Morgunblaðið - 07.01.1962, Page 23

Morgunblaðið - 07.01.1962, Page 23
Sunnudagur 7. jan. 1962 MORCIJTSBLAÐIÐ 23 „Óbreytanleg staöreynd“ segir Nehru um „frelsun" Goa Pulna, Indlandi, 6. jan. NEHRÚ, forsætisráðherra Ind lands, ávarpaði öðru sinni landsfund Kongressflokksins í Putna í dag — og sagði m. a., að nú mætti kynnast raun- veruiegri afstöðu vesturveld- anna til nýlendustefnunnar af því, hvernig þau tækju í til- raunir Salazars, einræðisherra Portúgals, til að stofna útlaga- stjórn fyrir Goa. Kallaði Nehrú þær áætlanir furðuleg- ar og fjarstæðar. „Frelsun“ Goa væri „staðreynd, sem ekki verður breytt.“ Sömuleiðis sagði Nehrú, að það væri stórfurðulegt að nokkur skyldi láta sér koma til hugar að saka Indverja um yfirgang og ofbeldi, er þeir „frelsuðu“ Goa úr höndum Portúgala. — En almennings- álitið í heiminum er á okkar bandi, sagði Nehrú, — það seg ir: „Niður með allt nýlendu- vald.“ — Kvað hann sum ný- lenduveldi, svo sem Bretland og Frakkland, hafa skilið þetta og hagað sér í samræmi við það — en önnur, og þá fyrst og fremst hin minni, eins og Portúgal, hefðu ekki fylgzt með þróuninni og stæðu nú uppi eins og nátttröll aftan úr grárri forneskju. Magnús Pálsson smíðaði líkanið af „Haffrú“ Bjarna Ólafssonar. Hann er hér að útskýra hvern hvern hluta á bátnum. (Ljósm.: Heimir Stígss.) Fast þeir sóttu sjdinn . ** Attæringur með öllum búnaði gefinn Keflavík ÞEIR vissu það fyrir lifandi löngu gömlu sjóforkarnir og bræðurnir Ólafur og Albert Bjarnasynir að faðir þeirra, Bjarni Ólafsson, yrði 100 ára á nýársdag 1962. Það er þvi nokkuð síðan að þeir lögðu undir við hinn marghaga Magnús Pálsson á Hvalsnesi að smíða eft- irmynd af áttæringnum, sem Bjarni Ólafsson sótti sjóinn á, og þar sem svo margir miðaldra Keflvíkingar hlutu sinn sjó- tnannaskóla á þóftum og í rúmi. k Magnús KOm með bátinn til ! Iþeirra á jólaföstu, með rá Og reiða og seglásíu allri, með dreka ©g árum, austurstrogi, seilanál og ©llu, sem íylgdi og fylgja ber. Alhert og ólafur höfðu bátinn heima hjá sér í nokkra daga og ©ft var gestkvæmt í kringum hann Og margar minningar vökn- uðu — sögur um sjóhrakninga Og volk — sögur um manndóm, snar- ræði og festu, og það hvernig var barizt við sjóinn án þess að hafa radar, dýptarmæli eða talstöð — heldur stjarnskyn og þekkingu á miðum og sjó. Báturinn afhentur r' Á gamlársdag réru svo bræð- urnir bát sínum niður á bæjar- skrifstofu, þar vOru fyrir bæjar- 6tjóri, bæjarfulltrúar, byggða- 6afnsmenn og nokkrir forvitnir 6em vissu um þessa lendingu. Þeir Albert og Ólafur höfðu ákveðið eð gefa Keflavíkurbæ, til handa Byggðasafninu, þessa afmælis- gjöf Bjarna Ólafssonar föður þeirra, til þess að bera komandi ikynslóð vitni um tæki lífsbarátt- unnar, þegar hann var í broddi etarfsins, og þeir drengir tengi- liður á milli fortíðar og framtíð- ar Og skapa skilning á fortíð- inni, því vissulega getur aldrei verið um hamingjusama fram- tíð að ræða nema hún standi jöfn um fótum í fortíð og nútíð. Það er svo oft sem skilning brestur á þvL ( Tómas Tómasson, forseti bæjar stjórnar, veitti gjöf þeirra bræðra viðtöku Og þakkaði hana fyrir hönd bæjarins og Byggðasafnsins. Hann ræddi um hve holl hug- vekja þessi áttæringur væri og hve vel væri tilfundið hjá gef- endum að láta geyma bátinn í Gagnfræðaskólanum, þar til byggðasafnið fengi sitt eigið hús, sem allir hefðu aðgang að. Alfreð Gíslason bæjarstjóri, •þakkaði þeim bræðrum fyrir hlýhug ti1 fæðingarbæjar þeirra og þetta fyrsta markandi spor til þess að efla og gera hugsjónina um byggðasafn að veruleika. Þar hefðu áður árum saman unmð áhugamenn og orðið nokkuð á- gengt, þrátt fyrir margháttaða örðugleika, svo sem algjöran fjár skort og skort á geymslurúmi