Morgunblaðið - 07.12.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.12.1961, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 7. des. 1961 MORÖÚNBLAÐIÐ 15 KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR » 3 hiqnaimmiam skrifar um kvikmyndir * kvikmyndir Laugarásbíó: DAGBÓK ÖNNU FRANK ÞETTA er frásögn af einum af mörgum átakanlegum atburðum, er gerðust í heimsstyrjöldinni síðari, byggð á dagbók hollenzku gyðingatelpunnar Önnu Frank, sem ásamt foreldrum sínum og systur og fleira fólki af Gyðinga- ættum 'hefst við uppi á háalofti í húsi einu í Amsterdam til þess að forðast fanga'búðir nazista og grimmdaræði þeirra gegn Gyð- ingum, sem er einn allra óhugn- anlegasti þáttur í sogu nazismans og reyndar mannkynsins alls, er seint mun gleymast. Óþarft er !hér að rekja efni myndarinnar, því að öllum hér mun í fersku minni leikritið um sama efni, sem sýnt var hér í þjóðleikhús- inu fyrir nokkrum árum við mikla aðsókn, enda var það áhrifamikið verk og frábærlega vel leikið. — Kvikmyndin, sem gerð er eftir handriti Franees Goodriöh og Al'berts Hacketts, fþræðir mjög efni leiksins, lýsir ó áhrifamikinn hátt hinum sí- fellda nagandi ótta flóttafólksins, hinum ólíkustu manngerðum, sem búa þarna í þröngu nábýli. Millie Perkins, ung amerísk stúlka, sem aldrei hefur leikið áður, fer með hið vandasama hlutverk Önnu Frank. Hún fékk yfirleitt ekki góða dóma gagn- rýnenda, en þó finnst mér margt í leik hennar mjög athyglisvert og sumt ágætlega gert. Föður Önnu leikur hinn mikilhæfi aust- urrísk- ameríski leikari Joseph Schildkraut og fer snilldarlega með það hlutverk. Móður Önnu leikur Gusti Hulser og fer hún einnig mjög vel með hlutverk sitt. Aðrir leikendur fara og prýðilega með hlutverk sín, þó að þeir séu ekki nefndir hér sér- staklega. Mynd þessi er mjög áhrifamikil og vel gerð, en hún er þyngri en leikritið og verð ég að játa að leikritið hreif mig meira. Enhver tæknileg mistök voru á talinu um tíma og veit ég ekki við hvern um það er að sakast. Stjörnubíó: ÞRJÚ TÍU ÞESSI ameriska bófamynd gerist nokkru fyrir s. 1. aldamót í Arizonafylkis í Bandaríkjunum. Efnið er svipað og í svo mörgum myndum af þessu tagi: Bófar ráð ast á póstvagn og ræna þeim verð mætum, sem hann flytur. t>eir drepa ekilinn og rsena hestum bónda, sem ber þarna að. Við svo búið halda bófarnir á brott og hefst nú hinn venjulegi eltinga- leikur með tilheyrandi skothríð- um og manndrápum. .... Skal atburðarásin ekki rakin hér frek ar. Þess skal aðeins getið að spenna myndarinnar er allmikil og þeir Glenn Ford og Van Heflin, er fara með aðalhlutverk- in, gera þeim hin prýðilegustu skil. J. C. Klein formað- ur Dansta félags- ins DANSKA félagið í Reykjavík („Det Danske Selskab i Reykja- vík“) hélt nýlega aðalfund. Fráfarandi formaður, .O. Kornerup-Hansen, flutti árs- skýrslu, en baðst eindregið und- an endurkjöri. Voru honum færðar þakkir fyrir margra ára vel unnin störf. Formaður var kosinn J. G. Klein, kaupmaður. Aðrir í stjórn félagsins eru: Victor Strange, Sören Bögeskov, frú Rigmor Koch Magnússon og K. Bruun. Skemmtun (Andespil og dans) heldur