Morgunblaðið - 26.01.1962, Side 8

Morgunblaðið - 26.01.1962, Side 8
8 MORCT’NfíT. 4 Ð1Ð Föstudagur 26. jan. 1961 Óvinsældir stjdrnar Dagsbrúnar vaxandi Samkl við tvo Dagsbrúnarmenii MBL. RÆDDI I gærdag við ungan Dagsbrúnarmann, GUNN AR ÞORUÁKSSON. Gunnar er 18 ára gamall og hefur unnið almenna verkamannavinnu hjá Reykjavíkurbæ. Gunnar sagði, að sér ofbyði mis notkun kommúnistastjórnarinnar í Dagsbrún á félaginu. Þeir mein uðu mörgum verkamönnum full félagsréttindi, en hinsvegar hefðu margir kommúnistar, sem lítt hafa verið kenndir við verka- mannastörf, þar full réttindi og kosningarrétt. Misferli kommún- ista með fé og kjörskrár verka- lýðsfélaga hefði komið skýrlega í Ijós, þegar þeir misstu meiri- hlutann í Iðju í Reykjavik og nú væri kominn tímj til þess að hreinsa til á skrifstofu Dagsbrún ar. Félagsmálin í handaskolum. Ekki hugsuðu kommúnistar í Dagsbrúnarstjóminni um al- mienn félag9mál, heldur aðeins flokkspólitík sína. Eitt af því, sem skiptir mjög miiklu máli fyrir hvert verkalýðs félag, sagði Gunnar, er að það eignist eigið húsnæði fyrir starf semi 9Ína. Að þessu hafa öll verkalýðsfélög unnið sem ein- hvers eru megnug og hafa átt því láni að fagna að hafa stjómir, sem skildu nauðsyn þessa máls. Hefur mörgum verkalýðsfélög- uffl hér í Reykjavík tekiat að eignast eigið húsnæði og reka Þar umsvifamikla og fjölbreytta fé- lagsstarfsemi. Það má því furðu gegna, að Dagsbrún, sem er lang stærsta verkalýðsfélag landsins hefur efkki enn eignast húsnæði fyrir Með 1300 tunnur AKRANESI, 22. jan. — Hring- nótabátarnir halda sig í Jökul- djúpi, í Efra Kanti. Of mikill kaldi var til að kasta kl. sex í kvöld. Enginn var þá farinn að fá síld en núna kl. hálf níu er Víðir II á leið til Reykjavíkur með 1300 tunnur Jón Gunnlaugs fékk 500 tunnur og Anna 600 tunnur. Batnandi veður er á síld armiðunum, en nú versna veiði- skilyrði á síldinni vegna of mik- iHar tunglsbirtu, — Oddur Gunnar Þorláksson starfsemi sína og verður að vera á hrakhó'lum hingað og þórngað varðandi húsnæði. Fundi íélags- ins á einum stað, skrifstofu á öðrum og bókasafn, sem félaginu var gefið, á þriðja staðnum. — Gengur þetta svo langt, að Dage brún getur ekki látið kjóisa í fé- laginu nema að fá leigða skrif- stofu Sjómannafélags Reykjavík ur. Allt þetta gerir Dagsbrúnar- mönnum erfitt um vik varðandi alla félagsstarfsemi, enda er vart hægt að tala um neitt sem heitir félagsstarfsemi innan Dagsbrún ar. Stjórn félagsins boðar að vísu til nokkurra félagsfunda á ári, þegar hún telur það brýna nauð- syn sjálfrar 9Ín vegna, og þá eru þessir fundir haldnir í húsnæði, sem er allt af þröngt og í flesta staði ófullnægjandi miðað við fjölda félagsmanna. Ef Dagsbrún armenn langar til að kynna sér bókasafn félagsins, verða þeir að fara upp í félagsheimili raf- virkja og múrara á Freyjugötu 27, en þar er bókasafnið til húsa. Þessi húsnæðisvandamál Dags- brúnarmanna koma ef til vill harðast niður