Morgunblaðið - 12.01.1962, Side 13
f'östudagur 12. janúar 1962
MORGUNBLAÐIÐ
13
Skrifstofustjórarnir Arnór Guðmundsson og Már Elisson.
koma þeim 1 aðgengilegt kerfi.
Þetta hafði þá mjög mkila þýð-
ingu fyrir fiskverzlunina. Afla-
skýrslurnar hafa jafnan verið
mjög þýðingarmiklar, ekki ein-
asta fyrir verzlunarsamtökin, sem
selja aflann heldur, og fyrir þjóð-
arbúið Og áætlanir allar á vegum
ríkisstjórnarinnar. Sjávarútvegur
inn hefir jafnan verið og er einn
snarasti þáttunnn í efnahagsmála
starfseminni og öllum áætlunum
um þjóðarbúskapinn.
Þá kostaði 15 kr. að búa i hendur
skrifstofumanni
Margt hefur þá verið með öðr-
um hætti en nú er?
— Já, hætt er við því. Það
kostaði ekki alveg eins mikið að
ráða nýjan starfsmann í þá daga
og búa hann tækjum til að vinna
með. Þá kostaði þetta 15 krónur,
5 kr. -stóllinn og 10 kr. borðið.
Allt var handskrifað. 'Fyrstu rit-
vélina eignuðumst við 1927 og
samlagningarvél mörgum -árum
síðar.
Nú kostar fleiri tugi þúsunda
Þetr finna hjartaslög útvegsins
FYRIR fáum dögum barst
blaðinu tilkynning þess efnis,
að Arnór Guðmundsson, sem
í fjölda ára hefur verið skrif-
stofustjóri Fiskifélags íslands,
væri að láta af störfum hjá
þeirri stofnun, enda nú kom-
inn fast að sjötugu. Arnór
Guðmundsson er þekktur af
öllum útgerðarmönnum lands
ins og raunar flestum þeim,
sem einhver afskipti hafa af
sjávarafla og verkun hans.
Hann hefur verið orðlagður
fyrir lipurð og þægilegt við-
mót við alla þá, sem til
Fiskifélagsins hafa þurft að
leita. Ekki hvað sízt eiga
blaðamenn honum þakkir að
gjalda, en þeir þurfa oft að
leita upplýsinga til þéssarar
fræðslumiðstöðvar sjávarút-
.vegsins.
Við brugðum okkur því niður
i Fiskifélagshús og röbbuðum
stutta stund við Arnór í tilefni
þessara tímamóta. Hjá okkur sat
Már Elísson, sem nú tekur við
starfi Arnórs sem skrifstofu-
stjón.
Þrír starfsmenn þá
En gefum Arnóri orðið:
— Þegar ég byrjaði fyrir 37 ár
um var starfslið Fiskifélagsins
ekki ýkja fjölmennt. Þá unnu
hér aðeins forseti félagsins, rit-
stjóri Ægis auk mín, og vélfræði-
kennarar eftir þörfum er starf-
rækt voru vélfræðinámskeið, sem
jafnan hafa verið haldin á veg-
um félagsins, en 1931 réðist Þor-
steinn sál Lofsson til félagsins,
sem vélfræðiráðunautur og for-
stöðumaður námskeiðanna og
hafði þessi störf með höndum til
dauðadags.
Árið 1929 kom Árni Friðriks-
son svo til stárfa hér og sinnti
hann fiskirannsóknum á vegum
félagsins þar til fiskideild at-
vinnudeildar háskólans til til
starfa. Um 1930 styrkti félagið
Þórð Þorbjarnarson til háskóla-
náms erlendis og að loknu námi
tók hann við forstöðu rannsókna-
stofu félagsins og er enn í því
starfi. Rannsóknastofan hefur
eflst með hverju ári og leysir af
hendi ýms störf í þágu útvegsins
og um skeið hefur verið unnið
þar að ýmsum rannsóknum, sem
enn eru á tilraunastigi.
— Og hvert var aðalverkefni
þitt til að byrja með?
— Söfnun aflaskýrslna og að
að búa einn fullkominn skrif-
stofumann tækjum. Hann þarf
gott skrifborð og stól, skjala-
skápa, reiknivélar og ritvél. Það
þarf ekki lengur að telja til að
sjá muninn.
