Morgunblaðið - 03.02.1962, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.02.1962, Qupperneq 2
2 MORCTJNBLAÐIÐ L'augardagur 3. febr. 1962 Ráðvilltur á Axarfjarðarheiði Eitthvað kalinn á fótum EINS og skýrt var frá í frétt blaðsins í gær, hraktist Árni Gunnlaugsson frá Skógum í Reykjahverfi í sólarhring á Axarfjarðarheiði, en var bjargað síðari hluta dags í fyrradag og til hyggða komst hann klukkan 10 í gærmorgun. Tryggvi Helga- son, sjúkraflugmaður á Akureyri, fann manninn í fyrradag fyrir myrkur og reyndi að koma til hans orð- sendingu. Maðurinn var þá svo utan við sig, að hann áttaði sig ekki á leiðbeining- unni, en Tryggva tókst að beina leitarmönnum til hans og varð honum þá hjargað. Blaðið átti í gær tal við Bald- ur Jónsson í Garði í Þistilfirði. Sagði hann að Ámi Gunnlaugs- son hefði lagt upp frá Klifs- haga á fimmtudaginn kl. 6 síð- degis og hefði hann aldrei fund- ið sæluhúsið, sem er á Axar- fjarðarheiði skammt frá eyðibýl inu Múla. Á leið tii ættingja Ámi hafði verið á ferð til að heimsækja ættingja sína, sem búa austur á Langanesi. Var hann ekki vel búinn, í einum sokkum t.d. og lélegum skóm. Sigurgeir Sigur- jónsson í Mann- réttindanefnd Evrópu Ráðherraruefnd Bvirópuráðsiins Ihefur kjörið Sigurgeir Sigurjóns- aOn hæstaréttairlögimann tiil að taka sæti í M a n nir é tti ndanefnd Evrópu. Hefur Friðjón Sflcarp- héðinsson, forseti Sameinaðs Al- þingis, fyrir nokk.ru óskað eftir að láta af störfum í nefndinni. Saimkvæmt mannréttindasárt't- miáia Evrópuráðisins skal miann- réttindanefndin ásamt Mannrétt- indadómstóli Evrópu vinna að því að tryggja, að staðið sé við skuldbindingar, sem sá/ttrmálinn fjallar um. Tekuir mefndin við feærum frá þeim ríkjum, sem eru aðilar sáttmálans, og að aulki frá einstaklingum og félagasamtök- um, ef hið kærða ríki hefur sam- þykíkt slíkan kærurétt. Einn mað- ur frá hverju hinna 16 rfkja í Evrópuráðinu á sæti í mannrétt- indanefmdinni. Fyrsti íslenzki nefndarmaðurinn var Hermamn Jónasson, fyrrum forsætisráð- (herra, en síðar tók Friðjón Skarp héðinsson sæti hans. pMMmB ••• Velvakandi ÞESSI skopteikning átti að, birtast með Velvakanda í dag j en þar er gatnanbragur um. konuna, sem ekki vildi sjá af sápuvatninu sínn góða, er; kviknaði í rusli í Hafnar- stræti 11 á dögunum. Myndin I 'varð viðskila við braginn ogj birtist því hér. Berhentur var hann, er hann farinst. Ámi lá úti í sólarhríng, um tíma í hraungjótu, en var þó mest á stjái. Eitthvað var hann kalinn á fótum, en ekki mjög mikið, að því er nánast varð vitað í gærkvöldi. Árni fannst milli kl. 15 og 16 í fyrradag, þó skammt norðvestur af sæluhúsinu. , en hélt það vera bíl og mun þá hafa verið orðinn svo hrakinn og utan við sig að hann gat ekki hugsað skýrt. Einnig var hann, svo, er flugvélin kastaði til hans orð- sendingum. Kannaðist ekki við mennina Jafnvel er hann sá leitar- mennina hafið hann ekki sir.nu á að sýna að hann hefði séð þá. Loftleiðir sækja um byggingar- leyfi STJÓRN Loftleiða ritaði í gær bréf til borgarráðs, þar ;sem þess var farið á leít að félagið fái leyfi til að byggja afgreiðsiuhús við hlið nýja' flugtumsins á Reykjavíkur- flug-velli. Er fyrirhugað að þar komi veitingastofa og eldhús í stað þess sem brann til kaldra kola s.l. mánudag. Samkvæmt teikningum, sem þegar liggja fyrir að flugstöð- varbyggingu á Reykjavíkur- flugvelli er reiknað með að flugturninn verði miðhluti flugstöðvarinnar. Borgarráð tók málið til með ferðar í gær og var erindi Loft' leiða visað til