Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 8
56 MORGU NULAÐlb Sunnudagur 24. des. 1961 Sunnuðagur 24. des. I9ol MORGVTÍBLAÐIÐ 57 §• Fjórir samhentir menn hafa komið með (fm- heiminn til Fœreyinga VIÐ MIKILVÆGAR umræður í Lögþinginu fær- eyska er það venja að hljóðrita á segulband til flutn- ings í útvarpinu. Þegar segulbandið er komið í gang færast þingmenn í aukana og verða háværir mjög, eins og þeir væru að reyna að vega upp á móti slæmum hlustunarskilyrðum í fjarlægustu byggðum eyjanna. Á s.l. vetri bar það einhverju sinni við, að segulband upptökumannanna þraut áður en umræð- um var lokið. Þegar síðasti ræðumaður steig í ræðu- stólinn kallaði útvarpsmaðurinn: „Segulbandið er bú- ið. Við tökum ekki meira upp í dag". — Þingmaðurinn gekk þá hljóðlaust úr ræðustólnum. Hann hætti við að flytja ræðuna — og umræðum var lokið. Já, það er eftirsóknarvert að komast í útvarpið. Það er líka svo stutt síðan þessi nú tímatækni hóf innreið'sína í Færeyjum að nýja brumið er enn ekki farið af eyjaskeggj um. „Útvarp Föroyar" ,var sett á laggirnar árið 1957 og það er nú þegar orðið mikil- vægur þáttur í lífi fólksins þar. > En lengra er síðan Færey- ingar fóru að hlusta á út- varp. Útvarpstæki hafa um langt árabil verið svo að segja á hverju heimili, því fólk hefur daglega hlustað á útvarpsstöðvar á megin- landinu, Englandi, Dan- mörku, Noregi — eða ís- íenaka útvarpið. • Færeyingar eru aldir ''pp við tvö tungumál, móður- inálið ag dönskuna, og þess vegna hefur hvert manns- barn haft not af erlendum út varpsstöðvum. Hlustunarskil yrði hafa jafnan verið bezt við norskar stöðvar — og framámenn í Færeyjum halda því fram, að einmitt þess vegna tali mikill hluti Færeyinga dönskuna með norskum hreim — og sumir skilji norskuna jaifnvel bet ur en dönsku, þrátt fyrir hið nána samtfend við Dani að öðru leyti. Það var mikill fengur fyrir Færeyinga að fá eigin út- varp, eins og nærri má geta — og svo að segja hvert mannsbarn hlustar nú á mest allt efni færeyska útvarps- ins. Þess eru mörg dæmi, að vinna hafi lagzt niður yfir útvarpstímann. Ekki vegna þess að von væri á neinu sér stöku — heldur hins, að fólk vill helzt ekki missa eitt orð af því, sem hinir vísu menn í útvarpinu segja. • Það er Lögþingið, með öðr um orðum ríkið, sem á „Út varp Föroyar" og rekur. En útvarpið nýtur ekki fjár- stuðnings, það verður 'áð standa á eigin fótum — og þess vegna er tilveran æði erfið, því þjóðin er fámenn, jafnvel á íslenzkan mæli- kvarða, aðeins 35 þús. Samt sem áður eru um 7 þús. við tæki á eyjunum og fyrir hvert þeirra fær útvarpið greiddar 25 krónur færeysk ar (150 ísl. kr.) á ári og er það meginhluti af rekstrar fé útvarpsins. Annar stærsti tekjuliðurinn eru ekki aug lýsingar eins og víðast hvar annars staðar, heldur óska- lög. Hlustendur horfa-ekkí í að greiða 5 krónur (30 kr. ísl.) fyrir að fá nafnið sitt nefnt í útvarpinu og auk þess uppáhalds-lagið. Og óskalagaþættirnir eru með vinsælasta efni útvarpsins. • Auglýsingum, er sniðinn landar okkar meta starf okk ar og þess vegna höfum við haft ánægju af, sagði Arge útvarpsstjóri, þegar við heim sóttum hann í útvarpshúsið í sumar. — Frá upphafi höfum við lagt aðaláherzluna á fréttir. Við tökum erlendar fréttir daglega úr erlendum útvarps stöðvum, en höfum mikinn áhuga á að komast í sam- band við einhverja frétta- stofu. Það er bara dýrt fyrir okkar litla útvarp. En við höfum góða fréttaritara um allar Færeyjar og við fylgj umst mjög vel með flotan um, höfum daglegar fréttir frá miðunum við Grænland og ísland á sumrin, því þar er hugur margra. — Að jafnaði útvörpum við um 15 klst. á viiku að sumrinu, en 20 að vetrinum. Auk þess lengist kvölddag- skráin oft með stuttum fyrir vara, þegar eitthvað óvænt rekur á fjorur okkar — svo að oft fer dagskráin 10 klst. fram úr áeetlun yfir