Morgunblaðið - 07.01.1962, Page 12

Morgunblaðið - 07.01.1962, Page 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 7. jan. 1962 Otgeíandi: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (álbm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kripíinsson. Ritstjórn: iðaistræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. SORGLEG ÞORLÁKSMESSA Valdbeiting friðarpostulanna Nehru, „maður friðarins", hefir sex sinnum beitt valdi til að nd yfirrdðum yfir landsvæð- um annarra ÍKASHft/* NVJA D£Lfy VJtrj fiSJSSS Chðnde rnajore 'p0t)dicherry Junagarh, 1947: Ríkisstjórinn í Junagarh samiþykkti sameiningu ríkisins og Pakistan, en indverskur her var sendur á vettvang og her- tók Junaganh. Kashmir, 1947: Her Nehrus sendur inn i Kasihmir .Atburður þessi leiddi til styrjaldar við Pakistan. Nehru féllst á vopnaihlé 1949 og að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði látin fara fram í Kashmir um framtíð landsins. Eugin atkvæða- greiðsla hefur farið fram, og nú segir Nelhru að Kashmir sé indverskt landsvæði. Hyderabad, 1948: fbúar þessa ríkis eru um 19 milljónir og neituðu 'þeir að sameinast Ind- landi, en sendu SÞ hijálparbeiðni En Nehru sendi her sinn inn í Hyderabad, gjörsigraði her furstans þar á 4% degi, samdi við furstann og tók völdin. Chandernagore, Pondicherry, 1954: Uppþots- menn, sem nutu stuðnings Nehrus, tóiku völdin í smá-nýlendum Frakka og ógnuðu tveim þeim stærstu. Vegna sífelldra ógnana og þvingana féllust Frakkar loks á að afhenda Nehru ný- lendur sínar í Indlandi. 1 Dadrá, Nagar Aveli, 1954: Indverskir upp- þotsmenn tóku þessar tvær portúgölsku borgir og hefur Nehru ráðið þar ríkjum síðan þrátt fyrir úrskurð Alþjóðadómstólsins Portúgal i vil. Goa, Damao, Diu, 1961: Indverski herinn ræðst inn í nýlendurnar og hertekur þær í des- ember. ALMENN bindindissemi á sjálfsagt nokkuð langt í land á íslandi. Hins vegar er okkur íslendingum kærast að mega halda áfram að trúa því, að við séum í tölu betur siðaðra þjóða. Það sem einna helzt vekur í brjóstum okkar efa í þessu efni er hegðun margra manna undir áhrifum víns, og hefur sitthvað verið sagt um alla þá hörmung. 1 kvæði sínu um hin fögru vín ber, sem guð lét vaxa til að gleðja dapran heim, segir Hannes Hafstein: Smána jafnt hans gáfu góða Goodtemplari og fyllisvín >— og Árni Pálsson kvartaði sáran yfir „rónunum, sem kæmu óorði á áfengið.“ Fyrir svo sem áratug var drykkjuskapar-skrílæði orðið svo magnað á götum Beykja- víkur á gamlárskvöldum, að Kristján Albertsson stakk upp á því, að komið væri upp gríðarmiklu villidýra- búri í miðri borginni, og þangað varpað öllum þeim fylliraftalýð, sem gerðu höf- uðborg sinni og þar með menningu landsins þá sví- virðu, að minnast áramóta með því að gera Reykjavík að óargadýrabæli í nokkrar klukkustundir. Vildi Kr. Al- bertsson að þessir uppivöðslu menn ættu yfir höfði sér að verða sýndir í villidýrabúr- inu á nýjársdag ■— og var svo bjartsýnn að telja að það mundi duga til þess að skjóta þeim skelk í bringu, svo að skrílskan á gamlárskvöld félli niður með öllu. Síðan má heita að öll gamlárskvöld hafi farið sið- samlega fram, enda var tek- inn upp sá háttur að hafa brennur víðs vegar á útjöðr- um borgarinnar, og við það lagðist niður sú venja að múgur og margmenni safnað- ist fyrir í miðbænum og stór hópar mynduðust af meira eða minna drukknum mönn- um, þar sem hver espaði ann an til hvers konar óláta og strákapara. ★ En