Morgunblaðið - 26.01.1962, Síða 20

Morgunblaðið - 26.01.1962, Síða 20
20 MORGUNBLAÐ1Ð Föstudagur 26. jan. 1961 Barbara James:' 10 Fögur og feig Einhvernveginn leið kvöldið. Ég fór niður og tók til kvöldmat handa Kory. Sjálf gat ég ekki smakkað mat. Ég fór út og opnaði bílskúrinn. Ég opnaði líka sjón- varpið, en hafði enga hugmynd um á hvað ég var að horfa. Ég bauð Vandy góða nótt og talaði við hana stundarkorn áður en hún fór í háttinn. Loksins, rétt fyrir miðnætti, heyrði ég lágt suðið í bílnum úti á brautinni, og svo sem mín- útu seinna kom Rory inn. Ég gekk til hans og við kysstumst, rétt eins og af vana og án nokk- urs innileika. Jaeja, það er gott að vera kom- inn heim, sagði hann. Ertu þreyttur? Ekki laust við það. Það varð töf við upptökuna í morgun, svo að ég varð að vinna aukalega seinnipartinn. Það hlýtur að vera erfitt fyrir þig. Mér fannst eins og við vser- uim ekki neinar mannieskjur, held ur eins og leikbrúður á sviði að hespa af einhverju þýðingar- lausu samtali. Viltu eitthvað að drekka? spurði hann. Nei þakka þér fyrir. Hann blandaði sér sterkt viskí í glas og bætti í það smáleka af sódavatni. Hann var þreytulegur og auk þess áhyggjufullur, þótt hann reyndi að leyna því. Hann settist niður við eldinn. Ég fór fram í eldhús og kom svo inn með mat- inn hans Gekk sýningin vel í kvöld? spurði ég. Þetta átti að vera bendiorð, en hann skildi það vist ekki. Nokkurnveginn eins og venju- lega. Hann nefndi það ekki einu orði, að Crystal hefði vantað. Hversvegna gátum við ekki leng ur talað saman eins og áður? Hversvegna gat ég ekki sagt: Ég veit að þú ert áhyggjufullur vegna Crystal. Og það er ekki nema skiljanlegt. Hún liggur dauð í íbúðinni þinni núna. Ég hljóp burt þaðan og skildi hana eftir. Þetta hefði ég átt að segja, en eishvernvegmn gat ég það ekki. Betra að láta sem maður hefði aldrei þarna komið og telja jafn- vel sjálfum sér trú um það. Hann mundi aldrei skilja, hversvegna ég hljóp burt og kallaði ekki á lögregluna. Nei, það var bezt héðan af að láta allt hafa sinn eðlilega gang. En þetta var ekki ástæðan til þess, að ég sagði honum það ekki. Leó hitti mig í kvöld, sagði hann. Hann sagði mér, að þið hefðuð borðað saman. Já, það var rétt. Þú nefndir ekkert, að þú ætl- aðir að koma til borgarinnar í dag. Ég tók þetta í mig allt í einu. Hann leit forvitnislega á mig. Hversvegna komstu ekki í leik- húsið? Þá hefðum við getað orðið samferða heim. Ég var þreytt. Hann svaraði engu, en lét sem hann væri með allan hugann við matinn. Þannig héldum við skrípaleikn um áfram. Loksins fórum við að hátta seman, í stóra útlenda rúrn ið. Við lágum hlið við hlið, en samt var mikið djúp milli okkar. Ég þekki þennan einmanaleik, sem víst getur ásótt alla. Þegar maður elskar og er elskaður, finnst manni hann óhugsanlegur og heldur, að hægt sé að sleppa við hann. En þetta er ekki rétt. Við erum öll fangar í innilokuð- um smáheimi, fjarlæg eins og stjarna úti í geimnum, jafnvel þeim, sem næstir okkur eru. Ég gat snert höndina á Rory, en ég gat samt ekki náð til hans — ég gat ekki brotið niður þennan ó- sýnilega múrvegg, sem milli okk- ar var. Ég vissi vel, að hann var ekki sofandi. Hann var fangi hugsana sinna. Þegar ég lokaði augunum, gat ég séð hana í þöglu íbúðinni. Allt krmg um hana í stóra hús- inu var fólk — lifandi — hlæj- andi, étandi drekkandi, sofandi og elskandi. En hjá henni var öllu þessu lokið; hún lá þarna til að eyðileggja lif okkar. Á morgun væri sælu okkar lokið, eins og við höfðum þekkt hana. Það væri léttir þegar morgun- dagurinn kæmi. Kannske var hægt að byrja aftur á byrjun- inni, þegar það versta væri af staðið. Líklega hef ég að lokum sofn- að, því að ég fékk martröð. Hún átti ekkert skylt við Crystal Hugo beldur var þetta einhver endaleysa, dimm og sköpulags- laus hræðsla. Ég veit ekki, hvort ég æpti upp. Líklega hef ég gert það, því að ég vaknaði skjálfandi í örmum Rorys. „Það er allt í lagi, sagði hann. Ég er hérna. Hann þrýsti mér fast að sér og hin yndislega tilfinning nærveru