Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 5
Sunmidagur 24. des. 1961 MORCVISBLA&IÐ 53 EKKI er afskaplega langt síðan barrtré urðu algeng á færeysk- um heimilum sem tákn jólanna. Að vísu barst sá siður, að hafa jjólatré á heimilinu, að minnsta kosti þar sem börn voru, til Færeyja frá Danmörku þegar í lok síðustu aldar, en sjaldgæft var að sjá þeim bregða fyrir. Enn var langt í land, að jóla- itrén yrðu almenn, einkum í fá- mennum, afskekktum byggðar-- iögum. Þar þótti ótímabær mun eður að skarta með þessum ó- Jtennilegu, innfluttu trjám, og kaupmönnum fannst að sjálf- sögðu engin þörf á að hafa þau til sölu af þeirri einföldu á- 6tæðu, að engin erfðavenja bauð notkun þeirra. Færeyjar eru heldur ekki skógivaxið land. Nú er öldin samt orðin önn- ur, því nú er torfundið fær- eyskt heimili með börnum og ungu fólki, þar sem ekki er jólatré. Jólatrén eru nú ekki einu sinni bundin við heimilin. Verzlanir eru skreyttar greni, þegar fer að líða að jólum, einnig aðaltorgið i Þórshöfn, og liú er svo komið, að í stærri þorpum eru sett upp stór greni- tré með aragrúa af rafljósum og um hátíðisdagana leikur hljómsveit staðarins jólalög við tréð, og börn og fullorðnir hóp- est að. Þegar vetrarstormurinn nær sér á strik, og það er ó- ejaldan á þessum slóðum, sveifl- ast trén eins og siglutré í velt- ingi. Börnunum þykir það að- eins ennþá skemmtilegra, enda rennur sjómannablóð í æðum þeirra allra. A þessum vindlúðu Atlants- hafseyjum eru jólasiðir ennþá að mörgu leyti öðru vísi en í umheiminum, en ennþá meira bar á því áður fyrr, því sam- göngur voru stopular, ekki sízt á vetrum. Sé farið fimmtfu ár eða lengra aftur í tímanh, fer mönnum að skiljast, að hin sanna jólagleði átti ekki erfiðara að komast inn í lágar baðstofur Færeyinga en önnur híbýli, þótt hið ytra skraut, eins og við þekkjum í dag, vantaði. Að sjálfsögðu þekktist ekki jólatré, jólagjafir, glingur né sælgæti, en samt voru jólin öllum tilhlökkunar- efni í hinum litlu, færeysku íjarðabyggðum. , Mena bjuggu sig vandlega undir jólin, og byrjuðu snemma á undirbúningnum. Þar, sem engin verzlun var — og það var víðast — voru hraustustu mennirnir í byggðarlaginu kvaddir til að manna jólabátinn og fara til næsta verzlunarstað- ar til að kaupa vörur handa öllum í sveitinni. Það var ekki borin nein smáræðis virðing fyrir þeim, sem völdust til þessa starfs, sem oft krafði verulegs manndóms. Farið var eld- snemma af stað, og séð var um, að þeir hefðu nóg af öllu, sem þeir þörfnuðust, hlý föt og full- ar matarskrínur, því oft þurfti að sigla langan veg um þung- an sjó og stríðar rastir, og ekk- ert nema árarnar og seglin til að koma bátnum áleiðis. Oft var því þrekraun að fara á jólabátnum, komast til næsta kaupstaðar í myrkri og hvass- viðri og aftur til baka við sömu skilyrði, án þess að menn, bát eða varning sakaði. Það var einmitt á jólunum, að börn og fullorðnir fengu ný föt. Vefirnir voru slegnir af kappi hin löngu desemberkvöld. Öll Eftir Eiden ilfúller ritstjóra klæði, yzt sem innst, voru unn- in heima úr færeyskri ull. All- ir unnu af kostgæfni, en vinn- an fór fram í reykstofunni. í henni var moldargólf og opið eldstæði. Þar var ofið, kembt, spunnið og prjónað meðan ein- hver sagði sögur, eða fólkið söng. Hammershaimb prófastur, fað ir færeyska ritmálsins, lýsir slíkum vökum á skemmtilegan hátt í hinni færeysku lestrar- bók sinni: „Allt heimilisfólkið safnaðist saman í reykstofunni, móeldur- inn skíðlogaði, og birtuna lögðu kolurnar til (færeyskar kolur voru eins og þær íslenzku). Ull- arkassarnir voru teknir fram og rokkarnir fóru að suða. Hús- bóndinn