Morgunblaðið - 03.02.1962, Page 3

Morgunblaðið - 03.02.1962, Page 3
Laugardagur 3. febr. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 3 í BOGASAL Þjóðminjasafns- ins héngu í gær skemmtilegar myndir, tilbúnar á sýningu Ísem opnuð verður kl. 2 í dag. Þar sitja stórir grámévar á Hornbjargi, hof trónar á fjalls tindi í búsældarlegri sveit, landvættir í hömrum og yfir öliu sigla mjallahvít ský. Aldrei hafa sézt önnur eins ský á íslenzkum myndum. —- Mér þóttu þessi svörtu skýja- flókar hjá þeim hinum aldrei fallegir, segir málarinn Xsleif- ur Konráðsson. Mér þykir fallegra að hafa skýin með rósum og bólstrum. Annars »er það allt eftir landslaginu í myndinni hvernig skýin þurfa að vera í laginu. íslenzkur naivisti Þetta er fyrsta málverka- ‘ sýning ísleifs. Hann byrj- aði ekki að mála fyrr en han var orðinn sjötugur, fyrir þremur árum, og komst á elli- laun. Það eru þó engin elli- ísleitur Konráðsson með eina af myndum sínum. Keypti og fór sér liti og striga að mála á dívaninum mörk á myndunum hans. 1 sýningarskrá segir Björn Th. Björnsson: „Margar fremstu listmenningarþjóðir h e i m s hafa eignast frábæra alþýðu- málara, svonefnda naivista. Með hispurslausu sjálfræði sýna þeir okkur gjarnan hlut- ina á hinn óvæntasta hiátt, rata ævintýralega stigu þar sem aðrir sáu ekki nema venjugróna slóð. Þann skiln- ing getur engin lagt sér til. Han verður að spretta innra með manni sem ósnortinn er af allri venju, manni sem hef- ur til brunns að bera ósvikna listræna gáfu. Að mínu viti er ísleifur Konráðsson einn slíkra“. ísleifur er ættaður norðan úr Strandasýslu. Hann á langt dagsverk við alls konar störf að baki. Var m. a. lengi í veitingahúsinu á Hoved- banegaarden í Kaupmanna- höfn, sigldi í 5 ár á skipinu Friðrik VIII til Ameríku og „Alveg svona er á Drangaskarði á listamaðurinn. Ströndum“, segir síðast vann hann ýmiss konar störf hjá Biíkiskip. — En svo þegar ég var hættur að vinna, þá fór mig að langa til að hafa eitthvað fyrir stafni, segir ísleifur. Ég hafði lengi séð myndir eftir málar.a sem voru að sýna hér, þó mér dytti aldrei í hug að fara á sýningar erlendis. Svo ég fór bara niður í Málara og keypti mér léreft og liti og byrjaði að mála myndir á dí- vaninum heima. Síðan hefi ég haldið áfram og alltaf á dí- vaninum. Trönur enu svo dýrar. — Hvað segir konan þín við því? — Hún segir ekkert. Ég hefi bréf undir og það svínast ekkert út. Það fer ekkert út fyrir myndina. Það er líka hættuminna þar eð ég blanda ekki litina á spjaldi eins og málarar gera, heldur í dósum. Bara fikra mlg áfram — Og þú reynir ekki að mála eins og hinir málararnir? — Nei, ég bara fikra mig áfram eftir mínum hugsunum og því sem kemur í hugann af því sem ég hefi séð á ferð- um mínum um landið. Ég hefi ferðazt mkið með ferðafélög- unum. En það er ekkert aí myndum frá veru þinni er- lendis — Nei íslenzka landslagið er svo sterkt, eins og t. d. Hornstrandir. Þetta meitlast inn í hugann. —i En þarna eru líka fallega máluð blóm í vasa. Málarðu eftir mynd? — Nei. Mér datt í hug að hafa blómin með. Kannske einhver frúin vildi kaupa þau. Þegar myndunum fór að fjölga, þá