Morgunblaðið - 07.01.1962, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.1962, Blaðsíða 4
4 MORGUNHLAÐ1Ð Sunnuda«ur 7. jan. 1962 Rennismiðir og plötusmiðir geta fengið atvinnu hjá okkur nú þeg- ar. Talið við verkstjórann. Sími 34981. Keilir hf. Getum bætt við nokkrum mönnum í fast fæði. Verð 1200,00 á mán- uði. Kaffi innifalið. Austurbar — Sími 19611 Smurt brauð Snittur, hrauðtertur. Af- greiðum með iitium fynr- vara. Smurbrauðstof a Vesturbæjar Sími 16311. Faxabar Heitar pylsur allan daginn. Gosdrykkir, tóbak, sæl- gæti. Faxabar, Laugavegi 2. Sængur Endurnýjun gömlu sæng- urnar, eigum dún og fiður- held ver. Seljum gæsa- dúnssængur. Dún- og fiðurhreinsunin Kirkjutei^ 29. Sími 33301. 19 ára stúlka óskar eftir vinnu helzt sem klinik-dama á tannleekna- stofu. Tilboð sendist Mbl., merkt: „7397“. Óska eftir að koma 2ja ára hraustum dreng í fóstur hjá barn- góðum vel stæðum hjónum. Ti'l'b. sendist Mbl. merkt: „Framtíð — 7396“ fyrir 10 þessa mánaðar. Jeppi Willy’s landbúnaðar jeppi, árgerð ’46, til sölu. Uppl. í síma 32991. Notað 15 lampa Philips útvarpstæki, teg. 13x998 A, óskast til kaups. Uppl. í síma 3-76-11. Karlmannsgleraugu töpuðust fjórða dag jóla um kl. 4 í Háaleitisvagnin- um eða á leið frá Miklubr. við StigahJíð og yfir í Grænuhl. Finnandi vin- saml. hringi í síma 35036. Keflavík Tek menn í fæði. — Uppl. í síma 1631. í dag er sunnudagur 7. janúar. 7. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 5:47. Síðdegisflæði kl. 18:08. Slysavarðstofan er opin allan .sólar- hrínginn. — Læknavörður L.R. (fyrír vitjanin er á sama stað fra kl. 18—8. Sím: 15030. Næturvörður vikuna 6.—13. jan. er í Vesturbæjarapóteki sunnud. Apótek Austurbæjar. Næturlæknir í Hafnarfirði 6.—13. jan. er Garðar Ólafsson, sími 50126. Hoitsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7, laugar- daga frá kL 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Kópavogsapótek er opið alla vlrka daga kl. 9,15—8, laugardaga frá kl. 9:15—4, helgid. frá 1—4 e.h. Síml 23100. LJósastofa Hvítabandsins, Fomhaga 8: Ljósböð fyrir börn og fullorðna. Uppl. i síma 16699. □ Mímir 5962187 — 1 atkv. □ Edda 5962197 — 1 Atkv. IOOF 3 = 143188 = II., III. Frá kvenfélagi Háteigssóknar: At- hygli er vakin á því að aldraðar konur í sóknijini eru velkomnar á fundinn 9. jan., svo sem verið hefur á janúar fundum félagsins undanfarin ár. Fundurinn er í Sjómannaskólanum og hefst kl. 8 e.h. Þar verður m.a. rvlk myndasýning (Vigfús Sigurgeirsson) og Upplestur (KarX Guðmundsson) — Kaffidrykkja. Kvenfélagið Hrönn heldur fund þriðjudaginn 9. jan. kl. 8,30 e.h. að Hverfisgötu 21. Handavinna. Fundur verður haldinn í Bræðraiagi Kristilegu félagi stúdenta, mánudag- inn 8. jan. kl. 20 á heimili séra Jóns Auðuns, dómprófasts, Garðastræti 42. Frummælandi séra Eiríkur Eiríksson, þjóðgarðsvörður. Fundarefni: Vandi og vegsemd prestsembættisins. Stjórnin. Rosknir stúdentar: Blaðið hefir verið beðið að geta þess, að hinn árlegi fund ur roskinna stúdenta „— 50 ára og eldri —“ verði á þriðjudaginn 9. þ.m. kl. 15 á sama stað og undanfarið — i salnum á 2. hæð í austurenda Elli- heimilisins Grundar Björgúlfur Olafs- son læknir, þrófessor Sigurður Nor- dal og væntanlega fleiri segja þar trá minningum sínum frá latínuskólanum. Fimmtíu ára stúdentar og eldri hafa verið 55—70 oftast undanfarið, og langflestir búsettir i Reykjavík. 