nú virðist sem skrílsk- an hafi kjörið sér nýjan dag til að þjóna eðli sínu, „Þor- láksmessa er að verða eins Og gamlárskvöldin voru áð- ur, ef ekki verri“, sagði lög- reglan við Morgunblaðið, eft- ir jólin, og sagði frá óhemju drykkjuskap, blóðugum slags málum, hættulegum ýlu- i sprengjum og kínverjaspreng ingum. Varð að handtaka fjölda manna, en flestir send ir heim eftir yfirheyrslur — ef þeir hafa þá farið heim, fyrir fullt og allt, en ekki horfið aftur í sollinn til þess að halda áfram fyrra athæfi. Miklum fjölda var þó ekki sleppt aftur, og sagði lög- reglan að „aldrei fyrr hafi jafnmargir verið settir inn.“ Eins og kunnugt er eru búðir opnar til miðnættis á Þorláksmessu, og streymir þá fjöldi manna inn í miðbæ- inn og um allar helztu verzl- unargötur, til þess að annast síðustu innkaup til jólanna. Allt þetta fólk á rétt á að geta farið ferða sinna án þess að eiga á hættu að kveikt sé í fötum þess. Þó ekki væri af öðru, verður að krefjast þess, að lögreglan geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að vera viðbúin á næstu Þorláksmessu til þess að vernda borgina fyrir æði og uppivöðslrp af völdum lausing j alýðsins. ★ Við eigum ekki að þola að örlitlu broti af íbúum borg- arinnar — þeim sem verst eru siðaðir eða innrættir — haldist uppi að æsa sig upp með áfengi einu sinni á ári, til þess að fá þjónað lund sinni með skrílslegu athæfi á götum hennar. Við eigum ekki að þola að Reykjavík sé gerð að skrílsbæli daginn fyrir jól á ári hverju. Ef ekki er hægt að hræða menn frá slíku nema með gripheld- um girðingum eða einhverju slíku — þá má búast við að þeirri hugmynd vaxi fylgi, svo skémmtileg sem hún er. Það verður að vænta þess, að lögreglan sé við því búin frafnvegis að hreinsa göturn- ar af skríl á Þorláksmessu- kvöld, og geyma allt þess konar fólk að minnsta kosti til næsta morguns. Því að- eins getum við búizt við því, að fólk verði aftur óhult á götum úti á messudegi heil- ags Þorláks — og þessi dagur ekki gerður að sérstaklega útvöldum skríldegi, enda allt annað betur til þess fall- ið að undirbúa þá helgi, sem flestir munu þrá að hvíli yfir jólunum. KYNDA ÓFRIÐARELDA 17'ommúnistar þykjast vera miklir og einlægir friðar sinnar. Þrátt fyrir það verð- MÖRGUM varð hverft við og kom það óþægilega á óvart, þeg- ar Indverjar gerðu alvöru úr því að leggja smánýlendur Rortúgala á vesturströncí Indlandsskaga und ir sig með valdi. Einkum varð þetta áfall fyrir friðar- og hlut- ieysissinna víða úm heim. Sann- leikurinn er þó sá, að eiginlega hefði vaidbeiting Indverja að þessu sinni ekki átt að þurfa að koma mönnum svo mjög á óvart — því að séu rifjaðir upp atburð- ir sl. 14—15 ára, kemur í ljós, að þetta er í sjótta sinn sem Nehru íorsætisráðherra, er vinir hans og áhangendur hafa oft valið nöfn eins og „máður friðarins“, „hinn trausti framvörður hlut- leysisins“ „samvizka mannkyns- ins“, „andstæðingur alls ofbeld- is“ og þar fram eftir götunum, hefir neytt aflsmunar til þess að leggja undir sig yfirráðasvæði annarra. Er gerð nánari grein fyrir hernaðar-„afrekum“ Ind- verja í skýringum með korti því, sem hér fylgir með. „Styrjöldin1 var skjótt útkljáð — hófst á mánudegi og lauk á fimmtudegi — enda var liðsmun- ur gífurlegur. Indlarí^sstjórn sendi 45.000 manna her á vett- vang, en fyrir til varnar í Góa voru aðeins um 3.500 portúgalsk- ur sú staðreynd ekki snið- gengin, að þeir kynda ófrið- arelda um heim allan, hvar sem