vikuna. • — Um hádegisbilið útvörp um við tvo stundarf jórðunga við þarfir fjöldans, þarfir þeirra, sem lítillar skóla- menntunar hafa notið — og byrjað snemma að vinna fyr ir sínu daglega brauði. Út- varpið á að hjálpa Færey- ingum skref fram á við. ' — Samt sem áður erum við ekki svo einsýnir &ð við viljum ekki láta léttara efni fljóta með. Við höfðum Gregory í framhaldsleiikriti — og þótti það geysispenn- andi. „Fólk og Dólgar í Kardimommubýi" voru líka í framhaldsleikriti fyrir börn in, því við höfum reglulega barnatíma um helgar. • — Fyrstu tvö árin unnu allir þeir, sem til voru kvadd ir, ókeypis fyrir útvarpið. Þá vorum við aðeins þrír föstu starfsmennirnir — og þeir einu, sem þágu laun hjá útvarpinu. Upplesarar, þýð endur, leikarar — allir unnu án endurgjalds, enda hefði þetta ekki verið hægt að öðrum kosti. Tekjurnar eru svo rýrar og byrjunarörðug- leikarnir miklir. Á þessu ári veltum við ca. 200 þús. fær- eyskum krónum — og þar al Þarna er útvarpið til húsa. varpsstöðvarnar þar svo vin samlegar að taka upp fyrir okkur mlánaðarlega frétta- pistla þeirra, en þeir eru vin sælir í útvarpinu okkar, sagði Arge. ...... En ég lét þetta ekkert aftra mér og hélt áfram á sömu braut. Á þremur árum tókst mér svo að gerbreyta almenningsálitinu á þessu sviði. Knattspyrnuáhuga- Útvarpsstjóri lýsir knaftspyrnunni og tæknideildin annast innheimfuna Niels Jul Arge, útvarpsstjóri, á einni af ferðum bandstækið. þröngur stakkur í útvarpi Færeyinga enda gætu tekj- urnar af þessum dagskrárlið verið meiri. Allt sem heitir „Reklame" er bannað — og þess vegna er lítið hægt að auglýsa annað en andlát, út- farir, félagsfundi og annað slíkt. Orðið kostar líka eina krónu (6 kr. ísl.) og það þyk ir nokkuð dýrt. En ástæðan til þessara tak- marka, sem útvarpið verður að binda sig við, er sú, að bylgjulengd færeyska út- varpsins er einungis ætluð til fjarskipta. Þegar alþjóðaráð ið, sem annast úthlutun * Nú geta Færeyingar fylgzt með umræðum í Lögþinginu — og þingmenn hafa ekkert á móti því. (Ljósm.: Peter Kidson) sínum um eyjarnar með hljóðnemnnn og segul- ;*- (Ljósm.: Bambus). bylgjulengda, veltti útvarps leyfið, voru þessi skilyrði sett. Ritstjórar helztu blað- anna í Tórshavn, sem sæti eiga í útvarpsráðinu, eru líka á því, að það vœri alls ekki æskilegt, að útvarpið tæki venjulegar verzlunarauglýs- ingar. Þá misstu blöðin spón úr aski. Betra væri að hafa lítið útvarp — og láir þeim enginn. • „Útvarp Föröyar" er til húsa í lágreistri byggingu á vestanverðu Tínganesi, í hjarta Tórshavn. Þar hefur útvarpið fjögur herbergi og starfsmennirnir eru fjórir —» og eru jafnvígir á allt, sem útvarpsrekstrinum fylgir. Ut varpsstjórinn er jafnframt fréttamaður og fyrirlesari, yfirmaður „tæknideildarinn ar er líka innheimtustjóri og gjaldkeri. Þarna vinna fáir menn mikið starf — og hlut- verk þeirra er mikilvægt. Með vinnugleði sinni, áhuga og dugnaði haf a f jórmenning arnir unnið sér hylli allra landa sinna, því útvarpið er skemmtilegt. Og launin eru mestmegnis - þakklæti, því umslagið þeirra er ekki þungt fremur en annarra opinberra starfsmanna. Útvarpsstjórinn, Niels Jul Arge, er þeirra fremstur. Hann er vinsælastur allra út varpsmanna, þvi viðtöl hans þykja skemmtileg — og lýs ingar hans á koattspyrnu- IV fréttum, tilkynningum og hljómlist. Undir kvöldið er fast útvarp í þrjá stundar- fjórðunga, fréttir, stutt er- indi. Á sunnudögum bætist við hljómlist og guðlþjónusta. Þetta er í rauninni hin fasta dagskrá, árið um kring, en við hana bætist ýmislegt annað, sérstaklega að vetr- inum. verðum við að greiða afbörg anir og vexti af öllum lán um, en útvarpið var byggt fyrir lánsfé. — f fámenni sem hér á ég alltaf í miklum erfiðleik um með að finna nýja krafta, nýtt fólk og nýjar raddir til þess að koma með í útvarp ið. Góðir upplesarar eru