36 stúdentar frá fyrri öld sóttu fyrsta fundinn, sem haldinn var 1950 í Elli heimilinu. 1. des. 1955 voru 50 ára stúd entarnir alls 69, — þar af 40 frá fyrri öld. Nú eru ekki nema 6 eftir af þess um 40, og er Árni Thorsteinsson tón skáld þeirra langelztur, stúdent trá 1890. Um þessar mundir eru „gómlu stúdentarnír" ekki nema rúmlega 50 og eru þó 10 í „yngstu deild" eða frá 1911. Enginn er frá 1901, en 2 eða 4 frá flestum hinna áranna. 1902—1910 eða svo telst 65 ára stúdentinum til, sem þetta hefur ritað. — S. Á. G. SVARTUR HÖGNI með fáein hvít hár á bringunni í vanskilum að Lyng- haga 4. Fermingarbörn Fermingarbörn: Séra Emil Björnsson biður börn, sem ætla að fermast hjá honum á þessu ári að koma til viðíals í Kirkju óháða safnaðarins við Há- teigsveg kl. 8 e.h. 9. jan. - M E S 5 U R - Langholtsprestakall: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu kl. 10:30 f.h. Messa kl. 2 á sama stað. Séra Árelíus Níels- son. Sunnudagaskóli óháða safnaðarins verður í dag 1 kirkjunni kl. 10:30 f.h. Öll börn velkomin. Séra Emil Björns- son. Flugfélag íslands li.f.: Millilandaflug: Gullfaxi er væntanlegur til Rvíkur kl. 15:40 í dag frá Hamborg, Khöfn og Osló. Hrímfaxi fer til Glasg. og Khafnar kl. 08:30 í fyrramálið. —> Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar og Vestmanna- eyja. Á morgun til Akureyrr, Horna- fjarðar, ísafjarðar og Vestmannaeyja. Loftleiðir h.f.: Snorri Sturluson er væntanlegur kl. 05:30 frú NY, fer til Luxemburg kl. 07:00. Væntanlegur aft ur kl. 23:00 Fer til NY kl. 00:30. Hafskip h.f.: Laxá er í Keflavík. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er á leið til Danmerkur. Askja er á leið til Noregs frá Kanada. Jöklar h.f.: Drangajökull er í Grims by. Langjökull er í Rvík. Vatnajökull lestar á Vestfjarðahöfnum. Skipdeild SÍS: Hvassafell er í Rvík. Amarfell er á Húsavík. Jökulfell er væntanlegt til Hornafjarðar á morgun. Dísarfell er í Gufunesi. Litlaíell fór í gær frá Rvík til Akureyrar. Helgafell er á Svalbarðseyri. Hamrafell kemur til Rvíkur 10. jan. Skaansund er á leið til Hull. Heeren Gracht er í Rvík. Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss er á leið til Rvíkur. Dettifoss er á leið til NY. Fjallfoss er á leið til Rvíkur Goðafoss fór frá Rvík 5. jan til Vestm. eyja. Gullfoss er í Khöfn. Lagarfoss er í Hafnarfirði. Reykjafoss er , Rvík Selfoss er í Rvík. Tröllafoss er í Ham borg. Tungufoss fer frá Fur 7. jan. til Stettin og Rvíkur. Söfnin Listasafn fslands er opið sunnudaga. þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 1:30—4 e.h. Asgrimssáfn, Bergstaðastræti 74 er opið priðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kL 1.30—4 e.h. Þjóðminjasafnið er opið