Morgunblaðið - 07.01.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.01.1962, Blaðsíða 17
Sunnudagur 7. jan. 1962 MORGVNBLAÐIÐ 17 — Loftleiðir Framhald af bls. 6. auglýsum vitanlega í alls konar sveita- og klíkublööum, t.d. í Bandaríkjunum. En sumir eru þannig gerðir, að þeir vilja ekki ferðast með öðrum félögum en þeim, sem auglýsa í Life og hafa skrifstofu í Rockefeller Center, og fyrir það blessað fólk verður líka eitthvað að gera. , , — Hvar auglýsið þið mest? ''’ — í Bandaríkjunum. Þaðan fáum við meiri tekjur en ‘frá nokkrum einum stað öðrum, og þess vegna auglýsum við mest þar. Náttúrlega mætti snúa þessu við og segja: Við fáum hlutfallslega mestar tekjur frá Ameríku af því að við auglýs- um þar mest, en það er nú kannske að ofmetnast yfir gildi auglýsinganna, og þess vegna skulum við hafa það eins og ég orðaði það fyrst. — Hafið þið bein sambönd við auglýsingaskrifstofur víðar en í Bandaríkjunum? — Já. Við höfum það. Þar að auki höfum við okkar eigin auglýsingaráðunauta sums stað- ar í Evrópu, og er góð sam- vinna með okkur. Bezti ljós- myndarinn okkar er Svíi, sem tekið hefur fyrir okkur margar ágætar myndir, og einn fyndn- asti og holdugasti kollega minn er líka Svíi. Það er mikil veizla að eiga með honum stund við gott matborð, og sakar þá ekki drykkuf. Kjötsúpa í Hveragerði — Þið bjóðið stundum hingað ferðaskrifstofumönnum? — Já. Árið sem leið komu rúmlega 70 manns hingað frá ferðaskrifstofum í boði Loft- leiða, aðallega frá meginlandi Evrópu, og núna fyrir vorið ger um við ráð fyrir a.m.k. fimm 15 manna hópum. Erlendis gera menn miklu meira af því en hér að láta ferðaskrifstofur skipuleggja ferðalög sín. Þess vegna er það oft á valdi starfs- manna ferðaskrifstofanna hvert farið er, og fyrir því skiptir það miklu máli að þeir minnist Loft 'leiða hlýlega þegar tækifærin gefast til að leggja lóð á vogar- skálina. 1 — Hvers vegna farið þið þá ekki með þessa gesti alla leið til Ameríku? — Það er vegna þess að þeir eru dekurbörn. Önnur flugfé- lög þeyta þeim eftir hinum troðnu ferðamannaslóðum og halda þá vel í mat og drykk 1 Kairó, á Bermuda eða í Jó- hannesarborg. Flestir, sem gaml ir eru í hettunni hafa fyrir löngu fengið nóg af því, en margir þeirrá hafa aldrei til ís- lands komið. Það ferðalag er frábrugðið öllu, sem þeir eiga að venjast, og ef vel tekst til með sundlaugar, útreiðartúr uppi í Mosfellssveit, blíðviðri á Þórustöðum, goshver og kjöt- súpu í Hveragerði, þá muna þessir menn lengur og betur eftir okkur en fylliríi í Holly- wood, og þess vegna er þeim peningum hyggilega varið, sem goldnir eru vegna vel heppn- aðrar Íslandsferðar. — Er íslandsferð erlendra ferðaskrifstofumanna hyggileg fyrst og fremst vegna Ameríku- flugs Loftleiða eða er hún mark mið í sjálfu sér? — Hvort tveggja. Loftleiðir verða að auglýsa ísland af tveim ástæðum. Það er nauð- synlegt að gera fólki grein "fyr- ir því, að hér sé hættulaust að lenda á leið milli Ameríku og Evrópu, og 1 öðru lagi trúum við því, að ísland eigi mikla framtíð sem ferðamannaland. 1 báðum tilfellum ætlum við nátt- úrlega að hagnast, svo að þetta er vitanlega ekki gert í guðs- þakkarskyni, en því má ekki gleyma, að mestur hluti þess fjár, sem við verjum til aug- lýsinga rennur á einn eða ann- an hátt til íslenzkrar landkynn- ingar almennt. Allar skrifstofur félagsins halda uppi beinni ís- lenzkri landkynningu með því að dreifa bæklingum um ísland og svara árlega hundruðum bréfa, þar sem spurzt er fyrir um eitthvað sem Island varðar, en svo gerist þetta óbeint með ýmsu móti. Ég skal nefna þér dæmi: Ísland var sá gullni lykill — Við vorum 10 saman í haust er leið í hálfs mánaðar áróðursferð fyrir Loftleiðir vest ur í Wisconsin. Við byrjuðum ekki með því að segja: Nú ætl- um við að vekja athygli ykkar á ákaflega indælu flugfélagi, sem Loftleiðir nefnist. Það býð- ur upp á mjög lág fargjöld og prýðilega fyrirgreiðslu. Fljúgið með Loftleiðum. — Nei, þetta datt okkur ekki í hug. Við heilsuðum upp á út- varps- og sjónvarpsmenn, rit- stjóra blaða og aðra framámenn og sögðust geta sagt þeim ýmis- legt um Island að fornu og nýju, og þegar við höfðum gestaboð þá byrjuðum við með því að sýna kvikmynd frá ís- landi, og svara fyrirspurnum um Leif