á ungum Dagsbrún armönnum, sem gjarnan vildu halda hópinn og hafa tækifæri til að hittast og starfa saman að ákveðnum hugðarefnum. Þeir gætu t-d. haft sérstakt málfunda félag þar sem þeir gætu skipzt á skoðunum og æft sig í ræðu- Jnni á Nausti dldreipver ánæcfjunnar sjóöur. hrrdmaturinn þykir mér þjóðlecfur oq yóöur J| SSAIIÍSI mennsku. Slikt félag var víst einu sinni til, en ég hefi ekki heyrt um að það væri starfandi nú. Þá væru leshringir m jög tíana bærir fyrir unga Dagsbrúnar- menn, sérstaiklega eftir að félag ið fékk bókasafnið, en þangað er ábyggilega mikinn fróðleik hægt að sækja, sem öllum ung- um mönnum er nauðsynlegur. Eins væri ekki úr vegi að ung- ir verkamenn kæmu saman á spilakvöld og innanfélags skemmt anir til að hefja sig upp úr hversdagsleikanuim. Svona mætti lengi telja. Vitað er að stjórn Dagsbrúnar hefur margsinnis verið gefinn kostur á lóð til húsbyggingar, en af einhverjum ástæðum heiur ekkert orðið úr framkvæmdum. Fjármunum félagsins hefur ver- ið varið til einhvers annars en þesfe, að koma upp húsnæði fyrir verkamenniaa, sem borga sín félagsgjöld til félagsins. Fellum einræðið. Að lokum sagði Gunnar, að for ysta kommúnista í kjaramálum launþega hefði ekki færf verka- mönnum neinar kjarabætur und anfarin ár. Aðeins tjón af póli- tískum verkföllum, enda hæpið, að þeir hafi nokkum áhuga á kjarabótum, því að þá gætu peir ekki alið á þeirri pánægju og ó- einingu, sem stefna þeirra í lands málum lifði á. Eg skora á Dagsbrúnarmenn, að hrinda stjórn kommúnista í Dagsbrún. Verkfallsréttur og frjáls verkalýðstfélög eru kostir lýðræðisskipulagsins. Aðdáendur hins sósíalistiska einræðis rnunu aldrei skilja né meta þennan rétt verkamanna, eins og fram- koma kommúnista í kjaradeilum á dögum vinstri stjórnarinnar sýndi berlega. Þreyttir á verkfallapólitíkinni. Þá átti Mbl. viðtal við Hall- dór Runólfsson, sem er ungur Dagsbrúnarverkamaður. Hann hefur stundað almenna verka- manna vinnu um sex ára skeið hjá Reykjavíkurbæ. Halldór Runólfsson Komst hann svo að orði, að verkamenn væru almennt orðnir þreyttir á verkfallapólitík komm- únista í Dagsbrún. Sérstaklega hafa óvinsældir stjórnar Dags- brúnar þó vaxið nú í seinni tið, eftir að vikukaupinu var komið á. Okkur var löfað í sumar, að það yrði kjarabót, en síðar hef- ur komið í Ijós, að atvinnurekend ur draga einungis frá vikukaup- inu ákveðna upphæð, sem þeir geyma vaxtalaust fyrir okkur. Eg lít svo á, að þetta sé hreint vantraust á okkur og verið sé að gefa í skyn, að við kunnum ekki með peninga að fara. Þá spillti það svo um munaði fyrir stjórn Dagsbrúnar, hve verk fallið í sumar dróst á langinn. Hlíf í Hafnarfirði samdi hálfum mánuði fyrr um svo til sömu samninga, en þar sem eikki hent- aði flokkshagsmunum kommún- ista að semja, þá var verkfailinu haldið áfram. 