sunnud.. þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 1,30—4 e. h. Liistasafn Einars Jónssonar er lok- að um óákveðinn tíma. Minjasafn Reykjavikurbæjar, Skúla túni 2. opið dag'ega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Bæjarbókasafn Reykjavikur — ardögum og sunnudögum k) 4—7 e.h. Opið á föstudögum frá 8—10 f.h., laug- Laugardaga kl. 13—15. Sími 12308 — Aðalsafnið Þingholts- um fyrir börn ki. 6—7:30 og fullorðna kl. 8:30—10. daga, nema laugardaga 2—7. Sunnu- daga 5—7. Lesstofa: 10—10 alla virka daga, nema laugardaga 10—7. Sunnu- daga 2—7. Utibú Hólmgarðí 34: Opið 5—7 alla virka daga, nema iaugardaga. Ameríska Bókasafnið, Laugavegl 13 er opið 9—12 og 13—21, mánudaga, mið vikudaga og föstudaga, 9—12 og 13—18 þriðjudaga og fimmtudaga Bókasafn Kópavogs: — Utlán þriðju Tæknibókasafn IMSf, Iðnskólanum: daga og fimmtudaga i báðum skólun- Opið alla virka daga kl. 13 til 19. — Bókasafn Hafnarfjarðar er opið alla daga kl. 2—7 e.h. nema laugardaga frá velur að þessu sinni Árni G. Eylands ogseg- m. a. um val sitt: Eg man Friðrik vinnumann á Reykjum kveða rímur fyrir fólkið í baðstofunni beima, en þá var slíkt sjaldgæft orðið í Hjaltadal. Eg man Bjarna vinnumann kveða fyrir mig Göngu-Hrólfs rírnur og rímur um Þórð hreðu í heygeilinni í Viðvík. Ekki var ég bænabókarfær, skammarlaust, þegar beðið var með óþreyju eftir Alþingisrímunum, sem gengu boðleið bæ frá bæ að láni. Og það var sjálfgefið að læra þær utanbókar, svo að þær eru enn tiltækar niður á keralds- botni mínum. Þetta var gleði æskunnar, og þetta var þá gleði fólksins, einfaldletga og isma-laust. Úr þessum sinu- akri endurminninganna er mér létt og ljúft að velja ljóð dagsins, vísur Grims Thomsen um Svein Pálsson og Kóp. Eg las þær sem barn í gömlu Sunnanfarablaði og lærði þær auðvitað um leið. Mér voru þá, af eðlilegum ástæðum, ó- kunn með ölliu slík orð og hugtök, sem list og kúnst og hvað það nú heitir, þettu var bara tilveran, lífið. Síðar ettist sagan við með Skúlaskeiði Gríms og Illugadrápa ■^tefáns G. eins og hún var upphaflega. Þessi tvö kvæði eru víst í góðu gildi enn, jafnvel hjá hinum lærðustu ljóðskýrendum og dómurum, en hvað um vísur Gríms? Þegar ég lærði þær barn að aldri var mér hið skáldlega gildi þeirra lokuð bók, en er ég hugleiði þær nú, verður minn dómur að afburða vel sé á efninu haldið, engar óþarfa umbúðir en mikið sagt í fáum ákveðnum orðum. Myndin er glögg, allir aðilar koma ljóst fram, læknirinn sem alltaf gerir skyldu sína og teflir lífi sínu hiklaust í tvísýnu, bóndinn, sem ljær Sveini hestinn, og kveður hann eftirminni- lega, fjölskyldan sem verður líknarverksins aðnjótandi, en á ekkert til að launa með nema þakkar-blessun sína, og loks hesturinn Kópur, stólpagripurinn mállaus en vitur, svo vitur að hann skilur að hér liggur mikið við, án þess væri hann ekki lagður í ána. Mér er þetta meitlaða ljóð Gríms enn kjörgripur meðal kvæða, alveg eins og mér finnst enginn hafa minnst Jónasar Hallgrímissonar eins vel og Grímur gerir í hinuim einföldu stökum sínum: Þú