Morgunblaðið - 26.01.1962, Síða 9
Föstudagur 26. jan. 1961
VORGVNfíT4fílÐ
9
Karitas Jochumsdótti
HÚN bar nafnið Karítas, eins Og
margar frændkonur hennar af
Kjalarnesi. Það þýðir kærleikur.
Fá nöfn sómdu betur skaphöfn
hennar og eðli. Æðrulaus bar hún
íeigð sína: Fyrst heilauppskurð
í KauprnannahÖfn í sumar og síð
asta spölinn til að deyja í sjúkra-
húsi hér í bæ. Hún kvaddi fag-
urt. heitnili sitt í hinzta sinn fyr-
ir jól og skildi við allt hreint og
fágað eins og henni var jafnan
lagið. Hún skipti jafnvel um lín
í rúmum. Þannig var síðasta at-
fcöfn þessarar sómakæru konu
táknræn fyrir hreinan feril henn
ar í þessan jarðvist. Aldrei var
skain né skurn að finna í slóð
hennar, jafnt í orði sem athöfn.
Hún mætti dauðanum þögul og
asðrulaus ems og skyldustörfun-
um á lífsíeiðmni. Með líknsöm-
um höndum og næmri nærveru
hjúkraði hún fársjúkum föður-
bróður, sem hún tók inn á heim-
ilið Og launaði þannig á falleg-
an hátt uppfóstur í æsku. Þessi
fóstri hennar var fyrsti forsæt-
isráðherra lýðveldis okkar, Björn
Þórðarson dr. juris. Hann lifir
enn á niræðisaldri. Enginn veit
um leikaðferðir mannsins með
'ljáinn. Hinn hugdjarfi heims-
skautafari Amundsen lagði ó-
trauður út á endalausa ísbreið-
una til að bjarga týndum starfs-
bróður, Nobile hinum ítalska, sem
var talinn af. Nobile komst af
eigin ramleik til byggða, allt
heim til síns fagra föðurlands, úr
heimsskautamyrkri í suðræna
sól. En Ámundsen, hetjan með
sitt vaska víkmgablóð í æðum,
hvarf inn i kalt fang feigðarinn-
ar. örlög manna eru óútreiknan-
ieg.
Karítas var líknsöm mannkær-
leikakona eins Og márgar frænd-
konur hennar í báða ættliði.
Halldóra iangamma hennar Ólafs
dóttir tók á móti fimmhundruð
börnum í Kjalarnesþíngi við slíka
giftu, að orð fór af. Sú hafði
meðfæddar græðarahendur í
beztu merkingu þess orðs. Aldrei
heyrði ég Kaiítas fara með slúð-
ur né slefburð. Hún hafði lítil
afskipti af nábúum sínum, en
rækti skyldustörf þeim mun bet-
ur á heimiii sínu. Ef jafn fá-
skiptin kona um háttu nábúans
hefði gifzt auðmanni, hefði hún
jafnvel ranglega verið talin
stærilát. Hefði slík kona aftur á
móti verið fátækum manni gef-
in, hefði slíkt afskiptaleysi verið
talið bera vott um hlédrægni. En
þegar eitthvað alvarlegt bjátar
á hjá náunganum, er slíkt fólk
oft fyrst til að hlaupa undir
bagga ótilkvatt og bjóða hjálp
sína. Það eru oftast beztu ná-
búarnir í raun og reynd. Þannig
var sýndarmennskulaust eðli
hennar og geðlag. Hún var það,
sem jafnan reynis stærst og bezt
hverri konu: mikil móðir og
húsmóðir, sem helgaði alla krafta
sína uppeldi barna sinna, án þess
þó að dekra við þau um of og
ala upp sem viðkvæm og fíngerð
vermihúsablóm, sem fölna og
sölna við fyrsta hret. Ávöxtur
þess holla uppeldis mun veita
þeim styrk við þetta mikla áfall,
móðurmissinn. Þau eru öll vel
gerð og óvanalega fallega innrætt
og enga vanmetakind er að finna
í þeim fríða hópi.
Foreldrar hennar voru Jochum
Þórðarson, skipstjóri frá Móum, i
sem hvarf í hafi í fyrri heims-
styrjöld, og kona hans Diljá
Tómasdóttir frá Lykkju á Kjal-
arnesi. Þau eignuðust sjö börn.
Diljá gekk seinna að eiga Sigurð
Jónsson, skipstjóra, frá Bakka.
Þau lifa bæði í hárri elli. Joch-
um var systursonur séra Matthí-
asar Og bróðursonur konu séra
Matthíasar. Þannig var hann
teknískur albróðir barna skáld-
jöfursins, átti alla sömu afana
og áana, ömmur og formæður.
Séra Matthías, frændi hennar,
varp eitt sinn fram þessari veð-
urlýsingu, er hann sat í Móum,
og kaldir stormar gnauðuðu. Vís-
an gæti líka lýst nöprum og
nistandi nágusti dauðans:
Kalt er nú um Kjalarnes,
Kári hátt í morgun blés.
Esja horfir heljugrá,
hrýtur kóf af • gnýpum blá.
En Esjan er blæbrigðarik og
margbreyttleg eins og mannlífið.
Hún verður alltaf litglöð og
falleg á nýjan leik.
