Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 12
60 MORGUNTir 4 Ð1Ð Sunnudagur 24. des. 1961 — JÆJA, þá eru það greinar í jólablaðið ... þið þurfið að fara að skila þeim sem allra fyrst, í síð- asta lagi.... — Svofelld orð ritstjórans boða óvel- komið aukastrit við rit- vélina, þegar líður að jól- um, og blaðamennirnir hrökkva við, þótt þeir hafi raunar mátt eiga von á þessum boðskap. Það er meira en nóg að gera á ritstjórn Morgunblaðsins, þegar íyrir alvöru tekur að síga á seinnihluta ársins. Sú venja hef- ir skapazt, að síðustu vikurnar fyrir jól séu gefin út aukablöð á sunnudögum — og reynt að hafa efni þeirra sem allra fjölbreytt- ast. Þetta þýðir að sjálfsögðu lengri vinnudag fyrir blaðamenn ina, sem reyndar • er ekki talið eftir að marki. Þótt þeir njóti sjaldnast ávaxtanna af því erfiði í beinhörðum peningum, mega stjórnendurnir eiga það, að þeir reyna að sjá þetta við „þræla“ sína á annan hátt. — Blaðamenn búa við „blessun“ hinna föstu mánaðarlauna, sem allir virð- ast nú sækjast eftir sem hin- um æðstu gæðum. tAt „Úr fylgsnum fyrri aldar“--------------- Og svo, einn góðan veðurdag, þegar menn eru óljóst að byrja að finna til nálægðar hinnar miklu hátíðar, jólanna, birtist rit stjórinn fasmikill og minnir blaðamanninn allra náðarsamleg- ast á þá „þjóðfélagslegu" skyldu hans að skrifa nú sérstaka (og auðvitað helzt af öllu óvenju- snjalla) grein í jólablaðið, sem skal vera, svo stÆt og voldugt, að lesendur hafi helzt engan tíma aflögu frá lestri þess um há- tíðirnar — og a. m. k. ekkert tóm til að lesa allir hinar „frábæru“ og margauglýstu jólabækur. Sumir kváðu raunar vera svo fákænir og gamaldags að taka bækurnar fram fyrir blöðin til hátíðalestrar — en slík „nátt- tröll“ gefum við blaðamenn auð- vitað frat í. Eigum ekkert van- talað við fólk „úr fylgsnum fyrri aldar“I „Þumalskrúfur" — þrælsótti Enda þótt hin skilyrðislausa áskorun ritstjórans um jólagrein- arnar sé árvisst fyrirbæri — rétt eins Og sjálf jólahátíðin — virðist hún koma flestum blaðamönnun- um í opna skjöldu. — En svo ég tali nú ekki fyrir annarra munn, þá er víst varlegra að staðhæfa þetta ekki um neinn nema sjálfan mig. Svo kemur millibilsástand, þegar ýmist er reynt að „finna“ eitthvert uppbyggilegt greinar- efni — eða, hina stundina, að útiloka alla umhugsun um hið óhjákvæmilega auka-ritvélastrit nokkra daga enn — rétt eins og latur skólastrákur, sem dregur og dregur að lesa lexíurnar sínar, þar til allt er komið í eindaga. — Ef satt skal segja, gengur það einmitt þannig á ritstjórn Mbl. — menn skila jólagreinum sínum varla fyrr en ritstjórinn er kom- inn á fremsta hlunn með að taka fram sínar andlegu þumalskrúf- ur, sem hann á hin mestu býsn af og kann rnæta vel að beita — með miklum árangri. Þetta ætlar víst að verða nokk- uð langdreginn formáli, en hver verður að koma til dyranna sem hann er klæddur. Og er ekki sanngjarnt, að lesendum sé einu sinni sagt í hreinskilni, að ekki eru allar greinarnar í þessum stóru blöðum samdar af einskærri sköpunar- og vinnugleði, heldur samkvæmt miskunnarlausri skip- un — af þrælsótta, væri e. t. v. sannleikanum