Morgunblaðið - 09.01.1962, Page 16
!6
MORCVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 9. janúar 1962
----------------'
Margaret Summerton
HÚSID
VIÐ
SJÚINN
Skáldsaga
V tl j
Með reiðisvip staulaðist hún
að þeim skápnum, sem nær var
glugganum. Átta diskar! I>eir
eiga að vera tólf! Ég lét skrásetja
þetta allt áður en Ivor flutti
hingað....
Hún var að komast í hann og
til þess að draga úr því, snerti
ég heljarstóru siifurbjölluna, sem
hékk hjá skápnum. Ég stóð svo
nærri henni, að ég gat séð áletr-
unina á henni: Atvhison —
Topeka — Santa Fé.
Ég nefndi þessi nöfn upphátt
og bætti við: Það er naumast
hún er langt að komin!
Edvina starði á mig. Mér finnst
við ættum að sýna henni Char-
lotte til hvers þessi bjalla er not-
uð, finnst þér ekki, Mark?
Éf þú vilt. frænka..
Reyndu það þá. Hún var farin
að skjálfa. Farðu frá, Charlotte!
Ég leit á Lísu. Hún stóð graf-
kyrr og var enn sama álfamærin,
í hvítum og gyltum lit.
Ég hló. Er þetta eitthvað duiar-
fullt?
Mark hikaði andartak. I>að var
einhver spenna í loftinu, sem ég
gat ekki skilið. Meðan við værum
niðri, var Esmond þó óhætt. Og
samt var eins og allir væru
hræddir.
In þá lyftist höndin á Mark í
axlarhæð og hann greip í kólf-
inn á bjöilunni og togaði L Hægt
og hægt færðist skápurinn frá
veggnum hljóðlaust á olíuborn-
um hjörum.
Án þess að líta á mig, sagði
Edvina: Jæja, þarna geturðu séð
til hvers þessi bjalla er notuð.
Ég sté fram og framhjá henni
og Mark. Skápur — leyniskápur?
Og mér létti svo af því, að Es-
mond skyldi ekki vera í neinni
hættu af þessu, að ég hló. Það
var auðvitað þama sem hann
hafði falið sig meðan húsið var
rannsakað af Adkins. Og þarna
mundi han fela sig ef....
Ég sneri mér við. Edvina var
að horfa — ekki á mig heldur
inn í myrkrið þar sem ég gat
grillt í ósnyrtilegan stiga með
múrsteinsþrepum.
Þetta er stór skápur, Charlotte.
Hláturinn í henni var næstum
eins og krúnk. Og svo virðist,
sem hann sé það eina, sem Ivor
sýnir nokkurn sóma. hvað við-
hald snertir.
En hvað er þetta? spurði ég.
Segðu henni það, Mark, skip-
aði hún
Þetta eru leyfar frá gömlu
smygldögunum, leyni-inngangur
og útgangur frá húsinu og niður
að sjónum. Þetta var ágætis
■geymsla fyrir smyglvaming.
Ég færði mig nær. Þarna var
ekkert að sjá nema þrepin.
Mark sagði með hljómlausri
rödd: Eigum við ekki að loka
honum aftur, frænka?
Jú. gerðu það. Það var því lík
ast sem hún hefði misst aHan á-
huga á skápnum.
Þegar skápurinn féll aftur að
veggnum, var eins og spennunni
létti, sem áður hafði legið í loft-
inu. Lísa kallaði: Loksins sýður
á katlinum. Bara að ég geti nú
fundið teið.
Það er líklega hér. sagði Mark
og tók dós ofan af hillu.
Ég elti Edvinu irm í setustof-
una, en Timmy og KeUy eltu
mig. Hún hlammaði sér niður í
stól eins og hún væri alveg að
verða uppgefin.
Timmy settist við fætur henn-
ar.
Hún lagði snöggvast höndina
á kollinn á honum og sú hreyfing
var fullkomlega vingjamleg, en
hann leit upp tiil hennar. Má ég
nú fá tertu, amma?
