Morgunblaðið - 05.01.1962, Síða 10
10
MOKKTlNTtT AfílÐ
FBstudagur S. Jan. ÍSSS
Víðir II við bryggju í Sandgerði
' Aí-* 'w ^ ' '
Myndina tók ljósm. Mbl.
Mag. i fyrradag.
Víðir II setur Islands-
met í fiskafla
Aflaði 4-5 fa’t verðmæti
bátsins árið 1961
VÍÐIR II úr Garði er bú-
inn að fá 21 þús. tunnur
af síld á haustvertíð og
síldarafli bátsins á sl. ári
varð því 81 þús. tunnur og
mál síldar, auk þess sem
450 lestir veiddust af öðr-
um fiski. Heildarafli Víðis
II á árinu er því orðinn
rúmar 9000 lestir. Þessi
frétt barst blaðinu frá
fréttaritara blaðsins í Sand
gerði eftir áramótin. Víð-
ir II mun því á sl. ári hafa
aflað meiri fisks en nokk-
urt annað íslenzkt skip á
einu ári.
Þegar við svo fréttum að Víðir
II hefði legið inni yfir áramót
in og veður ekki svo hagstætt
í fyrrad. að hann kæmist út,
þá gripum við tækifærið til
að aka suðureftir og mynda
þessa merku fleytu og freista
þess að hitta aflaklóna, Eggert
Gíslason, skipstjóra. Það var
mikið brim úti fyrir Sand-
gerði þennan dag, brimið er
næstum búið að mala Geir
goða, sem strandaði um dag-
inn, og inni í höfninni var
talsvert sog. Svo ókyrrt var,
að Víðir var með akkeri úti,
þar sem hann lá við bryggju í
Sandgerði og togaði í festar.
Stýrimaðurinn, Víðir Sveins-
son, var að huga að bátnum.
— Báturinn er svo skellóttnr
eftir haustvertíðina, að ekkert
gaman er að mynda hann
núna, sagði hann. Okkur fund-
ust skellur bara virðulegar á
slíku skipi og spurðum í stað-
inn hvört stýrimaður héti í
höfuðið á bátnum eða bátur-
inn í höfuðið á honum, og
fengum það svar að hann
hefði ekki verið á Víði II
nema eitt ár og ekkert sam-
band væri milli nafnanna.
Skömmu síðar kom Eggert
Gíslason akandi í Volksvagni
úr Garðinum, þar sem hann
býr. Þeir eru sýnilega með
hugann við bátinn sinn skips-
menn á Víði, jafnvel þó þeir
séu í sjaldfengnu fríi.
Við gátum ekki slitið okkur
frá þessum merkilegu tölum,
sem fréttaritarinn hafði sent
okkur, og báðum Eggert um
að hjálpa okkur um fleiri.
Það kom í ljós, að útflutnings-
verðmæti ársaflans á Víði II
mun vera 25—30 millj. kr. eða
4—5 falt verðmæti bátsins,
sem keyptur var til landsins
fyrir hálfu öðru ári.
Ekki kemur slikur afli fyr-
irhafnarlaust upp í hendurnar
á sjómönnunum. Til að afla
þessara verðmæta hefur
Eggert og skipshöfn hans kast
að nót 600 sinnum eða nærri
tvisvar á dag og aflað 25 lesta
af fiski alla 365 daga ársins.
Okkur langaði mest tál að
vita hvernig Eggert færi að
þessu, hvort hann reiknaði út
hvar síldin væri eða hvort
hann hefði það á tilfinning-
unni. En hann gaf lítið út á
slíkar spurningar, sagði bara:
— Við höfum haldið okkur að
þessu, verið heppnir með að
vera á réttu róli og lánsamir
með nótina, höfum ekki þurft
netamann í nótina á þessu
hausti fyrr en nú, að við erum
að feila hana upp.
