Morgunblaðið - 07.12.1961, Qupperneq 10
10
MORCVNVLAÐIB
Fimmtudagur 7. de*. 19ðl
sem vmni/m
■
Steikt
yfir
gldö
1>EGAR íjárveitinganefnd Ai-
þingis heimsótti Gunnarsholt
fyrir skömmu, var borin á
'borð fyrir nefndarmenn holda
nautasteik, sem steikt var yfir
glóð. Steikin þótti með afbrigð
um gómsset og dró athygli
xnanna að tæki því, sem notað
var við steikinguna. Leikhús-
kjallarinn sá um veitingarnar
í Gunnarsholti umræddan dag
og Þorvaldur Guðmundssóji,
forstjóri veitti okkur góð-
fúslega allar upplýsingar varð
andi glóðartækið:
— Eins og þið sjáið, er
tækið afar einfalt að gerð (sjá
meðfylgjandi mynd), sagði
Þorvaldur, svo einfalt, að
hver maður sem haldið getur
á logsuðutæki, ætti að geta
búið það til. Tækið saman-
stendur af hringlaga grind,
sem stendur á þremur fótum.
I grindina er sett trekt úr
blikki; neðarlega í trektinni
er gatað lok, eins og í gömlu
eldavélunum, og nefnd voru
trekkgöt eða loftgöt. Viðarkol
eru sett í trektina, en hún
ekki alveg fyllt. Síðan er
kveikt í kolunúm og myndast
glóðin á 30—45 mínútum. Þá
er þar til gerð rist, sem gerð
er úr teinum, lögð ofan á —
og eldstæðið er tilbúið til notk
unar.
Maturinn, sem aðallega er
steiktur á þessum glóðartækj-
um er buff, Berlínarpylsur og
leturhumar í skel. Það tók
yfirmatsveininn, Halldór Vil-
’hjálmsson, aðeins 8 mínútur
að steikja holdanautasteikina
í Gunnarsholti, eftir að glóðin
var kviknuð, og ekki er hægt
að bera saman, hversu matur,
sem steiktur er á þennan hátt,
er Ijúffengari en sá, sem steikt
ur er á venjulegri heimilis-
pönnu.
En taka skal með í reikning '
inn, að ekki er hægt að vera
með tæki sem þetta inni í
eldhúsum. Um leið og steik-
Halldór Vilhjálmsson, yfirmatsveinn Leikhússkjallarans,
steikir kjöt af holdanauti yfir glóðartæki.
ingin hefst, leysist fita úr kjöt
inu, sem rennur niður í eld-
inni. Við það myndast mikill
reykur. Því verður að steikja
utandyra, þar sem svo hagar
til. Það sem steikt er, er látið
jafnóðum á diskana og borið
á borð. Oll meðferð á kjötinu,
krydd og þess háttar, er sú
sama og venjulega tíðkast.
Kökur með hnetum í
Súkikulaðiterta
1 b saxaðar döðlur, 175 g
smjörlíki, 4 egg (aðskilin) 375
g sykur, 220 g hveiti, 2 tsk
lyftiduft, Vt tsk negull, V2 tsk
allrahanda, 1 b mjólk, 14 b
kakó eða 100 g súkkulaði
(brætt), 1 b bamba-bökunar-
hnetur, 1 tsk vanilludropar.
Smjörlíki og sykur hrærist
vel, eggjarauðunum bætt í og
hrært vel. Kryddi, hveiti, lyfti
dufti og kakó er blandað sam-
an út i hræruna ásamt mjólk-
inni og súkkulaðinu (ef notað
er). Hnetunum og döðlunum
bætt við, síðan stífþeyttum
eggjahvitunum. Látið í tvö
tertuform og bakað við meðal
hita ca. 50 mjn.
Bambaterta
4 egg, 100
g sykur, 100 g
hnetur, 100 g súkkulaði. Egg
og sykur þeytist vel. Hneturn-
ar og súkkulaðið mulið eða
hakkað í möndlukvörn; bland
að síðan varlega saman við vel
þeytt eggin og sykurinn. Látið
í tvö tertuform og bakað við
meðalhita í ca. 20 mín. Tert-
an er skreytt með 14 dós af
kokteilávöxtum aða ananas og
þeyttum rjóma.
