Morgunblaðið - 05.01.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.01.1962, Blaðsíða 2
2 MORGVTSHLAÐIÐ Föstudagur 5. jan. 1962 Þið eruð bræð- ur Kongóbúa segir Tshombe við þingmenn Katanga Elisábethville, ý. jan. AP-NTB ÞINGIÐ í Katanga kom sam an til fundar í dag til að ræða staðfestingu á samningi sem þeir Tshombe forseti og Adoula forsætisráðherra Kongo gerðu í des. sl. um sameiningu Katanga og Kongo. Þingfundi var frest- að í gær þar sem aðeins 19 af 70 þingmönnum mættu til þings. Fundurinn í dag var betur sóttur. Mættu nú 35 Fyrsti fundur borgar . stjórnar í GÆR var haldinn fyrsti fundur borgarstjómar Reykja víkur en með nýjum sveitar- stjórnarlögum, sem samþykkt voru á síðasta þingi og gengu í gildi 1. janúar 1962 var svo ákveðið, að stjómir sveitar- félaga, sem hefðu fleiri en 50 þúsund íbúa. skyldu sveitar- stjórair nefnast borgarstjórn- ir. 1 saimraemi við þetta munu ,,bæjarstjómarkosningar“ á vori komanda verða „borgar- stjóraarkosningar“ í Reykja- v&. ,,bæjarfulltrúar“ eftir- leiðis nefnast borgarfulltrúar, „bæjarráð" nefnast borgarráð, ,.bæjarsjóður“ borgarsjóður o. s. frv. Var tekið tillit til þess- aj-a breytinga, þegar fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar fyr ir árið 1962 var til umræðu og samþykktar í borgarstjóm fyrir áramótin. þingmenn og fundurinn þar með lögmætur. Tshombe flutti framsöguræðu. Sagði hann að tveir af átta lið- um samnings þeirra Adoula fælu í sér ágreiningsatriði. í öðrum þeirra er sagt að stjórnarskrá Kongó eigi að gilda í Katanga og í hinum að Sameinuðu þjóðirnar skuli hafa frjájsar hendur í Katanga. Tshombe sagðist ávalt hafa talið stjórnarskrá Kongó gallaða og kvaðst fela þinginu að ákveða hve iangt skyldi ganga til samkomuiags um þessa liði. Tshombe taldi að afskipti SÞ að málum Katangá hefðu sízt orðið til þess að auka samningsmögu- ieika. Þetta er lýðræðisland, sagði hann, og við verðum að fá að láta skoðanir okkar í ljós án gadda- vírsgirðinga og án erlendra af- skipta. Þegar þið takið ákvörðun ykk- ar, sagði Tshombe við þingmenn- ina, þá munið að þið eruð frá Katanga, en einnig að Kongóbúar eru bræður ykkar og þið verðið að vinna að uppbyggingu sam- einaðrar öflugrar og auðugrar Afríku. Að lckinni framsögunni gekk Tshombe af fundi ásamt erlend- um fulltrúum og blaðamönnum o.g þingmenn hófu umræður um málið fyrir luktum dyrum. INIýir varð- stfórar UM ÁRAMÓTIN voru skip- aðir tveir nýir varðstjórar við rannsóknarlögregluna í Rvík. Eru það Kristmundur SLgurðs- son, sem lengi hefur starfað við umferðadeild rannsóknar- lögreglunnar og Jón E. Hall- dórsson, sem einnig hefur starf að við rannsóknarlögregluna um árabil. | NA /5 hnóior IV* Slt50 hnútar H Snjökoma »OSi mm V Skúrir fC Þrumur was, ZfS KutíaM ^ Hihthit H HmS L*Lm'i í GÆR kl. 11 var kröpp lægð á Grænlandshafi. Var hún að grynnast og á hreyfingu norð- austur. SV-átt um land allt og hiti 2—7 stig, hlýjast á Dalatanga. Skörp samskil voru skammt út af Norðurlandi og Vestfjörð um. Fyrir norðan þau var norð austan rok með