Morgunblaðið - 07.12.1961, Page 14
14
MORGUNBLAÐIB
Fimmtudagur 7. des. 1961
Ég þakka hjaitanlega öllum þeim, sem heiðruðu mig
á sjötugsafmæli mínu 2. des.
Hjalti Gunnarsson, Grænuhlíð 5.
Hjartanlega þakka ég alla vináttu mér sýnda á sjöt-
ugsafmæli mínu 23. nóv. sl.
Halldór Jónsson, Akranesi
lSTANLEYj Handverkfæri
SKEKKINGATANGIR
TRÉRASPAR
LAMAMÁT
STÁLMÁLBÖND 15—
Einkaumboðsmenn;
SKRUFJARN 6”-8”-10”
STJÖRNUSKRtJFJÁRN
STUTTHEFLAR
LANGHEFLAR
BLOKKHEFLAR
PtJSSHEFLAR
NÓTHEFLAR
GRATHEFLAR
SVÆHNÍFAR
HALLAMÁL
mtr.
Ludvig Storr & Co.
sími 1-3333.
IMóðir okkar
SARA ÞORSTEINSDÓTTIR
kaupkona,
lézt að heimili sínu þann 6. þ.m.
Hafsteinn Sigurðsson, Reynir Sigurðsson.
Faðir okkar
GUÐMUNDUR JÓHANNESSON
framkvæmdastjóri,
Flókagötu 66, andaðist í Landsspítalanum að morgni
6. þessa mánaðar.
Börnin.
Systir okkar
HÓLMFFÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR
frá Stóra-Skógi
andaðist miðvikudagiim 6 þ.m. á Landakotsspítala.
Systkinin
Faðir okkar
EINAR RUNÓLFSSON
hússmíðameistari,
sem andaðist 1 des. verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 8. des. kl. 10,30. Athöfninni verður
útvarpað.
F. h. vandamanna.
Katrín Einarsdóttir, Guðlaug Einarsdóttir.
Jarðarför
KRISTJÁNS JÓNASAR GUÐBJARTSSONAR
sem andaðist að Sólvangi í Hafnarfirði 2. desember,
fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 8. desember
kl. 1,30.
Aðstandendur.
Jarðarför föður og tengdaföður okkar
FILIPPUSAR JÓHANNSSONAR
verður gerð frá Dómkirkjunni Rvík föstudaginn 8. des.
kl. 1,30 e.h. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.
Ingveldur Filippusdóttir, Sigurður Einarsson.
Hjartanlega þökkum við öllum sem auðsýndu okkur
samúð og kagrleika við andlát og jarðarför mannsins
míns og föður,
BENEDIKTS SÆMUNDS HELGASONAR
Sigríður Jóhannsdóttir
Ragnheiður Þórunn Benediktsdóttir
Deildarlœknisstaða
í Kleppsspítalanum er staða deildarlæknis laus til
umsóknar frá 5. jan. 1962 að telja.
Laun greiðast samkvæmt launalögum.
Umsóknir með upplýsingum um aldur, nám og
fyrri störf sendist ti’ skrifstofu ríkisspítalanna,
Klapparstíg 29, Reykjavík, fyrir 1. jan. 1962.
Reykjavík, 5. des. 1961.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Ryrjum í dag
jólatréssölu
grenisölu, kransa og krossa, skálar, körfur mikið úr-
val af allskonar jóiaskrauti á góðu verði. Fyrir þá,
sem vilja skreyta sjálfir alls konar skraut í körfur
og skálar. Gott verð, góð þjónusta.
Bláma og Grænmetismarkurinn
Laugavegi 63.
og Blómaskálinn við Nýbýlaveg.
Athugið að Blómaskálinn við Nýbýlaveg er opinn
alla daga fra kl. 10—10.
T ilkynning
til kaupmanna
Að gefnu tilefni skal athygli kaupmanna vakin á ákvæð-
um 152. gr. Brunamálasamþykktar fyrir Reykjavík um
sölu á skoteldum svohljóðandi:
152. gr.
„Sala skotelda er bundin leyfi slökkviliðsstjóra, er
ákveður, hve miklar birgðir megi vera á hverjum stað
og hvernig þeim skuli komið fyrir“.
Reykjavík, 6. desember 1961
Slökkviliðsstjóri.
i
Hvað viltu verða?
