Morgunblaðið - 05.01.1962, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 05.01.1962, Qupperneq 17
Fðstudagur 5. jan. 1962 M On CV NfíT. 4Ð1Ð 17 Ólafur Sigurðsson veggfóðrari — IMinning í DAG verður til moldar bor- inn, Ólafjir Sigurðsson, vegg- fóðrari. Hann andaðist 27. des. sl. að hjúkrunar- og elliheimili Grundar, þrotinn rð líkamskröft lun, eftir langa og gifturíka starfsævi. Þar um geta þeir bezt borið, er þekktu hann bezt og alla þá góðu mannkosti, er hann prýddu. Þessi fáu kveðjuorð eiga að vera vinar- og þakkarkveðja. Fæddur var Ólafur 27. okt. 1883 að Lómakoti í Fróðár- hreppi, Snæfellsnessýslu. Fram- an af ævi stundaði Ólafur al- geng, sveitastörf og sjóróðra, sem á þeim tímum var algeng- ast hlutskipti ungra manna. Að lífsförunaut átti Ólafur sál. Ágústínu Kristjánsdóttur, hina mætustu og ágætustu konu, er reyndist honum að verðleikum. Eignuðust þau tvö börn, stúlku er andaðist fárra vikna gömul, og einn son, Eggert Ólafsson, Mávahlíð 29, kvæntan Önnu Sigurbj örnsdóttur. Konu sína missti Ólafur árið 1929 og eftir þa'ö bjó hann einn síns liðs, þar til árið 1940, að hann flutti á heimili sonar síns og tengdadóttur og hjá þeim hjónum dvaldi hann við mikla umhyggju og ástúð, þar til árið 1959 að Ólafur sál. vegna var- anlegs sjúkleika fluttist á hjúkr unar- og elliheimili Grundar. — Þau son .r hans og tengdadóttir heimsóttu hann þar svo oft sem önn daganna leyfði og umvöfðu hann svo mikilli hlýju og ástúð, að það má vera mörgum til fyrirmyndar, er eiga skyld- menni sín á elliheimili. Er Ólafur sál. fluttist til Rvík- ur árið 1928, hóf hann það starf er varð hans ævistarf, að læra veggfóðraraiðn og dúklagningar hjá frænda sínum, Hallgrími Finnssyni og var Ólafur á með- al þeirra fyrstu sveina er luku sveinsprófi í veggfóðraraiðn árið 1933. Starfaði hann svo óslitið að iðn sinni á meðan kraftar entust, þar til árið 1956, og ávallt hjá frænda sínum, Hall- grími. Ólafur sál. tók virkan þátt í málefnum stéttar sinnar. Þó var hann hlédrægur maður, ekki málrófsmaður, enn studdi fast og drengilega þau málefni, er hann taldi horfa til bóta og uppbyggingar sínu samfélagi og lét þá hvergi undan síga. Er Sveinafél. veggfóðrara var stofnað árið 1933, var hann á meðal stofnenda, og var um langt árabil gjaldkeri þess. Þá gegndi Ólafur mörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir félag sitt, var um mörg ár í stjóm Sveina- sambands byggingarmanna, svo eitthvað sé nefnt. Eftir að meistarar og sveinar í veggfóð. araiðn voru sameinaðir í eitt stétarfélag árið 1945, var Ólafur sál. í því félagi til dauða dags. Árið 1954 var Ólafur kjör- inn heiðursfélagi í félagssamtök um veggfóðrara, í virðingar og þakarskyni fyrir vel unnin störf, sem ég nú að leiðarlokum, leyfi mér að þakka hinum látna fé- laga okkar í nafni félagssamtaka veggfóðrara. Jæja, nafni minn, nú er kom- ið að kveðjustundinni. Fyrir hug skotssjónum líða myndir og minningar liðinna ára, ég minn- ist samstarfsáranna okkar, ég sé fyrir mér hversu þú varst mik- il fyrirmynd, til manndómsaukn ingar, fyrir ungu mennina, er