Þetta leiðir til spjalls um
nætur þær, sem Eggert hefur
haft á síldveiðunum við Suð-
vesturland. Hann byrjaði veið
ar með hringnót 1958, þá sá
eini. Áður var að vísu búið að
gera tilraun með ’þetta, en það
hafði ekki gengið. Fyrsta
haustið var hann með 60
faðma djúpa nót, en segir að
þeir hafi ekki ráðið við hana,
svo 'hún vildi rifna. Haustið
eftir hafði hann 35 faðma
nót og 1960 40 faðma djúpa.
Nú er hann með 52 faðma
djúpa nóta, nælon nót, um
annað er ekki að tala. Flestir
síldarbátamir munu nota
þetta 52—60 faðma djúpar
nætur. Síldarnæturnar eru
semsagt alltaf að dýpka. —
Það liggur við að maður haldi
að síldin hafi skilningavit,
sem hjálpar henni til að forða
sér alltaf lengra undan okk-
ur, segir hann.
Á Víði II er sjálfleitari og
dýptarmælir. Eggert kiveðst
fyrst hafa fengið þau taeki
með þessu skipi fyrir lVz ári.
-— Ef menn kunna með tækin
að fara og hafa þau í lagi, eru
allt aðrar aðstæður að hafa
þau, segir hann. Annars vil ég
bæta þvi við, að við sjómenn
erum mjög þakklátir þeim
sem starfa að síldarleit. Leit-
arskipin þyrftu bara að vera
fleiri, a.m.k. þrjú. Sumarsíld-
veiðarnar eru á svo stóru
svæði, allt frá Strandagrunni
og suður með öllum Austfjörð
um. Og á haustin veitti ekkert
af tveimur leitarskipum. Það
er jú allt þjóðarbúið, sem hef-
ur tekjur af fiskinum. Al-
mennt hafa sKÍpstjórar mikla
trú á Jakobi Jakobssyni fiski-
fræðingi til að stjórna síldar-
leitinni. Hann hefur sýnt það
á undanförnum árum, að hann
'hefur til þess mikla hæfileika
og lifandi áhuga. Hann er í
senn góður fiskimaður og
menntaður fiskifræðingur.
— Ætlarðu að halda áfram
á síldveiðum, Eggert? Borgar
það sig betur en að skipta um,
þó síldin sé svona smá og fari
mikið í bræðslu?
— Það er ekki komin nein
þorskveiði sem talandi er um
og ekki ástæða til að breyta
til. Annars vil ég ekki sam-
þykkja að síldin sé eins smá
og af er látið. Hún er mjög
blönduð. smá annan daginn
og gtór hinn daginn. Af okkar
haustafla hefur um helmingur
farið í frystingu, salt og flök-
un hér í Sandgerði, hitt í
bræðslu, mest í bræðsluna í
Njarðvíkum. Annars er allt að
verða fullt hjá bræðslunum
— Hefur haustsíldin verið
lengra sótt núna en í fyrra?
— Hún hefur verið á svip-
uðum slóðum út af Jökli. En á
Skerjadýpi hefur hún verið
lengra úti. Annars er þetta
misjafnt, bún getur fært sig
um 20—30 sjómílur á 2—3
dögum. Það er aldrei hægt að
reiða sig á að hún sé stund-
inni lengur á sömu slóðum.
Þetta er svo brellótt kvikindi.
— Finnst þér skemmtilegra
að veiða síld en aðra fiska ?
— Ja, ég veit ekki. Kannski
í einstöku tilfelli. En skemmti
legast finnst mér að veiða á
handfæri.
Að lokum fáum við upplýs-
ingar um sundurliðaðan met
afla Víðis II á árinu. Á síld-
veiðunujn frá 1. jan. til 18.
maí var aflinn 32.700 tunnur.
Frá því mannsikapurinn var
skráður á sumarsíldveiðar 1.
júní og til 1. sept. veiddust
27.400 mál og tunnur og nú
frá 21. október 21 þús. tunnur.