Smákökur
2 b haframjöl, 214 b sykur, 2
b hveiti, 375 g smjörlíki, 1 b
kúrenur, 1 b Bamba kökuhnet-
ur, 2 egg, 1 tsk. natron, 14 tsk.
salt.
Öllu blandað saman með
höndunum í skál. Kúrenur og
hnetur settar í síðast. Lagaðar
eru litlar kúlur Og raðað gis-
ið á plötu. Bakist við mikinn
hita.
Tvæi nýjai bainabækui
Áintanns Ki. Einaissonai
ÚT ERÚ komnar tvær nýjar
barnabækur eftir Ármann Kr.
Einarsson. Eru þetta bækurnar
„Óskasteinninn hans Óla“ og
„Ævintýri í borginni". Þetta eru
14. og 15. barna- og unglingabók
Ármanns. Bækur hans hafa notið
mikilla vinsælda og oft verið í
flokki metsölubóka. Sögur hans
sumar hafa verið þýddar á erlend
mál og hlotið góða dóma. Ár-
mann er einn örfárra rithöfunda
sem rækt leggja við barna- og
unglingabækur, og er landsþekkt
ur fyrir.
„ÆVINTÝRI
í BORGINNI“
Nýja bókin „Ævintýri í borg-
inni“ er framhald sögunnar
„Ævintýri í sveitinni", seín varð
gífurlega vinsæl, er hún kom út
og var auk þess framhaldssaga
í barnatíma útvarpsins Segir þair
frá Rósu, sem heimsækir Möggu
vinkonu sína í Reykjavík, og
lenda þær í mörgum ævintýrum.
Halldór Pétursson hefur gert
margar myndskreytingar í bók-
ina.
„ÓSKASTEINNINN
HANS ÓLA“
Hin bókin er „Óskasteinnirin
hans Óla“. Það er fyrsta bók í
nýjum flokki. Það er ævintýri
um ungan dreng sem finnur óska
stein og óskar sér m.a. poka af
gulli, bíl og sælgætisbúð. Segir
frá reynslu hans og því að lok-
um, að hann' finnur, að bezt er
að þurfa að vinna fyrir hlutun-
um, en fá þá ekki fyrirhafnar-
laust. Falleg og sérkennileg kápa
prýðir bókina. Ráðgert er að
þessi bók verði gefin út erlendis.
Eldur í býli á
Akranesi
AKRANESI, 4. des. — Kl. 10
árdegis á sunnudaginn kom
upp eldur í Borgartúni, sem er
grasbýli rétt innan við bæinn.
Sagt er að kviknað hafi í út
frá rafmagni. Slökkviliðið var
kallað út og kom með atóm-
hraða á staðinn í tveim bíluum.
Voru þeir á aðra klukkustund
að slökkva eldinn og tókst að
verja íbúðarhúsið skemmdum
að mestu. En geymsla áföst hús
inu, þvottahús og búr urðu eld-
inum að bráð. Býlið er eign
Akranesbæjar, en bóndinn heit-
ir Halldór Grímsson og hefur
þarna svínarækt. — Oddur.
Ný bók eftir
Jónas Arnason
SETBERG hefur nýlega sent á
jólamarkaðinn „Tekið í blökk-
ina“ eftir Jónas Árnason, en hann
hefur lagt sig fram um að skrifa
um sjó og sjómennsku. Flestar
bækur hans lýsa lífi sjómanna,
sem hann hefur kynnzt af eigin
raun og við störf á fiskiskipum.
Svo er og um þessa bók.
Jóngeir D. Eyrbekk er sjóanað-
ur. Hann kemur víða við í frá-
sögn sinni, segir frá æskustöðv-
unum í Skagafirði, en þó fyrst
og fremst frá veru sinni á fiski-
bátum og togurum, félögum á
sjónum og sérkennilegum sam-
ferðamönnum.
