Morgunblaðið - 03.12.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.12.1961, Blaðsíða 1
II fHwgtmMðdifr Sunnudagur 3. des. 1961 Steingrímur J. Þorsteinsson: VARLA hefur nokkurt skáld geystst inn í bókmenntir okk- ar af jafn skyndilegum krafti, með eins karlmannlegum hressi- leik og jafn gustmiklum glæsi- ibrag og Hannes Hafstein. Tví- tugur kveður hann sér hljóðs sem fullþroska skáld. Og í ljóð- um hans kvað við nýjan hreim, tivellan og vekjandi. Hér var mokkuð, sem öllum var nser- etætt og meðtækilegt, eitthvað jarðneskt og mennskt, — flutt af djörfung, fjöri og hraða. Kvæðin voru eggjandi eða gleðjandi, nema hvorttveggja væri. Einnig voru stíll og kveð- andi þessa kornunga manns eins og þau hefðu verið þaultamin langa lengi. Það var engu lík- ara en Hannes hefði flogið yfir þá tvo hjalla, sem flest skáld verða að klífa í upphafi, áður en þau finna sér örugga fót- festu: harma æskuskeiðsins og baráttuna við formið. Auðvitað hafði hér þó sitthvað a undan gengið, þótt Hannes væri fágætlega bráðþroska, bæði sem námsmaður og skáld. Þjóð- bátíðarárið 1874 sezt hann í Lærða skólann, aðeins tæpra 13 ára gamall, og var þá yngstur allra skólasveina, en tók þó flestum fram í námi. Hann gaf eig mikið að skáldskap síðari ár sín í skóla, og kom það aðal- lega fram á fundum skólafélag- anna og er varðveitt í bókum þeirra. 1 fyrstu flutti hann þar iþætti í óbundnu máli, hinn elzta, er hann var réttra 16 árá, en þeir eru fimm talsins, flest- dr gamansamlegir og tengdir skólalífinu. Það er táknrænt um þetta flughraða skáld, að í fyrsta söguþættinum, Dálitlum draumi, eru skólabækurnar látn- ar fljúga um skólastofuna — í líki höfunda sinna og talast við. Og nokkurn fyrirboða ferða- skáldsins mikla má eygja þarna í snotru ævintýri af lóuhjónum, sem eru nýflogin sunnan yfir hafið, og þar kemur einnigfram samúð hans með dýrum (sbr. Fuglar í búri). Það var svo vorið 1878, að allsherjarskólafélagið (Banda- mannafélagið) klofnaði, og nokkrir piltar stofnuðu nýtt fé- Sag (Ingólf). Meðal þeirra voru Einar Hjörleifsson, Bertel Þor- leifsson og Hannes, þ. e. allir hinir tilvonandi „Verðandimenn" nema Gestur Pálsson, sem þá var orðinn stúdent og kominn til Kaupmannahafnar. Svona snemma lágu leiðir þessara manna saman 1 bókmenntalegum efnum. En áhugann og frjósem- ina má marka af því, að hver érgangur félagsbókanna er að meðaltali um 200 bls., hinn gild- asti m. a. s. um 800 síður, mest- megnis skáldskapur, og bróður- partinn lögðu fyrrnefndir þre- menningar til. Þama er að finna elztu kvæði Hannesar, á sfðasta vetri hans í Lærða skólanum, þegar hann er 17—18 ára. En hann hefur áreiðanlega verið farinn að yrkja nokkm fyrr, þótt hann flíkaði því ekki, því að ljóðin, sem hann bar þarna fram fyrir félaga sína, þegar hann var í 6. bekk, eru um fimmtíu talsins. Það munaði því um það, þegar flóðgáttunum var loks lokið upp. Og til dæmis um, hve létt honum var þá þeg- ar um að yrkja, er „Impromptu", sem hann kvað, „um leið og Jón Jakobsson spilaði lagið.