Morgunblaðið - 07.12.1961, Side 5
Fimmtudagur 7. des. 1961
MORCVHBLAÐIÐ
5
><S><í><e>W<S’<S><S>«>«I*®’<e*8*e>«^^
MENN 06
= MALEFNI=
NÚ TAKA margar borgir á sig
jólabúning, verzlanir keppast
um að gera útstillingar sínar
sem jólalegastar og hengd eru
upp alls kyns ljós og greni-
greinar.
Stórborgin London er engin
undantekning og haia nú ver-
ið hengdar upp fagrar Ijósa-
skreytingar við helztu verzl-
unargötur borgarinnar Regent
Street og Oxford Street.
x 3 x
Maðurinn að baki þessara
skreytinga heitir Beverley
Pick hann er teiknari og verk
fræðingur. Einnig er hann
verksmiðjueigandi og eru það
verksmiðjur hans í Chesham,
sem framleiða jólaskreyting-
arnar. Hundruð manna vinna
allt árið um kring við teikn-
ingar á götuskreytingunum, en
Beverley Pick fylgist vel með
öllu og lætur gera tilraunir
með ný efni, því skreytingarn
Jólaskreytingarnar í Regent Street í London.
Beverley Pick
ar þurfa að þola regn og frost.
Einnig þurfa þær að vera létt
ar, fallegar á daginn engu síð
ur en á kvöldin, þegar kveikt
er á þeim.
í fyrsta sinn, sem Beverley
Pick tók að sér götuskreyting
ar var fyrir krýningu Elísa-
betar II. og síðan hefur hann
annast jólaskreytingar á
helztu verzlunargötum Lund
úna.
Hann er alltaf viðstaddur,
þegar verið er að koma upp
skreytingunum því hann verð
ur að fylgjast með þvá, að
hvergi sé veikur punktur í
uppsetningunni, sem gæti orð
ið til þess að eitbhvað dytti
niður og ylli slysum.
íbúar Lundúna bíða alltaf
eftirvæntingarfullir eftir því
að skreytingarnar séu settar
upp, og láta þá í ljós skoðanir
sínar á því hvort þær sku
fallegri í ár en í fyrra, eða öf
ugt.
Beverley Pick hefur einnig í
öðru að snúast, en jólaskreyt
ingum, þær eru aðeins auka-
vinna. Han aðalstarf eru iðn
aðarlegar teikningar. Hann
var sæmdur gullheiðursmerki
fyrir deild Lundúna á heims
sýningunni í Brussel og nú er
hann önnum kafinn við að und
irbúa þátttöku Bretlands í
næstu heimssýningu, sem hald
inn verður í Seattle og verða.
opnuð í apríl 1962. '
Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug:
H. imfaxi er væntanlegur til Rvíkur
kl. 16:10 í dag frá Khöfn og Glasgow.
Fer í fyrramálið kl. 08:30 til sömu
staöa. Innanlandsflug: í dag er áætl
að að fljúga til Akureyrar (2 ferðir),
Egilsstaða, Kópaskers, Vestmannaeyja
og Þórshafnar. Á morgun til Akureyr
ar (2 ferðir, Fagurhólsmýrar, Horna-
íjarðar, ísafjarðar, Kiikjubæjarklaust-
urs og Vestmannaeyja.
Loftleiðir h.f.: 7. desember er Þor-
finnur karlsefni væntanlegur frá NY
kl. 08:00. Fer til Osló, Gautaborgar,
Khafnar og Hamborgar kl. 09:30.
Pan american flugvéd kom til Kefla
vikur frá Glasgow og London og hélt
áfram til NY.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.; —
Katla er í Leningrad. Askja er á leið
frá Grikklandi til Spánar.
Skipdeild SÍS: Hvassafell er í Rvík.
Arnarféll er í Gautaborg. Jökulfell
er væntanlegt til Rostock í dag. Dísar
fell lestar á Norðurlaridshöfnum. Litla
fell er í olíuflutningum í Faxaflóa.
Helgafell fer væntanlega í dag frá
Stettin til Reyðarfjarðar. Hamrafell
fór I gær frá Hafnarfirði til Batumi.
Jöklar h.f.: Langjökull er á leið til
Akureyrar. Vatnajökull er i Rvík.
Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss
er í NY. Dettifoss er í Rotterdam. Fjall
foss er á leið til Aarhus. Goðafoss er á
Jeið til NY. Gullfoss fór frá Khöfn 5.
þ.m. til Kristiansand, Leith og Rvíkur.
Lagarfoss er í Ventspils. Reykjafoss
er á leið til Khafnar. Selfoss er 1
Dublm. Tröllafoss fór frá Norðfirði 6.
J2. til Seyðisfjarðar, Siglufjarðar, Fat
reksfjarðar og þaðan til Hull. rungu-
foss er á leið til Rvíkur.
