Morgunblaðið - 31.12.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1961, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 31. des. 1961 — Aramót Framh. af bls. 12. helgismálsins. Veiðiréttindi Breta innan tólf mílna fisk- veiðilögsögunnar eru raunar hvimleið en á þeim stöðum og tíma, sem okkur gera minnst tjón. Þessi veiðirétt- indi eru og takmörkuð við þriggja ára tíma frá því að samningurinn gekk í gildi. Líður þannig óðum á samn- ingstímann og kemur engum í alvöru til hugar, að samn- ingurinn verði endurnýjaður. Getsakir stjómarandstæðinga um það eru gersamlega til- efnislausar. Gegn þessum takmörkuðu veiðiheimildum viðurkenndu Bretar ekki einungis tólf mílna fiskveiðilögsöguna til frambúðar, heldur og nýjar grunnlínur þegar í stað, er stórlega juku fiskveiðilög- sögu okkar. Stjórnarandstæð ingar urðu ókvæða við, þeg- ar þeir áttuðu sig á þessari mikilvægu réttarbót, ekki sízt vegna þess að allt þang- að til höfðu þeir viljað láta lögfesta hinar gömlu grunn- línur, sem íslendingum voru miklu óhagkvæmari. Þeir höfðu þannig af ákefð bar- izt fyrir mun lakari lausn til handa íslendingum en þeirri sem fékkst. Ómetanleg trygging Með sama hætti höfðu þeir á ráðstefnu eftir ráðstefnu viljað, að íslendingar bindu sig með alþjóðasamningi um að lúta tólf mílna fiskveiði- lögsögu um alla framtíð en ætluðu að ærast yfir því, að íslenzka stjómin áskildi sér rétt til að halda áfram bar- áttmmi fyrir friðun land- gmnnsins alls, að því til- skildu, að ágreiningur um frekari útfærslur yrði borinn undir alþjóðadómstólinn. Það var .einmitt alþjóðadóm stóllinn, sem fyrstur ruddi veginn fyrir stækkun fisk- veiðilandhelginnar með dómi sínum í máli Norðmanna og Breta. Enda komu allir íslend ingar nema kommúnistar sér saman um það, þegar út í landhelgisbaráttuna var lagt á árunum 1951 og 1952, að hana yrði að heyja svo, að Islendingar gætu borið mál sitt undir alþjóðadómstólinn, ef í odda skærist. Þarf ekki að eyða orðum að því, að samningur um, að réttum lögum skuli fylgt, er fyrst og fremst til hags þeim máttarminni en ekki hinum, er yfir valdinu ræð- ur. Vestur-Þjóðverjar, sem reyndust okkur allra þjóða bezt í landhelgisdeilunni á ár unum 1958—1960, hafa nú sótt eftir sgms konar rétti og Bretar og ríkisstjórnin fallizt á, að veita þeim hann að áskildu samþykki Alþing- is. Þegar samningurinn við Breta var til umræðu á Al- þingi, töldu stjórnarandstæð- ingar sjálfsagt, að öðrum yrði að veita sams konar rétt. Skýtur óneitanlega mjög skökku við málflutning stjórnarandstæðinga, frá því í fyrra, að þeir skuli nú snú- ast gegn tillögu um að veita Vestur-Þjóðverjum jafnrétti við Breta. Erfiðleikar togaranna Sama er um tal þeirra varðandi hugsanlega rýmk- un veiðiheimildar fyrir ís- lenzka togara innan fiskveiði lögsögunnar. Þeir láta nú eins og spurningin um þetta varði erlenda menn ekki síð- ur en okkur. Að sjálfsögðu er það hrein firra. íslending- ar hafa einir fullt vald til að kveða á um, með hvaða veiðitækjum íslenzk skip megi veiða innan okkar eig- in fiskveiðilögsögu. Með engu móti verður á móti því mælt, að gengið er á hagsmuni tog- aranna með núgildandi regl- tun. Þeir hafa verið sviptir réttindum, sem þeir áður höfðu. Af þessum sökum Útför móður okkar, tengdamóður ÞÓHUNNAR BJARNADÓTTUR frá Fögrueyri, fer fram frá Fríkirkjunni, miðvikudaginn 3. janúar kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Málfríður Jónsdóttir, Þóra Jónsdóttir, Elísabet Jónsdóttir, Meyvant Sigurðsson, Sigríður Jónsdóttir, Jón G Jónsson. Jarðarför móður okkar VALGERÐAR HARALDSDÓTTUR BRIEM er andaðist 27. desember 1961, að heimili sínu Skipholti 34, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. janúar 1962 kl. 13,30. Fyrir hönd systkinanna. Ingibjörg Ólafsdóttir Maðurinn minn og faðir SVEINN ÓLAFSSON verður jarðsunginn miðvikud. 