hans gerði endi á skelfingu minni. Stutta stund nægði mér það. Aðeins að finna hann hjá mér og vita, að hann var eins þurfandi fyrir huggun og ég var sjálf. Við gátum enn ekki talað en líkamir okkar gátu látið í Ijós einmanaleik okkar, ótta og þrá eftir huggun. Við þrýstum okkur saman þegjandi, eins og við vær- um að grátbæna hvort annað um skilning. V. Pabbi! Pabbi! Pabbi! Mér fannst það ekki vera nema and- artaki seinna, að ég heyrði þessa hvellu og áköfu rödd gegnum órólegan svefninn, og í sama bili kom Tim þjótandi inn í herberg- ið og hentist upp í rúmið. Til bamingju með afmælisdag- inn, elskan! sagði ég og kyssti hann. Hamingjan góða, sagði Rory. Er þetta sjálfur afmælisdrengur- inn? Tíl hamingju, kall minn! Júiía og Vandy höfðu komið inn á eftir Tim og Júlía söng í sífellu: Gleðilegan afmælisdag! Ég er hrædd um að það sé ekki mjög framorðið, sagði Vandy, og reyndi að láta heyra til sín gegn um hávaðann. En ég gat bara ekki haldið í þau leng- ur. Á ég að biðja Idu að færa ykkur te? Já, þakka þér fyrir, Vandy. Ég mundi í þínum sporum gá þarna í skápinn, sagði Rory. Hver veit nema þú finnir þar eitthváð. Tim ýlfraði af spenningi og leitaði siðan í skápnum og áður en nokkum varði var hann kom- inn með bíl. Ida kom inn með te. Hún dró frá glugganum og milt sólskin fyllti herbergið. Nú er gott veður til að fara í skóginn, sagði Tim, sem var önn um kafinn að taka utan af fleiri afmælisgjöfum. Já, skógarferðin. Nei, það yrði nú víst ekkert úr henni. Á hvaða stundu sem væri gæti þvotta- konan komið inn í íbúðina í Ax- minsterhúsinu og svo mundi sím- inn hringja og hamingju okkar vera lokið. Rúmið og gólfið var allt þakið umbúðapappír. Itory og Tim voru að skoða eimreið og svo niðursokknir í það, að þeir tóku ekki eftir neinu öðru. Ég var að sýna Júlíu myndir í einni nýju bókinni hans Tim Vandy kom með sína gjöf. Tim tók utan af henni og rafk upp óp um ledð og harnn faðmaði Vandy að sér. Sjáðu, pabbi, sjáðu! Þetta var askja með útblásnum hvolpum í. Rory tók einn þeirra og lét hann gera ýmsar fáránlegar hreyfingar. Tim öskraði af kæti og reyndi að gera það sama við hina. Hann æpti til Vandy og Idu og þær urðu að fá að gera það sama. Og Rory tók þátt í þessu ollu, rétt eins og hann vissi ekki hvað áhyggjur væru. Meira að segja batnaði ég í skapinu áð- ur en ég vissi af því. En samt var ég alitaf að hlusta — eftir símabjöllunni, em ég bjóst við, að myndi hringja á hverri stundu. En hún hringdi bara ekki. Við vorum kát við morgunverðinn og svo fórum við að undirbúa skógarferðina. Rory og Tim voru að koma dótinu fyrir í bílnum. Ég gat ekki skilið, hversvegna ekkert gerðist. Kannske hafði hreingerningakonan komið seint inn í dag, af því að hún vissi, að enginn var í íbúðinni. Ég fékk nokkra von um, að við gætum nú samt sem áður farið í skóginn, þrátt fyrir allt. Ef við bara kæm- umst nógu snemma af stað, gat enginn fundið okkur. Mig lang- aði mest til að skera sundur símaþráðinn, til þess að hindra, að þessi fögnuður okkar á af- mælisdeginum snerist upp í sorg- arleik. Ég bað til einhvers ó- þekkts guðdóms um frest, þót.t ekki væri nema um stundarsakir. Ég gleymi þessum degi aldrei. Hann var dásamlegur. Kannslce nýtur maður hamingjunnar bezt þegar maður veit, að henni er að verða lokið. Rory hafði þá gáfu margra leikara að geta lagt á- hyggj urnar til hliðar í bili. Hann var í prýðilegasta skapi; sami káti strákurinn og hann hafði verið forðum í Westmouth. Ég reyndi að vera eins — ég mundi ekki lifa nema þennan eina ham- ingjusama dag og þá var bezt að njóta hans til fulls. Við settumst að við vatnið, þar sem silfur- birkið lét greinarnar hanga nið- ur að vatnsfletinum. Himinninn var silkiblár og sólin heit, miðað við árstíðina. Við óðum í leirugu vatninu og fældum upp hornsíli, Tim til gamans. Við sáum nokk- ur dádýr, þæg og spök, sem átu gras úr hendi Júlíu. Svo fórum við í veitingahúsið þarna og át- um rjómaís. Og við hlógum — allur heimurinn virtist hlœja í dag. En á þessu varð enidir a® verða. Börnin tók