Morgunblaðið - 07.12.1961, Síða 2

Morgunblaðið - 07.12.1961, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIL Fimmtudagur 7. des. 1961 Banzai UM BORÐ í flugvélamóður- skipinu Akagi hafði Nagumo aðmíráll látið draga að húni fána Togo aðmíráls, sem sigr- aði rússneska flotann við Tsusohima árið 1905. í birt- ingu morguninn 7. desember 1941 hófu 90 sprengjuflugvél- ar, 50 steypiflugvélar og 50 orustuflugvélar sig á loft frá sex móðurskipum. Um borð í skipunum gullu „banzai“ hróp áhafnanna, heróp Japana. Japanski flotinn var 275 mílum fyrir norðan Oahu eyju, en á eyjunni var banda- ríska flotastöðin Pearl Harbor. Þetta var sunnudagsmorgunn og í flotahöfninni lá megnið af Kyrrahafsflota Bandarikj- anna, eða um 70 herskip. Klukkan 7,55 sprungu fyrstu sprengjurnar við höfnina og L á flugvelli Bandarikjamanna. I Þetta var fyrir tuttugu ár-l um. Á þessum sunnudegi íl desember 1941 varð styrjöld- / in, sem þá hafði staðið í rúm 2 ár, að raunverulegri heims- styrjöld. Meðfylgjandi mynd er tek- in um borð í japönsku flug- vélamóðurskipi þennan sunnu- dagsmorgun þegar fyrstu flug J vélamar voru að leggja af l stað í þessa sögulegu ferð. ’arfðtrá' ALÞINGIS FUNDIR eru í báðum deildum Al- þingis kl. 1:30 í dag: Efri deild: — 1. Bráðabirgðabreyting og framlenging nokkurra laga, f-rv. — Ein umr. — 2. Jarðgöng á þjóðvegum, frv. — 3. umr. Neðri deild: — 1. Innflutningur á hvalveiðiskipum, frv. — 1. umr. — 2. Alþjóðasamþykkt um vamir gegn óhreinkun sjávarsins, frv. — 1. umr. — 3. Félagslegt öryggi, frv. — 3. umr. — 4. Sjúkrahúsalög, frv. — 1. umr. — 5. Sveitarstjórnarkosningar, frv. — 2. umr. — 6. Lausaskuldir bænda, frv. — 2. umr. Hafa baslað í níu daga við að ná fé sínu heim GRÍMSSTÖÐUM, 6. des. — Féð sem var vestan við Nýjahraun komst í gaerkvöldi niður í byggð og þjappaði snjóbíllinn slóð fyr- ir það, eirns og skýrt var frá í gær. Er nú að mestu búið að smala saman fénu austan við Nýjahraun og var ætlað að reyna að koma því út að veginum. Síð- an var ætiunin að senda snjóbíl- inn til þeirra 1 kvöld, til að að- stoða þá við að koma því heim. En nú er snjóbíllinn bilaður. Þetta er níundr dagurinn, sem fjármenn eru þarn-a austurfrá að leita kinda, en stórhríðarveður hefur verið a. m. k. hluta af hverjum einasta degi í hálfan mánuð. Yar þeim færður matur í snjóbílnum í gær ,og nú fara menn aftur þeim til 'hjálpar, á Landsliðin unnu í GÆRKVÖLDI fóru fram að Hálogalandi leikir landsliða og pressuliða svo og leikur úrvals- liða í unglingaflokki. Landsliðin voru sem vænta mátti sigurstrangleg í þessum leikjum og báru sigur úr být- um í báðum viðureignunum við pressuliðm. 1 kvennaflokki sigr- aði landsliðið með 14 gegn 8. í knrlaflokki vann landsliðið með 20—17. 1 unghngaflokki vann A- liðið með 19—13. Leikirnir voru yfirleitt vel vel leiknir einkum þó leikur ung- lingaliðanna. Kvennalandsliðið náði algerum tökum á sínum leik. Landslið karla átti alltaf í erfið- leikum og var það aðallega reynsla leikmanna sem færði þeim sigur — þrátt fyrir betra spil, hraðara Og margbreytilegra en hjá landsliðinu. snjóbílnum, ef hann kemst j lag, annars gangandi. Fé gengur nijög langt suður eftir þarna og því hefur verið langt að leita. >ar er gott beiti- land og flatlendi. og hefur fé verið talið minna hætt þar en á heiðunum hér heima við. Venju lega gengur ágætlega að ná fenu heim. Það kemur fyrir að hríð skelli á, en nær aldrei eins lengi í einu og nú. Eru nokkúr ár síð- an annar eins stórhríðarkafli kom, er