3. jan. frá Fossvogskirkju kl. 1,30. —Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Slysavarnafélag Islands. Salóme Jóhannsdóttir, Karl Sveinsson, Viggó Sveinsson, Borgar Sveinsson. hafa þeir orðið fyrir stór- stórkostlegu tjóni. Hvort skynsamlegt sé að veita þeim aukin réttindi innan fiskveiði lögsögunnar er allt annað mál og verður fyrst og fremst að byggjast á mati sér fróðra manna og á réttmætu tilliti til allra þeirra hags- muna, sem hér koma við sögu. Ef ekki þykir fært að veita íslenzku togurunum aukin veiðiréttindi frá því, sem þeir hafa nú, mælir öll sanngirni með því, að þeir fái bætur. I beztu samræmi við almennar réttarreglur væri, að bæturnar inntu af höndum þeir, sem vinning hafa af réttindasviptingum togaranna. Ef það þykir ekki fært, þá er óhjákvæmilegt, að þeim verði á einhvern hátt bætt úr almannasjóði, eða með því að létta af þeim byrðum, sem nú hvíla á þeim, meðan þeir verða fyrir skakkaföllum vegna alþjóðar nauðsynjar og ekki finnast önnur ráð til að bæta úr nú- verandi neyðarástandi. Héldu að viðreisnin yrði sjálfdauð Svo dólgslega sem stjórn- arandstæðingar létu framan af út af hugsanlegri lausn landhelgisdeilunnar, másegja, að þeir hafi fyrst farið sér hægt í andstöðunni gegn við reisnarráðstöfunum stjórnar og Alþingis 1960. Hrakspár skorti raunar ekki, samanber fullyrðingar um yfirvofandi atvinnuleysi og móðuharð- indi af manna völdum. Ein- mitt vegna þess, að þeir sýn- ast sjálfir hafa trúað á hrakspár sínar höfðu stjórn- arandstæðingar sig ekki veru lega í frammi til að ónýta viðreisnarráðstafanirnar til að byrja með. Þeir voru þess fullvissir, að þær mundu hrynja af sjálfu sér og ó- kleift mundi reynast að koma bátaflotanum úr höfn um áramótin 1960—1961 nema horfið væri frá viðreisnar- stefnunni. Af þessum sökum beittu þeir ekki verkfalls- vopninu á árinu 1960 eins og ýmsir þeirra þó vildu. Hinir urðu ofan á, sem sögðu, að mun betra væri, að viðreisn- in yrði sjálfdauð, svo að ekki væri hægt að kenna stjórn- arandstöðunni um. Raunar reyndu útsendarar stjórnarandstöðunnar að fá útvegsmenn til þess fyrir jól 1960 að leggja á róðrarbann, ef ekki yrði gengið að kröf- um um stórauknar tekjur til handa útgerðinni, sem ekki var með nokkru móti hægt að ná nema með samsvarandi skattlagningu á almenning í einu eða öðru formi. En þær ráðagerðir fóru einnig út um þúfur, og á sama veg fór nú enn fyrir skemmstu, þegar Eysteinn Jónsson og Lúðvík Jósefsson settust að á fundi LlÚ til að reyna að efna til uppsteits þar ríkisstjórninni jtil miska. Sáu gengislækkunina fyrir Allt reyndist þetta á ann- an veg en stjórnarandstæð- ingar höfðu ætlað. Þrátt fyr- ir ýmsa örðugleika tókst við- reisnin svo, að þegar komið var fram undir mitt ár 1961 virtist komið yfir örðugasta hjallann. Þá var það, að grip ið var til þess ráðs sem stjórnarandstæðingar höfðu ekki ætlað að beita fyrr en í síðustu lög. Efnt var til al- mennra verkfalla og þegar þau sýndust ekki gefa svo skjóta raun til hags upp- lausnaröflunum, sem vænzt hafði verið, var það ráð upp- tekið, að SÍS var látið semja um almennar kauphækkan- ir. Afleiðing alls þessa varð sú, að kaup hækkaði almennt í landinu frá 13,5—19%. Engum, sem um það hugs- aði, gat blandazt hugur um, að af svo gífurlegum almenn að upphæð 150 milljónir kr. Gjaldeyriseignin, í nóvember lok er þannig samansett, að í frjálsum gjaldeyri er hrein eign að upphæð 456 milljón- ir króna, en í vöruskipta- gjaldeyri hrein skuld að upp hæð 62 millj. kr. Til að fá réttara samanburð er í fram- angreindum tölum hvarvetna reiknað með núgildandi gengi. t Vegna bættrar gjaldeyris- stöðu, hefur Seðlabankinn ákveðið að endurgreiða nú um áramótin 2 millj. doll- ara, 86 milljónir kr., af þeim 7 milljónum dolara, sem not- aðar höfðu verið af yfirdrátt arláni því að upphæð 12 millj. dollara, sem Evrópu- sjóðurinn veitti í sambandi við framkvæmd efnahags- um kauphækkunum hlaut að j ráðstafananna í ársbyrjun leiða, að ómögulegt væri að halda gengi íslenzku krón- unnar óbreyttu. Af hálfu ríkisstjórnarinnar hafði marg sinnis verið við þessu varað og skömmu áður en SÍS gekk til hinna örlagaríku samn- inga, hafði formaður þess, hinn glöggskyggni framkv.