Morgunblaðið - 26.01.1962, Qupperneq 3
m n r c v /v n r n r> 1 ð
3
Föstudagur 26. jan. 1961
Skipverjarnir af Viktoríu að leggja af stað heim í bíl í gær. Á myndinni eru brír þeirra
I FYRRINÓTT var suð-
austanátt, hvassviðri og
mikið brim við suðvest-
urströndina. Vélbáturinn
Viktoría RE 135, sem gerð
ur er út á línu frá Þor-
lákshöfn, forðaði sér úr
heimahöfn, þar sem hafn-
arskilyrði eru slæm í þess-
ari átt, og ætlaði áhöfnin
að sigla honum inn til
Grindavíkur. Við innsigl-
inguna tók báturinn niðri
vestan í Hófsnesinu og
skrönglaðist síðan inn með
fjörunni um 60 m. vega-
lengd í áttina til hafnar-
innar, þangað til hcinn fest
STAKSTEINAB
Hafliði Pétursson, stýrimaður, Sigurður Ólafsson og skipstjórinn Baldur Karlsson.
Ljósin í Grindarvíkurhöfn
biiuðu og Viktoía stranaaöi
ist alveg á rifi. Áhöfnin
komst þá í gúmmibátnum
í land.
Fréttamaður og ljósmyndari
blaðsins korou til Grindavík
ur eftir hádegi í gær. Þá vax
háfjara og lá Victoria, sem er
102 lesta bátur, alveg á þurru
langt uppi á rifiniu útt á
höfninni. Var búið að kanna
skemimdir á bátnum, sem voru
það miklar að ekki var um
að ræða að draga hann sitrax
á sjó, kjölurinn eitthvað brot
in, stýrið af og hællinn brot
inn.
Hrakti 600 m í f jöruborðinu.
Áhöfnin á bátnum, 6 menn,
var að leggja af stað til Þor-
lákshaifnar og áttum við stutt
stamtal við skipstjórann Bald
ur Karlsson frá Þörlákshöfn
og menn hans. Baldri sagðist
svo frá að þegar Viktoria kom
til Grindavíkur eftir um 3
tíma ferð frá Þorlákslhiöfn og
ætlaði þar inn, koim í ljós að
ekki logaði á innsigl-
ingarmerkjunum. — Vegna
rafmagnsbilunar af völd-
um veðursins höfðu öll
ljós farið við höfnina. Það
varð til þesis að i®a sást til
og báturinn lenti inn af sund
inu og tók niðri vestan í Hófs
nesinu. Þar rétt hjá liggur enn
flakið af Fram, er strandaði
1959. Strax var sett á aftur-
ábak, og telur BaMur að hægt
hefði verið að ná bátnum últ
strax aftur, því hann var á
hægri ferð, ef ekiki hefði verið
svo vont veður, sjálfsagt kom
in 10—11 vindstig.
Baldur var sjálfur við stýri
þegar þetta gerðist. Vélstjór
inn Bjarni Sæberg úr Reykja
vík var niðri í vélarrúmii, en
aðrir skipverjar, stýrimaður-
inn Hafliði Pétursson frá Borg
í Þykkvabæ, Sigurður Ólafs-
son frá Þorlákshöfn, Þorsteinn
Hermannsson frá Langholti í
Hraungerðishreppi og Guðjón
Jónsson úr Selvoginum, voru
niðri.
HJöfðu skipverjar nú sam,-
band við land og björgunar-
sveitin í Grindavík kom á vett
vang. Náðu skipsmenn tveim
ur línum frá björgunarsveit
inni, en ekki þótti vegna veð-
urs rétt að draga skipverja í
land að svo komnu máli.
Bátinn hrakti þannig vestur
fjöruna í um 200—300 m frá
Tómas Þorvaldsson, formaður
björgunarsveitarinnar í
Grindavík.
landi í um 3 tíma. Bjami vél
stjóri sagði, að enginn sjór
hefði komið í vélarúmið
fyrsta hálfan annan tírnann og
aldrei mikill. En noktour sjór
gekk yfir bátinn. Þegar Viktor
ia festist alveg, var hún komin
innarlega og í meira hlé, svo
Huur skipverjarnir þrir: Þorsteinn Hermannson, Guðjón Jónsson, Bjarni Sæberg, vélstjóri.
þeir félagar gátu farið í
gúmmibátinn og látið siig reka
þvert yfir höfnina í land. Gekk
það ágætlega.
Þeir skipsfélagarnir voru að
leggja af stað heim í bíl, til
að hitta fjölskyldur sínar, er
við náðum tali af þeim. Bald
ur skipstjóri er kvæntur mað
ur og á fjögur börn, Og þrír
hinna, þe-Lr Þorsteinn, Guðjón
og Bjarni, eru .einnig kvæntir
og eiga hver eitt bam.
Þeir bjuggust þó við að
koma aftur til Grindavíkur í
diag, til að hjálpa til við und
irbúnimg þess að draga Viktor
íu inn fyrir eiðið í Hópið, en
báturinn er of mikið brotinn
til þess að unnt sé að draga
hann að svo komnu máli út á
sjó. Á staðimn voru komnir
fulltrúar Samábyrgðarinanr
og björgunarsérfræðingar til
að kanna aðstæður svo og
framfcvæmdastjóri útgerðar-
félagsins, Benedikt Thoraren-
Veðrið sleit rafmagns-
taugina
Björgunarsveitin £ Grinda-
vík, deild úr Slysavarnadeild
inni Þorbimi, var kölluð út
í fyrrinótt þegar Viktoría
strandaði. Við þessa erfiðu
strönd er sveitin jafnan til
taks, og hefur oft þurft að
koma til bjargar þegar skip
hafa lent í sjávarhóska, eins
og t. d. þegar Clam strand-
aði, Jón Baldvinsson, enski
togarinn Louise, sem fórst út
af Eldey o. fl.