samkvæmast. -Á' Þjóðlegur þanka- gangur Ég verð að játa, að ein fyrsta hugsunin, sem að komst, þegar ég var krafinn um grein í jóla- blaðið, var sú hvernig ég gæti komizt frá því verkefni með minnstri fyrirhöfn. Sennilega ósköp lágkúrulegur hugsunarhátt ur. En — þótt það sé sjálfsagt engin afsökun undirrituðum — er þetta ekki einmitt þankagang- ur alls þorra afkomenda Egils og Snorra nú, á þessum tíma helryks og heimsvoða: að heimta brauð, en horfa í erfiði huga og handar? Og þessar .,þjóðlegu“ hugrenn- ingar mínar báru reyndar árang- ur. Ég minntist þess nefnilega, að ég hafði ekki fleygt minnisblöð- um, sem ég hripaði upp í hálfs mánaðar-för um Þýzkaland á sl. vori. Reyndar skrifaði ég eina þrjá greinarstúfa í blaðið á liðnu sumri úr umræddri ferð — en þó var það varla nema upphaf henn- ar, sem þar var frá greint, svo að eitthvað hlaut að mega vinna úr öllum dagbókarbrotunum, sem eftir voru. Og ég lét mér þá nokk urn veginn í léttu rúmi liggja, þótt ekki væri um neitt sér- stakt „jólaefni" að ræða — tel mig hvort eð er ekki líklegan til að skrifa nein „guðspjöll" eða geistlega jólahugvekju, þótt meira væri til vandað. — Já, það er í rauninni ákaflega lítið jóla- legt við það, sem hér á eftir verð ur reynt a'ö gera fábreytta „skissu" eða svipmynd af — og mun fyrirsögnin ein nægja til þess að gefa flestum það til kynna. ★ „Á eigin ábyrgð" — í St. Pauli Við erum komnir til Hambórg- ar, nokkrir fslendingar — blaða- menn og fleiri — eftir langa og stranga ferð vítt um Vestur- Þýzkaland. Það hefir orðið smá- breyting á ferðaáætluninni, sem í upphafi hafði ekki gert ráð fyrir að sleppa hendinni af gestunum til næturdvalar í Hamborg. En nú erum við sem sagt komnir þangað, á mildu maí-kvöldi. Við erum ekki lengur virðulegir gest- ir þýzkra stjórnvalda, heldur eig um við jiú fyrir höndum stutta kvöldstund Og eina nótt í þessari stóru og fjörmiklu borg, „á eigin ábyrgð“. — Og það er alls ekki örgrannt um, að það geti reynzt (og hafi sumum reynzí) nokkur ábyrgðarhluti að ráfa um Ham- bOrg að kvöld- og næturlagi. Þar leynast ýmsar hættur — og sér í lagi ótal freistingar, sem hún litla Reykjavík hefur ekki enn kennt börnum sínum að varast. Enda þótt Austurstrætið okkar sé slíkum töfrum slungið, að sögn Tómasar a. m. k., að sumir elski þar „meira á einum heitum degi en öðrum tókst í löngu hjóna- bandi“, þá er hin fjölgengna leið niður Laugaveg og Austurstræti samt sem áður sannkallaður dyggðanna vegur, í samanburði við Reeperbahn í St. Pauli, því al ræmda gleðihverfi Hamborgar — sjón að ræða, hvað sem öðru líður. ■ t •Á „Ástkæra, ylhýra málið" — í Herbert- strasse Það voru óneitanlega býsna harkaleg umskipti að koma beint úr hinum fremur friðsæla Og gróð urríka skemmtigarði inn í há- væran glaum og neonljósaskraut St. Pauli. Þar gerðust reyndar eng in stórtíðindi — þótt ýmsir, sem skemmtihverfið heimsækja láti gjarna í ve.