— En fleira hafði Fiskifélagið á
sinni könnu en aflaskýrslurnar?
— Útgáfustarfsemi var talsverð
á vegum félagsins. Það hefir gefið
út Ægi allan tímann frá 1914.
Einnig kennslubók í mótorfræði
auk ársskýrslna og sjómanna-
almanaksins sem ég hef séð um
útgáfu á aiil frá því ég kom hing-
að.
Þegar félagið gerðist otíuinn-
flytjandi
Nokkuð minnisstæðra atburða,
sem þú vildir geta frá gamalli
tíð?
— Það væri þá ifelzt það,
sem gerðist fyrir mína tíð
hér hjá fyrirtækinu. Einu
sinni gerðist Fiskifélagið olíu-
innflytjandi. Það var 1916.
Flutti það þá inn einn skips-
farm frá Ameríku frá Texas Oil
Co. öll olía var þá flutt á tré-
tunnum. Hér var þá fyrir ein-
okun á olíusölu D.D.P. A. „Det
Danske Petroleums Aktieselskab“
sem hér á íslandi var uppnefnt
„Danskur Djöfull Pínir Almúg-
Friðmey Pétursdótti
In memoriam.
Hinn 5. þ. m. andaðist að
Landarkotspítala hér 1 bæ frú
Friðmey Ósk Pétursdóttir. Hún
var fædd 4. nóv 1902 í Reykja-
vík. Foreldrar hennar voru þau
Guðrún Gxóa Jónsdóttir og Pétur
SigurðssO'n sjómaður.
Friðmey ólst upp í foreldra-
húsum. Hún giiftist árið 1940
Jóni Rogasyni, bryta, glæsi-
menni og góðum dreng, en hann
fórst með Dettifossi árið 1945.
Þeim hjónutm varð ekki barna
auðið, en ólu upp kjörson Jóns,
Ólaf að nafni, og var hann
á heimili þeirra meðan faðir
hans lifði, og eftir það á vegum
Friðmeyjar. — Hann er nú
Ikvæntur maður. —.
Ég hef ekki kunnugleika til
þess að rekja ættir Friðmeyjar
eða segja ævisögu hennar í smá-
atriðum, en eittlhvað knýr mig
til þess að taka pennann og minn-
ast hennar með örfóum orðum,
nú, þegar hún er öll. Samferða-
mennirnir hverfa, einn af öðrum;
sumir þeirra hafa hreyft streng
í brjóstum vorum, — streng, sem
ómar þægilega en með áleitinni
orku og vill láta til sín heyra.
— Svo er um Friðmeyju Péturs-
dóttur.
Ég, sem þessar línur rita, hafði
þá ánægju að kynnast Friðmeyju,
koma nokkrum sinnum á hið
snotra heimili hennar og blanda
geði við hana. Við áttum sam-
eiginleg áhugamál, og mér fannst
návist hennar góð. Friðmey var
oftast glöð og gamansöm og
hiafði yndi af því að ræða um
andleg mól og einnig um „lands-
ins gagn og nauðsynjar", því að
hún hafði mörg áhugamál. —
Viðkvæm var hún nokkuð, og
tók sér því stundum nærri sitt
af hverju, er til mótlætis mátti
telja, og fer þannig stundum fíin-
gerðum sálum, er exga sér fagra
drauma, sem rætast ekki alltaf
í þessum heimi, eða ekki á þann
veg, sem ákjósanlegast þykir. —
Friðmey var mörgum kvenleg-
um kostum búirt. Hún var list-
ræn kona og hafði hannyrðir á
valdi sínu. Allt, sem hún gerði,
gerði hún vel og fagurlega. •—
Heimili sitt stundaði hún með
prýði, og var ánægjulegt að koma
þangað og njóta navistar hús-
freyjunnar, sem var „gestglöð" í
bezta lagi. —
Ég held, að Friðmey hafi verið
á þeirri þróunarleið, sem stund-
um er nefnd leið fegurðarinnar;
allar leiðir eru stundum vand-
rataðar, og það er bessi líka, en
hún er líka stundxwn full af heill
andi töfrum.
