Morgunblaðið - 31.12.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.12.1961, Blaðsíða 6
MORCUNfíLAÐtÐ Sunnudagur 31. des. 1961 6 Hetjuför Amundsens til suðurskautsins fyrir hálfri öld Amundsen á í>EIR sem voru ungir fyrir hálfri öld áttu að einú leyti betri daga en unga fólkið núna: Þeir lifðu í friðsamlegum heimi. Að vísu höfðu Rússar verið að berj- ast við Japana, en þeir atburðir voru svo langt undan, að eigin- lega talaði fólk um þá, eins og þeir gerðust á öðrum hnetti. Síð- asta styrjöldin á vesturlöndum — fransk-þýzka stríðið — var orðið fertugt, og sú styrjöld sem að marki snerti ísland var orðin hundrað ára, eins og hundadaga- konungdæmið. Þá var ekkert alls herjar taugastríð, engar atóm- sprengjur, engin mannleg vera hafði komizt upp í hæð Everest, hvað þá út í himingeiminn. Stór- fréttirnar voru færri þá en nú, og þessvegna mundi fólk þær bet- ur. Fréttatækni blaðanna hefur fleygt fram síðan, og það var færra þá en nú, sem fólki fannst ástæða til að leggja á minnið. Sum þeirra tíðinda, sem þóttu stór í þá daga — og voru það — rifjast upp fyrir manni í sam- bandi við það, sem gerðist í dag, 14. desember, fyrir 50 árum. En þá tæknin á öðru stigi en nú, svo að fréttin barst ekki út um heim fyrr en nær þrem mán- uðum síðar. Þann 8- mars 1912 gat Roald Amundsen „komizt í síma“ í Hobart á Tasmaníu og sent þaðan skeyti um, að hann hefði komizt á suðurpólinn og verið þar dagana 14.—17. des- ember. Ég held að þetta hafi þótt enn meiri gífurtíðindi á þá daga en ganga Hillarys og Tensings á Everest 1953 eða jafnvel geim- för Gagarins þótti í vor. Því að í þá daga var svo fátt í frétt- um. . . . En heimskautaglíman hafði verið í algleymingi í mörg ár. í september 1909 varð heimsfrægt rifrildi um norðurpólinn. Þá kom ameríski læknirinn Fredr. Al- bert Cook á grænlandsfari til Kaupmannahafnar og sagðist hafa komizt á þólinn, en svo að segja á sömu stundu lét Robert E. Peary til sín heyra: — Ég ifeomst á" norðurpólinn 6. apríl í vor, en Cook er svindlari Og lýg- ur því að hann hafi komist þang- að! Nú harðnaði rimman- Danir höfðu fagnað Cook með ágætum og Hafnarháskóli gert hann að heiðursdoktor, og nú fól hann háskólanum að meta til sannana staðarathuganir sínar úr ferðinni. í desember 1909 kom svo álit há- skólaráðsins: dagbækur Cooks þóttu alls ekki sánna, að hann hefði komizt á pólinn. — Ég skýt því hér inn í, til þess að sýna hve mikill matur þótti í þessumm atburðum, að í gamanleik ísl. stúdenta í Höfn þá um veturinn, var þáttur er nefndist „Opera Cook“. Þar er m.a. sungið svo (undir laginu „Kong Ohristian stod ved höjen Mast): „Cook ALbert nöd ved höjen Mast, sin Morgendram. De danske favnede ham saa fast, at sæl- skindbuksene de brast....“, en í niðurlagi „óperunnar", sem er undir gömlu rímnalagi, segir: „Saa fra Konsistorio/ löd en Dom denn var lidt flov:/Det hele var en Lögn — Tableau." Peary var dæmdur sigurinn. En fram á þennan dag halda ýms- ir því fram að Cook hafi komist á pólinn, og aðrir að Peary hafi aldrei komist þangað. n. Roald Amundsen hafði haft hug á að Verða fyrsti maðurinn til að komast á norðurpólirm Og var að undirbúa leiðangur með „Fram“ norður í höf er þetta gerðist- En nú var póllinn „fund- inn“, Amundsen gat ekki orðið fyrstur þangað og hafði misst hnössið úr höndum sér. Eigi að síður hélt hann áfram undir- búningi undir þesa ferð, eins og ekkert hefði í skorist. í byrjun júní var lagt af stað frá Osló í rannsóknarferð um Norðursjó og Pentlandsfjörð, en síðan haldið aftur til Noregs, 97 hundar teknir um borð