Morgunblaðið - 07.01.1962, Page 3
Sunnudagur 7. jan. 1962
M O R G U N B L A ÐIÐ
i
— Já, en verða menn ekki
lafmóðir af hneykslun ef við
förum að skrifa eitthvað um
brennivínið í blaðið? spurði
ég, er þeirri hugmynd. var
skotið fram, að skrifað vseri
um Nýborg að tja'ldabaki.
— Hvaða þvættingur er
þetta, sagði sá, sem hugmynd-
ina átti. Þetta er það sem
þjóðfélagið byggist á.
Það hummaði í ritstjóran-
um og í svip hans mátti lesa
að þetta mætti rauna.r til
sanns vegar færa. Hætt er við
að erfitt reyndist að böggla
saman fjárlögum ef þessar
fáu milljónir. sem áfengis-
verzlunin gefur, væru þar
ekki með, en árið 1960 var
nettohagnaður ÁVR um 150
milljónir.
— Já en allt með hógværð.
Það má auðvitað minnast á
brennivín í greininni, en með .....
hógværð sagði ritstjórinn. Og““
með þetta vegarnesti vorum
við Ól. K. M. þotnir út á lífið
að leita efnis fyrir sunnudags-
blaðið.
★
Það getur sannarlega verið
vandratað meðalhófið er
skrifa skal um slarfsemi, sem
gefur af sér nokkur þúsund
brennivínsflöskur á dag.
Við erum því hógværðin
uppmáluð er við hringju^
dyrabjöllunni bakdyramegin í
Nýborg. Þegar upp er lokið
kynnum við okkur formála-
laust og segjum erindið.
Ingi Jónsson verkstjóri í
brugghúsi og birgðaskemmum
er að tala í símann. Hann
hefir upp eftir þeim sem við
hann talar: — 2500 flöskur af
þessu, 700 flöskur af hinu,
320 flöskur af þriðju tegund-
inni — — Já gott er það,
ágætt, segir hann að lokum
og símtalið er búið.
Sr. Jón Auðuns, dómprófastur:
BARNAVERND
„ÞÁ VITRAST engill Drottins | vagga með bjargvana barni, þeg
Hér fvlla þeir Ingiber Guðmundsson og Þórarinn Guðna-
son (nær) á flöskur oi setia taona í bær.
Jósef í draumi og segir: Rís upp
og tak barnið og móður þess með
þér og flý til Egyptalands, og ver
þar þangað til ég segi þér, því
að Heródes mun leita barnsins, til
þess að fyrirfara því“. Matt. 2. 13.
Meðan oss ómar enn í eyrum
söngur englanna, sem yfir fæð-
ingu barnsins heilaga vöktu, m.eð
an oss vakir enn fyrir sjónum sú
mynd, sem jólaguðspjallið brá
fyrir oss upp, færist inn á bak-
svið myndarinnar svipur barna-
morðingjans Heródesar.
Inn í svo ægilegan heim er
barnið heilaga borið. Yfir vöggu
þess vakir móðurelskan, og þar
halda englar Guðs vörð. En Her-
ódes vakir líka.
Bilið hefir oft orðið mjótt milli
lífs og dauða þeirra barna, sem
síðar urðu merkisberar menning
ar, trúar og lista á jörðu.
Á straumöldum Nílar barst
Að tjaldabaki í Nýborg
— Ég segi ykkur alveg satt
strákar. Ég get ekki leyft
ybkur að fara hér um og
skoða það sem hér er gert,
nema þið fáið leyfi forstjór-
ans. Það hefir svo sem verið
skrifað um okkur áður, en
því hafa fylgt leiðindi. mis-
sagnir og annað, sem bezt er
að vera laus við.
Ingi er ákveðinn við okkur,
verkstjórasvipurinn leynir sér
ekki, en hann er ekki mjög
harður og laus við að vera
fráhrindandi.
— Þið verðið að fara inn á
skrifstofur og tala við for-
stjórann fyrst.
★
— En getum við ekki
hringt héðan? spyr ég einkar
sakleysislega og austfirzki
sauðþráina er setztur í mig.
— J-ú-ú, segir Ingi og bend
ir mér á innanhússsímann.
— Það er númer 3 hjá for-
stjóranum.