Já, fáðu mér hana fyrst og
réttu svo Charlotte frænku hana.
Hann brölti á fætur og Kelly
sem eygði einhverja matarvon,
stökk upp með honum um leið
og Lísa og Mark komu inn uoi
dymar.
Ég skal taka hann, sagði Mark.
Hann ætti helzt að vera utan-
dyra þangað til við erum búin
að drekka.
Hann greip í hálsbandið á
KeUy, en hundurinn streittist á
móti, og Edvina kallaði: Láttu
hundgreyið vera.
Mark neyddist til að hlýða og
Kelly skreið undir skápinn. Þeg-
ar Mark hafði útdeilt bollunum,
heUti Lísa í þá, dró hann sig út
að glugganum með sinn bolla.
Ég fór að velta því fyrir mér,
hvernig ég ætti að lokka Tim út
og koma út á litla blettinn, sem
Esmond gat séð, í nokkrar mín-
útur.
Hvöss röddin í Edvinu vakti
aftur athygli mína: Charlotte, ég
var að leggja fyrir þig spurn-
ingu!
Fyrirgefðu....
Þú ert utan við þig. Það er
slæmur ávani hjá ungu fólki. Ég
var að spyrja þig, hvað þér fynd-
ist um húsið?
Fyrir þremur dögum hafði ég
orðið skotin í húsinu, en nú hafði
ég viðbjóð á því. Ég leit kring
um mig í stofunni — birtu var
þegar tekið að bregða.
Ég gerði mér hroU. Það er
dimmt. Mér þætti það betra ef
það væri bjartara. Svolítið meiri
sól.
Hún greip fram í fyrir mér,
hranalega: Sól, sól, það er það
eina sem þið unga fólkið hugsið
um. Slepptu henni Lísu í hálf-
tíma og þá er hún lögzt einhvers
staðar, svo að segja allsnakin.
Við vorum aldrei að hugsa um
sólina þegar ég var ung.
Lísa kallaði: Hvert ertu að
fara, Timmy?
Inn í garðinn. Ég vil fara út!
svaraði hann.
Þú veizt ósköp vel, að þú mátt
ekki vera að þjóta neitt, meðan
við erum að drekka te, sagði hún.
Komdu og seztu almennilega!
Þetta er ekki te, svaraði hann.
Þetta er skemmtiferð. Við Kelly
viljum báðir fara út.
Hann benti á hundinn, sem lá
við hurðina og hafði stungið trýn
inu í rifu, sem við hana var.
Æ, láttu þá fara, nöldraði Ed-
vina. Það er hvort sem er enginn
friður inni í herbergi, þar sem
er bæði krakki og hundur. Láttu
þá fara, Mark og réttu henni Lísu
bollann minn.
Þeir fóru út í hendingskasti,
og við sáum þá fara fyrir glugg-
ann, en um leið og Lísa hafði
fyllt aftur boUa Edvinu, voru
þeir komnir inn aftur. Maður
heyrði fótatak krakka og svo til I
hundsins, sem flýtti sér út úr'
stofunni, og samtímis fór Mark
að tala við Edvinu og minnast
einhvers ómerkilegs atviks, sem
hafði gerzt þegar hann var strák-
ur og var þama í húsinu ásamt
Esmond.
Ég heyrði Lísu fara upp stig-
ann og svo ýlfur í hundi. Hún
kom inn og hélt Timmy fast við
hönd sér, en Kelly var umdir .
hinum handleggnum. En í sama
bUi sem hún ætlaði að loka dyr- |
unum hafði Kelly rifið sig lausan
og var þotinn inn í forstofuna.
Það mátti heyra þeytinginn í hon
um á beru gólfinu. Og í sama bili
bar skugga á gluggann.