Á línuveiðum frá 23. febr. til
30 marz og á öðrum tímum
ársins veiddust 450 lestir af
öðrum fiski.
Stýrimaðurinn á Víði II
heitir Víðir — Sveinsson.
Áður en við förum, ætlar
Eggert að lána okkur mynd
af Víði II drekkhlöðnum, er
tekin var í sumar. En þó hin
brellna síld sleppi aldrei lengi
frá honum, er yngsti sonur
hans, tveggja ára snáði henni
snjallari, og hefur falið lykil-
inn að skattholinu svo vel að
jafnvel mesta aflakló íslenzka
flotans verður að játa sig
sigraðan. Kannski er þar einn
enn slingur af Kothúsaættinni.
— E. Pá*
Unglinga
vantai til að bera blaðið
FI.ÓKAGATA
BLÓNDUHLÍÐ
GRENIMEL
MEÐALHOI,T
FÁLKAGÖTU
HÁV ALLAGÖTU
SÖRLASKJÓL
VÍDIMEL
LAliGARTEIG
HJALLAVEGUR
GRETTISGATA (I)
FJÓLUGATA
Kennsla
VORDINGE.ORG, húsmæðraskóli
ca lVz st. ferð frá Kaupmanna-
höfn. Nýtt námskeið byrjar 4.
maí. Fóstrudeild, kjólasaumur
vefnaður og handavinna. Skóla-
skrá send. Sími 275 — Valborg
Olsen.
Enskukennsla
Kennsla hafin. Nokkrir tímar
lausir
Kris*ín Óladóttir
Sími 14263.
4
SKIPAUTGCRB RIKISINS
HEKLA
austur um land í hringferð
hinn 9. þm. Vörumóttaka í dag
til Fáskrúðsfjarðar. Reyðarfjarð-
ar, Eskifjarðar, Norðfjarðar,
Seyðisfjarðar, Þórshafnar, Rauf-
arhafnar, Kópaskers og Húsa-
vikur. Farseðlar seldir á mánu-
dag.
Samkomut
Kristniboðssambandið
Almenn samkoma laugardag-
inn 6 jan. kl. 8,30 í kristniboðs-
húsinu Laufásvegi 13. Kristileg
skólasamtök koma í heimókn. —
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Málf lutningsski ifstofa
JON N. SIGURDSSON
hæstaréttarir gmað’r
Laugavegi 10. Sírni ’4934
Til leigu
jarðýta og amokstursvél, mjög
afkastamikil, sem mokar
bæði fóstum jarðvegi og
grjóti.
Vélsmiðjan Bjarg hf.
Simi 17184.
Þrettándabrenna
Á LAUGARDAGSKVÖLD verð-
ur þrettándabrenna við Hlégarð
í Mosfellssveit og stendur ung-
mennafélagið Afturelding fyrir
henni. Ungmennafélagið hélt
brennu fyrir tveim árum. Þá kom
ust að um 3000 áhorfendur, en
þsð reyndist of lítið, en nú verð-
ur brennan á öðrum stað, þar
sem um 10 þús. manns geta horft
á hana.
Kveikt verður í bálkestinum
ki. 8. Að báliau koma álfakóngur
< Þórður Guðmundsson á Reykj.
um) og álfadrottning (Gerður
Lárusdóttir) og 40 manna fylgdar
lið, púkar, álfar og fl. Um söng-
inn sér kirkjukór Lágafellssókn-
ar. Þá kemur riddaraliðssveit með
blys og sjá félagar úr hestamanna
félaginu Herði um þann lið. Eins
og síðast verða þarna dýr, en þá
voru ljósum prýdd geit, naut og
hrútur. Ef veður verður gott,
mun flugvél fljúga yfir og varpa
niður fallhlífarblysi. Á eftir verð
ur dansleikur í Hlégarði.