að syfja og Rory varð að fara til borgarinnar vegna leikhússins. Á heimleiðinni var ég næstum veik af kvíða. Við vorum á glötunar- vegi og ekkert gat komið í veg fyrir það. Nú mundi standa bill fyrir utan húsið — lögreglubíll. Og tveir alvarlegir menn mundu bíða okkar og Vandy hefði í fumi sínu farið að bjóða þeim upp á te. Ég held mér hefði ekki liðið öllu verr þó ég hefði verið á leiðinni til gálgans. En þarna var ekkert — enginn bíll. Ég staul- aðist út úr okkar bíl og gekk inn. Vandy! kallaði ég. Já, góða. Hún kom fram í for- stofuna til mín. Hvað er að. Þú ert náföl. Er nokkur aðkomandi hérna? Enginn annar en ég. Ida fór inn í þorpið óg Albert er í verk- stæðinu. Það var ekki furða þótt hún yrði hissa. Enginn annar? Hefur enginn komið? Það held ég ekki. Enginn símahringing? Jú, nokkrar, en ekkert sér- stakt. Ég skrifaði þær niður.. Þú ert eitthvað miður þín. Nei, það er allt í lagi með mig. En samit varð ég máttlaus í hnján um og lét fallast niður á stól. Rory og börnin komu inn, full af fersku lofti og gleði yfir úti- verunni. Ég herti mig upp. Mér fannst ég varla með fullu viti lengur. Það var óhugsandi, að Crystal væri ennþá ófundin í íbúðinni okkar. Þetta var eins og Ijótur draumur. Kannske hafði ég alls ekki komið inn í íbúðina í gær — kannske var það allt ímyndun og sjónhverfing. Ég ætla að fara til borgarinnar með þér í dag, sagði ég við Rory, Hann varð hissa. Það bar sjald- an við, að ég færi með honum til borgarinnar, nú orðið. Hversvegna? spurði hann blátt áfram. Mig langar til þess. Hann varð hálf-vandræðalegur. Ég ætlaði nú annars að verða i íbúðinni í nótt. Nei- sagði ég og greip andann á lofti. Hversvegna ekki Hann var sýnilega steinhissa á þessum á- kafa í mér. Ekki af neinu. Mig langaðl bara til að hafa þig heima svar- Jfllltvarpið Föstudagur 26. janúar. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.0® Morgunleikfi i. — 8.15 Tónleik* ar. — 8.30 Fréttk. — 8.35 Tón* leikar. — 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Tónleikar). (10.00 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynnmgar), i 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. I 13.25 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. —• Tónl. — 16.§0 Ve.urfr. — Tónl, — Fréttir. — Endurtekið tónlist* arefni). 17.40 Framburðarkennsla I esperanto og spænsku. 18.00 ,,Pá riðu hetjur um héruð“: Gu8« mundur M. Þorláksson segir fr& Kjartani, Bolla og Guðrúnu. 18.20 Veðurfregnir. —- 18.30 Harmon* ikulög. 19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag.). 20.05 Efst á bai ii (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20.35 Frægir söngvarar; XI: Gérard Souzay syngur. 21.00 Ljóðaþáttur: Dr. Broddi Jóhann- esson les kvæði eftir Sveinbjö»rn Egilsson. 21.10 Samleikur á fiðlu og píanó (Louia Gabowitz og Harriet Parker Sal- erno leika): -) Sónata í A-dúr op. 2 eftir Vivaldi. b) Sónata í G-dúr op. 70 eftir Haydn. 21:30 Útvarpssagan .Seiður Satúrnusar* eftir J.B. Priestley; VII. (Guð- jón Guðjónsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Erindi: Fjárhagur Sameinuðu þjóðanna (Hannes Kjartansson aðalræðismaður). 22.30 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón« list. a) Vladimir Ashkenazy leikucp píanósónötru r.r. 3 í h-moll op, 58 eftir Chopin b) Teresa Stich-Randall syngu* aríur eftir Mozart. c) Konunglega filharmoniusveit, í Lundúnum leikur lýríska svítu op. 54 eftir Grieg; George Weld- on stj. 23.25 Dagskrárlok. >f X- >f GEISLI GEIMFARI >f Xr Xr PIKE, WE'V'E 60T TO LET THlNéS COOL OFF BKORE WE THINK OF KiRlNl9 MXS. COLBY' — Pétur, við verðum að bíða með að drepa frú Colby þar til komin er á ró. — Nei, læknir. Þegar allt leikur í höndunum á þér grípur þú tækifær- in. Eins og er getum við losað okk- ur við alla, sem við viljum. Einnig Geisla geimfara. Ég skal finna leið til þess. Það er einkennilegt lækn- ir, en þegar ég er inni í Mystikusi get ég hugsað eins og snillingur. — (Pétur er að .... missa vitið!)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.