Morgunblaðið - 26.01.1962, Síða 24
Fréttasímar Mbl.
— eftir iokun —
Erler;tlar fréttir: 2-24-85
Innlendat fréttir: 2-24-84
21. tbl. — Föstudagur 26. janúar 1962
Blástursaðferðin
Sjá bls 13.
Mál Huberts
dómtekið
■ I GÆR var flutt í Saka-
dómi Reykjavíkur mál
Huberts R. Morthens, er
varð konu sinni að bana
1. okt. sL Verjandi í mál-
inu er dr. Gunnlaugur
Þórðarson, hdl., en sækj-
andi Einar B. Guðmundsson
hrl. Dómari er Logi Einars-
son, yfirsakadómari. Mál-
flutningi lauk í gær og
var málið tekið til dóms.
Verjandi lagði einkum á-
herzlu á að hér hafi verið
um að ræða „crime passio-
nell“, afbrýðissemiglæp, og
fór fram á refsilækkun eða
refsilinun. Sækjandi lagði
hins vegar áherzlu á að
hér væri um brot á 211. gr.
almennra hegningarlaga að
ræða.
Brún lyftist á
matmönnum í
Bolungarvík
BOLUNGARVÍK, 24. jan. — A
laugardagskvöld héldu konur í
Bolungarvik eiginmönnum sín-
um hið veglegasta þorrablót.
Lyftist bá brúnin á matmönn-
um, því að öll borð svignuðu
þar af trogum, fullum af góðum
mat. Þess má geta, að í einu
troginu vöiu 16 íslenzkir réttir,
og eitthvað svipað er í flestum
þeirra. Þc-tra er í 18. skipti, sem
þorrablót er haldið hér, og hefur
það aldrei verið jafn fjölmennt
Og nú. — Frú Ebba Þórðardóttir
flutti snjallt ávarp í upphafi, en
þorrablótsnefndin sá um skemmti
atriði, leikþætti og söng. Þórður
Hjaitason, sveitarstjóri, færði
konum þakkir fyrir hönd eigin-
manna. Síðan var stiginn dans
af miklu fjöri fram til kl. 4
um morguninn. — Formaður
kvennanefndarinnar er frú Mar-
grét Þorgildsdóttir. — Þorrablót
eru hér jafnan talin til beztu
mannfagnaða. — Fréttaritari.
Fjölskylda í Mosfellssveit!
missir allt sitt óvátryggt
1 G Æ R brann býlið Sveins-
staðir í Reykjahverfi x Mos-
fellssveit, en það stóð á
melnum austan við Álafoss-
verksmiðjuna. Húsið brann
til kaldra kola á rúmri
klukkustund og bjargaðist
fólk úr því fáklætt, en þar
voru fullorðin hjón með
þrem börnum sínum og einu
barnabarni. Ofsaveður var á
er eldurinn kom upp, norð-
austan stormur og slagveður.
Krakkar hlupu berfættir að
næsta býli, Meltúni, og sóttu
hjálp.
Húsið að Sveinsstöðum var
timburhús, skúrbyggt. Það var
frá hernámsárunum og upphaf-
lega sett niður sem sumarbústað-
ur. Þar bjó nú Magnús H. Magn-
ússon starfsmaður á Álafossi og
kona hans Halldóra Halldórsdótt
Dagsbrún á aö halda
sig utan við pólitísk átök
Frá kosningafundi Dagsbrúnar
k kosningafundi Dagsbrúnar,
haldinn var í Iðnó í gær-
kvöldi, lagði Björn Jónsson frá
Mannskaðahóli, formannsefni B-
listans við stjórnarkosningarnar
í Dagshrún, á það áherzlu, að
verkalýðssamtökin ættu að halda
sig utan við pólitísk átök. Taldi
hann enn fremur, að verkamönn
um> hefði gefizt illa hin siðari ár
að knýja fram kauphækkanir
með löngum verkföllum, það
hefði einatt kostað miklar fórnir
lítið gefið í aðra hönd. Minnt-
ist hann i því sambandi sérstak-
lega á hin pólitísku verkföll, sem
háð voru í sumar. Þá taldi hann,
að i kjarabaráttunni yrði að
leggja höfuðáherzluna á bætta
vinnutilhögun og benti hann á.,
að með ákvæðisvinnu mætti
stórbæta kjör verkamanna.
Kommúnistar reyndu eftir
megni að trufla málflutning
Björns með hrópum og köllum
og höfðu þeir þann hátt á, meðan
allir stuðningsmenn B-listans
töluðu.