í „Fram“ og síðan haldið af stað í sjálfa ferðina „norður í höf“, en fyrsti áfangi hennar var til Funchal á Madeira, og skyldu ýmsar haffræðilegar at- huganir gerðar á leiðinni. — Enginn hafði enn stigið fæti á suðurpólinn, en margir komið að ströndum Suðurpólsins, þar á meðal Amundsen sjálfur, er hann var í för með de Gerlache í Belgica-leiðangrinum svonefnda 1897—99. (f þeirri för var líka F. A. Cook, sem áður er nefndur, og voru neir miklir vinir Amund- ser og hann). Árið 1901 hófst enski Diseovery-leiðangurinn undir forustu Roberts Falcon Scott og stóð til 1904. í þeirri ferð komst Scott sunnar en nokk- ur hafði komist áður: á 82° 17’ s. br. Með honum voru tveir ung- ir menn og hét annar þeirra Ernest Shackleton. Þeir voru 93 • Heilsað nýju ári wmmtmmmmmmmmmmmmmmmi^mmmmm Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þetta er gamall og góður málsháttur, en hann virðist bara einmitt ekki eiga við í dag, a. m. k. ekki hjá ökkur sem þykjumst horfa fram á þó nokkuð mörg ár. Gamlárskvöld er ekki helg- að eftirsjá eftir gamla árinu, sem aldrei kemur til baka. Nei, fólk gleðst á áramótum og fagnar árinu sem er að koma, fullt eftirvæntingar, sánnfært um að ekki komi til mála að það færi því ekki eitthvað skemmtilegt. Eg man ekki eftir öðru en daga í ferðinni frá skipinu og þangað aftur, og Shackleton fékk skyrbjúg og hundarnir 19, sem þeir höfðu, reyndust svo illa, að þeir vildu ekki treysta þeim í ferðirnar sem þeir fóru síðar, en töldu mótorsleða og mand- sjúríuhesta hentugri. Shackleton var sendur heim með skipi, sem sent var til að vitja um Dis- covery næsta ár- — En hann var ekki af baki dottinn. Sumarið 1907 hafði honum tekist að und- irbúa nýjan leiðangur og hélt af stað í ágúst á fremur lélegu skipi, sem Nimrod hét, og hafði strengt þess heit að komast á suðurpól- inn, en fáir tóku mark á því og töldu það fásinnu. En í febrúar- byrjun 1908 lenti Shackleton við Rossey í McMurdosundi og gerði sér vetrarlægi, en þegar því var lokið gengú þeir 6 saman á Ere- busfjall, sem er yfir 13 þúsund feta hátt. Seinnipart vetrar fóru þeir að koma sér upp birgða- geymslum, suður undir 80. breidd arstigi og 29. okt. var lagt upp í pólferðina. Þeir voru fjórir saman, með fjóra sleða og fjóra hesta, en 4 höfðu drepist um vet- urinn. Mat höfðu þeir til 90 daga, og urðu þeir félagar þá að draga sleðana á sjálfum sér, skíða- lausir. Þeir voru komnir suður á 84. brst. og nú var brúnin á Beardmorejöklinum framundan. Á jóladaginn voru þeir, eftir þrot laust strit komnir suður á 85° 55’ og í 9500 feta hæð, en áttu enn eftir nær 250 kvartmílur á pól- inn og höfðu naumt nesti til mán- aðar- Þann 9. jan. höfðu þeir Íegið veðurtepptir í byl í þrjá daga og verða nú að snúa aftur á 88° 23’ s. br. eftir 73 daga fram- sókn. En 54 daga voru þeir á leiðinni til baka. Og „allir komu þeir aftur.“ Þessi ferð Shacletons mun ávalt verða talin einna frækilegust í heimskautaferða- sögunni, þó ekki tækist þeim fé- lögum að komast á hinn lang- kátu og glöðu fólki um nokk- ur áramót, allt frá því ég var lítill og gladdist með öðrum börnum yfir stjörnuljósum og nokkrum blysum. Þá átti full- orðna fólkið gamlárskvöld, eftir að hafa skemmt krökk- unum sínum og ekki vikið frá þeim öll jólin. Nú skilst mér að krakkarnir krefjist foreldr- anna líka þetta kvöld a. m. k. fram eftir nóttu, svo að jafn- vel dansleikir geta ekki haf- izt fyrr en eftir miðnætti. Enda er að heyra að áramóta- dansleikir hafi misst mikið af sínum fyrri glans Og beri nú meiri blæ af hversdagsleg- þráða „punkt“ þarna í hjarn- breiðunni. Og nú var R. F. Scott að búa sig undir nýja suðurför Og ætlaði að fara sömu leiðina og Shack- leton og nota líkaa útbúnað. ra. — Úr þvi »ð Shaokleton komst hundlaus og skíðalaus langleiðina suður á pól, ætti mér að vera vorkunnarlaust að kom- ast alla leið, mun Amundsen hafa hugsað með sér þegar hann las ferðasögu Shackletons. Og hann afréð að gera það — til þess að afla sér fjár til leiðangursins mikla, frá Beringssundi vestur í Atlantshaf, sem hann hafði ráð- gert, en sem menn voru tregir til að styrkja. En hann fór leynt með ráðagerð sína, og þegar lagt var upp frá Noregi sumarið 1910, vissi enginn af skipshöfn- inni um hana- Og svo var lagt af stað til Madeira, eins og áður segir. Þangað kom bróðir Amundsens til skrafs og ráðagerða og áður en látið var úr höfn trúði Amund sen skipstjóranum fyrir leyndar- um dansiböllum. Þeir sem muna áramótafagnaðina í Háskólaanddyrinu eru yfir- leitt sammála um að þar hafi verið dansleikir með þessum sérstaka áramótablæ, sem ó- hugsandi var að ná nokkurt annað kvöld. Það væri gaman ef stúdentum tækist nú að ná þessum skemmtilega blæ á ára mótafagnað sinn í Háskólabíó- inu, nú þegar þeir hafa aftur fengið slíkt húsnæði. • Allir kætast Sá siður að gleðjast og fagna nýju ári með glaumi og gleði á ekki aðeins við hér á ís- suðurskautinu rnáli sínu. En það var ekki fyrr en kömið var út í rúmsjó, sem Amundsen kallaði alla skipverja á fund og sagði þeim frá stærstu breytingu, sem nokkurntíma hef ur verið gerð á ferðaáætlun: — Amundsen ætlaði sér suður á pól — fyrst. Norðurferðin varð að bíða í 2—3 ár. „Fyrst í stað mátti sjá furðusvip á þeim, eins og eðlilegt var,“ segir Amundsen. „En svipurinn breyttist fljótt, og áður en ég hafði lokið máli mínu ljómuðu andlitin á þeim og þeir hlógu allir“. Þetta gerðist 9. sept. 1910. Þann 14. janúar 1911 leggst Fram undir hlakahamrinum í Hvalfirði í suðausturhorni Ross- hafsins. Fyrsta verkið var að finna stað fyrir vetrarlægi. Hann var valinn undir hæð 4 km. frá skipinu, en til bráðabirgða var tjaldað miðja vegu leiðarinnar, Þann 16- hófust flutningar á hús- inu, sem Amundsen hafði með sér, og 21. jan. var það komið undir þak, og hófst þá flutningur á vistum og öðrum útbúnaði. Allt að hundrað hundar voru notað- Framhald á bls. 17. ) landi. Það er gert um allan heim. Einu sinni var ég stadd- ur í litlum bæ í Svörtufjöll- um í Þýzkalandi um áramót. Þar var mikið um dýrðir þessa nótt. Sjálfur var ég með flótta- manni frá Lithaen, dóttur hans og þýzkum manni, sem var sá eini er ávalt skildi það sem sagt var við börðið. Hann og Litháinn töluðu sam an rússnesku, ég talaði ensku við dótturina og frönsku við föðurinn, en dóttirin Og Þjóð- verjinn töiuðu saman þýzku. Við skemmtum okkur samt ákaflega vel, en það hlýtur að hafa verið dálítið broslegt að heyra til okkar. Eins man ég eftir áramótum á fjallahóteli í Austurríki. þar sem var allra þjóða fólk, allt ákveðið í að ná hinum réttu áramótablæ, þó samræður færu stundum út um þúfur vegna mismunandi tungumála. • Nú byrja ég bara upp á nýtt Eg held sem sagt að ég hafi aldrei hitt nokkra manneskju á áramótum, sem ekki reyndi að skemmta sér sem bezt. Ef til vill er ástæðan sú að þá er hægt að segja við sjálfan sig: — Að vísu hefi ég ekki verið svo sérlega snjall, góður O. s. frv. á liðnu ári. En nú byrja ég bara upp á nýtt á morgun og geri betur á næsta ári. Og svo óska ég lesendum þessara dálka gleðilegs nýára og þakka fyrir tilskrifin á liðnu ári. . >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.