snjókomu. — Suðvestanáttin var mjög bylj- ótt á Suðvesturlandi og komst í 9 vindstig í hryðjunum á flugvöllunum í Reykjavík og við Keflavík. Veðurspáin kl. 10 i gærkvöldi: SV-land, Faxaflói og miðin: Allhvass SV með hvössum éljum fyrst, vestan og síðar NV stinningskaldi og smáél á morgun. Breiðafjörður og miðin: Hægviðri fyrst en ailhvass norðan í nótt. snjókoma með ' köflum. Vestfirðir og miðin: Hvass NA, stormur á miðunum, snjókoma. Norðurland og miðin: Hæg- 1 viðri og bjart fyrst en hvöss NA átt með snjókomu í nótt. NA-land og miðin. Breyti- leg átt og bjart fyrst en senni- lega NA stinningskaldi og snjókoma með köflum þegar líður á nóttina. Austfirðir og miðin. SV og síðan NV kaldi, léttskýjað. SA-land og miðin: SV stinn ingskaldi og él vestan til í nótt vestan og NV kaldi og bjart á morgun. Mat á tækjum Faxa Frá fundi borgarstjórnar í gær GEIR HALLGRÍMSSON borgarstjóri skýrði frá því á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur í gær, að stjórn Faxa s.f. hefði nú skipað menn til þess að kanna hag félagsins, m.a. til að meta öll tæki í eigu þess, með það fyrir aug- um að leita tilboða í þau hér- lendis og erlendis. En eins og áður hefur verið skýrt frá, tilkynnti horgarstjóri á fundi borgarstjórnar á sl. vori, að hann hefði ritað bréf til stjórnar Faxa sf., sem er sam- eignarfélag Reykjavíkurborg- ar og Kveldúlfs hf., þar sem þess var óskað, að stjórnin gerði tillögu um slit félagsins. Mál þetta var á dagskrá fund- ar borgarstjórnar í gær sam- kvæmt tilmælum Þórðar Björns- sonar, borgarfulltrúa Framsókn- arflokksins, sem rakti í langri ræðu sögu sameignarfélagsins Faxa, og þá aðallega með tilliti til afrfcipta sinna af málefnum þess síðan hann fyrst tók sæti í borgarstjórn. Þakikaði hann Geir Haligrímssyni borgarstjóra sér- staklega fyrir, að „hann skyldi hafa dug í sér til að taka þessa þróttmiklu ákvörðun“ (þ.e. um slit félagsins) eins og hann komst að orði, en gagnrýndi hins vegar nokkuð formllega meðferð borg- arstjóra og borgarráðs á málinu, en þeirri gagnrýni mótmælti borg arstjóri, eins og fram kemur hér á eftir í frásögn af ræðu borgar- stjóra. Síðan gat Þ.B. þess, að eftir að núverandi borgarstjóri hefði tekið við störfum hefði hann falið aðalendurskoðanda borgarinnar að athuga reikninga Faxa sf. og tilkynna sér niður- stöður. Á grundvelli þeirrar at- hugunar hefði borgarstjóri síð- an bersýnilega tekið ákvörðun um slit félagsins, þvi að nokkr- um mánuðum eftir að honum barst skýrsla aðalendurskoðanda hefði hann ritað stjórn Faxa sf. bréf og óskað þess, að stjórnin gerði tillögu um slitin, ,,þar sem nauðsyn er á“, að slíta félaginu. f skjölum borgarinnar væri svo að sjá, sagði Þ.B. sem þetta bréf og fleiri, sem send voru það varðandi, hafi verið lögð fram í borgarráði og samþykkt þar að senda þau. Þetta kæmi þó alls ekki fram í fundargerð borgar- ráðs frá þeim fundi. Hvað veld- ur þessu? spurði Þ.B. „Ég er fullkomlega samþykk- ur því, sem borgarstjóri hefur gert í þessu máli,“ sagði ÞB. en kvaðst þó telja, að formlega hefði