“ Það er gott til þess að vita um þennan verðandi þjóðmálaskör- ung og fyrsta ráðherra með bú- eetu á íslandi, að fyrsta kvæðið, sem til er eftir hann, heitir Til fánans. Annars er skólaskáld- skapur Hannesar ekkert frábær, svo að vissulega hefur verið þarna nokkur aðdragandi skáld- þroskans, þótt allt gerðist þetta óvenjulega snemma og fljótt. Skóialjóðin eru ýmist gaman- Hannes Hafstein þýddur. En það hefst með Stormi Hannesar. Það er inngangs- kvæðið, vígsluljóð hinnar nýju lífs- og listastefnu og hefur hér hliðstæða stöðu í raunsæis- stefnunni og ísland, farsælda frón í rómantísku bókmenntun- um. Stormur er gott dæmi um flughraða Hannesar og fjör og hvernig hann notar oft náttúru- myndir til að tjá hug sinn: stormurinn feykir burt hinu gamla og feyskna, en verður jafnframt aflgjafi. En nýstárlegastur og fjöl- breytilegastur var ferðakvæða- flokkurinn Norður fjöli í bókar- lok, þar sem gleðin og karl- mennskan kveðast á, en unaður og ljóðræna leikast einnig við (Þar sem -háir hólar). Það er einmitt sérkennilegt, hve mörg náttúruljóð Hannesar eru ferða- kvæði. í náttúrumyndum hans er því hreyfing, og kemur þar enn fram hraðinn í skáldskap hans. Með óbældum ferskleika dregur hann hér fram gagn- kvæm áhrif eða vixlverkan náttúru, hests og manns, þessar- ar þríeinu lífsfyllingar. Og kraftarnir takast á, lífið þreytir kapp við náttúruna: Ég ætla að sjá hvað setur, hvort sjóðandi straumiðufall eða brjóstþrekinn klár hefur betur. Það þarf að neyta hvers fær- is, teyga andartakið, nota hverja stund til fullnustu, svo að ferðin megi takast: Við báðir sem bezt skulum nota hinn bráðfleyga áningar frest. upp sem raunveruleika lífsins. Matthías fann í trúnni það traust, sem Hannes benti mönn- um á -í eigin barmi. Grímur hafði enn litlum tökum náð á þjóðinni og dró fram úr for- tíðinni það, sem Hannes vildi kveða fram úr samtíðinni. Og Hannes var ekki óljós eins og fyrir bar um Gröndal og Matt- hías né stirðkvæður eins og Grímur. Það sem hann kunni að skorta á við hina í tilfinn- ingadýpt, bætti hann upp með skýrleika og karlmennsku. Og þar sem sum önnur skáld voru háfleygari en hann, var hann öllum skáldum hraðfleygari. IV Verðandi hafði átt að vera tímarit, en út kom aðeins þessi eini árgangur. Ástæðan var m.a. sú, að þá hurfu heim til íslands kostnaðarmaðurinn ' - Tryggvi Gunnarsson og elzti útgefandinn, Gestur Pálsson, sem stofnaði blaðið Suðra í Reykjavík, og birtust þar enn kvæði eftir Hannes. En eins konar fram- hald af Verðandi var þó mán- aðarritið Heimdallur, sem út kom 1884 í Kaupmannahöfn, og í það skrifuðu Verðandimenn- irnir þrír, sem þar voru eftir. Auk kvæða birti Hannes þar m.a. eina smásögu og ári seinna (í Austra) kafla úr skáldsögu, sem hét.Landsins gagn og nauð- synjar. Ánnars fékkst hann ekki við sagnagerð, og ekkert af þvi tagi er mikilvægt. En í Heimdalli er grein eftir hann um sjálfan bókmennta- meistarann Georg Brandes. Hann hafði fyrst farið að láta til sín taka, þegar Hannes var tíu ára, og olli brátt miklum umskiptum í Norðurlandabókmenntum. Hann kynnti mönnum ekki að- eins mikið af erlendum höfund- um síðari tíma og samtímans, heldur flutti hann skáldunum boðskap: Þau áttu að hverfa frá rómantík, fornaldardýrkun og draumórum