- stjóri KEA á Akureyri, Jak- ob Frímannsson, lýst yfir því, að af almennum kauphækk- unum mundi leiða gengis- lækkun. Raunin varð og sú, að Seðlabankinn, sú stofnun, sem ætla verður að bezt sé til þess fær að dæma hlut- laust um þvílík efni, taldi nýja skráningu gengisins ó- hjákvæmilega í samræmi við það, sem orðið var. 1960. Sparifjársöfnun eykst Ætla hefði mátt, að kaup- hækkanir og gengislækkun- in, sem af þeim leiddi, hefði skapað óróa og ókyrrð, sem drægi úr sparifjárinnlögum. Einmitt það, hversu rösklega var við brugðið, bægði einn- ig frá vandræðum í þessum efnum. Aukning spariinnlána í bönkum og sparisjóðum hefur verið um 363 milljónir króna á tímabilinu janúar- nóvember 1961 en var 191 milljón króna á sama tíma árið 1959. Meðalhækkun spariinnlána á mánuði var 20 millj. kr. á mánuðunum apríl-nóv. 1959, 25 millj. kr. á sömu mánuðum 1960 og um 40 millj. kr. á sömu mánuð- um 1961. Aukning vaxta hef- ur engin áhrif á þessar töl- ur, þar sem vextir leggjast ekki við lán fyrr en um ára- mót. Menn minnast þess, að velti-innlán fóru læl^kandi á árinú 1960 og notuðu stjóm- arandstæðingar þá lækkun til þess að reyna að sýna fram á, að veruleg sparifjár- aukning hefði. ekki orðið. Allur hvíldi sá málflutning- ur á fullkomnum blekking- um. En jafnvel sá efniviður er ekki fyrir hendi nú vegna þess, að á árinu 1961 hafa veltiinnlán aukizt um 300 milljónir króna. Þá fer því og fjarri, að út- lánaskerðing hafi leitt til óeðlilegs samdráttar í at- vinnurekstri. Allir vita, að fullyrðingarnar um samdrátt eiga sér engan stað í veru- leikanum, enda hafa útlán banka og sparisjóða aukizt um 470 millj. kr. á tímabil- inu janúár-nóv. 1961. Þegar hafðar eru í huga yfirfærsl- ur lána úr viðskiptabönkun- um til stofnlánadeildar sjáv- arútvegsins er aukningin enn meiri eða um 650 millj. kr. Er þetta mun meiri aukning en á árinu 1960, en þá varð hún 373 millj. kr. Vegna hinnar miklu innstæðuaukn- ingar hefur þessi útlánaaukn ing getað orðið án þess, að staða peningastofnananna við Seðlabankann hafi versnað. Þvert á móti hefur hún batn að um 193 milljónir króna á árinu, en hafði batnað run 33 millj. kr. á árinu 1960. Stórbætt gjaldeyrisstaða Með þessum skjótu ráðstöf unum var frá miklum vanda forðað. Ef aðgerðir hefðu verið látnar bíða, má telja víst, að allur gjaldeyrir hefði uppurizt á nokkrum mánuð- um. Af því hefðu ný vand- ræði hlotið að skapazt, enn stórkostlegri gengislækkun orðið óumflýjanleg, og þó um seinan, eða ný höft ásamt uppbótakerfi og almennri skattahækkun því samfara. Vegna þess, hversu skjót- lega var við brugðið, hefur reynslan orðið sú, áð gjald- eyrisstaða bankanna batnaði um 267 milljónir króna frá áramótum 1960—61 til nóv- emberloka 1961. Á sama tíma höfðu birgðir útflutningsaf- urða aukizt um 249 milljón- ir króna en ábyrgðir og inn- heimtur með stuttum greiðslufresti einungis aukizt um 35 milljónir króna. Árið 1960 batnaði gjald- eyrisstaða bankanna um 271 miljónir króna. Á því ári lækkuðu hins vegar birgðir útflutningsafurða um 134 milljónir króna og ábyrgðir og innheimtur með stuttum greiðslufresti jukust um 207 milljónir króna. Bati gjald- eyrisstöðunnar á árinu 1961 á því ekki rætur sínar að rekja til minnkunar birgða og útflutningsafurða eða aukningar á notkun greiðslu- frests með sambærilegum hætti og var á árinu 1960. Hrein gjaldeyriseign var í lok nóvember 1961 394 millj. kr., en í árslok 1959 hafði verið hrein gjaldeyrisskuldiHins vegar er ljóst, að hér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.