Morgunblaðið - 03.02.1962, Side 14
14
MORCUNTtL AÐIÐ
Laugardagur 3. febr. 1962
Asgeir Þorvaldsson
Minning
4/8 1881—25/1 1962
í DAG mun verða borinn til graf-
ar að Blönduósi einn af elztu og
merkustu borgurum þess bæjar,
Ásgeir Þorvaldsson múrarameist
ari. Hann var fæddur að Hjalta-
bakka 4. ágúst 1881, sonur síra
Þorvalds prests þar og til Þing-
eyraklausturs, en áður að Þing-
múla og Hofteigi, Ásgeirssonar
dannebrogsmanns á Lambastöð-
um á Seltjarnarnesi Finnboga-
sonar, af ætt Teits vefara og síra
Björns í Bólstaðarhlíð, en kona
síra Þorvalds var Hansína Sigur-
björg Þorgrímsdóttir prests í
Þingmúla, Arnórssonar prests á
Bergstöðum, Árnasonar Hóla-
biskups Þórarinssonar, og er það
Bólstaðarhlíðarætt einnig og
Engeyjarætt. Systur Ásgeirs eldri
en hann voru Guðríður, gift
Kristjáni Berndsen og Sigriður,
gift Þórarni alþingismanni á
Hjaltabakka. Ásgeir missti föður
sinn, er hann var sex ára, en
móðir hans bjó áfram á Hjalta-
bakka, þangað til þórarinn
tengdasonur hennar tók þar við
búi, en þá eða skömmu síðar
keypti hún sér lítið hús á Blöndu
ósi og fluttist þangað ásamt Ás-
geiri syni sínum. Stækkaði hann
það hús síðar og bjó þar þangað
til hann varð ekkjumaður. Ás-
geir vann fyrst við verzlunar-
störf hjá Jóhanni G. Möller og
síðar lengi hjá Magnúsi kaupm.
Stefánssyni, en nokkuð snemma
fór hann að leggja fyrir sig
múraravinnu, sem varð hans að-
alstarf seinni hluta ævi. Á æsku-
árum Ásgeirs var Blönduós fá-
mennt þorp. en þó var þar tals-
vert um glaðværan félagsskap að
ræða. meðan synir Möllers og
Péturs Sæmundsens verzlunar-
stjóra voru í föðurhúsum, og tók
Ásgeir sinn þátt í honum.
Árið 1909 kvæntist Ásgeir
Hólmfríði, einkadóttur Zophóní-
asar steinsmiðs og símstjóra
Hjálmssonar, alþingismanns í
Norðtungu, og konu hans Sigríð-
ar Árnadóttur frá Neðri-Þverá,
Snorrasonar hreppstjóa í Klömbr
um. Eignuðust þau tíu börn, sem
öll komumst upp og eru
þau þessi: Hrefna dáin 1939,
f.k. síra Marínós Kristinsson-
ar, Sigríður, gift Arnold Tayl-
or, prófessor í Leeds í
Englandi, Ása, gift Þóri Jóns-
syni rafvirkja, Soffía, gift Hjálm-
ari Gíslasyni fiskimatsmanni,
Amdís, gift Halldóri Erlends-
syni iþróttakennara, og eru þær
þrjár búsettar í Reykjavík, Þor-
valdur bílaviðgerðarmaður á
Blönduósi, kvæntur Sigurborgu
Gísladóttur, Olga, ógift, kjör-
dóttir Magnúsar Stefánssonar
kaupmanns og bónda á Flögu í
Vatnsdal, Maggý, gift Hans
Berndsen, rafvirkja á Gufuskál-
um, Zophónías, vélstjóri í Hafn-
arfirði, kvæntur Ingibjörgu P.
Kolka, og Valgarð, múrara-
Innjlegt þakklæti færi ég öllum beim mörgu vinum
mínum, sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu með
heimsóknum, gjöfum, skeytum og Jjóðum, og bið guð
að launa ykkur, tryggð og vináttu við mig.
Guð blessi ykkur.
Hannes Hjartarson, Herjólfsstöðum.
Eg þakka innilega börnum mínum tengdabörnum,
systkinum, tengdafólki og öllum vinum fyrir heimsókn,
blóm, gjafir og skeyti á sjötugasta fæðingardegi mínum.
Guðbrandur Gíslason.
Maðurinn mirn
SIGUBDUR BREIÐFJÖRÐ SIGURÐSSON
frá Bof-Akri,
andaðist 31. janúar í sjúkrahúsinu Sóiheimum.
Sesselja Bæringsdóttir.
Maðurinn minn og faðir
EBENESER BERGSVEINSSON
andaðist í Landakotsspítala þann 1. febrúar. Jarðar-
förin auglýst siðar.