Það var Ivor. Þegar hann kom
í dymar hrökk hann við og það
hefði getað verið raunverulega
eða þá uppgerð. Ja, hérna, þetta
kemur mér á óvart — Og þægi-
lega á óvart! Ég er hræddur um,
að þið hafið fengið heldur litlar
móttökur hérna. Ef þið hefðuð
látið mig vita, að þið ætluðuð að
koma. frú Elliot, hefði ég fengið
einhverja manneskju úr þorpinu
til að ganga ykkur um beina.
O, við höfum getað bjargað
okkur, svaraði Edvina þurrlega.
Ég vi'ldi al!s ekki gera þér neitt
ómak, en aðeins að Charlotte
fengi tækifæri að skoða húsið.
Og svo er talsvert síðan ég hef
séð það sjálf, og mér þykir leið-
inlegt að sjá, Ivor, að þú hefur
látið það drabbast niður. Það er
fúi í þessum bjálkum þarna uppi
og svo vantar í dýrmætan borð-
búnað úr eldhúsinu.
Hann kom nú alla leið inn í
stofuna, vingjamlegur en ákveð-
inn — þetta var framkoman, sem
hann viðhafði aHtaf við Edvinu
— reiðubúinn að þóknast henni,
en án aUs þrælsótta. Þetta var
framkoma, sem vakti traust.
Ef eitthvað vantar af borð-
búnaði, máttu vera viss um, að
ég skal bæta þér það. Og hvað
fúann snertir, þá þarftu engar
áhyggjur að hafa af honum.
Ég hef það nú samt, hvæsti
hún. Og ég hef meiri ástæðu til
þess en þú, þar sem þetta er mín
eign.
Meðan hún var að tala, hafði
gjammið í Kell.y orðið æ hávær-
ara.
Ivor sagði: Afsakaðu, ég ætla
að gá að hvað er að hundinum.
Við förum öll. Nú sting ég upp
á, að við skoðum húsið uppi....
Áður en við vorum komin upp
stigann, var Kelly orðinn eins og
vitlaus og klóraði og urraði að
mjóu hurðinni, sem lá upp að
háaloftsþrepunum. Mark náði
fyrstur til hans og tók hann upp,
en Edvina var alveg á hælunum
á honum og áður en við gætum
áttað okkur hafði hún lyft læs-
ingunni og opnað hurðina. Kelly
brauzt um og áður en nokkur
vissi af hafði hann rifið sig laus
an og þaut í hendingskasti upp
stigann. Edvina sté fram og setti
sig í dymar.
En þegar Kelly var kominn
efst í stigann, rak hann upp ýlf-
ur og stakk trýninu í rifu, sem
var neðst við hurðina.
Edvina sté fæti upp á neðsta
þrepið og stakk stafnum sínum á
það næsta og slagaði svo áfram
og þreifaði eftir handriði, en af
því að þilið að stiganum var slétt,
stanzaði hún svona án þess að
komast fram eða aftur. En svo
gat hún samt snúið við og varS
að játa sig sigraða.
Ivor sagði. Látið mig um þetta,
frú Elliot. Ég skal ná í hann.
Hún veik til hliðar til að lofa
honum að komast framhjá, og
Ivor var ekki nema andartak að
ná í Kelly og koma með hann
niður aftur. Ég veit ekki, hver
fjandinn gengur að kvikindinu,
sagði hann.
Nú, ekki það, Ivor Tarrand. Þá
skal ég segja þér það. Það er
rotta innikróuð þarna uppi, Ivor
Tarrand. Skítug morðingjarotta,
sem þarf að svæla út. Farið þið
frá mér öllsömun!
Og með stafinn sinn fyrir bar-
efli gekk hún fram á neðra stiga-
gatið og tók að brölta
Ivor kallaði til hennar: Frú
Elliot.. og röddin var róleg og
sefandi, en hún sendi honum
Slíka drepandi augnagotu, að
hvað sem hann kann að hafa
ætlað að segja, kafnaði 1 kverk-
unum á honum. Lísa leit á mig og
andlitið var eins fölt og ef kast-
ljós hefði fallið á það. Skelfingin
skein út úr því og hún nötraði
af hræðslu.