samvinnunefnd- ar Reykjavíkur og rikisins nm byggingarmál. Þess má geta að Loftleiðir hafa nú fengið inni í gamla flugturninum fyrir nýjar birgðir varahluta og annars varnings sem það hyggst koma sér npp hið bráðasta. Leitarmenn voru alls átta, er leituðu Árna, 5 úr Þistilirði og 3 úr Axarfirði. Fluttu þeir Áxna í sæluhúsið en öxfirðingarnir sneru strax í fyrrinótt til baka til að sækja tæki til að flytja Arna til byggða. Hann hafði hrakizt talsvert, enda var norð- vestan stormur og gekk á með hríðaréljum af og tiL Þó mun veður hafa verið skaplegt í Áx- arfirði, er hann lagði á heiðina. Frost var nokkurt. Ámi er á þrítugs aldri. Jafnaði sig eftir hvíldina í gær hafði blaðið einnig tal af Bimi Benediktssyni í Sand- fellshaga, en hann var einn leitarmannanna úr Axarfirðin- um, sem fór fyrri ferðina upp á heiðina. Hann sagði að eftir að Árni var búinn að hvílast og sofa í gær hafi hann verið bú- inn að átta sig og þá getað gengið um, ekki verr farinn af kalinu en svo. Var hann í gær fluttur til Húsavíkur. í fyrrinótt kl. um 4 lögðu tveir menn upp frá Klifshaga í Axarfirði á lítilli dráttarvél með beltum og var hún fengin að láni á Kópaskeri. Á henni var Árni fluttur til byggða og var komið að Sandfellshaga kl. 10 í gærmorgun. Leitarmennirnir úr Þistilfirði komu heim til sín síðari hluta dags í gær, en þeir dvöldust hjá Árna í sæluhúsinu í fyrrinótt. Gæftaleysi nyrðra SIGLUFIRÐI. 2. febr. Tveir stór ir bátar verða gerðir héðan út í vetur og hefir afli þeirra verið 3—8 tonn í róðri, en gæftir eru stirðar. Tvær og þrjár trillur hafa róið þegar gefur en afli ver- ið sáralítill. Miklar afskipanir hafa verið hér þessa viku. Fjallfoss lestaði 950 tonn af síldarmjöii frá S.R. og Tröllafoss lestaði í gær 700 tonn af síldarinjöli. Tanikskip ið Hertha lestaði 1100 tonn af soð kjarna til útflutningsö Útlent flutningaskip losaði hér tunnu- efni til Tunnuverksmiðja ríkis- ins. Allmikill snjór er hér en bíl- fært um allar götur. Mjög er hér stormasöm tíð. — Guðjón. <$—---------------------- Stjórnarskipti á Ítalíu Róm, 2. febr. (NTB) AMINTORE Fanfani, for sætisráðherra ítalíu, gekk í dag á fund Giovanni Gronc- his forseta og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forsetinn óskaði eftir því að stjórn Fanfanis færi áfram með völd um stundarsakir, meðan verið er að ganga frá myndun nýrrar stjórnar. Fanfani er leiðtogi Kristilegra demókrata, stærsta stjómmála- flokks Ítalíu, og hefur fráfar- andi stjóm hans farið með völd frá því 26. júlí 1960. Flokkur- inn hefur 273 þingmenn í full- trúadeildinni en vantar 26 til að hafa þar meirihluta. — Hefur stjórnin udanfarið notið stuðn- ings jafnaðarmanna, frjáls- lyndra og repúblikana, sem samtals eiga 46 þingfulltrúa. Samvinna við Nenni Á flokksþingi Kristilegra demókrata, sem haldið var um síðustu helgi, var samþykkt að leita eftir samvinnu við sósíal- istaflokk Pietros Nennis, þriðja stærsta stjórnmálaflokk Ítalíu, sem hefur 84 þingfulltrúa. Samningum er svo til lokið um stjórnarsamstarf. Er talið full- víst að Fanfani verði forsætis- ráðherra hinnar nýju ríkis um, og hægri flokkunum. — Þórður. NA /5 hnútar / SV50hnútar ¥: Snjókoma > 06 i 7 Skúrir K Þrumur WtZ, KuUaM HihtkH H Hmt L Lm«» stjórnar og að flestir ráðherr- anna verði úr flokki hans. En jafnaðarmenn og repúblikanar munu skipa nokkur ráðherra- embætti. Nenni og flokkur hans taka upp samvinnu við stjórn- ina án þess þó að skipa í nokk- ur ráðherraembætti. Stjómarandstaðan verður þá frá