Morgunblaðið - 07.01.1962, Page 10

Morgunblaðið - 07.01.1962, Page 10
10 MORGVISBLÁÐIÐ Sunnudagur 7. jan. 1962 Séð yfir mannfjöldann framan við Guennete Leul höliina. Nýr hasköli / r MÖRGUM fcom á óvart fyrir ári, þegar tilkynnt var um út- varpsstöðina í Addis Abeba, að stjórn Haile Selassie I í Eþíópíu væri lokið. Við völd- um hefði tekið ný stjóm, sem vinna mundi að bagsmunum þjóðarinnar. Keisarinn var um það leyti í Suður Ameríku í opinberci heimsókn. í fjar- veru hans hafði lítill hópur embættismanna, studdir af líf- verði kei&arans og lögreglu- liði höfuðborgarinnar, gert uppreisn. Hinn vinsæli keisari brá skjótt við og hélt heim þrátt fyrir ískyggilegt útlit. Kom þá enn í ljós, hve vinsæll hann er með þjóð sinni og hvers trapsts hann nýtur. Eins og kunnugt er var uppreisnin bæld niður á skömmum tíma. Ekki er því að leyna, að við- burðirnir fyrir ári hafa haft mikla þýðingu fyrir þróun mála í landinu. Það er aug- ljóst að gagnrýni uppreishar- stjórnarinnar fékk góðan hljómgrunn meðal mennta- manna og stúdentá og hefur vakið almenning til umhugs- unar. Keisarinn lofaði þjóð- inni nýrri stjórnarskrá í ræðu, sem hann hélt skömmu eftir uppreisnina. Kosningar hafa farið fram í landinu. Samiband þings og stjórnar hefur verið eflt. Róðherrum var gefið auk ið vald og voru jafnframt gerð ir ábyrgir gerða sinna gagn- vart þjóðinni. Vart er hægt að segja, að málfrelsi ríki í land- inu, þótt svo sé að lögum. En á síðasta ári hefur frels' til gagnrýni á stjórn landsins aukizt. „Keisari Haile Selassie hef- ur gert meira £ sinni 30 ára stjórnartíð en fyrirennarar hans um aldir. Hann varð fyrstur af 225 konungum af ætt Salomions, sem ríkt hafa í landinu, til þess að gefa þjóð- inni stjórnarskrá. Hann hefur lagt aftur undir landið héruð, sem hafa verið því glötuð um langan tíma. Undir hans stjóm hefur Ebíópía fengið aðgang að sjó. Hann hefur beitt sér fycir menntun þjóðarinnar.“ Þannig fórust einu dagblað- anna í Addis Abeba orð. Sagan mun geta 30 ára stjórnartíma Haile Selassie, sem stærsta spors, sem tekið hefur verið til að færa mennt- un þjóðarinnar í nútíma horf. Merkilegum áfanga var náð í sl. viku, þegar háskóli vgr stofnaður í Addis Abeba. „Þetta er söguleg stund fyr- ir oss og fyrir Eþíópíu." Með þessum orðum hóf Eþíópíu keisara Haile Selassie I ávarp sitt við stofnun Haile Selassie I háskólans í Addis Abeba hinn 18. desember sl. Athöfnin fór fram við Guennete Leul höllina, sem keisarinn þennan dag gaf eþíópsku þjóðinni til afnota fyrir háskólann. Keis- arinn erfði höllina eftir föður sinn Ras Makonnen. Aðalbygg ingin var reist 1930, árið, sem keisarinn var krýndur. „Sagt er, að ftalir hafi ætlað Musso- lini höllina, sem hvíldarheim- ili, en með Guðs hjálp öðlaðst Eþíópía frelsi sitt aftur,“ sagði keisarinn. „Vér höfum lýst því yfir áður, að vegurinn til framfara byggist á menntun- þjóðarinnar á breiðum grund- velli. Vér höfum ákveðið að gefa höll vora þessari og kom- andi kynslóðum Bþíópíu, svo að þær megi njóta góðs af þeirri fræðslu, sem þar fer fram.“ Höllin mun héðan í frá bera nafn keisarans og verða höfuðstöðvar Haile Selassie I háskólans. Snemma morguns fóru gest- ir og nemendur að ganga til sæta sinna á svæöinu i._man við höllina. Á meðan lek skrautbúin hljómsveit lífvarð arins. Eftir að fylking háskóla manna hafði gengið inn á svæðið, gekk keisarinn fram og settist í hásæti, sem komið var fyrir á tröppum hallarinn Formaður stúdentaráðs flyiur ræðu. ar. Eftir að patriark Bþíópíu Abuna Basilios hafði lýst bless un, afhenti hans hátign keis- arinn háskólanum höll sína í stuttri ræðu. Fjármálaráð- herra Ato Yilma Deressa, sem einnig er formaður stjórnar- Framhald á bls. 16. Joseph Gundry & Stofnsett 1665 GUNDRy nælon slldarnæturnar vaxa sífellt 'i áliti. Með notkun kraft- blakkarinnar hefur enn betur komið i Ijós nauðsyn á sterku og endingargóðu nótaefni. EGGERT GÍSLASON, SKIPSTJÓRI Co. Ltd. Aflaskipið Víðir II. með fullfermi úr GRUNDRY nót í vetur notar Eggert Gíslason GUNDRY- nót með enn stórkostlegri árangri. sagði s.l. haust: „Ég notaði GUNDRY smá- riðna síldarnót við Suður- landsveiði sl. haust, vetur og vor. Nótinni kastaði ég yfir 400 sinnum og fiskaði í hana 48.600 tunnur á tímabilinu 1. okt. til 15. júní. Nótin reyndist mjög vel, efnið lif- andi, snart og mjög ending- argott“. GUNDRY verksmiðjurnar eru meðal fremstu brautryðjenda með notkur gerviefna til netaframleiðslu. Eigin rannsóknarstofur og spunaverksmiðjur tryggja jöfn t)g fyrsta flokks gæði. GUNDRY nælon-netin standast allan samanburð. Mörg afla- hæstu síldarskipin nota GUNDRY snurpunætur. Getum enn bætt við takmörkuðum pöntunum á nótaefni fyrir nætu sumarvertíð. Aðalumboðsmenn: Olafur Gislason & Co. hf. Hafnarstræu 10—12 — Sími 18370 — Símnefni NET.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.