Guðrún Hansdóttir, Friðbjörg Ebeneserdóttir.
Konan mín og móðir
ÁSTRÍÐUR RUNÓLFSDÓTTIR
Urðarstíg 12
andaðist 28. janúar. — Bálför hefur farið fram.
Bóas Pálsson, Jón Bóasson
Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við
andlát og útför konu minnar
MATTHILDAR GUNNARSDÓTTUR
Árni Jónatansson og ættingjar.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og jarðarför
KARÍTASAR JOCHUMSDÓTTUR
Gústaf A. Ágústsson,
Ditjá Tómasdóttir, Sigurður Jónsson,
Guðmundur Gústafsson, Else Zimsen,
Sigurður Gústafsson, Oddur Gústafsson,
Sigrún Gústafsdóttir, Diljá Gústafsdóttir,
Gunnai- Guðmundsson.
¥
meistari á Blönduósi, kvæntur
Önnu Árnadóttur. Auk þess ólu
þau Ásgeir og Hólmfríður upp
dótturson sinn, Hrafn Marinós-
son, rafvirkja í Reykjavík, og
Sigríður, tengdamóðir Ásgeirs,
var á heimili hans sín síðustu ár,
þrotin að heilsu.
Þau kom sér vel, að þau Ás-
geir og Hólmfríður voru bæði
mjög dugleg og samhent, er sjá
þurfti fyrir svo mikilli ómegð á
erfiðum árum. enda var efna-
hagur þeirra jafna þröngur, þótt
allt blessaðist vel. Konu sína
missti Ásgeir 1957, en henni hafði
hann unnað hugástum, og festi
hann eftir það lítið yndi á Blöndu
ósi, þótt hann væri ýmist með
börnum sínum þar eða í Reykja-
vík, en allra síðast einnig vestur
á Gufuskálum hjá dóttur sinni,
og þar tók hann banasótt sína,
lungnabólgu. var fluttur helsjúk
ur á Landspítalann og andaðist
þar 25. jan., á 81. aldursári.
Ásgeir Þorvaldsson var karl-
menni að burðum, fríður maður
og vel á sig kominn, vóiskleika-
maður til verka, meðan hann hélt
fullu starfsþreki, og vel látinn af
samtíðarmönnum sínum í kaup-
túninu, þar sem hann ól mestall-
an aldur sinn. Hann vann að
byggingu fjölda húsa þar og í
héraðinu og var hringjari við
Blönduóskirkju í hartnær 40 ár,
en þangað var flutt skömmu fyr-
ir aldamótin kirkja sú, er faðir
hans þjónaði síðast. Þar mun
hann og verða hringdur til
hinnstu hvíldar í dag, eftir lang-
an og vel unnin starfsdag.
P. V. G. Kolka.
Sr. Sigirrður Einarsson í Holti:
Stjarna leitandans
Afmæliskveðja til Sveinbjamar
Jónssonar Yzta-skála áttræðs
Leitandi hugur er stjarna, sem stafar ljósi
stillt um gervalla heima til myrkranna yztu
og skín þar að lokum, sem lífsins vötn hafa upptök
og líða djúp að ósi.
Sú veröld skynjast innar en augans myndir
og ofar ljúfustu tónum í hljómanna ríki,
en þar til hún rís oss röðulfögur við sjónum,
reikum vér daufir og blindir.
Svo gefst þér heilög stund á einför þíns anda,
þá opnast sjón þín á tveggja veralda mörkum
og þér er leyft að skynja án þess að skelfast,
ert skyggn til beggja landa.
Og þaðan af gengur þú götu þína hljóður,
glaður og rór í tveggja veralda ljósi,
heill eins og sá, sem á himnanna drottinn að föður,
en hnígur í skaut sinnar móður.
Og þegar Ijós hennar líður þér síðast frá augum
og luktar brár þínar hinnstu náttskuggum vefjast.
er andi þinn kominn að upptökum lífsins vatna
og ævin þín að 'hefjast.
Þar stafar þín leitarstjarna á eilífðardjúpin,
á ströndinni mæta þér baráttan, lífið og árin,
þín fagra vina, þinn fögnuður, vonirnar, tárin,
— svo fellirðu síðasta hjúpinn.
En því er ég reyndar að þessu hjali lengur,
og því skyldi ég vera reyna kenna þér veginn?
Þú kannt þetta sjálfur, og kanski ert þú, góður drengur,
kunnugri öllum hnútum hinum megin.
Holti 14. jan. 1962,
VETTVANGUR
Frh. af bls. 13.
vísku æsku síðastliðið Þorláks-
messukvöld.