Ferðaskrifstofa í
nýium húsakynnum
FORRÁÐAMENN ferðaskrifstof-
unnar Lönd og Leiðir buðu
fréttamönnum á sinn fund í gær,
en skrifstofan hefur r.ú opnað að
Tjarnargötu 4 ný glæsiieg skrif-
stofuhúsakynni.
Fyrirtæki þetta hefur nú verið
rekið um eins árs skeið og telja
stjórnendur þess reksturinn hafa
gengið framar öllum vonum.
Lönd og Leiðir telja sig nú geta
boðið alla þá þjónustu sem hinn
almenni ferðamaður kann að
óska sér Selur skrifstofan far-
seðla með flugvélum, skipum,
Hjúkiunaikona ú nætmvakl
óskast að heilsuhælinu að Vífilsstöðum sem fyrst til
lengri eða skemmri tíma. Vaktin er 4 nætur á viku
— deildarhjúkrmiarkvennalaun með næturvinnu-
álagi. Frekari upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkon-
an. Sími 15611 virka daga frá kl. 10—12 fyrir hádegi.
Ævintýrabœkur
fyrir lítil börn
Ævintýrabækurnar Álfabörnin og Fóstursonur tröll-
anna eftir Ingólf Jónsson frá Prestsbakka fást í
öllum bókaverzlunum. Bækurnar eru með |;eikni-
myndum eftir Þóii Sigurðsson teiknikennara við
Laugarnesskólann. Bækurnar eru sérstaklega ætlað-
ar fyrir böm á aldrinum 7—10 ára.
Bókaútgáfan FEYKISHÓLAR
Ausiurstræti 9 — Sími 22712.
IMýkomið
Mikið úrval af
Olíupermanentum
fynr allar hártegundir.
Pantið jólapermanenti5
tímanlega í síma 33968.
Hárgreiðslu- og snyrtistofan
P E R M \
Garðsenda 21.
Til leigu
Einbýlishús til
Upplýsingar i
leigu frá áramótum.
síma 36848.
járnbrautum og langfei;ðabifreið-
um, sér um leigu á bílum, bátum,
flugvélum og jafnvel húsum.
Geta menn snúið sér til skrif-
stofunnar og. leigt sér fjalla-
skála í Noregi eða ef þeir kjósa
heldur smáhýsi á Spánarströnd.
Húsið getur verið einfalt og fá-
brotið eða ef vill með frönskum
gluggum og fullkomið að þjón-
ustuliði.
Skrifstofan skipuleggur hóp-
ferðir jafnt innanlands og til út-
landa.
Næst á dagskránni hjá Ferða-
skrifstofunni Lönd og Leiðir er
skemmti- og verzlunarferð nú á
fimmtudaginn sem áður hefur
verið getið í fréttum. Af öðrum
innanlandsáformum má nefna
hreindýraveiðiferð næsta haust
og næsta ferð til útlanda verður
skíðaferð til Noregs. Þessi ferð
verður farin í febrúarmáriuði og
tekur 14 daga. Kostnaður er á-
ætlaður rúmlega átta þúsund
krónur, allt innifalið. Staðurinn
sem dvalizt verður á er í Nore-
fjell sem er eitt hið þekktasta
skíðahérað veraldar.
Forráðamenn ferðaskrifstof-
unnar Lönd og Leiðir lögðu að
síðustu aðaláherzlu á að fólk al«
mennt gerði sér ljósa grein fyrir
í hverju starfsemi ferðaskrif-
stofa er fólgin. Ferðaskrifstofur
eru milliliður án aukaþóknunar.
Þannig getur fólk verzlað við
ferðaskrifstofu með sömu kjör-
um og það fær annars staðar og
fær það aldrei þessa þjónustu
ódýrari en hjá ferðaskrifstofunni.
Hins vegar fá ferðaskrifstofur
þóknun sína hjá þeim aðilum,
sem t. d. eiga flutningatækin,
hótelin eða veitingastaðina, sem
þjónustuna veita. Stjómendur
ferðaskrifstofunnar Lönd og
Leiðir eru Valgeir Gestsson,
Gunnar Ólafsson og Ingólfur
Blöndal.