ðri vaka, að þeir hafi lent þar í hinum ótrúlegustu ævintýrum. — Svo kann eflaust að vera um suma — en við, sem hér um ræðir, vorum ekki undir ævintýrastjörnunni. Áttum þarna svolítið óvenjulegt kvöld — alls ekkert ævintýri. Til marks er það, að mér þótti það einna eftir tektarverðast við þessa heimsókn, að ekki vorum við fyrr komnir inn í hina (að nafninu til) lokuðu „útstillingargötu“, Herbertstrasse, en heita mátti, að þar hljómaði „ástkæra, ylhýra málið“ úr öll- um áttum. Skýringin var nærtæk, Tvö íslenzk flutningaskip lágu í höfn í Hamborg — og nokkrir sjómannanna höfðu farið svipaða „eftirlitsferð" Og við ferðafélag- arnir. Því var það, að skamma Borðalagður „naggur“ með útbreiddan faðm Það voru íslenzk skip í höfninni en, að vönum, lögðum við fé- lagarnir leið okkar þangað þessa kvöldstund — enda getur ferða- maður varla talizt hafa séð Ham- borg, hafi hann ekki litið þann sérstæða drátt í andliti börgarinn ar, sem St. Pauli vissulega er. ■fc Fyrst í „Planten un Blomen" Já, auðvitað brugðum við okk- ur í St. Pauli, þótt skammur væri tíminn, sem við höfðum til umráða. Reyndar létu hinir rosknustu og ráðsettustu í hópnum gleðihverf- ið eiga sig — en með sjálfum mér var ég viss um, að það væri einungis af því, að þeir hefðu svo oft komið þar áður! — Þess ber að geta, dð við fórum „rólega af stað“ — skoðuðum fyrst hinn fagra skemmtigarð „Planten un Blomen" — sáum m. a. og heyrð um hinn fræga „Wasser-Licht- konzert" (eða „vatnsorgelið"), sem marga gesti Hamborgar fýsir einnig að skoða. — Fyrir þá, sem ekki þekkja til, skal þess getið að þessi „konsert“ fer fram með þeim hætti, að orgelmúsíkk er varpað út yfir garðinn gegnum gjallarhorn, en gosbrunnar, sem á er kastað ljósum í hinum marg- víslegustu litum, gjósa í takt við tónlistina — og mun bæði litur- inn á gossúlunum og mismunandi hæð þeirra eiga að leggja áherzlu á og auka áhrif tónlist- arinnar, þótt mér fyndit það reyndar fremur til truflunar. En vissulega var þarna um fagra stund virtist álíka margt fslend- inga og Þjóðverja á rölti um stræti Herberts þetta maíkvöld. skoðandi hina sérstæðu — og raunar miður geðfelldu — „sýn* ingargripi*. sem þar getur að líta innan ljóra. •£■ Og „íslenzkur söngur" á Liliput Eftir að við höfum skyggnzt þarna um skamma stund, beiií- um við för á dálitla krá, sem nefn ist „Liliput“, en þar er stillt út í glugga litlum bréfflöggum, fán- um allra Nörðurlanda, ásamt tit- kynningu um það, að þarna leiki „Liliput-systur1' norræn lög og syngi á öllum Norðurlandamálun um. Af forvitni göngum við inn, pöntum okkur bjór — Og send- um beiðni til „systranna“, um áð þær leiki og syngi íslenzk lög. Meðan við bíðum, verðum við þess varir, að einmanalegur kven maður við næsta borð gefur gaum að samtali okkar — og virðist skilja, hvað við erum að blaðra. Það kemur og í ljós við eftir- grennslan, að konukind þessi skil ur og kann talsvert í íslenzku — Og kveðst hún hafa lært málið „svona hér og þar“, án þess hún vilji frekar fara út í þá sálma. Og „Liliput-systur* hafa líká nasarsjón af íslenzku máli. A.m.k. syngja þær skammlítið „Litln fluguna“ hans Fúsa — og spila svo „Sjómannasalsinn“ hans Svavars Ben, sem aukagetu. Og okkur þykir á vissan hátt skemmtilegt að heyra þessi al- kunnu lög í svo framandi um- hverfi — enda þótt mér finnist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.