félagið í Tjarnarcafé þ. 18. desember. Kristófer Egp;erts- son, skipstjóri F. 29/11 1892. D. 16/11 1961. ENDALOK lífsins á þessari jörð eru óumflýjanleg. Strax og mað- urinn kemst á vitsmunaskeiðið, skilur hann þennan veruleika, en meðan lífsþróttur og fjör er fyrir hendi, þagna þessi rök. Kristófer Eggertsson var sérstæður maður. Við áttum oft tal um ýmsa hluti í þessum heimi og öðrum, er full- vissaði mig um að hann var ætíð viðbúinn að horfa upp á endalok þ«ssarar tilveru. Þó held ég að hvorki hann né aðrir hans kunningjar, hafi lagt hug að því að hann mundi hverfa okkur sýn svo fljótlega. Sem bet- ur fer var dauðastríð hans ekki langt, enda ekki honum að skapi, eins þróttmikill og hann var allt til banalegu. Hér verða ekki rak- in æviágrip Kristófers, þótt ekki verði komizt hjá þv£ að þakka honum ráðsnilld hans og fyrir- hyggju í margvíslegum málum varðandi félagsskap yfirmanna á fiskiflotanum. Hann var einn af stofnendum skipstjórafélagsins Hafþórs á Akranesi, og síðan framámaður í ýmsum félögum yfirmanna og nú síðast kjörinn fulltrúi Skipstjóra og stýrimanna félagsins Aldan á nýafstöðnu 20. þingi F.F.S.Í. Kristófer var dreng skapar og hugkvæmismaður, sem gott var að umgangast. Var glaður í vinahóp, en ætíð happa- drjúgur til ráðdeildar. Við félagar þínir minnumst þín ætíð sem vinar. G. H. O. I. O. G. T. St. Frón nr. 227. Fundur fellur niður í kvöld, en afmælisfagnaffur stúkunnar hefst í Templarahöllinni kl. &Vt síðdegis. Skemmtiatriffi: 1. Ávarp: Þorsteinn J. ’ Sigurðs- son, kaupmaður. 2. Ræða: Séra Árelíus Nielsson. 3. Kaffisamsæti. 4. Dans. Félagar mega bjóða með sér gestum. Fjölmennið, bræður og systur. Æt. HANNES HAFSTEIN sfisaga eflir Hristján Albertsson -*■ I ilefni af .100 dra afmæli Hannesar Hafst gefur AB út þessa stórmerku bók Þetta er fyrra bindi ævkögu. Hannesar. Bókin fjallar um bernsku hans og skólaár skáldskap hans embættisár í Reykja vík og ísafirði og stjórnmáiaferil hans fram til 1904 er hann varð ráðherra. Gerð er rækileg grein fyrir sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar frá láti Jóns S'gurðssonar til heimastjórnar, en sá þáttur sögunnar heíur aldrei verið rækilega kannaður í heild hingað til. Kemur hér fram ótalmargt nýtt, sem breyta mun skoðunum manna á ýmsum atriðum. Bókin er prýdd mörgum myndum, m. a. litprentun af málverki eftir Hannes Hafstein. Bókin. kostar 245 00 auk söluskatts. Félagsmenn AB fá% afslátt. — Afgreiðsla AB-bóka til félagsmanna AB er j Austurstræti 18. Ég undirritaður óska að gerast félagi í Almenna bókafélaginu. Ég greiði engin árgjöld til félagsins, fæ Félagsbréfin ókeypis og bækur félagsins eftir eigin vali 20% ódýrari en utanfélagsmenn. Ég lofa að kaupa minnst fjórar AB-bækur á ári meðan ég er í félaginu. Nafn ...................................... Heimili ................................... Kaupstaður .............................. Hreppur ................................... Sýsla ..................................... ALMENNA BÖKAFÉLAGIÐ Tjarnargötu 16 — Reykjavík. ALMENNA BÖKAFÉLAGIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.