----★----
Jón Hjélmarsson sýndi fram á,
að reynslan hefði sannað, að
verkamenn hefðu tapað á að
fella miðlunartillögu sáttasemj-
ara á s.l. sumri, enda hefði póli
tisk sjónarmið ráðið því, að
stjóm Dagsbrúnar lagðist gegn
þeirri tillögu. B-listinn hefði þvi
verið lagður fram til að reyna að
kuraa í veg fyrir, að menn gerðu
atvinnu verkamanna að pólitisk
um leiksoppi.
ir og fjögur börn þeirra. Húsið
sneri því sem næst austur og
vestur og í vesturhluta þess var
útbygging móti suðri og var þar
aðalstofan. Norður af henni var
eld'húsið. Gangur var um mitt
'húsið frá suðri til norðurs og
við enda hans bað og snyrting,
en austur af ganginum 3 herbergi
og gengið gegnum tvö þeirra inn
í hið þriðja. Gluggar á herbergj-
unum voru mót suðri.
• Missti allt sitt
f fyrrnótt dvöldust í húsinu,
hjónin Magnús og Halldóra og
3 börn þeirra svo og dótturson-
ur. Sonur, nær tvítugu, var fjar-
verandi. Fjölskyldan missti allt
sitt, föt og innbú og var það mik-
ils virði, því margt var þar nýrra
muna, svo sem ísskápur, svo til
ný svefnherbergishúsgögn og
margt nýtt í stöfum. Húsið var
allt teppalagt. Allt innbú var óvá
tryggt og húsið sjálft mjög lágt
virt. Hitað var upp með hita-
veituvatni og ekki annað eldfæra
en rafmagnstæki í húsinu.
Rústir Sveinsstaða í Mos-
fellssveit. Að baki sést skúr
inni, sem fólkið flúði í, út
í veðurofsann. HelgafeU
sést gegnum grámann.
— Ljósm. vig.
• Allt horfið
Fréttamaður blaðsins brá sér
í gær að Sveinsstöðum og var þá
ekiki að korna að öðm en rústum
einum, því húsið var gersamlega
horfið. Bráðnaðir miðstöðvarofn
ar og geiflaðar járnplötur lágu á
rústunum. Lítilsháttar rauk enn
úr rústunum skömmu eftir há-
degið.
Við hittum fyrst Eirík Guð-
mundsson í Meltungu, en til hans
kom fólkið frá Sveinsstöðum
fyrst, er bað hafði flúið brenn-
andi húsið og leitað skjóls í úti-
skúr, sem var skammt norðan við
húsið. Eiríkur sagði að boðin um
brunann hefðu komið klukkan
um 5.30 í gærmorgun og hefði
Framh. á bls. 23
Happdrættis-
bíllinn sóttur
EIGENDUR vinningsnúmers i
happdrætti Krabbameinsfélags
Reykjavíkur, sem dregið var í á
Þorláksmessu sl., hafa nú gefið
sig fram og fengið afhentan
vinnlnginn, sem var nýr og ó-
keyrður Volkswagenbíll. Vinn-
inginn hlutu Erla Hannesdóttir
og Jón Hannesson, Rvik.
Jóhann Sigurðsson lagði einn-
ig mikla áherzlu á, að stjórn Dags
brúnar hefði tekið pólitíska hags
muni kommúnista fram yfir hags
muni verkamanna, og að leita
yrði nýrra leiða í kjarabarátt-
unni.
Á fundinum voru milli fjöigur
og fimm hundruð manns og stóð
hann enn yfir, er blaðið fór í
prentuní gær. Þá höfðu Eðvarð
Sigurðsson, Björn Jónsson, Jón
Hjájíharsson, Guðm. J. Guð-
rnundsson og Jóhann Sigurðsson
tekið til máls.
Svik Eðvarðs og spurn-
ing til Hannibals
í LJÓS er nú komið, að Eð-
varð Sigurðsson, formaður
Dagsbrúitar, er staðráðinn í
að reyna að hindra raunhæfar
kjarabætur verkamanna, þótt
hann flytti ásamt Hannibal
Valdimarssyni o. fl. þingsálykt
unartillögu, sem miðaði að
rannsókn á því, hvernig kjara
bóta yrði aflað án verkfalla.
Tillögu þessa samþykktu allir
þingmenn. En þegar Eðvarð
sá, að mál það, sem hann sjálf
ur flutti, mundi ná fram að
ganga, snerist hann gegn því
og nefnir það í gær „orða-
gjálfur" og „óljós slagorð“.
í ritstjórnargrein í dag er
fjallað um þetta mál og jafn-
framt kom fram sú fyrirspurn
til forseta A.S.Í., hvort stuðn-
ingur hans við málið hafi líka
byggzt á áróðri, en hann sé
í rauninni andvígur því eins
og Eðvarð.