hiugsaði ég að kann- ske væri hægt að fá eitthvað fyrir þetta. Ég hefi nú bara ellilaunin og svo er maður að klípa af þeim í striga og liti, og það er dýrt. Efnið í eina mynd kostar mörg hundruð krónur, fyrir utan vinnuna. — Hvernig lízt þér á ab- straktmálverkin — Sum eru þolanleg. Ég dæmi þau ekki, ég hefi ekki vit á þeim. Ja-jú, mér finnst nú gaman að sumurn þeirra, ef ekki er losaralegt form á þeim. — Ætlarðu að halda áfram að mála? — Já, ég held áfram ef ég get — ef ég hefi efni á því eftir þessa sýningu. Þó ísleifur hafi ekki byrjað að mála fyrr en á gamals aldri og aldrei fengið neina tilsögn er handbragðið undarlega nett, myndirnar langt frá því að vera viðvaningsleg nátt- úrustæling, þær eru alveg lausar við ofhleðslu og skynj- un málarans, er mjög sérstæð. Sýninguna opnar han kl. 2 fyrir almenning. Þar eru eng- ir boðsgestir. Þriðji fundur Tomp- sons og Gromykos Ræða eflingu varna Varsfárbandalagsins Moskvu, 1. febr. (NTB-AP) 1 D A G fór fram í Moskvu þriðji viðræðufundur sendi- herra Bandaríkjanna í Sovét ríkjunum, Llewellin Thomp- sons, og Andrei Gromykos, utanríkisráðherra Sovétríkj- anna — en þeir hafa leitað grundvallar til samkomulags um Berlín, að tilhlutan stjórna sinna. Fundurinn stóð tæpar tvær klst. og að honum loknum sagði Thompson, að hann og Gromyko hefðu ákveðið að ræðást við oft ar, en ekki hefði verið ákveðið hvenær næsti fundur yrði hald- inn. Thompson vildi ekki gefa nein ar upplýsingar um viðræður sín ar við Gromyko. Ekki hafa held- ur verið gefnar neinar upplýs- ingar um fyrri viðræður þeirra. Heimildir á Vesturlöndum hafa þó skýrt frá því, að Rússar hafi slakað á þeim kröfum sínum, að friðarsamningar við Austur- Þýzkaland yrðu undirritaðir, áð- ur en samið væri um Berlín. Ekki hafði verið skýrt frá við- ræðum Thompsons og Gromykos í Sovétríkj unum, fyrr en Moskvu blaðið Izvestija birti stutta frétt um þær í gær. Blaðið sagði jafnframt, að ekki værl hægt að draga samningana um Berlín mikið lengur Og menn skyldu ekki ganga út frá því, að friðarsamnmgar við Austur- Þýzkaland yrðu ekki gerðir. Viðstaddir viðræður þeirra Thompsons og Gromykos í dag voru Kenton Ienkins, sérfræðing ur bandaríska sendiráðsins í Moskvu um málefni Þýzkalands og Ivan Iiychev frá utanríkis- þjónustu Sovétríkjanna. Berlín, I. febrúar. NTB-Reuter LANDVARNABÁDHERBA aðild arríkja Varsjárbandalagsins hafa síðustu daga setið á rökstólum í Prag í Tékkóslóvakíu. Þeir hafa einkum fjallað um eflingu sam- eiginlegra varna kommúnísku ríkjanna. Austur-þvzka fréttastofan ADN Fez, Marokko, 1. febr. — AP. HASSAN, konungur í Marokko og forsætisráðherra alsírsiku út- lagastjórnarinnar, Youssef Ben Khedda, hafa orðið ásáttir um að koma á fót ráðhcrranefnd, sem vinni að stofnun sambands ara- biskrar Norður-Afríku. Þessi ákvörðun var tilkynnt opinberlega í Fez í dag en Ben segir frá bessu í örstuttri klausu og tekur fram að sovézki mar- skálkurinn Gretsjko hafi setið i forsæti á fundinum. Ríkisstjórn- ir aðildarrikjanna hafa verið beðnar að samþykkja ályktun fundarins, áður en næsti fundur verður haldinn í ráðgefandi stjórnmálanefnd bandalagsins. Khedda fór þaðan