Morgunblaðið - 03.12.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.1961, Blaðsíða 4
4 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. des. 1961 Hér og þar og allstaðar VEITIIUGAKONU Kristín Dahlstedt var veitingakona í hálfa öld og af henni ganga marg ar sögur, sumar nokkuð þjóðsagnakenndar. Ung að árum lendir hún í mis heppnuðu ástarævintýri með skáldinu Magnúsi Hjaltasyni, sem Kiljan nefnir Ljósviking. Hún fór til Danmerkur með fiskikútter og dvaldist þar árum saman við störf á hótelum. Heim heldur hún 1905 og setzt að í Reykjavík, og stofn ar sitt eigið veitingahús. Sem umsvifamesta veit- ingakona landsins um hálfrar aldar skeið kynnist hún fjölda fólks, háum sem lágum. Marg- ir koma við sögu frú Kristínar og hún segir hispurslaust frá. bókaútgáfan MUNINN. Hannes Hafsteín Kristján Albertsson. | Hannes Hafstein. Ævisaga. Fyrra bindi 360 bls. Almenna bóka- félagið . Desemberbók. Reykjavík 1961. UM táa menn í íslenzkri sögu síðustu alda hefur staðið þvílík- ur Ijómi sem um Hannes Haf- stein, þó hann fengi að vísu mis- jafna dóma af samtíðarmönnum, eins og títt er um mikilmenni. Þessi Ijómi stafar ekki einungis af glæsilegum og óvenjulegum stjórnmálaferli sem veitti honum ríkulega umbun erfiðis síns, ásamt hæfilegum skammti af von brigðum, heldur einnig og ekki síður af skáldskap Hannesar sem var í senn ferskur og alþýðlegur, karlmannlegur og viðkvæmur, þjóðlegur og alþjóðlegur — og túlkaði þær tilfinningar og vonir sem bærðust í brjóstum beztu manna þjóðarinnar í dögun nýrr- ar aldar. Þar við bættist óvenju- Iegt ytra atgervi, sem vakti at- hygli jafnt utan lands sem innan, og persónutöfrar sem unnu Hannesi hvers manns samúð og aðdáun, þeirra sem kynntust hon- um, hvort sem um var að ræða samherja eða mótlherja. Það má furðu gegna, að ekki skuli fyrr hafa verið táðizt í að rita fullkomna ævisögu þessa óskabarns íslendinga, en kannski hefur hann til skamms tíma verið of nálægt okkur 'til að hægt væri að skrifa um ævi hans og hlut- verk í íslenzkum stjórnmálum óhlutdrægt og hleypidómalaust. Kristján Albertsson hefur nú færzt þennan vanda í fang og sent frá sér fyrra bindi af æví- sögu Hannesar Hafsteins. Er þetta mikið rit og ýtarlegt sem nær fram til ársloka 1903, þegar Hannes hefur verið skipaður fyrsti ráðherra á Islandi og er í þann veginn að taka við virðing- aímesta og erfiðasta verkefni ævi sinnar. Það er mikil saga og viðburða- rík sem Kristján Albertsson hef- ur skráð á þessar 360 blaðsíður, saga aldaskipta í íslenzku þjóð- lifi í fleiri en einum skilningi, saga manns sem hvarvetna lét að sér kveða, hvort heldur var á Ævisaga Kristján Albertsson námsárunum í Reykjavík og Kaupmannahöfn eða við störf sín sem sýslumaður og þing- maður. Hannes var einn hinna útvöldu sem eru atkvæðamenn að eðlisfari eða kannski fyrir til- stilli æðri forsjónar. Hann virð- ist aldrei hafa þurft neitt fyrir því að hafa. I skóla var hann námsgarpur, en stundaði námið að sögn slælega. Skáldgáfan virtist vera honum meðfædd, hann var orðinn meistari um tvítugsaldur. A vettvangi stjórnmálanna fór hann sér hægt, hafði hvorki í frammi lýðskrum né hávaða, en það var eins og auðnan hefði kjörið hann til stórvirkja. I þessu sambandi er fróðlegt að rifja upp „spádóma“ tveggja ólíkra manna löngu áður en Hannes var farinn að láta til sín taka í stjórnmálum. Arið 1895 seg ir Matthías Jochumsson í bréfi til Valdimars Briems: „Ef hon- um (Hannesi Hafstein) endist líf og heilsa verður hann einhver aldarinnar mesti þing- og stjórn- arskörungur, en hitt mun hann hafa í hjáverkum" (’bls. 161). Frímann B. Arngrímsson, hinn sérkennilegi og lánlausi