þú tókst virkan þátt í að kenna iðngrein okkar. Þar komu fram þeir eðliskostir þínir, er þig mest einkenndu, svo sem ein- stök stundvísi til allrar vinnu, sérstök hagsýni, að allt efni, sem unnið var úr, væri fullnýtt, að allt sem kom við vinnustað væri frágengið af fyllstu reglu- semi. Alltaf hinn prúði og sam- starfsþýði vinnufélagi, sem ég veit að margir byggingariðnað- armenn, sérstaklega þeir eldri, eiga um þig góðar og hlýjar minningar fyrir gott og farsælt samstarf. Allir samstarfsmenn þínir kveðja þig hinztu kveðju með hlýjum þökkum fyrir sam- starfið. Nafni minn, að lokum mínar persónulegu þakkir fyrir alla vináttuna, hlýjuna og tryggðina frá fyrstu kynnum til hinztu stundar. — Eg sé í andá Sólar- ströndina eilífu, þar sem þú og margir aðrir fagna mér. Guð gefi þér fararheill á Guðs þíns fund. Friður sé með þér. Ólafur Guðmundsson. H júkrunarkona óskast nú þegar að Landakotsspítala. Elnkaritari óskast Stúlka með góðri kunnáttu í ensku og frönsku, vön bréfaskriftum og alhliða vinnu á skrifstofu, óskast nú þegar. Uppiýsingar hjá Ragnari Þórðarsyni, Glaumibæ, sími 22643. VeSskuldabréf Höfum verið beðnir að útvega 10—20 ára veð skuldabréf tryggt með 1. veðr. í fasteign, að fjár- hæð 100—200 þús. MÁLFLUTNINGS- OG FASTEIGNASTOFA Sigurður Keynir Fétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Björn Pétursson, fasteignaviðskipti AusturstrscÞ 14 — Símar 17994—22870 DaAókin O 400 blaðsíður í þægilegu broti. Verð aðeins kr. 56.65. með þjónustu- og varningsskrá er bæði hentug og falleg bók, og ómissandi öllum sem þurfa að hafa reglu á hinum fjölbreyttu störf- um hins dagslega iífs eða þeim, er halda vilja dagbók í einhverri mynd. Ein blaðsíða fyrlr hvern dag ársins. Einfalt og handhægt reikningsform yfir allt árið fyrir innborganir og greiðslur. Vöru- og þjónustulykill með fimmtán hundrað vöru og þjónustuheitum. Fyrirtækjaskrá með á fjórða hundrað nöfnum fjrirtækja í R-vík og úti á landi. Þeir sem óska, geta fengið gyllt nöfn sín i bólcina gegn 10 króna gjaldi. PRENTSMIÐJAN HÓLAR H.F. Sími 24216. Atvinna Nokkrar stúlkur, vanar saumaskap geta fengið at- vinnu nú þegar. Uppl. í síma 22108 í dag. Cocktail niöndlur fást hjá Silla & Vaida, Kjörbúð SÍS, London, Austurveri, Egils- kjöri og Örnólfi. Heildsölubirgðir: blué' OIAMOND ALMONDS EIRÍKUR KETILSOIM Garðastræti 2 — Sími 23472. Klinikdama óskast á tannlækningastofu við Miðbæinn. Um- sókn er greini aldur, menntun og fyrri störf ásamt mynd, ( sem endursendist) óskast send Morgun- blaðinu fyrir næstu helgi merkt: „Þ—11 — 7724“. Góð hl]óðeinangrun léttir störf husfreyjunnar Oll okkar framleiðsla úr vikurgjalli er gerð í hristivél (vibration) og gufuhert, sem gerir það að verkum að plöturnar eru sérlega sterkar og hafa mikla naglfestu. Milli veggir hlaðnir úr vikurgjailsplötum frá okkur eru ein bezta hlj óðeinangrun, sem til er á markaðnum í dag. Plöturnar eru framleiddar í 5—7— og 10 em þykktum. Gjönð svo vel að hringja og við mun- um geta yður allar náuari upplýsingar. Sínni 35785.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.