Þegar við stóðum þarna, dauð-
skelfd, eins og uppstilling á leik-
sviði, var eina hljóðið sem heyrð
ist í bU Edvinu, sem var að fara
í gang. Rusself mundi koma
1 henni til Glissing á stundarfjórð-
ungi, og meðvitundin um það
setti mig í hreyfingu. Ég brölti
í mesta flýti upp háaloftsstigann.
og barði báðum hnefum á hurð-
ina efst í stiganum.
Esmond! æpti ég. Hleyptu mér
inn, Esmond!
Hann dró lokuna frá og hljóp
síðan út að glugganum og stóð
þar kyrr með ennið á rúðunni og
starði beint út í garðinn.
Edvina er farin og við erurn
viss um, að hún veit, að þú ert
hérna. Ég kippti í handlegginn á
honum. Við verðum eitthvað að
gera og það á stundinni Esmond.
Hann hreyfði ekki legg né lið,
en hélt áfram að stara út um
gluggann, eins og í leiðslu. Hvert
eru þau að fara?
Ég leit yfir öxlina á honum.
Ivor og Lísa stóðu á stígnum útil
fyrir framdyrunum. Ivor sneri
í okkur baki, svo að ekkert sást
af andlitinu á honum, en Lísa
horfði upp til hans.
ailltvarpiö
Þriðjudagur 9. janúar,
8:00 Morgunútvarp. (Bæn. — 8:05
Morgunleikfimi: Valdimar Örn«
ólfsson stjórnar og Magnús Pét«
ursson leikur undir, — 8:15 Tón
leikar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón-
leik-_ — 9:10 Veðurfregnir —•
9:20 Tónleikar).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar
12:25 Fréttir og tilkynningar),
13:00 ,,Við vinnuna**: Tónleikar,
15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk.
— Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tónl.
17:00 Fréttir. — Endurtekið tón»
listarefni).
18:00 Tónlistartími barnanna (Sigurður
Markússon).
18:20 Veðurfregnir.
18:30 Lfög úr óperum.
19:00 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir.
20:00 Tónleikar: Sónata í g-moll fyrlí
fiðlu og píanó (Djöflatrillusónat*
an) eftir Tartini (Natan Milstein
og Deon Pommers leika).
20:15 Leikrit: „Sólskinsdagar*4 eftiF
Serafin og Jaquin Quintero, i
þýðingu Huldu Valtýsdóttur (Áð
ur útv. 3. júní s.l.). — Leikstjórif
Gísli Halldórsson. Leikendur: —-
Lárus Pálsson, Helga ValtýsdótU
ir, Steindór Hjörleifsson og Guð*
rún Ásmundsdóttir.
20:45 Skógar og veiðimenn: Þýzkir
listamenn syngja og leika laga-
syrpu.
21:10 Ný ríki í Suðurálfu; III. Fíla-
beinsströnd (Eiríkur Sigurbergs-
son viðskiptafræðingur).
21:35 Tónleikar: Sextett í C-dúr eftir
Johann Cristoph Friedrich Bach.
(Alma Musica sextettinn leikur)*
21:50 Formáli að fimmtudagshljómleik
um Sinfóníuhljómsveitar íslanda
(Dr. Hallgrímur Helgason).
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Lög unga fólksins (Jakob Þ,
Möller).
23:00 Dagskrárlok. ^
— Við hefðum aldrei átt að segja, að konan hans
biði hans um borð.
* >f >f
GEISLI GEIMFARI
X- X- X-
•— Mystikus metallikus, hvers
vegna skaut einhver á Geisla höfuðs-
mann í kvöld?
t — Berta Colby, þessum skotgeisla
var beint að yður.
— Ó, nei, Mystikus.
— Jú, frú Colby. Þar sbm ég er
vél, verð ég að segja sannleikann.
— Hvað get ég gert til varnar,
Mystikus?