braut- ryðjandi verkmenningar á Is- landi, skrifar Hannesi bréf frá Edinborg 1895 og segir þar m.a.: „Því setur Islands þjóð vonir sín- ar á þig sem tilvonandi lands- höfðingja, landstjóra, jarl, nei, sem foringja og verndara er veiti henni þrek og þekking til að sigra“ (bls. 163). Það er erfitt að segja hvað það var í fari Hannesar sem vakti þessa „spádóma", en kannski var það einhvers konar „meðfædd gifta“ sem umlék persónu hans. Að sjálfsögðu átti þessi gifta margslungnar rætur sem torvelt mundi að greiða sundur eða gera sér fyllilega grein fyrir. Ytra og innra atgervi fór þar saman með óvenjulegum hætti. Hann var skapríkur og Ijúflyndur í senn karlmenni í öllum skilningi, for- dómalaus og skilningsríkur á menn og málefni, mannlega breyzkur og sterkur, mikið skáld og framsýnn hugsuður. Allar þess ar eigindir og margar fleiri voru ýmist meðfæddar eða mótaðar og þroskaðar af stórbrotnum,. geð- miklum föður og fágætlega heil- steyptri, næmgeðja og gáfaðri móður, sem var syni sínum holl- vættur meðan hún lifði. Þá er ekki að efa, að kynni Hannesar af mikilmennum og heimsborgurum á borð við Georg Brandes hafa orðið honum mikil lyftistöng, víkkað sjónhring hans og aukið honum skilning á sjálf- um sér og umhverfinu. Kannski má lika rekja eitthvað af giftu Hannesar Hafsteins til giftuleysis hans, þó það kunni að hljóma mótsagnakennt. Hann varð fyrir mörgum og miklum sorgum sem höfðu djúptæk áhrif á hann sem manneskju, eins og vænta má um viðkvæma og opna sál skáldsins. Hann kom vafalaust heilli og stærri úr hverri slíkri raun, en sigrar hans og velgengni bafa orðið honum því hégómlegri sem lífið greiddi honum fleiri svöðusár. Lífssaga Hannesar Hafsteins er í rauninni ævintýri líkust, og mér SÉRSTÆÐ PERSÚNUSAGA MlMlffilM KBiSIÍHAR DAHLSTEÖ hefur hann jafnan staðið fyrir hugskotssjónum eins og nokk- urs konar ævintýrapersóna í miklu ríkara mæli en t.d. Jónas Hallgrímsson eða Jón Sigurðs- son, enda má segja að Hannes hafi sameinað i sér það bezta úr báðum og notið sín betur en þeir báðir í lifanda lífi, þá áhrif hans á skáldskap og stjórnmál yrðu Ihvergi nærrí jafndjúpstæð og langæ eins og áhrif þeirra Jón- asar og Jóns. Mönnum er tamt að minnast á „ósigur" Hannesar árið 1908 sem dæmi um skeikula dóm- greind hans, en gleyma þá gjarna að sjálfur Jón Sigurðsson var ekki heldur með öllu óskeikull, eins og afskipti hans af fjárkláða málinu sönnuðu hvað eftirminni- legast. Hins er svo líka að gæta, eins og Kristján Albertsson bend ir réttilega á, að sú réttarviður- kenning sem fólst í Sambands- lagafrumvarpinu 1908 „varð ekki tekin aftur, hlaut að verða undir- staða allrar frekari íhugunar sam bandsmálsins, bæði á íslandi og í Danmörku, og hafa úrslitaáhrif á þróun og endalyktir" (bls. 7). Kristján Albertsson hefur sýni lega kostað sér öllum til að gera þessa ævisögu sem fyllsta og ýtar legasta. Hann hefur sótt til fanga ótrúlega víða bæði í einkabréf, dagþlöð, tímarit og bækur. Á stöku stað tilfærir hann Hka um mæli eldra fól:ks við hann sjálfan til að gera lýsingar gleggri. Fram an af verður honum mikill matur úr bréfum frú Kristjönu Hav- steins, móður Hannesar, til sonar síns, en því miður eru bréf hans til hennar glötuð. Auk þess hefur hann haft aðgang að fleiri bréfa- söfnum. Þessar tilvitnanir i einka bréf fylla víða út í myndina, gera hana persónulegri og skýrari í dráttum. Osjaldan • er frásögnin krydduð skrýtlum og skemmtileg um sögum eða orðsvörum, sem fengur er að. Umhverfislýsingar eru frá- bærlega lifandi og litríkar, eink- anlega lýsingarnar á Reykjavík og Isafirði. Þær tengja atvik ævi- sögunnar við jörðina, ef svo má segja