Form. deildarinnar er Tóm
ass Þorvaldsson. Hann kvaðst
hafa vitað um strandið kl.
2,45, er loftskeytastöðin í
Rvík, sem hafði haft sam-
band við Viktoríu, vakti hann
með símahringingu.
Dimmt var við höfnina, því
rafmagnstaugin sem liggur
þangað og lýsir auk þess upp
ljósmerkin við svokallaðan
Snúning hafði slitnað £ veðr-
inu. Inn í höfnina eru þrjár
leiðir, um Djúpsund, svokall-
aðan Snúning og um það sem
kallað er Ós, en ljósin við
Snúninginn, sem var leið-
in, er Viktoría fór, höfðu
einmitt slokknað.
Björgunarsveitin var komin
á staðinn kl. 3.30 og tókst
fljótlega að koma taug út í
bátinn. En hringtaugin og
líftaugin lágu svo flatt fyrir
brotsjóunum að ekki þótti
hættandi á að draga mennina
í land nema líf lægi við, að
því er Tómas sagði. Sýndust
þeir ekki í bráðri hættu í
bátnum. Var línan því höfð
til taks út í bátinn, ef á
þyrfti að halda, og björgunar
tækin í fjörunni færð eftir
því sem bátinn hrakti. Og
um 6 leytið komust skipverj-
ar £ gúmm£bátnum £ land.
Eysteinn heimtar
verðbólgu
Eysteinn Jónsson, fyrrverandi
f jármálaráðherra, ritar nýlega
grein í Tímann, þar sem hann
deilir mjög á þá ákvörðun
núverandi ríkisstjórnar, að tii-
tekinn hluti sparifjár í bönk-
um, sparisjóðum og innláns-
deildum félaga, skuli geymd-
ur í Seðlabankanum. Telur
fyrrverandi fjármálaráðherra
þetta stórhættulega „frystingu"
á fé landsmanna.
í grein, settr, Gunnar Thorodd-
sen, núv. fjármálaráðherra, ritar
í Vísi í fyrradag, bjendir hann á
það, að vinstri stjórnin hafði for
ystu um það á sinum tima atS
bankar og sparisjóðir skuli eiga
innstæður í Seðlabankanum.
Hinsvegar vildi hún ekki skylda
innlánsdeildir kaupfélaga til hins
sama. Núverandi ríkisstjórn
taldi hinsvegar eðlilegt, að hið
sama gengi vfit innlánsdeildir
kaupfélaganna og banka og
sparisjóði.
Það er þannig sannað, að það
var vinstri stjórnin. sem beitti
sér fyrir því sem Eysteinn Jóns-
son kallar ,,frystingu“ á spari-
fé landsmanna. f því sambandi
kom hún hinsvegar að hlut-
drægni, eins og alls staðar ann-
ars staðar.
Stuðlar að jjafnvægi
Gunnar Thoroddsen ræðir i
fyrrnefndri grein árangurinn af
þessum. ráðstófunum. Kemst
hann þá m. a. að orði á þessa
leið:
„Árangur hefur þegar komiS
í ljós á ýmsa vegu. Ein af mein-
semdum efnahagslífsins hefur
verið sú, að útlán banka og spari-
sjóða hafa yfirleitt aukizt meira
en innlánin og hefur þetta rýrt
gjaldeyrisstöðuna og aukið seðla
veltuna. Binding sparifjársins
hefur stuðlað að jafnvægi í lána-
málum og átt sinn þátt í því að
hér hefur nú myndazt gjaldeyr-
isvarasjóður, sem netnur nm 400
millj. kr. Verkefni hans er að
skapa öryggi í atvinnulífi lands-
manna og viðskiptum og verja
þjóðina áföllum. er yfir kunna
að dvnja. Það fjárimgn, sem imi
í Seðlabankann kemur, er einn-
ig notað til útlána á afurðir til
lands og sjávar.
Hagur Nixons vænkast
Nixon, fyrrverandi varafor-
seti Bandaríkjanna. hefur eins
og kunnugt er ákveðið að bjóða
sig fram við ríkisstjórakosningar,
sem fram eiga að fara i heima-
ríki hans. Kaliforníu, á þessu
ári. En einn flokksbróðir hans,
fyrrverandi ríkisstjóri Goodwin
Knight, vildi einnig verða í fram
boði fyrir flokkinn og hótaði
Nixon harðri baráttu um fram-
boðið.
Nú hefur Knight hinsvegar
ákveðið að draga sig í hlé og:
keppa ekki við Nixon utn. ríkis-
stjóraframboð.
| A u k a s t sigur-
horfur R e p u -
biikana í Kali-
forníu mjóg við
þá ákvörðun
hans. Engan veg
inn er þó vist að
Nixon nái kosn-
ingu. Demókrat-
ar unnu siðustu
ríkisstjórakosningu með miklum
yfirburðum og eiga á að skipa
dugandi og vinsælum manni.
Nixon bendir hinsvegar á það
með réttu, að hann hefur aldrei
tapað kosningu í heimariki sínu.
Hann var fyrst kosinn þar sem
fulltrúadeildarþingmaður, síð-
an til öldungardeildarinnar og
við þrennar síðustu forsetakosn-
ingar hafa Republikanar fengið
kjörmenn Kaliforníurikia
kjörna.
S