fékk öllum nokkuð að starfa. Drengir og ungir vinnu- menn voru látnir kemba, hinir eldri spunnu. Stúlkurnar sett- ust á stóla, kassa og kyrnur upp við eldstæðið, næst eldinum sat amma með yngsta hnokk- ann, hún var búin að lofa að segja honum ævintýri áður en hann færi að sofa. Vefurinn stóð óhreyfður inni í stofunni, er nefnd ^var gler- stofa, jólavaðmálið var næstum búið, og vefarinn gat nú tekið sér stund til að prjóna með hinum. Karlarnir, sem spinna skyldu, fóru úr kotunum, til að eiga léttara um hreyfingar, því alltaf var mikil keppni um, hver afkast^ð gæti mestu á vök- unni. Jólaskipið Svo byrjaði bóndinn sjálfur, eða einhver af vinnumönnunum, sem var vanur að vera for- söngvari í færeyska dansinum, á einhverju gömlu kvæði eða þjóðvísu og söng hverja vísuna á fætur annarri, og allir voru með í viðlaginu. Þegar kvæðinu var lokið byrj aði gamla konan á bekknum næst eldinum, tók að segja gamlar sögur og ævintýri. Þeg- ar hún tók að segja frá álfum og tröllum gutu hinir yngri hornauga til hennar og kamb- arnir hægðu á sér, en fólkið ró- aðist samt fljótlega aftur...." — • — Siður var, og. er reyndar enn, að halda brúðkaupsveizlur um jólaleytið. Á þeim árstíma var sláturtíð alls staðar lokið, og menn áttu því gnótt kjöts til að reiða fram fyrir gestina. Þeir voru margir, oftast komu ekki aðeins allir úr sveitinni, heldur og fjöldi ættingja og vina úr næstu sókn- um. ¦ Svona brúðkaup tók sinn tíma, oft stóð það í tvo eða þrjá sólarhringa. Það var því kærkómin byrjun jólahátíðar- innar. En snúum okkur heldur að hinum eiginlega jólaundirbún- ingi. Á aðfangadag var lögð siðasta hönd á undirbúninginn á heim- ilunum. Allt skyldi tekið til, áð- ur en klukkan í torfkirkjunni tæki að hringja inn hátíðina. Oft varð erfitt að Ijúka verk- unum í tæka tíð. Öll verkfæri voru lögð til hliðar, en menn áttu að ljúka öllu því, sem byrjað hafði ver- ið á, annars var það hengt upp í reykháfinn yfir eldstæðinu í reykstofunni sem „jólatröll". Jólatröllið var svo til enn frek- ari háðungar, og til varnaðar öllum þeim, sem svipaðs sinnis væru, skreytt snúrum, sem mó- kögglar voru hengdir í. Aðfangadagskvöld var ekki haldið hátíðlegt sem slíkt, og sá siður er heldur ekki orðinn al- mennur nú, þó alltaf sé gert meira og meira að því að hafa það hátíð fyrir börnin með dansi kringum jólatré og af- hendingu gjafa. í gamla daga var borðuð fi-ekar fátækleg kvöldmáltíð á aðfangadagskvöld, oftast harð- fiskur með rengi, og nú var loks komið að byrjun jólahátíðarinn- ar. Á jólanótt var látið loga ljós í öllum þeim herbergjum, sem fólk hélt sig í. Á jóladagsmorgun var farið snemma á fætur. Einhver ná- granninn var kominn um 4—5 leytið til að bjóða gleðileg jól, og samkvæmt gamalli hefð var hann hresstur á annað hvort kaffi eða brennivíni. Menn fóru í nýju fötin og neyttu morg- unverðar, sem var vindþurrkað lamba- eða sauðakjöt, svonefnt skerpikjöt. Einnig var á borð borið saltkjöt, rúllupylsa og annað góðgæti, sem til var. Allir fóru í kirkju, þar sem hún var til, en frá kirkjulaus- um byggðarlögum fóru menn í hópum, annað hvort í bátum eða íótgangandi yfir fjall til að halda jólin hátíðleg í næstu kirkju. Þar voru sungnir þeir sálmar, sem Kingos sálmabók ætlaði til jólanna, en oft vant- aði presta til að þjóna kirkjun- um, og þá varð djákninn að hlaupa i skarðið og lesa pistil- invi. Eftir guðsþjónustu fóru menn i heimsóknir til að bjóða gleði- leg jól, og enginn mátti bera jólin út, gestunum var gefið það bezta, sem til var, sama var á hvaða tíma dags þeir komu, að- alrétturinn var alltaf kjöt, til tilbreytingar frá fiskinum, seni var