Var það sem mér heyrðist
að á bak við tóninn í orðun-
um lægi ósk um að for-
stjórinn væri nú ekki við
og þar með væri Ingi
laus við þessa flækinga og
yfirgangsmenn. Nei, mér hef-
ir áreiðan'lega misheyrzt, því
Jón Kjar.tansson svaraði á
samri stundu og ég hafði val-
ið nr 3.
Blöndunarmeistarinn Sverrir Bjarnason við vatnsámuna,
en 60% mjaðarins er vatn
Hann er tregur til, en leyfið
fæst um leið og ég hef lofað
að ekkert skuli í blaðið án
hans vitundar.
Sigri hrósandi rétti ég Inga
símtólið til þess að hann geti
tekið við fyrirmælum for-
stjórans og þurfi þá ekkert að
fara á mil'li mála að leyfið
hafi ég frá fyrstu hendi.
— Sæll. Já. Þú rífur þetta
þá sundur fýrir honum ef
hann fer n^eð einhverja bölv-
aða vitleysu, segir Ingi í sím-
ann öruggur að vita til þess
að skrifið eigi eftir að fara
í gegnum gerilsneyðingu for-
stjórans áður en það verði
látið á þrykk út ganga eða
kannske lendi beint í bréfa-
körfuna og síðan muni frétta-
maður og ljósmyndari drekkja
minningunni um þessa ánægju
legu heimsókn í spíritúsi.
Eins og endurreistir góð-
templarar, eða heimkomnir,
glataðir synir göngum við
inn í musteri Bakfcusar.
Og er þessi bölvaður timbur
hjallur nú allt og sumt? Hér
ríkir þá vinur vor Bafckus,
þessi matmóðir ríkiskassans.
★
Fyrst komum við inn þar
sem verið er að tappa ein-
hverjum veigum á flöskur. 8
flöskur fyllast í senn og það
tekur aðeins mínútubrot. Hér
er þé nútímatækni að verki,
og raunar einasta merkið
þarna um að við lifum á öld
hraðans og atómsins. Allt ann
að beri vott forneskjunnar.
En þetta á kannske við þar
sem vín er annars vegar. Þó
er vandséður þjóðargróðinn
að láta feimnar stúlkur líma
merkin á flöskurnar í stað
þess að gera það í vélum. Og
hvað vinnst með því að nota
svo gamla flöskuþvottavél að
verkstjórinn telur hana slík-
an bölvaðan garm að ekkert
vit sé fyrir Ólaf að ljósmynda
hana.
Nei. Okkur virðist fljótt á
litið að við séum komnir inn
í hallærisfyrirtæki, sem sé
rekið með sýnilegu tapi og
riði á gjaldþrotsbarminum.
En hægir nú piltar. Ingi
sýnir okkur blöndun og átöpp
un. Þar standa geysi stórar
ámur á stokkum, merktar
1. 2. 3. 4. 5. 6. og 7.
— Já. Þarna í þessum ám-
um er brennivín, ákavíti,
hitterbrennivín og hvannarót-
sem
að
arbrennivín, sem sé það,
telst íslenzk framleiðsla.
— Og hverju er verið
tappa á núna?
— Brennivíni.
— Hvað er það svo geymt
lengi áður en það er selt?
— Bezt að segja sem minnst
um það.
Ég fann að nú var ég kom-
inn að járntjaldi fyrirtækis-
ins.
ac dóttir Faraós fann fljótandi
vögguna með barni. Litlu munaði
þá um þann mann, sem síðar varð
merkisberi nýrrar menningar í
trú og löggjöf.
Þegar kúlnaregn Napóleons
helltist yfir Vínarborg árið 1805,
var lítill snáði að æfa sig á slag-
hörpu í skólanum sínum. I hrynj
andi húsinu leitaði hann undan
komu með því að fleygja sér á
grúfu á gólfið, fullur dauðaang-
istar. Þar lá hann, þegar kennar
inn kom óttasleginn inn og hróp
aði: „Hvað varð um þig, Franz
Sohubert?" Litlu sýndist muna
þar, að heimurinn missti af hinni
dýrðlegu tónlist Sohuberts.
