Morgunblaðið - 07.01.1962, Síða 5
Sunnudagur 7. jan. 1962
MORGVTSBLAÐIÐ
5
<V
VMM<
JÓN KRISTÓFER er 50 ára í
dagr. Margir kannast við hann
úr kvæði Steins Steinars —
„Jón Kristófer, kadett í hern-
um c^>.frv.“, en kunnastur er
hann fyrir ævintýraríka og
stormasama ævi. Blaðið hitti
Jón Kristófer að máli í tilefni
afmælis hans og kaus hann
helzt að ræða um AA samtök
in.
— Eg tel það hið merkasta, á
þessum tímamótum ævi minn
ar, sagði hann, að ég hef eikki
bragðað áfengi í 303 daga sam
fleytt. Er það lengsti tíminn
sem ég hef verið alls gáður í
þau 22 ár, sem ég hef verið á
valdi áfengisbölsins. Þetta á
ég AA samtökunum að þakka.
— Eg hef í 22 ár reynt allar
hugsanlegar leiðir og maður
hefur gengið undir manns
hönd til að rífa mig upp úr
þessu, en það tókst ekki fyrr
en ég byrjaði að fara eftir
leiðum AA.
AA er félagsskapur manna,
sem hafa gert sér ljósan vand
an, sem fylgir ofnautn áfeng
is og er ekki sjálfrátt þegar
hún er annars vegar, því þetta
eru sjúkir menn. Samtökin eru
stofnuð til að finna leið út
MENN 06
= MALEFN/=
úr ógöngunum. Þau hlutast
ekki til um áfengislöggjöfina
í heild eða framkvæmd henn
ar. Hlutverk þeirra er bundið
hverjum einstaklingi. Leitast
þau við að hjálpa honum til að
svara spurningunni: — Get ég
hætt að drekka?
í upphafi stefnukkrár AA
segir svo: — Vér viðurkennum
vanmátt vorn gegn áfengi og
að oss var orðið um megn að
stjórna lífi voru.
Annað atriði stefnuskrórinn
ar er: — Vér fórum að trúa, að
æðri kraftur miáttugri vorum
eigin vilja gæti gert oss heil
brigða að nýju.
Samkvæmt minni reynslu
hvað snertir bindindi og
drykkjuskap eru bæði þessi
atriði nauðsynleg viðhorf
hverjum þeim, sem reynir í
einlægni að sigrast á áfenginu.
Eg trúi því að ekki sé hægt
að finna rót áfengisbölsins í
vírusum eða bakteríum. Ég
þykist 'hafa reynt það, að vera
haldinn annarlegum anda, sem
hafði þau áhrif, að ég hneigð-
ist til ofdrykkju, og ég hef
sloppið frá honum með bæn
til guðs.
Eg kýs að ræða um þetta í
dag, þar sem mér er kunnugt
um fjölda manna og kvenna í
í þessu þjóðfélagi, sem berjast
enn við þennan voða, drykkju
sýkina. Og þar sem ég tel mig
hafa fundið örugga leið og
og sjálfur komizt úr þessum
voða, er mér áhugamál að sem
flestir reyni að kynna sér þá
aðstöðu, sem AA samtökin
veita drykkjumanninum í bar-
áttunni gegn áfengi og hagnýti
hana með því að mæta á hin
um vikulegu fundum samtak
anna og hafa samneyti við þá
einstaklinga, sem náð hafa ár
angri eftir leiðum þeirra og
jafnvel sigrast á vandanum.
Opinberað hafa trúlofun sína
ungfrú Gunnvör Björnedóttir,
Tjarnargötu 47 og Sigurður Þor-
steinn Guðmundeson, Karlagötu
21.
Opinberað hafa trúlofun sína
Vigdis Ketilsdóttir, afgreiðslust.
Gunnarssundi 8, Hafnarfirði og
Halldór Halldórsson rafvirki, —
Hringbraut 76, Hafnarfirði.
A jóladag voru gefin saman í
hjónaband af séra Magnúsi Frið
jónssyni í Eyrarbakkakirkju ung
frú Halldóra V. Jóhannsdóttir,
Háeyri, Eyrarbakka og Kjartan
Hreinn Pálsson, Vestmannaeyj-
um. Heimili þeirra verður á Hvít
eyjarvegi 12, Vestmannaeyjum.
Einnig ungfrú Jóna Árný Jó-
hannsdóttir, Háeyri Eyrarbakka
og Gunnar Hallgrímsson, Grunnu
vik. Heimili þeirra er að Bogahlíð
7, Rvík.
Á jóladag voru gefin saman í
hjónaband í Eskifjarðarkirkju
eftirtalin brúðhjón:
Þóra G. Valdimarsdóttir, Eslci-
firði, og Páll Þ. Elísson, Reyðar-
firði. — Pálína Imsland, Eskifirði
og Hilmar Símonarson, Neskaup
stað. — María Hjálmarsdóttir,
Neskaupstað og Ingvi R. Aliberts
son, Eskifirði. — 29. des. voru
gefin saman í hjónaband á Eski
firði Hildur Bóasdóttir og Hlöð-
ver Kristinsson. — Á gamlársdag
í Eskifjarðarkirkju: Sigurlaug
Stefánsdóttir frá Mjóanesi, Völl
um og Egill Guðlaugsson, Reyð
arfirði. — Edda S. Laing, Eski-
firði og Bóas Sigurðsson, Reyðar
firði. — Á nýársdag í Reyðar-
fjarðarkirkju: Bergljót I. Þórar
insdóttir frá Víðivöllum í Fljóts-
dal og Benedikt Brunsted Róberts
son Eyri við Reyðarfjörð. —
Séra Jón Hnefill Aðalsteinsson
sóknarprestur Hólmaprestakails
gaf brúðhjónin saman.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband í Kirkju óháða safn
aðarins af séra Emil Björnssyni
ungfrú Helga Jóhannsdóttir og
Ómar Ragnarsson, stud. jur. —
Heimili ungu hjónanna er að
Austurbrún 2.
