Morgunblaðið - 09.01.1962, Blaðsíða 1
20 slður
Ási^ling á Ermarsundi og
HörmuEegt járnbrautarslys í Hollandi
28 farast í
ásiglingu
Dover, 8. jan. (NTB).
BREZKT skip sigldi aðfaranótt
mánudags á júgóslavneska skipið
Sabac. Við áreksturinn brotnaði
Sabac sundur og sökk á fúnm
eða sex mínútum. Óttast er að
28 af áhöfn Sabac hafi farizt en
fimm björguðust.
1 Svarta þoka var á er slysið
vildi til. En skömmu seinna létti
Iþokunni og fundust þá fimm
menn á lífi í sjónum, þeirra á
meðal skipstjórinn, 2. stýrimaður
og yfirvélstjóri. Einnig fundust
17 lík. Ekki er talið að fleiri af
áhöfn Sabac finnist lifandi. Sjór-
inn er mjög kaldur og ekki tókst
Júgóslövunum að koma út björg
unarbátum.
Litlar skemmdir urðu á brezka
skipinu, Dorington Court, og
komst það til hafnar án aðstoðar.^
Öttast aö yfir 100
manns hafi farizt
Woerden, Hollandi, 8. jan.
— (AP — NTB) —
Al) minnsta kosti 93 manns
biðu bana og 70 særðust í
mesta járnbrautarslysi sem
orðið hefur í Hollandi. Slysið
varð á mánudagsmorgun er
hraðlestin frá Rotterdam til
Utrecht ók með 120 km.
hraða á farþegalest frá Ut-
recht, sem hafði numið stað-
ar. Báðar lestirnar voru full-
setnar, með samtals um 500
farþega. Margir hinna særðu
eru illa meiddir og er óttast
að dánartalan kunni enn að
hækka.
Við áreksturinn hlóðust níu
vagnar hver ofan á og inn í
annan en ultu síðan niður þriggja
metra uppfyllingu. Urðu björg-
unarmenn að nota logsuðutæki
til að komast að farþegunum.
ÞOKA
Mjög mikil þoka var er slysið
vildi til, skyggni aðeins 20 metr
ar, en ekki er vitað um orsök
þess. Báðir lestarstjórarnir fór-
ust og torveldar það mjög rann-
sókn slyssins. Mjög mikil um-
ferð er á þessari braut og fara
þarna daglega um 100 farþega-
lestir auk hraðlesta og flutn-
ingalesta. Sjálfvirkt merkja-
kerfi stjómar umferðinni. Talið
er að brautin verði lokuð í tvo'
daga vegna viðgerða.
Vegna þokunnar sáu íbúar
nærliggjandi húsa ekki slysið.
En hávaðinn af árekstrinum
heyrðist víða og héldu flestir,
sem til heyrðu, að flugvél hefði
hrapað.
ÞEIM VARÐ EKKI BJARGAÐ
Meðal þeirra, sem björguðust,
var nítján ára hermaður. Voru
föt hans öll sundurtætt og blóði
drifin. Skýrði hann frá því að
Frh. á bls. 19
ISTÓRU jakarnir sem berastf<s>=-
hingað norðan úr höfum eru
;ógnvaldar fyrir sjófarendur,'
en þeir eru mikilúðlegir og >
fagrir á að líta, þar sem þeir i
koma siglandi þessir hvitu
risar með græna slikju á ís-, i
brúnunum. Síðustu daga 1
gamla ársins voru aðvaranir
til sjófarenda um borgarísjaka
á siglingaleiðum tíðar. Þá var
þessi mynd tekin af Land-<
helgisgæzlunni út af Vestfjörð
um. Barðinn sést í baksýn.
Jakinn mældist 814 m upp úr
sjó, og telst ekki hár, því
Íjakarnir voru þá upp undir
22 m á hæð.
Molotov aftur
til Vínarborgar
Engar skýringar gefnar í Moskvu
Togarasölur
erlendis
MAÍ í Þýzkal. 95 lestir fyrir 98
þús. mörk og er það hæsta meðal
verð, sem ísl. togari hefir fengið
fyrir afla sinn í Þýzkal.
í Bretlandi Þorsteinn Ingólfs-
son 171 lest fyrir 9815 pund, Geir
205 lestir fyrir 11,864.
Tilræði við Sukarno
Makassar, Celebes, 8. jan.
(NTB-AP):
Á SUNNUDAG var gerð tilraun
til að ráða Sukarno forseta Indó-
nesíu af dögum í Makassar á
Suður-Celebes. Sprengja sprakk
um 100 metrum fyrir aftan bif-
reið hans og fórust þrír menn í
sprengingunni en 28 særðust. Hef
ur f jöldi manns verið handtekinn
í sambandi við tilræðið.
Sukarno var væntanlegur aftur
til Jakarta á mánudagskvöld eftir
ferðalag um Indónesíu. Sagði
hann eftir árásina að það væru
hollenzkir njósnarar, sem staðið
hefðu fyrir henni. En til skamms
tíma hefur verið mikið um óeirð
ir í nágrenni Makassar. Að þeim
óeirðum stóðu aðallega öfgamenn
úr hópi Múhammedstrúarmanna
(Darul Islam), sem vilja koma
á fót trúarríki í Indónesíu í stað
frihyggjuríkis Sukarnos. Ekki er
ósennilegt að þessir öfgEimenn
hafi, átt nokkurn þátt í árásinni.
Moskvu, 8. jan. — (AP) —
UTANRÍKISRÁÐUNEYTI
Sovétríkjanna tilkynnti í dag
að Molotov fyrrverandi utan
ríkisráðherra væri nú á leið
til Vínar að taka þar aftur
við stöðu sinni hjá Alþjóða
kjarnorkumálastofnuninni. —
En Molotov hélt heim til
Moskvu frá Vín hinn 12.
nóv. sl. eftir að hafa sætt
harðri gagnrýni á 22. flokks-
þingi kommúnista í Moskvu
fyrir Stalínisma.
ALDREI REKINN
Talsmaður utanríkisráðuneyt-
isins sagði við blaðamenn að
hann vissi ekkert um stöðu
Molotovs í kommúnistaflokkn-
um en bætti við: Molotov hefur
aldrei verið rekinn úr stöðu
sinni hjá kjarnorkumálastofnun
inni og er nú að nýju á leið
þangað. Sagði fulltrúinn að
Molotov hefði lagt af stað frá
Moskvu á laugardag og ætti því
að koma til Vínar á þriðjudags-
morgun.
I FYRSTA SINN
Tilkynningin um för Molotovs
til Vínar hefur vakið talsverða
furðu. Ekki er vitað til þess að
Molotov hafi verið rekinn úr
kommúnistaflokknum og velta
menn því nú fyrir sér
hann hafi getað komið
fyrir tilraunir Krúsjeffs
átt. Þetta er í fyrsta sinn
Molotov
unni sem nokkuð þessu líkt hef-
ur komið fyrir í Sovétríkjun-
um. Venjulega er mönnum, sem
verða fyrir jafn alvarlegum á-
sökunum og Molotov, ekki leyft
að fara úr landi.
Eftir árásirnar á flokksþing-
inu töldu flestir erlendir full-
trúar í Moskvu að Molotov yrði
vikið úr embætti og hann vænt-
anlega sendur aftur í útlegð til
Síberíu. Hann hefur ekki sézt
opinberlega í Moskvu eftir kom-
una þangað í nóvember. Blöðin
Frh. á bls. 19