Mundi þetta vera hinn rétti
jóldtónn, hin sanna trúardýpt,
sem við hin eldri, með öllu
þessu umstangi gefum hinum
ungu og uppvaxandi? Ætli, þeg-
ar saman er dreginn allur sá
tími, öll sú hugsun, sem hjá
okkur fer í baráttuna um kaup-
skapinn og hégómann, að hann
verði ekki helzt til of smár sá
tími, sem við verjum til að
þroska og glæða hinn trúarlega
skilning æskunnar á helgi og
tign jólanna og því gildi sem
sú helgi og tign hefur fyrir líf
okkar, hamingju og heill.
Ég hygg, að ef við viljum
vera hreinskilin við sjálf okk-
ur, komumst við ekki hjá að
játa, að í sambandi við jólahald
okkar, hafi tildrið, hégóma-
skapurinn og háreystin orðið
trúartilfinningunni um of sterk-
ari. — Og er það ekki í beinu
framhaldi, hvað af öðru, að með
an húsmæður og heimilisfeður
og við hin eldri, gerum undir-
búningsdaga jólanna að tímum
mesta gróðabralls, og hins há-
vaðasamasta hégómaskapar, sem
um getur á árinu, finnist van-
þroskaskaðasta hluta æskunnar
ekki fjarri lagi, að gera þann
tima jafnframt að stærstu
stundum svalls og spellvirkja.
Sannleikurinn er sá. að allur
sá verzlunaráróður, öll sú fjár-
i sóun og öll sú yfirborðsmennska,
sem nú orðið er, ár frá ári, stund
uð í sambandi við hátíð jólanna
er svo fjarstæð þeim boðskap og
atburðum, sem jólin eru tengd
við, að við erum á góðri leið með
að gera þessa dýrðarhátíð að
blótveizluhátíð mammons og
munaðar. — Og með því erum
við að kippa sterkustu stoðun-
um undan þeirri guðsríkishug-
sjón. þeim manngöfgiskenning-
um, sem hin kristna trú er borin
uppi af.
Hinn mikli sjáandi bóndinn á
Sandi, Guðmundur Friðjónsson,
kemst svo að orði í einu fegursta
ljóði, sem á íslenzka tungu hef-
ur ort verið:
Úr gullmálmi hjartans á Guðs-
ríkisborg
að gnæfa yfir átvagla og og
mangaratorg.
Og síst er það fjáraugnahöfðingj-
um hent,
að halda uppi í borg þeirri göfgi
og mennt.
Því Guðsríki byggðu þeir blá-
snauðu menn
og brjóstgóðu, er sagnirnar lifa
um enn.
Og tómhentir gengu frá landi
til lands
og lífinu fórnuðu í kærleik til
manns.
Það er þessi andi, hinn dýrðlegi
gullmálmur hjartans. kærleikur-
fórnarhugur og innri trúarþrá,
sem gefið hefur jólunum hið óvið
jafnanlega gildi, það gildi, sem
um ára og aldaraðir hefur borið
frið, fögnuð og yl inn í hvert
hjarta og í þessum harðviðra
heimi, blóðs og styrjar bjargað
því, sem bjarga hefur tekizt. —
En þessi andi verður aldrel vak-
inn né verndaður með verzlun*
arflóði, gróðahyggju, hégóma*
skap yfirborðsmennskunnar eða
ölæði. Því hærra. sem þau teikn
ber í sambandi við jólahald okk
ar, því nær erum við því marki,
að þurrka út þann anda. sem
sönn jól hafa skapað og eiga að
skapa í lífi okkar og lífsstefnu.
Máske þykir slíkt góð latína
nú á dögum, þegar voldugir
stjórnmálamenn, ríkja, sem til
þess þykjast borin að sigra all«
an heiminn, stæra srg af því, að
stjórnmálastefnur þeirra og þjóð
félagsskoðanir geti ekki sam-
rýmst kristinni trú. — En ætll
okkur misvitrum og skamm.sýn*
um jarðarbörnum hafi þó nokk.
urn tíma verið þess meiri þörf
en einmitt nú, þegar frelsiskúg.
un, helryk og atómsprengjur
ógna gjörvallri heimsbyggð, að
varðveita þann anda, sem boð-
skapur jólanna, friður þeirra og
helgi hefur að flytja. — Og ef
við meinum það, að við unnum
frjálsri menningu, sem byggð
sé upp af kristnu siðgæði einstakl
inga og þjóða eigum við og verð
um að gera jól okkar að sönn-
um fagnaðarjólum vaxandi göfgi,
hófsemi og friðar, en bera ekki
fögnuð þeirra út á torg „átvagla
og mangara.“ Með því erum við
að bjóða slíkum atburðum, sem
þeim, er hér gerðust síðasta Þor-
lákskvöld og gefa þeim mönn*
um og stefnum byr undir vængi,
sem vilja útrýmingu og feigð
þeirra lífssanninda, er kærleiks*
boðskapur jólanna helgast af.