verið réttara, að málið hefði verið borið unidir borgarstjóm áður en fyrrnefnd bréf voru send í stað þess að skýra borgarstjórn frá fyrirhuguðum slitum nokkru síðar, eins og gert hefði verið. Að lokum beindi Þ.B. þeiiri fyrirspurn til borgarstjóra, hvað slitum sf. Faxa liði. GEIR HALLGRÍMSSON borg- arstjóri mótmælti því, að nokkuð væri einkennilegt við meðferð sína og borgarráðs á málinu og þar væri engu leynt. Þó að bréf, sem lögð voru fram varðandi málið á borgarráðsfundi, hefðu ekki verið bókuð, gæfi það alls ekki tilefni til gagnrýni, enda væri það alls ekkert einsdæmi, að bréf, sem þar eru lögð fram, séu ekki bókuð í fundargerð. Fyrirspurn Þ.B. um það, hvað slitum sf. Faxa liði, svaraði borg- arstjóri á þá lund, að stjórn Faxa hefði nú sett menn í að fram- kvæma heildarkönnun á hag fé- lagsins, m.a. með það fyrir aug- um að leita tilboða í tæki félags- ins, innanlands og utan. Þegar greinargerðir þessara manna lægju fyrir kæmi loks til kasta sameigendanna að taka ákvörðun um félagsslitin. Sfómanna- félag Reykfa- víkur í DAG er kosið í Sjómanna- félagi Reykjavíkur frá kl. 10 til 12 fyrir hádegi og kl. 3. til 10. eftir hádegi. Kosningin fer fram í skrifstofu félags- ins í Alþýöuliúsinu við Hverf- isgötu. Lýðræðissinnar! Fjölmenn- um á kjörstað og greiðum A- listanum atkvæði okkar! ÁRAMÓTIN í Keflavík fóru vel og virðulega fram. Veður var gott og unglingar höfðu margar brennur utan við bæ- inn og á opnum svæðum inn- an bæjar. Dansleikir og aðrar skemmtanir voru á öllum sam komustöðum og allt með kyrrð og spelkkt, og engin ölfun áberandi. Fjölskyldur og vinir fcrðuðust milli iiúsa að forn- um sið og stækkuðu hópar eft ir því sem á nýársuótt leið. Fiskiflotinn var allur í höfn og var Ijósadýrð þar mest, eins og sjá má af meðfylgjandi mynd, sem Heimir Stígsson tók. — HSJ. Hver er maðurinn LAUSN ir.yndagetraunar í ára« mótablaði: 1. Fabíola Belgiudrottning. 2. Erich Mende, leiðtogi frjálsra demokrata í V-Þýzkalandi. 3. Wilma Rudolph íþróttakona. 4. Habib Bourgiba Túnisforseti. 5. Adolf Heusinger hershöfð- ingi, form. fastanefndar Atl- antshafsbandalagsins í Was- hington. 6. Enver Hoxa einræðisherra i Albaníu. 7. Sukselainen forsætisráðherra Finnlands. 8. Mamoun Kuzbari forsætisráð herra Sýrlands. 9. Wisjinski kardínáli i Pól- landi. 10. Mobutu hershöfðingi í Kongó, 11. U Thant framkvæmdastjóri SÞ. 12. Savang Vatthana konungur i Laos. 13. Salazar einræðisherra í Portú gal. 14. Sir Roy Welensky forsætis- ráðherra Rhodesíu. 15. Werner von Braun eldflauga sérfræðingur Bandaríkjanna. 16. Jomo Kenyatta Ieiðtogi Mau. mau í Kenya. 17. Kwame Nkrumah forsetl Ghana. 18. Rafael Trujillo fyrrum her. málaráðherra Dominikanska lýðveldisins. 19. Amintore Fanfani forsætis- ráðherra Ítalíu. 20. Galvao byltingamaður og sjó ræningi frá Portúgal. 21. Diefenbaker forsætisráðherra Kanada. 22. Titov geimfari frá Sovétríkj- unuffl. 23. Cyrille Adoula forsætisráð- herra Kongó. 24. Mongi Slim forseti AllshcrJ- arþings SÞ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.