til veruleikans og samtímans, sbr. val fjórmenn- inganna á riti sínu Verffandi (samtíminn). Skáldin áttu að kvæði — og þau eru bezt —eða ástakvæði, flest um ástasorgir, svo að vitaskuld hefur Hannes reynt þær í æsku rétt eins og hver annar. Þarna má finna draumsæi, viðkvæmni og jafnvel bölsýni, sem varð Hannesi þó svo fjarlæg. En harmar ástar- innar hafa ekki lengi á honum hrinið, enda átti hann í þeim efnum sem öðrum flestra kosta völ. Nokkur þessara skólakvæða birti hann ýmist bráðlega eða seinna, m. a. tvær af fjórum Heinesþýðingum. En greinilegust áhrif á þessi æskuljóð eru frá Heine og Jónasi Hallgrímssyni og nokkur frá Bjarna Thoraren- sen. Fyrsta kvæði sitt lét hann prenta stúdentsprófsvor sitt 1880, 18 ára, í Þjóðólfi, en ritstjóri hans var þá Matthías Jochums- son. Það hét Ásta, — um upptök eða tilkomu ástarinnar. II Stúdentsprófssumarið 1880 fer Hannes tft Kaupmannahafnar til laganáms. Hann naut glaðværð- ar borgarinnar og las það, sem hann lysti, af bókmenntum. \ arla hafði lífið leikið svo fyrr við nokkru íslenzku skáldi. Hann hafði fjárráð í rýmra lagi, — flest önnur skáld okkar höfðu haft þau af skornum skammti á stúdentsárunum nema Grímur Thomsen, sem var þó ávallt í fjárþröng. Hannes kemur til Kaupmannahafnar 18 ára stúd- ent, — Jónas Hallgrímsson og Þorsteinn Erlingsson koma þang- að um hálfþrítugt, og nærri 24 ára var Matthías, þegar hann settist í Lærða skólann. Hannes var léttlyndur fjör- maður, glaðvært glæsimenni, vinsæll, dáður, dýrkaður, og kvenhylli naut hann takmarka- lítillar. Hann bjó yfir mikilli lífsorku — og sjálfstrausti, og aðrir höfðu ekki síður trú á honum. Þannig hlutu bæði ytri sem innri aðstæður að stuðla að fjöri og ferskleika kvæða hans. Honum fleygði líka mjög fram sem skáldi, eftir að til Hafnar kom, og hélt hann þá þegar á- Skaldið og maðurinn fram að birta kvæði í ritum eða blöðum Jóns Ólafssonar (Nönnu og Skuld), t.a.m. voru prentuð í Skuld kvæðin Stormur og Sprettur, rétt áður en þau komu í ritinu Verðandi. Verffandi er einn af áföngum íslenzkrar bókmenntasögu, þótt það sé þunnslegið rit hið ytra, 140 blaðsíður. Það var prentað í Kaupmannahöfn 1882, og útgef- endur voru, taldir í aldursröð, Gestur Pálsson, Bertel E. Ó. Þor- leifsson, Einar Hjörleifsson (síð- ar Kvarán) og Hannes Hafstein. Þetta er oftast talið upphaf raunsæisstefnunnar á íslandi, þótt reyndar hefði Jón Ólafsson nokkru áður bæði kynnt stefn- una og brautryðjanda hennar á Norðurlöndum, Georg Brandes (í Skuld 1878—79), óg samið og birt smásögu í hennar anda (Ný- ársgjöfina og Sumargjöfina, í Nönnu 1878—81). En hvorugt hafði vakið almenna athygli. Gagnvart Verðandi stóðu hins vegar fæstir hlutlausir, flestir hrifust, sumir hneyksluðust. Hlutur Hannesar, heilbrigður, skáldlegur og fagur, orkaði þó ekki nema á einn veg. Það var hér, sem hið tvítuga skáld kvað séi- hljóðs og kom mönnum svo mjög á óvart. „Við höfum aldrei með jafnmikilli gleði getið um ritverk íslenzks skálds sem nú um það, sem Hannes á í Verð- andi,“ segir Jón Ólafsson (í Skuld). Hannes hefur einnig átt einna mestan þáttinn að útgáf- unni. Kostnaðarmaður var