Leikspilið í sérflokki að fjölbreytni og
skemmtan, til yndis og ánægju börnum
i
sem fullorðnum
kemur í verzlanir um helgina.
Heildsölubirgðir:
Péur Einarsson h.f. ÁSAÞÓR
Sími 11795 — 11945. Laufásvegi 4
Aðalstræti 9 C sími 13492.
Úr ýmsum áttum
Framh. af bls. 12.
völdum mislingaveiranna, og
er talið, að a.m.k. 800 þeirra
bíði bana af (þar af sést,
hve ákaflega ófullkomnar
hinar opinberu tölur eru —
552 dauðsföll, sbr. að fram-
an). Um 2.000 munu lifa af,
með mismunandi miklar
heilaskemmdir — en hinir
vinna alveg bug á sjúkdóm-
inum og ná fullri heilsu.
* Ætlaði að verða
enskukennari
Prófessor John F. End-
ers, sem hefir framleitt og
reynt allýtarlega bóluefni
við mislingum, er nú 63 ára
að aldri. Hann varð fyrst
heimsfrægur fyrir rannsókn-
ir sínar á mænuveikiveirum
— en honum og tveim öðr-
um vísindamönnum, dr.
Frederick Robbins og dr.
Thomas Weller, sem með
honum unnu, tókst fyrstum
allra að einangra og rækta
mænuveikiveirur, og á nið-
urstöðum þeirra byggðist
starf dr. Jonas Salks og ann-
arra, sem fundið hafa upp
bóluefni við lömunarveiki.
Enders og félagar hans hlutu
Nóbelsverðlaunin árið 1954
fyrir rannsóknir sínar á
þessu sviði.
Það er eiginlega af tilvilj-
un, að próf. Enders sneri sér
að sýklafræðinni. Hann er
sonur auðugs bankaeiganda,
sem lét eftir sig miklar eign-
ir og fé, sem hinn ungi End-
erg naut góðs af, en hann
var byrjaður á háskólanámi,
þegar faðir hans lézt. Lagði
hann einkum stund á ensku
og hugðist gerast háskóla-
kennari í þeirri tungu. Árið
1919 tók hann BA próf frá
Yale-háskóla og þrem árum
síðar MA próf frá Harvard.
Var hann langt kominn með
doktorsritgerð sína, þegar
kunningi hans kynnti hann
eitt sinn fyrir hinum mikla
sýklafræðingi í Harvard,
Hans Zinsser. Urðu þau
kynni til þess, að Enders
hætti við að gerast ensku-
kennari, en sneri sér að
sýsklafræðinni. Hann sökkti
sér niður í námið og tók það
geyst, svo að hann hafði lok-
ið doktorsprófi árið 1930 —
og hóf þá kennslu og rann-
sóknarstörf í grein sinni við
Harvard.
ir Merkilegur árangur
Enders hóf mislingarann-
sóknir sinar árið 1953. Tókst
honum að einangra veirurnar
og rækta þær, á svipaðan
hátt og hann hafði fyrr gert
með mænuveikiveirurnar. —
Eftir nokkurra ára rannsókn-
ir hófu þeir Enders og dr.
Samuel L. Katz bólusetning-
artilraunir á öpum — með
góðum árangri. Eftir enn
frekari rannsóknarstörf hóf
svo dr. Katz bólusetningartil
raunir á börnum — en þar
sem próf. Enders hefir ekki
læknismenntun má hann ekki
bólusetja fólk sjálfur .
Tilraunir þessar hafa gef-
ið góða raun. Nokkur hundr-
uð barna hafa verið bólusett
— og myndað nauðsynlegt
varnarefni gegn „náttúrleg-
um“ mislingum. Flest hafa
reyndar veikzt smávegis af
bólusetningunni, en vísindat
mennirnir telja þáð í raun-
inni fremur kost en ókost,
þar sem þá fari ekki milli
mála," að bóluefnið verki. —.
Ef víðtækari bólusetningar-
tilraunir, sem fram munu
fara á næstu mánuðum, gefa
svipaðan árangur, má gera
ráð fyrir, að bóluefni við
mislingum fái nauðsynlegá
viðurkénningu heilbrigðisyfir
valda — og framleiðsluleyfi
— innan tveggja ára.