Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 14
62 mORCVNTtL AÐIÐ Sunnudagur 24. des. 1961 BEZTU jólagjafirnar hafa mennirnir fengið í h«ndur umbúðalaust og af tilviljun. Takið til dæmis hið vinsæla ljóð Heims um ból og lagið við það, sem sungið er um jólin í öllum löndum heims. Ljóðið varð til í lítilli kirkju í Austurríki fyrir 142 árum — vegna þess að það voru mýs í kirkjunni. Sagan segir, að fáum dög- um fyrir aðfangadag árið 1818 hafi mýs komiet inn í kirkjuorgelið í þorpi nálægt Arnsdorf í Austurríki og nag- að göt á ongelbelginn. Afleið ingin varð vitanlega sú, að loftið streymdi úr belgnum í gegnum götin, og eins og all- ir vita kemur ekkert hljóð úr orgeli, sem er með loft- lausan belg. Nú voru góð ráð dýr, og sóknarpresturinn, síra Josef Mohr, sá, að eitt- hvað varð að gera fyrir jóla- guðsþjónustuna, svo að fólk- ið yrði ekki fyrir vonbrigð- um. Þá var það þegar síra Mohr var á göngu kvöld eífct, að hann nam staðax á hæð rétt Beztu jdlagja fyrir utan þorpið. Það var allt hljótt og friðsælt og birtu lagði frá björtum stjörnum og turagli. Þá dafct honum í hug, að þannig hefði verið umhorfs í Betlehem, um það ieyti sem frelsarinn fæddist. Og orðin komu ósjálfrátt upp í huga &&®&&^$&'$><&&&&&frm&&$^xs>®$&^ V, * : * Volkswagen er t manna bíll ir LIPUR í AKSTRI ytf ÓDÍR í REKSTRI jt LOFTKÆLD VÉL * NÆGAR VARAIILUTABIRGÐIR * ÚTLIT SEM ALLIR ÞEKKJA gen £ I 1C5 m m m k [JM KOSTAR AÐEINS 120 þúsund krónur Alltaf fjölgar Volkswag.en Heildverzlunín HEKLA H,t. Hverfisgötu 103 — Sími 11275 ¦.-_- t- hans: „Heims um ból, helg eru jól; signuð mær, sons guðs ól....." Þegar hann kom aftuir til þorpsins, gekk hann rakleitt í kirkjuna og skrifaði niður þessar ljóðlínur og lauk við ljóðið. Næsta dag sýndi hann stjórnanda kirkjukórsins, Franz Gruber, kvæðið og bað hann að búa til lag við það. Aðfangada'gskvöld rann upp, og enn voru músargötin á orgelbelgnum. En það skipti ekki máli, því að söfnuður- inn í litlu austurrísku þprps- kirkjunni hlaut að gjöf jóla- sálm, sem er dýrmaetari en flestar aðrar jólagjafir. ¦Þegar kona kórstjórans heyrði sálminn, varð henni að orði: ,,Við munum deyja, en þessi jólasálmur mun lifa áfram eftir að við erum horf- in." Hún hafði rétt að mæla. Þannig er um fleiri jóla- siði — þeir hafa flestir bor- izt okkur í hendur á svipaðan hátt og Heims um ból. Það var til 'dæmis í Eng- landi árið 1843, að fyrstu jóla kortin urðu til. Maður að nafni Sir Henry Cole fól John Horsley að teikna kort, sem Sir Henry ætlaði að senda vinum sínum. Á kortinu er glöð og broshýr fjölskylda Sir Henrys að skála fyrir nýja árinu. Svo mikið umrót varð af þessu, að mörg blöð skýrðu frá tiltækinu, og þannig at- vikaðist það, að hugmynd Sir Henrys um að senda vinum og kunningjum jólakort barst víða og ekki leið á löngu, þar til fólk fór að dæmi hans. Saga jólamerkjanna hófst í r>anmörku. Þar var það, að starfsmanni póstþjónustunn- ar. Einar Holböll, datt í hug, að gaman væri að minnast berklasjúklinga á einhvern hátt um jólin. Útbjó hann fyrstu jólamerkin, og voru þau fyrst seld með leyfi Dana konungs árið 1904. Sögurnar af upphafi jóla- trésins eru margar, en þó ber þeim flestum saman um, að þennan sið megi rekja til Marteins Lúters á 16. öld. Sagt er, að Lúter hafi verið á gangi í furuskógi á aSfanga- dagskvöld og orðið heillaður af ótal stjörnum, sem hann grillti J á milli trjágreinanna. Varð hann svo hrifinn aí þessari sýn, að hann hjó upp lítið furutré, fór með það heim til konu' og barna og skreytti það með kertum. Upp 'frá því hefur jólatréð verið tákn- lífs og vonar, gleði og friðar. Til Ameríku barst siðurinn með þýzkum inn- flytjendum. En hvað um jólasveininn, eða heilagan Nikulás, eins og hann heitir í landi enskumæl- andi manna? Af honum eru líka margar og ólíkar sögur. Til Ameríku bárust sagnir af honum með hollenzkum inn- flytjendum. Heilagur Niku- lás Hollendinga var svart- klæddur heiðursmaður, sem kom ríðandi til maijna á grá- um hesti hinm 6. desember. En dr. Clement Moore lýsti honum þannig fyrir börnum sínum í kvæði árið 1820: „His eyes, how they twinkled! His dimples, how merry. His cheeks were like roses, his nose like a cherry!" Thomas Nast, frægur skopteiknari á 19. öld, dró mynd af honum eftir þessari lýsingu Moores. Þaðan kemur mynd sú, sem við höfum af honum — eldri maður, feitlaginn og glaðvær og rauður í andliti. Upphaf einhvers þekktasta jólasiðar í Bandaríkjunum er eftirfarandi: Það var árið 1897, að átta ára stúlka, Vir- ginía að nafni, skrifaði bréf til ritstjóra dagblaðsins Sun í New Yorkborg og spurði, hvort nokkur jólasveinn væri til. Francis P. Church, einn af ritstjórum blaðsins, svaraði bréfi litlu stúlkunnar í leið- ara. Leiðari þessi varð síðan frægur um land allt, og æ síðan er hánn endurprentaður í dagblöðum landsins um jól- in. En spurningu Virginíu svaraði ritstjórinn meðal ann ars á þessa leið: „Jú, Virginía litla, það er til jólasveinn. Það er eins áreiðanlegt að hann er til og kærleikur, veglyndi og tryggð er til meðal mannanna .... Hve ömurlegur væri heimur- inn ekki, ef enginn jólasveinn væri til! Enginn getur séð jólasveininn. en það merkir ekki, að enginn jólasveinn sé til . . . . Svo er guði fyrir að þakka, að hann lifir, og hann lifir að eilífu. Mundu það, Virginía litla, að eftir þúsund ár, nei tíu sinnum þúsund ár, verður hann enn á stjái til að gleðja barnshjartað." (The Johns Hopkins Univer- sity — Eftir Lynn Poole). 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.