þeir fá því við komið. Þeir studdu ofbeldisárás Ind- verja á Portúgala í Góa og hindruðu með neitunarvaldi sínu í Öryggisráðinu, að árás araðilanum yrði fyrirskipað að láta af hernaðaraðgerðum. Þeir hafa lýst fylgi sínu við innrásarfyrirætlanir Súkarn- os, Indónesíuforseta, á Nýju Guineu. Sovétríkin og Rauða Kína standa við skæruhernað og manndráp í Suður-Vietnam og Laos. Loks hafa Rússar og fylgiríki þeirra í Austur- Evrópu hrúgað vopnum inn í Kúbu til þess að hjálpa Fidel Castro til að útbreiða komm- únismann á vesturhveli "jarð- ar. ir hermenn. Þannig var á nokkr- um dögum bundinn endir á 450 ára yfirráð Pörtúgala í Góa. Indverjar höfðu að vísu áður en „styrjöldin“ hófst haldið því fram að í Góa væri talsvert meira en 10.000 manna portúgalskt her- lið. En þegar átökum var lokið tilkynntu þeir að allur her Portú- gala, alls 3.500 hermenn, væri á valdi þeirra. í Góa búa um 650.000 manns og eru um 40% þeirra rómversk kaþólskrar trúar. Kirkjan hefur unnið mjög ötullega að menntun íbúanna, svo þar er menntun á Iiærra stigi en víðast hvar á þess- um slóðum. Mikið er um það að foreldrar í Goa sendi börn sín til framhaldsnáms við enska skóla í Bombay. Um 300.000 Goabúar hafa sezt að erlendis, margir við Persa- flóa og í Austur-Afríku, en ýms- ir hafa hlotið háar stöður hjá indversku stjórninni og.indverska hernum. Það var vel stæð nýlenda, sem Indverjur haia náð undir sig nú. í Kongó hafa kommúnistar gert allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að hindra friðun landsins og róa undir upplausn og vandræðum. Þannig er þá „friðarvið- leitni“ kommúnistanna. Kjarni málsins er sá, að hinn alþjóðlegi kommúnismi felur í sér langsamlega mestu hættuna, sem steðjar að heimsfriðnum í dag. ÓLÍKT HAFAST ÞEIR AÐ llinstri stjórnin lofaði að ’ létta af tollum og skött- um. Efndir þess loforðs urðu á þá lund, að hún hækkaði tolla og skatta á almenningi Gjaldeyrissjóðir Goa hafa farið sívaxandi og nema nú um 860 milljónum króna. f Göa er mjög góð höfn og þar eru hin beztu skilyrði tii útskipunar á málm- grýti. En í Indlandi, skammt frá Goalandamærunum, er mikill málmur í jörðu, sem ekki hefur verið unninn vegna flutnings- erfiðleika. Auðvelt er að flytja málmgrýtið til Goa og skipa því út þaðan. ^ Aukinn útflutningur frá Goa gæti enn bætt lífskjör íbúanna. En ekki eru þeir allir jafn bjart- sýnir á það Undanfarið hafa indverskir námamenn leitað vinnu í Goa og hlötið þar þreföld laun miðað við þau, sem greidd eru fyrir samskonar vinnu í Ind- landi. Nú óttast sumir Goabúar að Indverjar kjósi heldur að lækka kaupgjald í Goa niður f það, sem ríkir í Indlandi. Aðal- atriðið í þeirra augum er spurn- ingin: Nú, þegar Nehru hefur tekið Goa með valdi, gerir hann þá meira fyrir landið en Portú- galar gerðu? árlega um hundruð milljónir króna. Hún átti engin önnur úrræði en að hækka stöðugt álögurnar á almenningi til þess að geta haldið áfram að ausa síhækkuðum uppbótum í verðbólguhítina. Núverandi ríkisstjórn hef- ur haft allt annan hátt á.‘ Hún hefur afnumið uppbóta- og styrkjakerfið og lækkað skatta og tolla stórkostlega. Jafnhliða hafa lausaskuldir ríkissjóðs verið borgaðar upp, lánstraust þjóðarinnar út á við endurreist, og merki leg framkvæmdaáætlun um alhliða uppbyggingu ís- lenzkra bjargræðisvega und- irbúin. Það má vissulega segja, að ólíkt hafast þeir að, vinstri stjórnarmenn og viðreisnar- menn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.