heppna eða afstöðu ís- lendinga til Atlantshafsbanda- lagsins. Svo fórum við að gauka einhverju að mönnum um Loft- leiðir. En ísland var sá gullni lykill, sem opnaði okkur allar dyr. Það seldist nægjanlega mik ið af Loftleiðafarmiðum meðan við vorum þarna til þess að borga ferðina, en sú íslenzka landkynning, sem við höfðum þarna uppi hefur vonandi líka orðið til þess að auðveldara verður að selja hraðfrystan fisk frá íslandi en ella vestur í þessu ágæta ríki, og þannig styður þetta hvað annað, góð kynni af Loftleiðum, verða líka góð íslenzk landkynning og allt sem jákvætt er hér að fomu og nýju getur orðið til þess að Loftleiðir eignist góða viðskipta- vini. Þýðingarlaust að auglýsa vonda vöru — Er áhugi útlendinga að vakna á íslandi? — Ég er sannfærður um að þess verður ekki langt að bíða, að ein af meginorsökum þess að fólk vill fremur fara með Loft- leiðum en öðrum flugfélögum milli Ameríku og Evrópu verð- ur sú, að hér. vilja menn fá að eiga viðdvöl. Vitanlega kostar það nokkra fjárfestingu, ekki síður en annar atvinnurekstur, en ég vildi fremur eiga gilt hlutabréf í nýju gistihúsi á ís- landi en flestum öðrum fyrir- tækjum, að ég nú ekki tali um ef það væri við einhvern af hinum miklu heilsubrunnum hveranna. Hér er nefnilega á- gætt að vera, allan ársins hring. Víða erlendis verða menn að vera frostbólgnir flesta vetur og kófsveittir öll sumur, en hér getur maður byrjað alla ársins daga með því að svamla í opn- um sundlaugum og hressa sig í morgunblænum. — Ég skal játa, að mér finnst gaman að skreppa til útlanda á vorin eða haustin, en sumar og vetur er hvergi betra en hér — og það eiga túristarnir eftir að uppgötva. — Hafið þið beint samband við margar erlendar ferðaskrifstof- ur? — Þær skipta áreiðanlega þús- undum. Eg hef enga hugmynd um hve margar þær eru, en hitt veit ég, að á vegum Loftleiða starfa nú 12 sölumenn í Ameríku og Evrópu, og er þeirra aðal- starf að vera á sífelldu flakki milli ferðaskrifstofanna, láta þeim í té bæklinga og gefa upp- lýsingar um starfsemi félagsins. .— Nú eru starfsmenn Loftleiða um 330 manns, þar af rúmlega 200 á íslandi og um 70 í Ame- ríku. Auk þess hafa starfsmenn umboðsfyrirtækja Loftleiða er- lendis og viðhaldsliðið í Staf- angri beinlínis framfærzlu af starfsemi félagsins, og má því segja að það sé nú allfjölmennur hópur, sem Loftleiðir brauðfæða. — Og telur þú að auglýsing- Beriitz skóíinn tilkynnir Innritun í tungumálanámskeiðin hafin. Enska, þýzka, itaiska, spænska, franska. 8 manna hópar og minni einkaflofekar. Innritun daglega frá kl. 2—7. Berlitz skólinn Brautaiholti 22 — Sími 1-29-46. Stúlkur Oss vantar stúlkur til starfa í frystihúsi voru í Sand- gerði á komandi vetrarvertíð. Mikil vinna. Gott hús- næði. — Upplýsingar í símum 7515 og 7518. Utgerðarstöð Guðmundar Jónssonar Rafnkelsstöðum. Hraunprýði heldur aðalfund þriðjudaginn 9 jan. kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Onnur mál. Skemmtiatriði: Upplestur — Spurningaþáttur o. fl. Konur eru hvattar til að mæta. STJÓRNIN. arnar eigi ríkan þátt í því? .— Já, það tel ég vitanlega. Auð vitað verður einn áróðursstjóri að trúa einhverju af því, sem hann reynir að prakka inn á aðra, en mér er þó ljóst, að ann- ar þáttur er gildari. Við höfum stundum beðið farþegana okk- ar að svara ýmsum spurningum, okkur til leiðbeiningar, t. d. um hvað fyrst hafi vakið athygli þeirra á félaginu og hvers vegna þeir haifi svo valið það. Hlutur auglýsinganna er þar allgóður, einkum að því er varðar fyrri hlutann, en þegar til þess kem- ur að taka lokaákvörðunina, þá verður það þyngst á metunum, að einhver kunningi hefir vegna góðrar reynslu mælt með félag- inu. Og þannig verður það að vera, ef vel á að fara. Það er þýð ingarlaust að verja miklu fé til þess að auglýsa vonda vöru, en það er líka vonlaust að eiga góða vöru, sem enginn veit að er á boðstólum. Við reynum að gera hvort tveggja kynna það sem við höfum að bjoða og vanda til þess. IJtsala á skófatnaði STÓRKOSTLEG ÚTSALA á skófatnaði hefst í fyrramálið Kvenskófatnatiiir — Kuldaskór kvenna — Karimannaskór — Barnaskór Mikil verðlœkkun — Notið þetta sérstœða tœkifœri Skóbúð Austurbæjar Laugavegi 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.