verið var að sækja fé og voru leitarmenn þá Vz mán- uð. — Jóhannes. Metsala í Þý/ka- landi TOGARINN Jón forseti seldi í Bremerhaven í gær 98 lestir fyrir 96 þúsund mörk, en það er hæsta meðalverð, sem íslenzkur togari hefur fengið í Þýzka- landi. Fékkst um 10 kr. fyrir kg. — Þá seldi Surprise frá Hafnar- firði í Grimsby 93,3 lestir fyrir 7114 sterlingspund. Vitni vantar A TÍMABILINU frá hádegi til kl. 8 e. h. í fyrradag var ekið á bifreiðina R-6 á bifreiðastæð- inu fyrir ofan Ægisgarð. Bif- reiðin, sem er ljós-kremlit Studebakerbifreið, tveggja dyra, skemmdist allmikið. Brotnaði framrúða hennar og vinstri hurð laskaðist. Telur eigandinn að vörubíl hafi verið ekið aftur- ábak á bifreið hans. — Rann- sóknarlögreglan biður þann, sem valdur var að þessu óhappi að gefa sig fram, svo og vitni, ef einhver væru. Vopnahlé erlendra fréftamanna í Katanga Elizabethville 6. des. NTB-Reuter. JAFNHLIÐA því að vopna- hléð í Katangr. var rofið milli herliðs Sameinuðu þjóðanna og herliðs Katangastjórnar var komið á öðru vopnahléi — annars eðlis, það er að segja með öllum fréttamönnum er- Iendra blaða og fréttastofnana. Fréttamenn eru, sem kunnugt er, vanir að starfa einir síns liðs, keppa hver við annan, hver reynir að vera fyrstur — og helzt einn — með fréttirn- ar. En þegar bardagamir byrj- uðu í Katanga í gær, sáu fréttamennirnir fljótt hversu alvarlegt ástandið var að verða — það var of alvarlegt til þess að þeir gætu nokkru fengið áorkað einir síns liðs. Því settust erlendir frétta- menn á rökstóla, og réðu ráð- , um sínum og komust að ágætu samkomulagi um samvinnu. Fréttaritari Reuters, Virgil Berger, kom sér fyrir í sjúkrahúsi í Elisabethville og símaði þaðan reglulega fregn- ir af ástandinu til póst- og símstöðvarinnar, þar sem að- alstöðvum fréttamanna var komið fyrir. Aðrir fréttamenn voru síðan sendir tveir eða þrír saman í fréttaleit og til þess að vera sjónarvottar að meiriháttar atburðum. Fréttamennirnir k o m u s t fljótlega að raun um, að hinir stríðandi aðilar tóku hreint ekkert tillit til fréttaþjónust- unnar. Leið ekki á löngu þar til þeir stóðu í heljarmikilli skothríð og forðaði sér hver sem betur gat. John Starr frá Daily Mail í London og John Bullock frá Daily Telegraph reyndu að komast til flugvallarins en á þá var skotið frá öllum hlið- um. I örvæntingarfullri til- raun til að forðast skothríðina villtust þeir og komust ekki til „ritstj órnarskrifstofunnar“ fyrr en seint í nótt. Þar unnu aftur þeir Peter Flinn frá BBC, Jean Louis Arnaud frá AFP, Neil Smith frá UPI, og John Latz frá AP sleitulaust að því að koma fregnunum til fréttastofanna víðsvegar í heiminum og þar með fyrir augu milljóna lesenda. Heimild Færeyinga til handfæraveiða samþykkt samhljóða Á F U N D I sameinaðs þings í gær var samþykkt samhljóða að staðfesta samkomulag það, er gert var milli ríkisstjórnar ís- lands og ríkisstjórnar Danmerk- ur 1. ágúst sl. um aðstöðu Fær- eyinga til handfæraveiða við ísland. Gísli Jónsson (S), framsögu- maður utanríkismálanefndar, skýrði frá því, að nefndin hefði verið sammála um að mæla með því, að tillagan yrði samþykkt óbreytt. En mejð henni væri gert ráð fyrir, að skipum skrásettum í Færeyjum sé heimilt að stunda hand- færaveiðar innan fiskveiðilög- sögu íslands á svæðum þeim og árstíma, sem íslenzkum skipum er heimilt að veiða með botn- vörpu eða flotvörpu. Þá sé þeim og heimilt að stunda handfæraveiðar á svæðinu milli 4 og 8 mílna, innan fiskveiðilög- sögu Islánds, við