Friðmey var grekíd kona, vök-
ul sál, sem hafði áhuga * lífinu,
vildi skilja það og læra að fara
þessa fyrirtækis nokkuð harður
og að þeir notuðu all ónotalega
aðstöðu sína.
Sala á þessari olíu Fiskifélags-
ins gekk dræmt og var að síð-
ustu 400 króna tap á farminum,
enda lak eitthvað af henni niður
úr tunnunum. Þetta varð þó til
þess að á meðan þessi olía var
til var verð á olíu mun lægra en
ella hefði verið. Til merkis um
það má geta þess að D. D. P. A.
hækkaði olíuíunnuna um 25 kr.
strax og Fiskifélagsolían var bú-
in.
Félagið fór þess á leit að ríkið
greiddi hallann, því fjarráðin voru
ekki of mikil. Þessu var þó eftir
miklar vangaveltur hafnað, en
Hannes Hafliðason forseti *fé-
lagsins mun hafa greitt hallann
úr eigin vasa. því hann kom
aldrei fram á reikningum félags-
ins.
Verkefnin aukast
—Þótt þie ekki seljið lengur
olíu þá hafa verkefnin sjálfsagt
aukizt?
— Já, þvi er sízt að neita. Árið
1933 var stúlka ráðin á skrifstof-
una mér til aðstoðar, enda voru
verkefnin þá vaxin mér yfir höf-
uð. Nú er svo komið að hér
vinna 14 manns hjá félaginu og
þess utan aðrir 14 á rannsóknar-
stofum, sem eru reknar af félag-
inu.
Þá fékk félagið allan rekstur
Hlutatryggingarsjóðs árið 1949 og
bætur úr honum verið greiddar
héðan og nema tugum milljóna
króna. Þess má svo geta að Báta-
gj aldeyriskerfið, Útflutningssj óð-
ur og fleiri efnahagsráðstafanir á
vegum ríkisstjórna undanfarinna
ára hefir notið meira og minna
starfsemi Fiskifélagsins. Þetta er
að sjálfsögðu eðlilegt þar sem
segja fá að Fiskifélagið þreifi
á hjartaslögum útgerðarinnar,
Það hefir stöðugt samband við
alla útgerðarmenn og fiskverk-
endur og fylgist með öllum hreyf
ingum á sviði sjávarútvegsins.
— Og rannsóknarstörfin hafa
verið margháttuð?
— Já, víst er um það og þau
hafa gefið góða raun. Þar má
t. d. geta, svo eitthvað sé nefnt,
að Geir Arnesen fann ástæðuna
fyrir guiunni í saltfiskinum, en
hún kom úr koparrennum, sem
notaðar voru við saltframleiðslu
erlendis. Nú er stál eða alumin-
ium notað í stað koparsins. Þórð-
ur Þorbjarnarson hefir unnið
mjög þýðingarmikið starf í sam-
bandi við nýtingu karfans svo
Og lýsis. Þá er nú farið að fram-
íeiða lifrarkæfu úr þorskalifrar-
kjarna ©g kjöti og þykir herra-
mannsmatur.
Únnið er nú að því að nýta
lýsi til málningargerðar. Þá
vinnur Sigurður Pétursson gerla
fræðingur og starfslið hans að
ýmsum rannsóknum m. a. hefur
Sigurður lagt mikla vinnu í að
leiðbeina niðursuðufyrirtækjum
og rannsóknir í því sambandi.
Verði sú atvinnugrein efíd mun
hann eiga þar stóran hlut að
máli.
Þegar félagið eignaðist hús
— Hvað telur þú einna merk-
astan áfanga í sögu félagsins á
þínum starfstíma?
— Eg mundi álíta að bygging
þessa húss félagsins 1933 hafi
verið einn með merkustu áföng-
um þess. Það kostaði ekki nema
96 þúsundir, þriggja hæða hús,
var allt unnið í ákvæðum á
kreppuárunum, þegar erfitt var
um atvinnu og gott að fá verk-
tilboð. Tilkoma hússins veitti fé-
laginu mjög bætt skilyrði til allr
ar starfsemi eins og að líkum
lætur og skapaði möguleika
fyrir aukinm og víðtækari starf-
semi. Þá tel ég vélstjóranám-
skeiðin hafa verið mjög mikil-
vægan þátt í starfi félagsins, en
á vegum þess hafa nú verið út-
skrifaðir á þriðja þúsund vél-
stjórar með réttindum til að
stjórna allt að 900 hestafla vél-
um,» þeir sem hið meira próf hafa
tekið. Þetta hefir að sjálfsögðu
mjög eflt fiskiskipaflotann, sem
nú orðið byggir allt á vélum og
vélfræðiþekkingu.