sem áður foldar fljóð —, og hafa þó marg- ir lagt hönd að verki að minnast Jónasar. En mér verður spum: Ef einhver gæti ort svona nú, og leyfði sér að gera það, myndi hann talinn mikið skáld? Eg held að svo yrði ekki, í herbúðum hinna svokölluðu bókmennta-manna, en hinu trúi ég þó, að hann myndi ná eyrum fólksims, hinna mörgu sem ekki koma því við að setja upp spekisvip og þykj- ast skilja, það sem þeir skiija ekki, en lesa í þess stað af ein- faldleik hjartans, það sem þeir skilja sem íslenzkt miál og ís- lenzka hugsun. — Og þannig til dyranna genginn raula ég enn, sem barnið fyrrum: SVEINN PÁLSSON og KÓPUR ,— Ófær sýnist áin mér, állinn þessa verstur, stóra jaka straumur ber, , stendur hann enginn hestur . Áin hljóp, sem oft til ber eftir milda vetra; vertu’ nú í nótt, því vísast er að verði á morgun betra — „ — Væri ei nauðsyn naesta brýn, náttstað yrði’ ég feginn, en kona í barnsnauð bíður mín banvæn hinumegin —“. „ — Skal þá, læknir, ljá þér Kóp, láittu’ hann alveg ráða; HONUM, sem fljóði fóstrið skóp, fel ég ykkur báða —“. Vandlega kannar Kópur straum, í kvíslina drepur grönum; slakan lætur læknir taum leiðratanda vönum. Var í strengnum stríðast fall, - straums’ í ólgu halla jakabóigin bylgjan svall, blakk þó hrakti valla. Óð hægt Kópur. — Yfir skall, æðar jökuls þjóta, drengs þó hjarta drap ei stall,' drösull missti’ ei fóta. Reyndi á beinin föst og fim flaums í þriðja svipnum; líkt og á skeri brýtur brim, braut á stólpa-gripnum. Komst þá Sveinn í kj-appa dans, Kópur skalf á beinum, er hann náði loks til lands laminn jökui-fleinum. Af eðli göfgu fákur fann, fæti’ að mátti’ ei skeika. læknir skyldu verkið vann, verkið mannkærleika. Úr bams og móður bætti’ hann þraut, blessun upp því skar hann, önnur Iaun hann ekki hlaut, ánægður þó var hann. Þó að liggi lífið á, láta þeir núna bíða í jökulhlaupi Jökulsá og jakaburð að ríða. Hárgreiðslukona óskar eftir atvinmi. Uppl. í síma 23997 eftir kl. 2 á sunnudag. Unglingur eða eldri maður óskast í sveit^ nú þegar. Upplýsing- ar í síma 23071. Reykjavík, Hafnarfjörður Húsasmiður óskar eftir vinnu. Vanur úti og inni. Tilboð sendist Mbl., merkt: „7395“. Skurðhnífur til sölu (Geirskurðarhnífur) Uppl. í síma 12335. JÚMBÓ og SPORI í frumskóginum ~K Teiknari J. MORA Rétt þegar strúturinn hafði rennt niður síðustu hnetunni, kom Ander- sen heim. Hann virtist ósköp niður- dreginn og heilsaði þurrlega, þegar Júmbó hrópaði fagnandi: — Góðan daginn, kæri hr. Andersen! — Nú hafa þessir þorparar enn drepið þrjá af vatnahestunum mín- um, sagði hann reiðilega. — Ég veit sannarlega ekki, hvað ég á að taka til bragðs. — Hvað .... þrjá í við- bót? hrópaði Júmbó. — Þetta er hræðilegt — við verðum eitthvað að gera! Þeir settust Jiú til borðs inni í kofanum, allir þrír, og Andersen sagði þeim, að hann hefði fundið dauðu dýrin niðri við fljótið. —- Við fljótið! hrópuðu þeir Júmbó og Spori einum rómi og stukku á fæt- ur. — Þá er ekki útilokað, að við séum þegar komnir á sporið!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.