Skipaútgerð ríkisins: Hekla fór frá
Bvík i gær austur um land í hring
ferð. Esja er væntanleg til Rvíkur
í dag að austan frá Akureyri. Herjólf
ur fer frá Vestmannaeyjum kl. 21:00
f kvöld til Reykjavíkur. Þyrill er í
Bvík. Skjaldbreið er á Breiðafjarðar
höfnum. Herðubreið er á Austfjörðum
é norðurleið.
Hafskip h.f.: Laxá kemur til Aarhus
I dag.
1136
— Nei, ég hef ekki verið
slást. Þetta er meSfætt. ,
að
Orkt í tilefni
kveðskapar um
Ö S KJU G O S
Merr en lítið metorð fæst
af móðu Þingeyginga,
þó ber alitaf höfuð hæst
Hekla Rangæinga.
Upp til Heklu horfa má
og henni senda brosin,
því nú menn líta niður á
Norðlendinga gosin.
Linað hefir langan móð
hjá ijóða frómum jarli,
nú er Askja gi-eyið góð
að ganga í lið með Karii.
Hallast nú til hliðar flest
hjá Húsavíkur jarli,
Þingeyinga mæðir mest
móðan frá honum Karli.
s. s.
í skóla einum í Skotlandi
I fengu nemendurnir ritgerðarefn
ið „Framtíðaróskir mínar“. Sá,
sem fékk hæsta einkunn fyrir
ritgerð sína, skrifaði m.a.:
— Eg vona að ég geti opnað
karjmannafataverzlun og verzl-
að með góðar vörur, sem gefa
mér hagnað, svo mikinn, að ég
geti gefið minum kæra kennara
verulegan afslátt.
Tvær upprennandi leikkonur
sátu á tali í búningsherbergi sinu,
Önnur segir:
— Eg gæti ekki hugsað mér að
giftast manni, sem ég elskaði
ekki.
— Eg er viss um að þú mundir
giftast honum, ef hann væri vell
auðugur.
— Auðvitað, ef hann væri rík
ur, yrði ég strax yfir mig ást-
fangin af honum.
Barnarúm
Útdregið barnarúm óskast.
Má vera notað. Uppl. í
síma 23568 og 12861.
] Tapazt
hefur s i 1 f u r armband
(steypt) sl. priðjudag. —
Upplýsingar í síma 35377.
FINNSKAR ( DÝRT
SOKKAHLÍFAR - IIMMSKÓR
Stærðir: 30—37.
Smásaia — Laugavegi 81.
Eg kýs heldur að líða órétt en beita
aðra rangindum. — Platon.
Ekki er unnt að bæta fyrir rang-
læti með því að skapa nýtt.
— N. Hambro.
Við erum sjaldan jafn ranglát við
óvini okkar og okkar nánustu.
— M. de Vauvenargues.
4 Gengið 4 Kaup Sala
1 Sterlingspund 120.65 120.95
1 Bandarikjadollar - 42,95 43,06
1 Kandadollar 41.18 41.29
100 Danskar krónur .... 622.68 624.28
100 Sænskar krónur .... 830,85 833,00
160 Finnsk mörk 13,39 13,42
100 Franskir frank 874,52 876,76
100 Belgískir frankar 86,28 86,50
100 Svissneskir frank. 994.91 997 46
100 Gyllini 1.194.92 1.197.98
100 Vestur-þýzk mörk 1.072,84 1.075,60
Leikskóli
Steinunnar Bjarnadóttur
í Hafnarfirði, hefur starf-
semi sina á laugardag, þeir
sem vildu gerast nemendur
hringi í síma 50400.
Listmunasýning .
í Snorrasal að Laugavegi 18 3. hæð er opin daglega
frá kl. 2—10 e.h. Knverskir hringir, armbönd, nælur
og aðrir hlutir úr fágætum steinum.
Rúmenskur vefnaður, keramik og fleira
Listmunirnir eru 11I sölu.
MÁL og MENNING.
NYKOMIÐ :
HOLLENZKIR
KVEN
KULDASKÓR
SKÓSAL AIM
Laugavegi 1.
Laus staða
Tilraunastjórastaðan við tilraunastöðina Skriðu-
klaustur í Fljótsdal er laus til umsóknar. Staða«
veitist frá 1. júní 1962. Laun samkvæmt VI. flokki
launalaga. Umsóknir sendist Tilraunaráði jarðrækt-
ar, pósthélí 215, Keykjavík. Umsóknarfrestur er
til 15. febiuar 1962.
Tilraunaráð jarðræktar.
Vörulyftari óskast
Óskum eftir að kaupa góðan vöru-
lyftara strax.
ísbjörninn hf.
Sími 11574.