Og þér hefir fundist þetta
ánægjulegt og verkefnadrjúgt
starf?
— Já, vist er um það Og verk-
efnadrjúgt hefir það sannarlega
verið. Við fylgjumst af ná-
kvæmni með hvernig aflabrögð-
in ganga, erum ánægðir ef vel
veiðist en í vondu skapi er illa
gengur. Hið stöðuga Og lifandi
samband við þá sem útveginn
stunda er ánægjulegt Og fræð-
andi. Hér þarf manni því aldrei
að leiðast.
Hinn 10. marz 1940 er mér mjög
minnisstæður. Þann dag tók nýr
maður við forstöðu félagsins.
Mér var satt að segja órótt inn-
anbrjósts. Davíð Ólafsson var þá
aðeins 23ja ára að aldrei nýkom-
inn frá prófborðinu. Ég óttaðist
að hann hefði fremur litla þekk-
ingu á þeim verkefnum, sem
hann átti að leysa af hendi og
því væru erfiðleikgr framundan.
Þessi ótti reyndist með öllu
ástæðulaus. Á ótrúlega skömmum
tima þekkti Davíð hvern krók og
kima í kotinu og undir hans
stjórn hefur félagið eflst Og fært
út kvíarnar við vaxandi álit. Sam
vinna ökkar Davíðs hefur verið
með ágætum og í þau 22 ár, sem
við höfum starfað saman hefur
aldrei fallið aukatekið orð milli
okkar.
Arnór snýr sér nú að Má Elís-
syni og spaugar við hann.
— Jæja, nú er það þitt að
taka við og spá um framtíðina.
Þeir á Morgunblaðinu hafa svo
viðtal við þig sjötugan 1998 og
þá áttu eflaust langa og merka
sögu að segja þeim.
Með þessum gamanyrðum Arn-
órs kveðjum við þá félaga, skrif-
stofustjórann, sem nú nær sjö-
tugur að aldri, lætur af störfum
og hinn nýja, sem taka á við og
finna hjartaslög útvegsins á kom-
andi árum. — vig.
PÁLL s. pAlsson
Hæstaréttarlögmaður
Bergstaðastræti 14.
Sími 24-200.
með það, sér og öðrum til sálu-
bóta. — Og áreiðanlega vildi
hún láta gott eitt af sér leiða.
Hún var góð kona. Vér, sem
þekktum hana og trúum á fram-
hald lífsins eftir líkamsdauðann,
getum ekki efast um, að hún hafi
átt „góða heimvon", *— fæðst inn
í yl og birtu, er hún hóf sitt
nýja líf á nýju tilverusviði. —
Þessi minningarorð eru aðeins |
fáorð kveðja og tjáning þakk-
lætis fyrir samfylgdina þann
spöl, er leiðir okkar lágu saman
hér í heimi. Yfir þeim minning-
um er ekkert nema birta. j
Systkinum Friðmeyjar, há-
aldraðri móður og öðrum vanda-
mönnum sendi ég samúðar-
kveðju.
Blessuð sé minning hennar!
Gretar Fells. 1
Þekkt innflutningsfyrirtæki
óskar að ráða nú þegar
duglegan
verzlunarmann
með staðgóðri menntun og reynslu í starfi. —
Nauðsyniegt er, að viðkomandi geti starfað sjálf-
stætt að bréfaskriftum, sölumennsku o. fl. með
það fyrir augum að gegna fulltrúastörfum í fyrir-
tækinu. — Tilboð merkt: ,,Fulltrúastarf“ með nauð-
synlegum uppl. um menntun og fyrri störf ásamt
meðmælum ef fyrir hendi eru, óskast send skrif-
stofu félags ísl. Stórkaupmanna, Tjarnargötu 14,
fyrir 20. jan. n.k. — Með umsóknir verður farið,
sem algjört trúnaðarmál.