afmælis Hafnakirkju minnzt ALDARAFMÆLI Kirkjuvogs- kirkju í Höfnum var minnzt sunnudaginn 26. nóvember 1961 með guðsþjóimstu. Sóknarprest- urinn séra Jón Á. Sigurðsson prédikaði, séra Jón Thorarensen las bænina en stólræður fluttu séra Jón Á. Sigurðsson og bisk- upinn Sigurbjörn Einarsson. — Safnaðarkór Kirkjuvogskirkju söng með undirleik Geirs Þor- steinssonar Keflavík. Auk þeirra voru viðstaddir eft- irtaldir prestar: Séra Garðar Þorsteinsson, prófastur, Hafnar- firði, séra Björn Jónsson, Kefla- vík; séra Guðmundur Guðmunds son, Utskálum, og séra Ólafur Skúlason, æskulýðsfulltrúi. Guðsþjónustan var mjög hátíð- leg. Gestir voru úr flestum sókn um Suðurnesja, Hafnarfirði og Reykjavík. Að guðsþjónustu lokinni var öllum boðið til kaffidrykkju í barnaskólahúsi hreppsins og var þar samankomið á annað hundr- að manns og önnuðust sóknar- konur mjög góðar og vel útilátn- ar veitingar. Umræðum undir borðum stjómaði sóknarprestur. Ræður fluttu: séra Jón Á. Sig- urðsson, sóknarprestur; séra Jón Thorarensen; séra Ólafur Skúla- son; séra Björn Jónsson; séra Guðmundur Guðmundsson; séra Garðar Þorsteinsson; Sigurjón Vilhjálmsson; Þorsteinn Kristins son, og Sigurbjörn Einarsson, biskup. Séra Jón Thorarensen rakti sögu Kirkjuvogskirkju aftan úr grárri forneskju og las upp nöfn flestra þeirra presta. sem þjónað hafa kirkjunni síðan árið 1300. Þá færði Sigurjón Vilhjálms- son kirkjunni að gjöf frá lýefla- víkursöfnuði tvo ljósastjaka á alt ari og skrautritað skjal svohljóð- andi. „Um aldaraðir hafa Suður- nesjamenn staðið saman í lifs- baráttunni sem bræður og barizt hlið við hlið. Sá máttur sem veitti þeim öðru fremur styrk í stríði, var Ijósið frá heilagri kirkju. Á hundrað ára afmæli Kirkju- vogskirkju vill Keflavíkursöfnuð ur minnast þessa og til tákns um það færir hahn henni að gjöf tvo ljósastjaka, sem á ókomnum tím um skulu standa á altari kirkj- unnar og lýsa þeim, er þangað vilja leita“. Safnaðarkonur Kirkjuvogs- kirkju gáfu tvenn altarisklæði og tvo hökla, mjög vandaða, að verðmæti kr. 14 þúsund. — Kirkjunni bárust og fjöldi minn- ingargjafa og símskeyti. Sóknarnefnd Kirkjuvogskirkju þakkar allar þær miklu gjafir, sem kirkjunni bárust á þessum merku tímamótum; ennfremur þeim safnaðarkonum, sem önnuð ust undirbúning og framreiðslu við hátíðina. söngfólki og öllum gestum. FRA FÉLAGSSAM- TÖKUNUM VERND í NÝÚTKOMNU riti Félagasam- takanna Vernd hafa fallið niður nöfn nokikurra félaga, seim styrkt hafa samtökin með fjárframlög- um. Þessi félög eru: Kvenfélag Borgarhrepps; Kvenfél. „Harpa“, Stöðvarfirði; Kvenfélagið „Til- raun“ Svarfaðardal; Kvenfélag Saurbæjarhrepps, Dalasýslu, og Kvenfélag Vopnafjarðar. — Eru viðkomiandi aðilar beðnir velvirð ingar á mistökum þessum. (Frá félagssamtökunum Vernd). Endurminningar Kristínar Dahlstedt ÚT ERU komnar endurminning- ar eins af kunnustu borgurum Reykjavíkur, Kristínar Dahlstedt veitingakonu. Hafliði Jón-:on frá Eyrum hefur skráð söguna, og segir hann í kynningu bókarinn- ar. „Frú Kristín Dahlstedt var veit ingakona í hálfa öld og af henni ganga margar sögur, sumar nokk uð þjóðsagnakenndar. Hún hefur margt séð og reynt á langri ævi og kann frá ýmsu að segja. Ung að árum lenti hún í mis- lukkuðu ástarævintýri með skáld inu Magnúsi Hjaltasyni sem Kiljan nefnir Ljósvíking. Fór þá til Danmerkur með fiskikútter og dvaldist þar árum saman, lengst af við störf á hótelum, en kemur heim og sezt að í Reykja- vík 1905 og stofnar sitt eigið veit ingahús. Það gengur á ýmsu í lífi henn- ar, þar til hún hætti veitingasölu 1947, þá rösklega sjötug, og bregð ur sér í skemmtireisu til Ame- ríku. Kristín er nú 85 ára og sí- starfandi. Það hefur verið mér mikil á- nægja að skrá sögu hennar.“ Bókin er tæpar 250 bls. að stærð, prýdd allmörgum mynd- um. Útgeíandi er Bókaútgáfan Muninn, ridge VHlHMHMHMHiHMHfr SPILIÐ, sem hér fer á eftir, var spilað í leik milli Sviss og Egyptalands á síðasta Evrópu- móti. Það, sem gerir spilið eink um athyglisvert er, að Sviss- lendingarnir unnu „game“ á báðum borðum og fengu þann- ig 17 stig fyrir spilið. A því borði þar sem Svisslendingarnir voru N.—S, gengu sagnir þann- ig: Vestur Norður Austur Suður 1 ♦ 1 A 2 ♦ 2 A 2 gr. 4 A Allir pa^s Á þessu borði kom fyrir það leiðinlega atvik, að Austur hélt því fram, þegar Suður sagði 2 spaða, að sú sögn væri ekki nógu há, því hann (Austur) hefði sagt 3 tigla. Urðu nú miklar deilur milk spilaranna og borðvarðar og að lokum var kallað á keppnisstjóra og hann úrskurðaði að sögnin ætti að vera 2 tiglar. Nú skulum við athuga spilið: A A 3 ¥ K 2 ♦ A K 4 3 * 10 2 A V ♦ ♦ 9 5 V K D G 10 7 10 9 8 7 6 4 K D 5 s $ Aa N 5 4 Á D G S G 10 7 6 2 G 6 A 9 8 6 ¥73 ♦ D 8 A Á 9 8 7 4 3 Eins og sést á spilunum vinn ast 4 spaðar auðveldlega. — Á hinu borðinu þar sem Sviss- lendingarnir sátu A.—V. (Besse var Austur) gengu sagnir þann- ig: Vestur Norður 1 ♦ dobl. 2 ♦ 3 A 5 ♦ pass Austur Suður 1 ¥ 2 A 4 ♦ pass pass pass 5 tiglar vinnast einnig alltaf því N—S fá aðeins 2 slagi á lauf. Margt er hægt að finna að sögnum á báðum borðunum. Á fyrra borðinu er það einkenni- legt hjá Vestur að segja ekki 5 tigla þegar félagi hans hefur stutt þann lit. Getur þó verið að hann hafi reiknað með að setja 4 spaða niður. Á síðara borðinu er það einkennilegt að Norður skuli ekki segja frá spaðalitnum, t. d. 2 spaða í stað sagnarinnar 3 lauf. Sögn Aust- ur, 4 tiglar er góð og orsakar að Vestur segir 5 tigla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.