kommúnistum, ný-fastist- Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu urðu miklar un> ferðatruflanir í London s.l. mánudag vegna ólöglegs verkfalls flutningaverkamanna. Neðanjarðarlestirnar stöðvuðust svo bif- reiðaumferð jókst mjög. Olli þetta um tíma algjöru öngþveiti í umferðinni. Meðfylgjandi mynd er tekin á Strand um kvöld- verðarleytið á mánudag. Argentína undirbýr sambandsslit við Kúbu Buenös Aires, Argentínu, 2. febrúar. AP. Utanríkisráðuneyti Argentinu tilkynnti i dag að álkveðið hafi verið að kalla heim sendiherra landsins á Kúbu, Julio Amoedo. Bifreið skemmist af eldi f GÆRKVÖLDI kl. 21,24 var slökkviliðið kvatt vestur á Sel- tjarnarnes en þar logaði í fólks- bifreið af Dodgegerð 1942, R-7351. Bifreiðin stóð mannlaus í brekku Hrólfsskálavegar og var mikill eldur í henni bæði fram- sæti og mælaborði og undir vél- arhlíf. * Fólk í nágrenninu var byrjað að ausa vatni á birfireiðina er að var komið, en eigandi var ekki nálægur. Slökkviliðinu tókst að kæfa eldinn á skömmum tíma en bifreiðin er mikið skemmd. Ekkert lík fundizt LÁTRUM, 2. febr. — f gær og í dag hefir verið að reka ýmislegt brak úr vélskipinu Særúnu, sem fékk áfall í Látraröst í fyrradag og missti brúna og þrjá menn tók út. Mest hefir rekið í Breiða- vík en einnig orðið vart reka á Látrum og i Kollsvík. Ekkert lík hinna drukknuðu manna hefir enn fundist, en haldið verður áfram að ganga á fjörur. Búizt hafSi verið við þessari á- kvörðun stjómarinnar, því Art- huro Frondizi forseti hefur sætt mikilli gagnTýni hersins eftir að hann kom heim frá ráðstefnu Ameríkuríkjanna í Punte del Este í Uruguay. Er forsetinn gagn- rýndur fyrir að hafa ekki verið nógu ákveðinn gegn Castro á ráðstefnunni. En Argentína var eitt þeirra sex ríkja, sem sátu hjá við atkvæðagTeiðsluna um brottrekstur Kúbu úr samtökum Ameríkuríkjanna. Þótt sendiherrann verði kvadd- ur hekn þýðir það ekki að Ar- gentina hafi slitið stjórnmála- sam-bandi við Kúbu. En talsmenn hersins segja að Frondizi h'afi fallizt á að slíta stjómmálasam- bandinu sein-na. Ebki sé unnt að gera það sem stendur „af tækni- legum ástæðuim.“ Talið er að „tæknilegu ástæðurnar“ geti ver- ið þær að stjórnin þurfi tíma til að flytja heim ýmsa helgidóma, málverk og gu-llmuni, sem róm- versk-kaþólska kirkjan á. En frétzt hefur að munir þessir séu gieymdir í argentínska sendiriáð- inu í Havana. KL 11 í gær voru skilin milli voru skilin við Hvarf og -ief- sunnan áttarinnar og rigning- ur hraðinn því verið 69,5 km arinnar og kalda éljaloftsins á klukkustund, en það er al- komin nær aila leið austur gengur hraði á lægðum og fyrir land. Sólarhring áður skilum að vetrarlagi. MÁLFUNDUR verður í Valhöll þriðjudaginn 6. febrúar. Umræðuefni: Er „frið- samleg sambúð“ við kommún- istaríkin möguleg? Framsöguer- indi flytur Hörður Einarsson stud. jur. BRIDGE-KEPPNI Efnt verður til tvímennlngs- keppni í bridge mánudagskvöld- in 5., 12. og 19. febrúar. Vænt- anlegum þátttakendum er bent á að láta skrá sig í skrifstofu félagsins í Valhöll, simi 17102. LESHRINGIR um kommúnisma, alþjóða- og utanríkismál, og bókmenntir og listir verða í næstu viku. Aug- lýst jafnóðum. NÝIR FÉLAGAR! Gerizt virkir þátttakendur í fé lagsstarfseminni. Lítið inn í skrifstofuna í Valhöll. Starfsáætlun síðari hluta vetr ar hefur verið prentuð og ligg- ur nú frammi í handhægu formi. Náið ykkur í eintak og auð- veldið þannig þátttöku ykkar. Skrifstofan er opin frá kl. 9—7 daglega, sími 17102.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.