borðaður hversdagslega. í mörgum húsum var — og er enn — matur á borðum allan daginn. Annar jóladagur var einnig hátíðisdagur, en helgaður heimsins lystisemdum, þótt kirkjuferðin væri eigi vanrækt. Síðdegis var víða spilað á spil, spilið hét Jas greifi og líktist svolítið gamaldags bridge og vist. Að kvöidi annars jóladags var loks komið að samkomunni í danshúsinu. Nú orðið dansa Færeyingar mest nýtízku dansa, en fyrr meir var eingöngu stig- inn hinn forni hringdans, unz birta tók að morgni. Hetju- kvæðin bergmáluðu í stofunni, og forsöngvararnir urðu að kunna mörg hundruð vísur ut- anbókar. Þriðji í jólum var einnig nokkurs konar helgidagur, og um kvöldið var stiginn dans. Gamlar sögur frá Norðureyj- unum segja, að kæmu gestir í jólavikunni, hefði þeim veriS sýnd sama gestrisnin eins og samsveitungunum yfir jóladag- ana. Jólunum lauk ekki að fullu fyrr en á þrettándanum, 6. jan., og enn þann dag í dag halda margir þann sið í heiðri. Hins vegar þýðir það ekki sama og að dagleguni störfum sé ekki sinnt frá 27. desember til 6. janúar. En á þrettándanum er öllum jólaveizlum og samkom- um hætt. — • — Jólahald í Færeyjum nú á dögum Þó mörgum gömlum siðum sé haldið við, einkanlega hvað kirkjugöngur og húslestur heima við snertir, hafa nýir timar sett mark sitt á færeysk jól. Og það er vel skiljanlegt. Nú eru dans- leikir félaga orðinn fastur liður i jólahaldi æskufólks. Að- fangadagskvöld er víðast hvar orðinn hin stóra hátíð heimil- anna, og einkum barnanna. — Margir danskir jólasiðir hafa komizt í hefð, ásamt hinum gömlu færeysku siðum. Einkum gildir þetta um jólamatseðilinn í Þórshöfn og hinum stærri þorpum að minnsta kosti. Hin færeyska húsmóðir er búin að tileinka sér hrísgrjónagraut, gæsasteik, hnetur, konfekt og annað tilheyrandi. En hins veg- ar hefur ekki verið sagt skiliS við hina gömlu færeysku jóla- rétti. Skerpikjötið Og soðið, þurrkað lambakjöt með sterkri súpu með grjónum og jurtum — hitt ræsta kjötið — rúlhk- pylsuna og margt fleira, enginn Færeyingur vill láta sig vanta þetta. Og nýtízku dansarnir á kvöldi annars jóladags hafa heldur ekki útrýmt hinum forna hringdansi. Bæði nýir og gaml- ir siðir þrifast hlið við hhð. Rafmagnsljós eru komin í stað- inn fyrir lýsis- og olíulampa, og það harmar víst enginn. Færeyingar leggja sérlega mikla áherzlu á, að bÖrnin eigi skemmtileg jól, því Færeyingar og ítalir eiga það sameiginlegt að börnin eru miðdepill fjöl- skyldulífsins í meira mæli en annars staðar. Þar með er ekki sagt, að of mikið sé látið eftir færeyskum börnum. Flestir for- eldrar hafa, sem betur fer, vit á að setja takmörk, en það er nú einu sinni svo að börnin eiga óskipta athygli allrar fjöl- skyldunnar og stendur þetta sennilega í sambandi við aS Færeyingar eru óvenju barn- góðir að eðlisfari. Á mörgum heimilum er það siður, að fjölskyldan kemur sam an til að halda jólin hátíðleg. Skreytingar og verzlun setja nú á dögum mikinn svip á faer- eysk jól. Einnig þar fyllast búð- irnar af vörum og í desember er sama annríkið þar og meðal stærri þjóða. Aðeins eitt ber á milli. í Færeyjum mundi eng- inn láta sig dreyma um að byrja jólaskreytingar og vörusýningar fyrr en eftir 1. desember. Mönn- um fyndist flónslegt að byrja þegar í nóvember, vegna þess að slíkt gervijólaskap gæti ekki haldizt fram að jólum. Það er fjarri skaphöfn Færeyinga aS eiga að vera í jólaskapi i nærri tvo mánuði. Þeir lifa eftir þeini gullnu reglu, að hóf sé á öllu bezt. En hins vegar er óhætt aS segja, að þegar jólamánuðurinn er byrjaður eru allar ytri aS- Framh á bls. 15. x

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.