Karítas gekk að eiga Gústaf
Adolf Ágústsson, endurskoðanda,
fyrir 2'5 árum, góðan dreng og
tryggðatröll. Hann hefir reynzt
mér vinur heill og velviljaður
alla tíð. Börn þeirra eru: Guð-
mundur, skrifstofumaður, gift-
ur Else Zimsen úr Stykkishólmi,
Sigurður, bankamaður, Oddur,
iðnnemi í bátasmíði, Sigrún í
Menntaskólanum Og Diljá Mar-
grét í Verzlunarskólanum. Maki
og börn fylgja nú eiginkonu og
móður síðasta spölinn í dag, en
kærleikur hennar mun fylgja
þeim og styrkja ævina alla.
Örlygur Sigurðsson
F. Ólafsson lögfr. Austurstr. 9
Sími 16462.
AÐSTOÐ við skattframtöi
Jón Eiriksson hdl. og Þórður
GAMALT OG VELÞEKKT
innflulnings og umboðsfirmn
sem hefur mjög góð sambönd í Englandi, Þýzkalandi
og víðar, er til sölu.
Þeir, sem áhuga hafa á þessu sendi nöfn sín í
lokuðu umslagi merkt: „Umboðsverzlun — 7155“, á
afgr. Mbl. fyrir lok þessa mánaðar.
Bújörðln IMorður Hvoll í Mý/dal
er til sölu oe laus til ábúðar í næstu fardögum. —
Semja ber við eiganda og ábúanda, Kristján Bjarna-
son.
FLUG — BINGO
/r jr
í LIDO sunnudag
MÁLFUNDARFÉI AGIÐ ÓÐINN
li e 1 d u r
ÞORRABLÓT
í Sjálfstæðishúsinu föstudaginn 26. þ.m. kl. 8,30.
Ávarp: Geir Hallgrímsson, borgarstjóri
Þorra-rabb: Séra Jón Thorarensen
Skemmtiþáttur: Steinunn Bjarnadóttir
leikkona
D A N S
Aðgöngumiðar á kr. 125,— fyrir manninn, seldir í
skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í dag.
Skemmtinefndin
Sjálfstæðiskvennafélagið EDDA
í Kópavogi heldur
aðalfund
30. janúar 1962 í Sjálfstæðishúsinu við Borgar-
holtsbraut 6, Kópavogi — (Gengið inn frá Hábraut).
Fundurinn hefst kl. 21.—
Fundarefni:
Inntaka nýrra félaga
Venjuleg aðalfundarstörf
Lagabreytingar
Kosning í fulítrúarráö og kjördæmaráð.
Kaffidrykkja að loknum fundi.
STJÓRNIN
T#7 sö/u
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir:
Dodge ’54 vörubifreið, 5 tonna með farþegahúsi.
Chevrolet ’5l, sendiférðabifreið, 1% tonn yfirbyggð.
Mercedes Benz 170S ’51, fólksbifreið.
Bifreiðar þessar verða til sýnis í porti Áhaldahúss
Reykjavíkurborgar föstudaginn 26. janúar frá kl.
9—-5. — Tilboð skulu send oss og verða þau opnuð
í skrifstoíu vorri Tjarnargötu 12 kl. 10.00 f.h. laug-
ardaginn 27. janúar n k.
Innkaupastofnun Reykj avíkurborgar
Veitingahúsrekstur
Maður sem hefur rekið sjálfstæðan veitingahús-
rekstur í mörg ár, óskar eftir að taka á leigu eða
veita forstöðu hóteli eða veitingahúsi. Sumargisti-
hús eða veitingastofa úti á landi kæmi til
greina. — Alger reglusemi. —■ Tilboð sendist afgr.
Mbl. fyrir 20. febr. merkt: „Veitingahús—7831“.
Jörðtn Laugaból
í Nauteyrarhreppi, N.-ís., fæst til ábúðar í fardög-
um 1962. Jörð og hús eru í góðu lagi. Sauðland er
mikið og gott. Á býlinu er ágæt Lister-dieselrafstöð
og ,,Titan“ rafmÓTor til súg-þuirkunar. Til hitun-
ar á íbúðarhúsi eru tveir katlar á sama kerfi, ann-
ar fyrir olíu, hinn fyrir kol o. fl. auk nógs rafmagns
til suðu og eldunar, ásamt ágætri, sænskri AGA
eldavél. — Nánari upplýsingar veitir undirritaður.
Laugabóli, 21 ianúar 1962.
Sig. Þórðarsson.
Lögtak
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan-
gengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án
frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda en ábyrgð
ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þess-
arar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum:
Ógreiddum viðbótum við skatta og önnur þing-
gjöld ársins 1961 og eidri ára, álögðum frá 1. nóv.
sl. til dagsins í dag söiuskatti 4 ársfjórðungs 1961,
svo og vangreiddum söluskatti og útflutningssjóðs-
gjaldi eldri ára, aföllnum og ógreiddum skemmt-
anaskatti og miðagjald) gjöldum af innlendum toll-
vörutegundum og rnatvælaeftirlj csgjaldi, lesta-, vita
og skoðunargjöldum al skipum árið 1962, trygg-
ingaiðgjöldum af lögskráðum skipshöfnum fyrir ár-
ið 1961 og 1. ársfjórðungs 1962 ásamt skráningar-
gjöldum.
Borgarfógetinn í Reykjavík. 24. jan. 1962
Kr. Kristjánsson