fyr ir safngripi, hvað þá heldur sýn- ingarhæfu húsnæði fyrir byggða- safnið. En nú mundu verða straumhvörf á, bæði bæjarstjórn og einstaklingar mundu nú leggja hugmyndinni lið og bera hana fram til sigurs, svo að Byggða- safn Keflavíkur mætti verða sá liður í þróunarsögunni, sem sómi væri að. Þúsund þjala smiður Magnús Pálsson á Hvalsnesi er þúsund þjala smiður — hann er bóndi á harðbalajörð, organleik- ari í Hallgrímskirkju á Hvalsnesi, sögu Og ættfróður með afbrigðum og þekkir betur en flestir aðrir búnað og gerð árabátanna, sem nú eru að verða safngripir. Hvernig Magnús getur leikið á orgel með sínum sveru fingr- um, án þess að snerta í senn tvær nótur og hvernig hann getur fingrað smágerða hluti eins Og við smíði eirsaumsins í bátinn, iverSux lítt skiljanlegt þó að staðreyndin biasi við. Magnús skilgreindi hverja þóftu og hvent rúm með sínu rétta nafni, hvern hlut í kjöl og súð til keipstokka, svo og segla- búnað allan. í stórsegl á átt- æring fóru 90 álnir af álnar- breiðum dúk, í framsegl fóru 4 dúkar og 5% að neðan. Mesta hæð á framsegli var 7 álnir og 3 kvartel, aftursegl var lægra og einum dúk mjórra. Það var fróðlegt fyrir þá sem nutu að heyra lýsingu Magnúsar á þessum forfeðrum vélskip- anna, þar komu fyrir orð og heiti, sem eru að falla úr málinu en munu geymast með bátnum á byggðasafninu til eftirkom- enda. SmíSaði 180 áraskip Áttæringurinn „Haffrú“ var upphaflega smíðaður af Guðjóni Jónssyni skipasmið á Framnesi í Keflávík, en hann smíðaði um sína daga ekki færri en 180 ára- skip. Var „Haffrú“ Bjarna Ólafs- sonar einn með þeim síðari, sem hann smíðaði, og ein með þeim síðustu sem haldið var út frá Keflavík og reyndist alla tíð mesta happaskip, enda var Bjarni Ólafsson mikill aflamaður og sjósóknari og þótti betra en ekki að vera í skipshöfn hans. Bjarni ól syni sína upp á sjónum Og urðu þeir forustumenn á véla- öld útgerðarinnar. Var Bjarni einnig framsýnn á því sviði, því hann var einn af eigendum fyrsta vélbátsins sem til Keflavíkur kom. Nú eru áraskipin að hverfa eins og svo margt annað, sem læt ur undan vaxandi tækni, en saga þeirra hefur markað spor sín í þróunarsögu þjóðarinnar Og er ómótmælanlega eitt af því sem lyft hefur þjóðinni frá örbirgð til velmegunar. Það var því vel gert af þeim bræðrum Albert og Ólafi Bjarna- sönum að gefa Byggðasafni Kefla víkur þetta veglega líkan af Haf- frúnni“ sem faðir þeirra stýrði til minningar um hann og liðna tíð — því vissulega eiga tengilið- ir fortíðar Og framtíðar að geym- ast í safni sögunnar um Kefla- vík, sem þróaðist frá kúguðum einokunarstað til eins fremsta at- hafnabæjar á landinu — þakkað veri mönnum eins og þeim feðg- um, sem ekki gáfust upp heldur trúðu á nýja tíma, frelsi og fram farir. Byggðasafn Keflavíkur kemur og verður minnisvarði um þróunarsögu byggðarlagsins Og fólksins — en því aðeins að marg ir leggi þar hönd að verki. Með þessari gjöf til safnsins er mynd- arlega af stað farið og gjöfin þökkuð af ráðamönnum bæjar- ins og unnendum hugmyndarinn- ar um Byggðasafn Keflavíkur. Helgi S. — Leikrit Framhald af bls. 2. eina bandarísku persónuna segja. Og segir að á dögum Stalíns, hafi ekkert verið eins auðvelt og koma á tortryggni. Á árunum fyrir 1950, þegar herferðin gegn Bandaríkjunum stóð sem hæst í Sovétríkjunum, voru margar kvikmyndir og leikrit fjandsamleg Bandaríkja- mönnum sýnd í Moskvu. Rússar ítreka kröfu um framsal Heusingers New York, 5. jan. (AP) Aðalfulltrúi Sovétríkjanna, hjá Sameinuðu þjóðunum, Valerian Zorin, afhenti U Thant, fram- kvæmdastjóra SÞ, bréf frá stjórn sinni í dag, þar sem Bandaríkin eru sökuð um brot á stofnskrá SÞ, með því að neita að fram- selja þýzka hershöfðingjann Adolf Heusinger, sem