gefa þeim keim þess' dag- lega Hfs sem þá var lifað. Sama er að segja um ýmis minniháttar atriði, sem höfundurinn tilfærir, eins og t.d. lýsinguna á því þegar Hannes var að draga sig eftir Ragnheiði Melsteð, sem síðar varð kona hans: „Hannes sér Ragn- heiði í Reykjavíkur-klúbbnum. Arni Thorsteinsson tónskáld man eftir honum oft og tíðum í gátt- inni inn í danssalinn, þar sem hann reyndi að stöðva einhvern til að tala við, og hafði ekki aug- un af Ragnheiði, sem var á gólf- inu. Hannes dansaði lítið. var smástígur og átti erfitt með vals- inn“ (bls. 123). Annar kostur bókarinnar er hve höfundur dregur upp ljósar svipmyndir af mönnum sem við sögu koma og hvernig hann rek- ur saman hina ýmsu þræði, sem koma ekki beint við sögu Hannes ar sjálfs, en eru bakgrunnur henn ar. Gott dæmi er frásögnin af i*5ru hjónabandi Péturs Hav- steins og skilnaðinum frá Sigríði og svo síðar frásögnin af afdrif- um Sigríðar og dóttur hennar Ragnheiðar, sem verður eigin. kona Hannesar. Skýrastar eru svipmyndirnar af Benedikt Sveinssyni eldra, Skúla Thorodd- sen, Valtý Guðmundssyni og Birni Jónssyni, og er sú síðasta þó aðeins dregin fáum dráttum. Framan af er bókin að megin efni bein ævisaga Hannesar þar sem inn er fléttað köflum um skólabræður hans og samherja á bókmenntasviðinu. Er sá hluti bókarinnar skemmtilegri aflestr- ar og fjörugri, enda meira fjall- að um menn en málefni. En þeg- ar fram í sækir fær hin opinbera, pólitíska saga æ meira rúm, og má segja að frá bis. 187 verði Hannes að þoka fyrir þeim miklu og margbreytilegu átökum sem hófust með Valtýskunni. Er sú saga öll rakin mjög skilmerki- lega og að þvi er virðist hlut- drægnislaust, þó sjáanlegt sé að höfundur hefur litlar mætur á Valtý Guðmundssyni. Ef nokkuð mætti að bókinnl finna frá leikmannssjónarmiði, væri það helzt, hve ýtarlega höf. undurinn fjallar um hina opin- beru sögu í síðara helmingi henn- ar, því þar kemur Hannes ekki mikið við sögu fyrst í stað. Auð- vitað má vel réttlæta þennan hátt með því að hér sé um að ræða aðdraganda þeirra atburða sem skópu Hannesi hlutverk í íslenzk um stjórnmálum, og vissulega er frásögnin fyllri og persónulegri heldur en t. d. kaflinn um sömu atburði í níunda bindi af „Sögu Islendinga" (Tímabilið 1871— 1903) eftir prófessor Magnús Jóns son, sem er þó mjög vel skrifað- ur. En mér finnst vera dálítil slagsíða á bókinni af ofangreind- um sökum, Hannes hverfur of mikið í skugga atburðanna, og skáldið þokar að heita má alveg fyrir stjórnmálamanninum. Með. ferð Kristjáns Albertssonar á þessu margþætta efni er hins veg ar hvergi langdregin eða leiðin- leg, og veldur því einkum lifandi stíl hans og næmt auga fyrir smá atriðum og hressilegum atvikum. Lesandinn kynnist Hannesi Haí stein mjög náið í þessari bók, og höfundurinn hefur sérstakt lag á að draga fram þá þætti í fari hans sem áttu eftir að að verða rikjandi seinna meir, ocg minnist ég þá sérstaklega lýsinga skóla félaganna á skapferli hans og við brögðum við ýmsum vanda. Frágangur á bókinni er góður og myndirnar, 53 talsins, mikil bókaprýði. Prentvillur eru fáar og engar meinlegar. Eg bíð eftir seinna bindi ævi- sögunnar með talsverðri eftir- væntingu, því þar munum við kynnast Hannesi í nýjum hlut- verkum og fylgjast með afdrif- um hans til loka þess lífsferils sem hann hóf með svo glæstum hætti. Verður róður höfundar ef laust miklu þyngri í seinna bind inu, því bæði verða atburðirnir nær okkur í tímanum og á ýmsan hátt miklu flóknari. En Kristján Albertsson hefur sýnt með þessu fyrra bindi, að honum má treysta til stórræðanna. Sigurður A. Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.