ekki á hverju strái hér fremur en Færeyjar fylgjast með tímanum og þar breytir allt smám saman um svip eins og hjá okkur. Havnar bíó er eitt af nýju húsunum, semþotið hafa upp inn á milli gömlu húsanna í Torshavn. leikjum eru svo skemmtileg ar og spennandi, segja Fær eyingar, að það er miklu skemmtilegra að fylgjast með í útvarpinu en fara á völlinn og horfa á. • — Þessi ár hafa verið erf- ið, við höfum unnið yfir 60 stundir á vi'ku — að meðal tali. En við höfum fundið, að — Eg lít S útvarpið fyrst og fremst. sem menningar- tæki og því hlutverki má það ekki bregðast. Fréttir og fræðsla er alltaf efst á dag- skrá, annað kemur á eftir. í vetur kennum við tungu- mál, sögu, þjóðfélagsfræði, fyrirlestrar verða um bók- menntir og þar fram eftir götunum. Og þetta er miðað (Ljósm.: P. Kidson) annars staðar — Og sama er að segja um þýðendv.r. En mikil og ómetanleg hjálp hef ur það verið okkur, að við höfum fengið að þýða skáld verk Norðurlandarithöf unda, brezkra og bandarískra, end urgjaldslaust. — Þá höfum við frétta- menn í höfuðborgum allra Norðurlandanna og eru út- — Við tökum mikið efni upp úti. Eg h'ef ferðazt tölu vert um eyjarnar, átt viðtöl við menn og konur um þjóð legt efni jafnt sem dægur- mél, fylgt flotanum á veiðar, farið til verstöðva á Græn- landi, til Hjaltands þar sem við eigum góða vini — og víðar til að taka upp efni. Þetta hefur fyrst og fremst verið fróðleikum um menn og málefni, eitthvað fyrir alla. — Við erum alltaf að gera okkur betur og betur ljóst hve útvarp getur verið á- hrifamikið, hve mikinn þátt það getur átt í að skapa al- menningsálitið. Mér er sér staklega minnistætt hve al menningur varð mér andsnú- inn eftir fyrstu lýsingar mín ar á knattspyrnuleikjum Fær eyinga og erlendra leik- manna. Auðvitað lýsti ég því, sem vel var gert hjá báðum — og dró heldur ekkert úr því, þegar knattspyrnukapp arnir gerðu skyssur, hvort sem það voru okkar menn eða gestirnir. Ef ofckar menn fóru halloka sagði ég þeim ó spart til syndanna. En því kunnu landar mínir ekki að taka. Knattspyrnuáhugi mann er mikill hér, geysi- mikill. En hér hefur aldrei þekkzt nein knattspyrnu- gagnrýni, ef svo mætti segja. Blöðin hafa aldrei gert knatt spyrnuleikjunum skil á þann hátt. Þess vegna voru mínar lýsingar á leikjunum það fyrsta af því tagi, sem hér þekktist. Þegar okkar menn fóru halloka var það alltaf tilhneigingin að halda því á lofti, sem vel var gert — og loka augunum fyrir hinu. Menn reiddust mér fyrir gagnrýnina — og fyrstu dag ana eftir hvern leik gat ég varla farið út fyrir dyr — skammaryrði og háðglósur dundu alls staðar á mér. *• mennirnír sætta sig nú ekki aðeins við gagnrýni á okkar mönnum, heldur þykir sjálf sagt að benda á mistökin, því nú skilja allir, að fram- för byggist ekki sízt á að leikmönnunum séu mistökin og kunnáttuskortur Ijós. — Og það er ekki aðeins á þessu sviði sem útvarpið ökkar hefur orðið til góðs í okkar landi. Nú á tímum virðist skorta mikið á heii (Ljósm.: Bambus) J brigða skynsemi Og dóm- greind í okkar stóra heimi. Færeyingar eru aðeins dropi í hinu stóra þjóðahafi. Við erum ekki bornir til þess að hafa áihrif á gang heims- mála, en við getum samt lagt menningunni lið — með því að mennta okkur sjálfa vel, þroska heilbrigða skynsemi, trúmennsku og hollustu ein staklinganna við okkar litla þjóðfélag. Þar hefur „Út- varp Föroya" mikilvægu hlutverki að gegna, sagði Arge. Útvarpið er enn ævintýri i Færeyjum. Það er e.t.v. ekki rétt að segja, að þar hafi einangrun Færeyinga frá umheiminum verið rofin — miklu fremur er það ævin- týrið um það hvernig fjórir samhentir menn hafa komið með umiheiminn til Fæir- inga. ^ h.j.h. , „......þroska trúmennsku og hollustu einstakl- inganna við okkar litla þjóðfélag". (Ljósm.: P. Kidson).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.