sovétstjórn in hefir sakað um stríðsglæþi. í bréfi, sem Zorin afhenti i dag er þess farið á leit, að U Thant sjái svo um, að allar sendi nefndir hjá SÞ fái afrit af sovézku orðsendingunni frá 12. des. sl., þar sem sovétstjórnin bar fram kröfu sina um framsal Heusingers, sem er formaður fastanefndar Atlantshafsbanda- lagsins í Washington. — Banda- ríska stjórnin vísaði kröfunni þegar á bug sem grófum og fjar stæðum áróðri. — • — f sambandi við þetta mál hefir verið bent á, að í Moskvu var nýlega birt Ijósmynd, sem sögð var sýna þýzka hermenn brenna rússneskt þorp, að skipan Heus- ingers. — Nú hefir verið á það bent, að sovétstjórnin hafi áður birt þessa sörnu mynd — og hafi hún þá átt að sýna japanska her- menn brenna kínverskt þorp. — Hefir sovézka upplýsingamála- %%%%%%%%%%%$ Bridge %%%%%%%%%%%% SPILIÐ, sem hér fer á eftir, er gott dæmi um hve nauðsynlegt það er fyrir sagnhafa að gera sér strax í upphafi spils grein fyrir hvernig hann ætlar að spila spilið. Sagnir gengu þann- ig: Suður Vestur Norður Austur 1 tigull pass 2 tiglar 2 spaðar 2 tiglar dobL Allir pass • 93 V 10 6 5 2 • K G 4 • G 9 5 2 • 10 6 N • D G 8 7 > K 8 7 4 „ « 52 • 10 9 7 6 V * Á G 9 3 • Á K D S • — * 10 7 4 • A K 4 V D • Á D 8 5 3 2 • 8 6 3 Augljóst er að lokasögnin er ekki góð fyrir A—V, því 4 spað ■ ar vinnast auðveldlega, en hvað jum það, Suður er sagnhafi í 3 ráðuneytið nú heitið því að láta fara fram rannsókn á þessu máii. EIMREIÐIN EIMREIÐIN síðasta hefti þessa árgangs er komið út, og er þar með lokið 67. árgangi þessa merka rits. í þessu hefti er m.a. grein eftir hinn kunna vestur íslenzka lækni dr. P. H. T. Thor- lakson, er nefnist Kanadisk við horf, þáttur úr kanadiskri og íslenzkri sogu, og fylgja grein inni margar myndir. Þá er grein um Sigurð Þórðarson tónskáld, eftir Baldur Andrésson, grein um Bjarna M. Gíslason rithöf- und, eftir ritstjórann, Ingólf Kristjánsson, greinin: hvers virði er íslenzka krónan, eftir Stefán Jónsson námsstjóra oig hugleiðing eftir Jóhann M. Krist jánsson, er nefnist Almættið og hið illa. Kvæði eru í ritinu eftir Bjarna M. Gíslason, Braga Sigur jónsson, Margréti Jónsdóttur Og S. G. Benediktsson og smásögur eftir Elinborgu Lárusdóttur, Dimitr Ivanov, J. Anker Larsen, Vasco Pratolini og frásaga frá Ástralíu eftir Edith Guðmunds son. Sgurður Grímsson ritar lun leiklist og loks eru ritdómar um m-argar nýútkomnar bækur. tiglum sem Vestur tvöfaldaði. Vestur lætur nú út laufa ás og fær þann slag. Nú lætur Vest- ur út tigul 10, sem drepinn er í borði með gosa. Sagnhafi tek- ur nú ás og kóng í spaða og trompar þriðja spaðann í borði, én Vestur, sem aðeins á tvo spaða, kastar hjarta í. Nú er tig- ulkóngur tekinn og Norður er inni. Lágu hjarta er nú spilað úr borði og Austur drepur með ás. Nú lætur Austur út spaða- drottningu. Ekki þýðir fyrir Suður að trompa með lágu trompi, því þá trompar Vestur seinna á tromptíuna. Suður tek- ur því þann kostinn að kasta laufi, sem er gjafaslagur hvort sem er, og Vestur kastar hjarta. Nú lætur Austur út spaðagosa og enn kastar Suður laufi og Vestur sínu síðasta hjarta. Aust- ur lætur nú út hjartagosa og Suður kemst ekki hjá því að gefa Vestur slag á tromp. Spilið tapaðist því A—V fengu 2 slagi á spaða, einn á hjarta, einn á tigul og einn á lauf. Suður getur auðveldlega unn- ið spilið, ef hann strax í byrj- un (þ.e. þegar hann hefur feng- ið slaginn á tigulgosann) gerir sér grein fyrir því að hann kemst ekki inn heima þegar hann hefur trompað spaða í borði. í stað þess að byrja strax á því að trompa spaða, þá á hann í þriðja slag að láta út hjarta úr borði, þannig vinnst spilið alltaf sama er hvað A—V gera.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.