Kolbeinsey. Þá geti hvor aðili um sig sagt upp samkomulagi þessu með 6 mánaða fyrirvara. Þá var og tekin fyrir þings- ályktunartillaga um, að Alþingi staðfesti samninga við Sam- bandslýðveldið Þýzkaland, sem eru samhljóða . samkomulagi því, er náðist við Englendinga til lausnar landhelgisdeilunni. — Gísli Jónsson (S), framsögumað ur meirihluta utanríkisnefndar, skýrði frá því, að nefndin hefði klofnað um tillöguna. — Það hefði þó engum komið á óvart, er Þjóðverjar leituðu fyrir sér með svipaða samninga, heldur gert ráð fyrir því af öllum. Og þar sem þeir létu sér nægja að mótmæla útfærslunni, sýndu enga yfirtroðslu og settu ekki á löndunarbann, eru engin fram- bærileg rök fyrir, að neita þeim um það samkomulag, sem við Breta var gert. Syrtir í álinn fyrir Furtsévu Moskvu, 7. des. — AP. < ÓSTAÐFESTAR fregnir, semf þó eru taldar áreiðanlegar É herma að menntamálaráðu- # ¥ neyti Sovétríkjanna, sem Eka- % 1 terina Furtseva hefur veitt forÉ stöðu, hafi nú verið klofið nið- ¥ ur í smánefndir, sem hver um % f sig fjalli um smágreinarjj $ mennta- og menningarmála. <9 Þess er skemmst að minn-f f ast frá 22. flx»kks[binginu í ^ f Moskvu, að frú Furtseva náðif f ekki kosningu til framkvæmdaf stjórnar kommúnistaf lokks f f Ráðstjórnarrík janna. Eru nú < uppi raddir um, að hún eigi< fyrir höndum vaxandi erfið-< leika á stjórnmálabrautinni. < Skammt er Síðan hún var talin f standa Krúsjeff einna næst < sovézkra stjórnmálaleiðtoga. í FYRRINÓTT myndaðist smá frostinu, og klukkan 8 um lægð yfir Grænlandshafinu og morguninn var 4 stiga hiti á var skammt undan Snæfells- Reykjanesvita. nesi um hádegið eins og sjá Útiit var fyrir, að lægðin 1 má á kortinu. Hún olli tals- mundi hreyfast austur með 1 verðri snjókomu um vestan- suður-ströndinni í nótt og létta l vert landið, meðal annars hér þá til með norðan-átt hér suð I í Reykjavík. Um leið dró úr vestan lands. I — Fiskaklettur Frh. af bls. 1 una. Þeir kölluðu á Maríu Júlíu, sem var komin á vettvang innan hálftíma. Á meðan var reynt að vinna á eldinum. Bræla var, 5 vindstig, en María Júlía lagðist upp að Fiskakletti og var ráðist að eldinum með vatnsslöngum. Héldu skipverjar að þeim hefði tekizt að ráða nið- urlögum eldsins ög var ákveðið að María Júlía drægi Fiskaklett til Hafnarfjarðar. í þilinu milli vélarrúms og ká- etunnar hafði samt leynst eldur og um hálf ellefu leytið var hann aftur orðinn magnaður. Aðspurður um það hvort ekki hefði verið hætta á að sprenging yrði, svaraði skipstjórinn fálega: — O-jú! Gunnar Ólafsson, skipstjóri á Maríu Júlíu, sagði að þeir hefðu af tilviljun verið staddir á þess- um slóðum. Þeir hefðu verið svo nærri kl. 20.45, þegar Fiskaklett- ur kallaði og skaut rakettu, að þeir sáu SKÍpið. Voru sendir menn með slöngur yfir í Fiskaklett og eftir að aldurmn var talinn slökkt ur, var lagt af stað til Hafnar- fjarðar og gekk ferðin betur en Gunnar bjóst við, tók 2y2 klst. Slökkviliðið í Hafnarfirði réð- ist þegar gegn eldinum, um leið og Fiskaklettur lagðist að bryggju. Gaus upp mikil gufa, er vatnið kom á heitt skipið. Var talsverður eidur í káetu og vél- arrúmi og sögðu slökkviliðsmenn að sennilega væru miklar skemmdir orðnar á skipinu, en slökkvistarfið stóð enn yfir er blaðið fór í prentun, kl. 2 í nótt. Var þá orðinn lítill eldur, en ekki höfðu brunaliðsmenn enn komist niður í káetuna til að kanna skemmdir. Fiskaklettur er 102 brt. að stærð, byggður í Svíþjóð 1946.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.