Árið 1814 tóku Rússar og Aust
urríkismenn höndum saman og
réðust inn í Ítalíu. í héraðinu Pia
cenza skyldi engu lífi eirt, og í
smáþorpi einu ruddust frávita
mæður með börnin sín inn í kirkj
una en voru myrtar, og litlu börn
in þeirra, frammi fyrir altarinu
sjálfu. Ein móðirinn hafði troðist
með kornabarn á brjóstinu upp í
turninn. Hún bjargaðist þar og
barnið hennar, en barnið var sjálf
ur Verdi. Mjóu sýndis muna þar,
að heimurinn fengi aldrei að
heyra tónlist snillings.
Magnús Ólafsson
„yfirtappari,“ eins og félagar
hans nefna hann.
— Þetta er hins vegar all.t
efnagreint af verkfræðingum
Lyfjaverzlunar ríkisins áður
en nokkur dropi er settur á
flöskur.
En þarna er blöndunar-
meistarinn, Sverrir Bjarna-
son, segir Ingi, einn elzti
starfsmaður stofnunarimnar.
— Hvað ertu búinn að
vinna hér lengi, Sverrir?
— Rúm 30 ár.
— Og a'lltaf verið að
blanaa brennivín.
— Síðustu 17 árin.
—■ Hamingjan sanna. Allir
þeir timburmenn, sem þú
hefir á samvizkunni, segi ég
með hrollkenndri aðdáun á
manninum.
— Það er hreinasti óþarfi
Framh. á bls. 22.
Þetta eru kuldalegar staðreynd
ir, en barnið á hjarni heims verð
ur oss þó aldrei ægilegri stað-
reynd en þegar vér sjáum lávarð
jólanna, heknilislausan í heiminn
borinn, hrakinn nýfæddan á
flótta úr landi, og í baksýn mynd
arinnar glottandi Heródes, sem
hyggur sig eiga alls kostar við
varnarlaust barn.
En engixm hefir kennt oss eins
og hann, sem slíkum örlögum
varð ofurseldur, að vernda bamið
og skilja skyldur vorar við það
Barnavernd á dýpstu rætur sínar
í meginkenningu hans um ómet
anlegt gildi hverrar barnssálar.
Það er auðvelt að benda á, hve
‘ herfilega fcristnum mönnum hefir
þrásinnis mistekizt að lifa þessa
kristnu hugsjón. Samkvæmt áreið
anlegum skýrslum Rauða Kross-
ins hurfu eða týndust nærfellt
200 þúsundir grískra barna í síð
ustu heimsstyrjöld. Hryllileg
staðreynd En þegar fregnin barst
út, vakti hún öldur blygðunar og
skelfingar um kristin Jönd. Og
þrátt fyrir allt er nú betra að
vera barn í kristnum löndum en
nokkrum öðrum löndum heims.
Hvar sem kristin kirkja hefir ó-
fjötraðar hendur og frelsi til að
tala, getur aldrei hljóðnað sú
rödd, sem brýnir fyrir oss skyld
ur vorar við börnin.
„Nú voru englar Guðs ekki
fjarri", sagði meistari Brynjúlf-
ur, þegar hestur hnaut með hann
illa en slysi varð afstýrt. Hin
gamla frásögn af flóttanum til
Egyptalands, segir að aðvörun
engils hafi bjargað barninu heil
aga. Hver veit nema englar Guðs
hafi verið nær, þegar Móse bjarg
aðist af straumöldum Nílar, litli
Franz Sohubert úr hrynjandi húsi
og Verdi undan vitfirrtum morð
ingjum? Á hjálp slíkra vöku-
manna hafa magir óheimskir
menn trúað. Grímur Thomsen
kvaðst hafa reynt það bæði ung
ur og gamall, að
„varðhaldsenglar voru gefnir
í vöku mönnum bæði og svefni".
Og lausnari mannanna kenndi,
að hverju barni á jörðu fylgdi
verndarengill-.
Jólasvipurinn er að hverfa aí
heimilum vorum, jólahaldi er að
ljúka. En látum lifa með oss þá
lotningu fyrir lífinu, sem var
efcki til í höll Heródesar. Gleym
um efcki myndinni af barninu,
sem ofsótt var á hjarni heims.
Munum þá mynd hverju sinni,
sem barn verður á vegi vorum.