'M B Vil kaupa 5-7 herbergja íhuð Til greina kemur: fokhelt, tilbúið undir tréverk eða fullgert. Mikil útborgun (300—400 þús.). Verðtilboð, með nauðsynlegum upplýsingum um íbúðina, sendist í pósthólf 454, Reykjavík, fyrir n.k. mánudagskvöid. Illiil \Ur Jc/ukkvx^ ö k^Vxixi/mu r\ lY sfr<xíuövur Sií) ufþóf Jór\ssor\ ðc co Aukamefflimakerfið misbrúkaff. Þá kvaðst Halldór algjörlega mótfallinn aukameðlimakerfinu, enda hefði komið í ljós, að komm únistar beittu því hiklaust í flokkspólitískum tilgangi og reyna eftir megni, að koma í veg fyrir, að pólitískir andstæðingar fái flull félagsréttindi. Þá reyna kommúnistar einnig að halda sín um mönnum á kjörskrá eins lengi og nokkur vegur er, þótt vitað sé, að þeir séu hættir að stunda verkamannavinnu. Hins vegar er erfitt við þetta að fást, þar sem sú kjörskrá, sem stjórnin lætur af hendi, er ekki rétt, hvorki hvað nöfn né heimilsföng snert Flokkshagsmunir kommúnista ráffa meiru. Þá kvað Halldór augljóst, að flokkshagsmunir kommúnista hafi ráðið meiru, eftir að Eð- vard Sigurðsson varð formaður Dagsbrúnar, enda geti ekki öðru vísi farið, þegar flokiksbund inn þingmaður er kjörinn for- maður Dagsbrúnar. Slíkur mað- ur á ekkert erindi í það sæti. Úrelt kjarabarátta. Það sem við þurfum núna, er ný stjórn í félaginu. Sú stjórn, sem nú situr, er búin að sitja of lengi, enda er hún orðin mjög værukær og gerir ekki annað en það, sem hún telur, að þjóni flokkshagsmunum kommúnista. Við þurfum að fá stjórn, sem set- ur hagsmuni verkamannanna sjálfra ofar öllu. Þá hefur það sýnt sig, að það er algjörlega úrelt að haga kjara baráttunni þannig, að berjast fyr ir hækkuða kaupi í krónutölu. Hinar einu raunverulegu kjara- bætur, sem unnt er að fá, eru þær, að vöruverð verði læk'kað og eins skattar og annað þess háttar. Þá bindum við verka- menn miklar vonir við þingsálykt unartillöguna um átta stunda vinnudag, enda leikur enginn vafi á því, að ákvæðisvinna og aukin hagræðing á vinnustað* mundi bæta kjör okkar meira en nokkuð annað. Jóhannes Lárusson héraffsdómslögmaffur lögfræðiskrifst. - fastcignasala Kirkjuhvoli — Sími 13842 Sigurgcir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaffur Málflutningsskrifsofa. Austurstræti 10A. Sími 11043. Málflutningsskrifstofa JON N. SIGURÐSSON hæstaréttarlr gnraff’r Laugavegi 10. Sími ’4934 Félagslíl Þróttarar — Knattspyrnumenn Athugið breytta æfingatíma innanhússæfinganna: 4. og 5. fl. Laugardaga kl. 6:55. 3. fl. Laugaradaga kl. 7:45. 2. fl. Sunnudaga kl. 3:30. Mfl. og 1. fl- Sunnudaga kl. 4:20. Allar þessar æfingar fara fram í KR-húsinu v/Kaplaskjólsveg. Nýir félagar alltaf velkomnir. Stjórnin. Farfuglar Dvalið verður í Heiðarbóli um helgina. Nefndin. Þróttur, handknattleiksdeild. Æfmgar 3. fl. karla verða hér eftir þannig: Á miðvikudögum að Háloga- landi kl 18.50. Á föstud. í Laugardal kl. 19.40. Nefndin. (★: ;★} SKÍÐAUNNENDUR Dvaliff verffur í Skíffaskála Víkings um helgina. Ferffir frá B. S. R. kl. 2 e. h., laugardag. kl. 6 e. h., laugardag. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.