Tryggvi Gunnarsson móðúrbróð- ir hans, og ritið byrjar og end- ar á kveðskap eftir Hannes, sem átti þarna alls upp undir tuttugu kvæði, auk þýðingar á kafla úr Brandi Ibsens. í Verðandi var engin stefnuskrá eða ritgerð, allt skáldskapur, frumsaminn oe Að komast sem fyrst og komast sem lengst er kapp þess, sem langt þarf að fara. Vort orðtak er fram. Hver sem undir það gengst, mun aldregi skeiðfærið spara. „Orðtak“ hans, „fram“, var alítaf borið uppi af lífsþróttKog bjartsýnistrú: „Himneskt er að lifa.“ III Eina skáld íslenzkt, sem verið hafði álíka bráðþroska og Hann- es, var Kristján Jónsson Fjalla- skáld, og um þessar mundir áttu kvæði hans mikil ítök í þjóð- inni. En hvílíkur reginmunur var ekki á bölsýni og lífsupp- gjöf Kristjáns og lífsfjöri og æskuþrótti Hannesar. Kvæði hans hlutu að verða mönnum eins konar lausn og þunglyndri þjóð andlegur heilsugjafi. Þegar Verðandi kom út, gekk líka yf- ir landið geigvænlegt ísa- og harðindaár, svo að sízt veitti af því að kveða í menn kjark. Hér kvað einnig mjög við ann- an tón en hjá þeim eldri skáld- um, sem þá bar hæst. Jón Ólafs- son einn var skyldur Hannesi og hefur líklega átt hlut að því að kveikja í honum. En Gröndal geystist um háloftin, Steingrím- ur orti að vísu þjóðörvunarljóð og ferðakvæði eins og Hannes, en það var allt hugsæiskennd- ara og draumsærra, Vorgyðjan sveif heim til íslands á sól- geisla vængjunum, og svana- söngur styttir skáldinu heiða- ferð um sumaraftan. Þessi róm- antísku skáld og kennarar Hann- esar frá Lærða skólanum gældu við bá tilveru. um Hsimot >w- horfa á mannlífið opnum, glýju- lausum augum, lýsa því með af- dráttarlausri bersögli og helzt að fjalla um einhver raunveruleg, mannleg vandamál. Þetta er nokkuð af kjarna raunsæisstefn- unnar. Hannes var eini Verðandimað- urinn, sem varð verulega hand- genginn Brandesi, m.a. hefur hann haft í höndum dagbækur hans, þegar hann samdi um hann greinina í Heimdall, og síð- ar skrifuðust þeir á. Um skiptí þeirra er góð ritgerð eftir Ein- ar H. Kvaran í Lesbók Morgun- blaðsins 27. febr. 1927. Hannes var manngerð, sem mjög var að skapi Brandesi, frjálsmann- legur og tápmikill unnandi hins raunsanna lífs. Hann stóð líka einna næst lífsskoðun Brandes- ar af íslendingum. Eftir að heim kom, flutti hann m.a. fyrirlest- ur í Reykjavík (1888) um „hnign- un íslenzks skáldskapar". Okkur finnst nú fráleitt að kenna þann áratug við hnignun, þegar Grím- ur, Steingrímur og Matthías gáfu út fyrstu ljóðabækur sín- ar, auk framkomu Verðandi- manna. En Hannes deilir hér djarfmannlega á fornaldardýrk- un og þjóðernisátrúnað og seg- ir, að skáldin eigi að bæta mann- félagsmeinin með sárakönnun og lækningum. Þetta er mjög í anda og jafnvel með orðavali Brand- esar. Þessi fyrirlestur, sem fleira frá Hannesi, kom hér af stað nokkrum gusti. Annars var Hannes sjaldan einstrengingslegur, og þótt hann gæti verið nokkuð öfgafullur í kveðskap og kappgjarn í starfi, var hann ekki byltingasinni. Hann dreymir um aukið fram- tak og verklegar framfarir (Aldamót), en ekki breytta þjóð- Fromh a V»lc 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.