Lælcnar fiarveiandi
Eyþór Gunnarsson til 12. jan. (Victor
Gestsson).
Esra Pétursson i?m óákveðinn tíma
(Halldór Arinbjarnar).
Kjartan R. Guðmundsson frá 21. sept.
1961 til 31. marz 1962. (Samlagssj. Ol-
afur Jóhannsson. Taugasj. Gunnar
Guðmundsson).
Ólafur Þorsteinsson frá 6. jan. til
20. jan. (Stefán Ólafsson).
Sigurður S. Magnússon um óákv.
tíma (Tryggvi Þorsteinsson).
Víkingur Arnórsson til marzloka
1962. (Olafur Jónsson).
Látið af heimskunni, munið þér
lifa, og fetið veg hyggindanna.
Sá, sem áminnir spottara, bakar sér
smán, og þeim, sem ávítar óguðlega,
verður það til vanza.
Með munnLum steypir hinn guðlausi
náunga sínum í glötun, en hinir rétt-
látu frelsast fyrir þekkingu.
Auður ríks manns er honum öflugt
vígi, en fátækt hinna snauðu verður
þeim að falli.
Hinn góði hlýtur velþóknun af
Drottni, en hrekkvisan mann fyrirdæm
ir hann. — Oorðskviðirnir.
+ Gengið +
Kaup Sala
1 Sterlingspund ... 121,07 121,37
1 Bandarikjadollar - 42,95 43,06
1 Kanadadollar ...... 41,18 41,29
100 Danskar krónur .... 624,60 626,20
100 Sænskar krónur .... 829,85 832,00
100 Norskar kr....... 602,87 604,41
100 Gyllini ......... 1.189,74 1.92,80
Bíll tíl sölu
Hillmann ’50 til sölu. Verð
eftir samkomulagi. Uppl.
í síma 22781.
íbúð óskast
Ung hjón með barn á
fyrsta ári óska eftir ibúð
strax. Uppl. í síma 33694.
Keflavík
Óska eftir 2ja herb. íbúð
nú þegar eða um næstu
mánaðamót. Uppiýsingar í
síma 1269.
Gæzla óskast fyrir dreng
4 ára fimm daga vikunnar
kl. 9—5, helzt í Vestur-
bænum. Góð greiðsla. —
Kaplaskjólsvegur 64.
Sími 18732.
íbúð til sölu
Stór og góð 3ja herbergja
íbúð á hitaveitusvæðinu
tii sölu. Uppl. í sírna 15986.
Blokkþvingur
veztur-þýzkar. fimm búkk-
ar til sölu sem nýjar. Verð
kr. 10.000,00. Sími 50174.
Stúlka óskast
í vefnaðarvöruverzlun hálf
an daginn. Tilboð sendist
Mbl. merkt: „7295“.
Nýlenduvöru verzlun
I fullum gangi á góðum
stað í bænum til sölu eða
leigu. Tilboð sendist Mbl.
merkt: ,.Austurbær 7296“.
Til sölu
eitt herbergi og eldhús í
húsi við Snorrabraut. Góð-
ir greiðsluskilmálar. Uppi.
í síma 15795.
Verzluiarpláss til leigu
Upplýsingar í síma 12335.
Skemmtikvöld
í G. T.-húsinu í kvöld
kl. 8,30.
Ó. M. og Agnes.
Ungtemplarafél.
Einingarinnar.
Guðnýjar Pétursdótfui
Kennsla hefst að nýju þriðjudaginn
9. janúar.
Nemendur frá fyrra námskeiði mæti
á sömu tímum og áður.
ínnritun fyrir nýja nemendur í síma
12486.
i' \ \ » ••
-
SEM KUNNUGT er áttu prins
arnir þrír í Laos fund með sér
27. des. s.l, til að reyna að
komast að samkomulagi um
myndiun samsteypustjórnar,
en sú tilraun fór út um þúfur.
Á myndinni sést Boun Oum
forsætisráðherra stjórnar
þeirrar, sem fylgir Vesturveld
unurn að mólum, á milli prins
Souvanna Phouma fyrrv. for
sætisráðherra hlutleysisstjórn
arinnar (t.v.) og prins Soup-
hanouvong, leiðtoga Pathet
Lao kommúnistanna (t.h.).
Dansskóli Heiðars Astvaldssonar
Kennsla hefst mánudaginn
8. jan.
Jóladansleikurinn verður í
Sjólfstæðishúsinu þriðju-
daginn 9. jan.
Nemendur, sem ekki hafa
fengið miða sína, eru beðn
ir að sækja þá í Alþýðu-
húsið eftir kl. 5 mánudag-
inn 8. jan
Vinsamlega athugið.
Þar eð skólinn er enn full-
setinn verður engum nýj-
um nemendum bætt við.
Guðbjörg og Heiðar Ástvalds.
Titboð óskast
í nokkrar fó'ksbifreiðir er verða sýndar í Rauðarár-
porti þriöjud. 9. þ.m. Ki. 1—3. Tilboðin verða opnuð
í skrifstofu vorri ki. 5 sama dag.
Sölunefnd varnarliðseigna