til Túnis í morgun. Hann hefur dvalizt mánaðartíma í Marokko. Hassan konungur sagði í dag eftir að yfirlýsing þeirra var birt, að slík ráðherranefnd, stm hér væri um að ræða, ætti meðal annars að hafa það hlutverk að kynna sér og koma á framfæri vilja arabískra þjóða í Norður- Afríku. Arabísk ráðherranefnd STffSTEINAR Svertingi í Bandaríkjastjórn? Kennedy Bandarikjaforseti hef ur undanfarið unnið að stofnun nýs ráðuneytis í ríkisstjórn sinni. Á það að fjalla um borgarmál- efni. Mun það ætlan forsetans að skipa blökkumann í hið nýja ráðherraembætti. Ef úr því yrði myndi það verða í fyrsta skipti, sem svertingi situr í rikisstjórn Bandaríkjanna. Blökkumaður sá, sem Kennedy hefur i huga í hið nýja ráðherraembætti, er Robert C. Weaver, sem hefur mikla og langa reynslu á sviði byggingar- og húsnæðismála. Robert C. Weaver er 54. ára gamall. Mikil andstaða ríkir í Banda- rikjaþingi, bæði gegn sköpun hins nýja ráðherraembættis og gegn skipun svertingja í það. Þó má gera ráð fyrir, að forsetinn hafi sitt fram, enda hefur demó- krataflokkurinn yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í báðum þing deildum. Samstaða Framsóknar og kommúnista Um skeið leit út fyrir það. að til nokkurs ósamkomulags væri að draga milli flokka niðurrifs- bandalagsins, Framsóknarflokks- ins og kommúnistaflokksins. En þar hefur aðeins verið um stund- arfyrirbrigði að ræða. Það kom m.a. í Ijós í borgarstjórn Reykja- víkur í fyrradag. Þar hjálpuðu Framsóknarmenn og kommúnist- ar hver öðrum. á víxl í kosning- ingum. Það er hinsvegar vitað, að inn an Framsóknarflokksins rikir megn óánægja og hinn mesti glundroði vegna stuðnings Tim- ans við málstað kommúnista. Ekki alls fyrir löngu voru þessi mál rædd innan flokksins og kom þá í ljós að mikill meirihluti þingflokksins og miðstjórnar hans var n:.jög andvígur komm- únistadekri Tímans. Hinsvegar stóðu formaður flokksins og rit- stjóri Tímans einhuga saman um áframhaldandi nána samvinnu við kommúnista. Má gera ráð fyrir að Tíminn muni framvegis slá úr og í, vera annan daginn eindreginn bandamaður koir.mún ista í öllum málum. en þykjast hinn daginn gagnrýna stefnu þeirra. „Fram með áætlunina"! Ótti Framsóknarflokksins við framkvæmdaáætlun þá, sem rík- isstjórnin hefur unnið að með aðstoð erlendra sérfræðinga, held ur áfram að nragnast. Er raunar spaugilegt að sjá skelfingu Tím- ans vegna þessarar merku fram- kvæmdaáætlunar uppmálaða á síðum hans dag hvern. I gær birt- ir blaðið forystugrein, þar sem látið er að því liggja að áætlunin sé einhver óttalegur leyndardóm ur, sem aumingja Framsóknar- mennirnir fái ekkert að vita um. „Fram með áætlunina“, segir Tíir.inn ! Þetta er vitanlega eintóm vit- Ieysa. Engin leynd hefur hvílt yfir því undirbúningsstarfi, sem unnið er í sambandi við fyrr- greinda framkvæmdaáætlun. Ríkisstjórnin hefur skýrt frá þvi opinberlega að hún hafi fengið erlenda sérfræðinga til aðstoðar við þetta þýðingarmikla verk. Frá þvi hefur einnig verið skýrt að verkinu miði vel áfram og áætlunin muni sennilega verða tilbúin í lok þessa árs eða þar um bil.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.