Morgunblaðið - 03.02.1962, Qupperneq 15
Laugardagur 3. febr. 1962
MOBGTJTSBL AÐIÐ
15
Frá Holti
ÞAÐ er eins og Ingimundur Jóns-
son kaupmaður, sé enn að stíga
túnþúfurnar í Holti og Hala,
þegar við göngum Aðalgötuna í
Keflavík á leið að Læknishúsinu,
sem svo er enn kallað af eldri
kynslóðinni, en það reisulega hús
ásamt garði og túni, keypti Ingi-
mundur á 16 þúsund krónur áður
en núllin bættust aftan við krónu
tölurnar.
Snjóföl hylur blómabeðin í
garðinum og lauftrén eru krækl
ótt og ber, en beinvaxin tré
gnæfa yfir og þar hvíla snjófugl
ar sig á flögrinu um mannbyggð-
ir.
Ingimunidur heifur hugsað vel
um garðinn sinn, haft þar sam-
band við moldina og gróður jarð-
ar og gefið á báðar hendur blóm
og stikla, svo að margt af blóm-
skrúði Keflavikur er þaðan ætt-
að.
— Við göngum til stofu í Ingi-
mundarhúsi, því ætlunin er að
tala við íngirnund um fortíð og
nútíð og hans fjö'lbreytta ferða-
lag í 75 ar, því svo gamall verð-
ur hann þann 3. dag febrúar.
— Það eru bara þessir stóru
menn sem hafa gert eitthvað, sem
segja ævisögur sínar, ég er bara
einn af fjöldanum, sem hefur
lifað svona lengi. Það þanf að
vísu ekki langt aftur í tímann
til að andlit lífsins taki breyting-
um, sem eru óþekkjanlegar nú-
timafólki, en það er tæpast frá-
sagnarvert
— Ég er fæddur 3. febrúar
1887 að Oddagörðum í Stokks-
eyrarhreppi, en fluttist þaðan á
öðru ári, ásamt foreldrum mín-
um Ingibjörgu Grímsdóttir af
Bergsætt og Jóni Jónssyni, að
Holti í Árnessýslu, þar komiumst
við 4 systkinin á fót og Sigur-
grímur bróðir er þar ennþá.
— Afkoman í Holti var mjög
sæmileg, þó margt væri í heimili
— 12 til 14 manns og fleira á
sumrin. Foreldrar mínir voru
•hjúasæl og bæði dugleg, faðir
minn var formaður á Stokkseyri
Og stundaði sjóinn alltaf jöfnum
höndum og þaðan kom mikið
•búsílag bæði hvað mat og önnur
gæði snerti.
— Faðir minn keypti Holt á
2 þúsund krónur og stofnaði þá
til þúsund króna skuldar í Reykja
vík, sem honum þótti ekki gott.
Ég held það hafi verið 1895, sem
einm enskuir kaupmaður Coghill
að nafni ferðaðist xnn og keypti
sauði gegn greiðslu í gulli, þá
seldi faðir minn alla sína sauði
og fór gangandi með gullið til
Reykjavíkur og börgaði skuldina
frá jarðakaupunum. Við söknuð-
um sauðanna, því þetta voru
fallegar og indælar skepnur, en
jþað vár hafizt handa um að koraa
tipp nýjum sauðum.
— Ég óíst alls ekki upp í fá-
tækt — hana skapaði ég mér
seinna — frá sjónum höfðum við
fiskmeti, salt, hart Og nýtt, kar-
töflur nægar og hrossakjöt var
notað. Nvtni og sparsemi var við-
haft í hvívetna og ennþá sárnar
mér ef einhverju er hent. Það
er mannskemmandi að henda og
kasta nothæfum hluitum og vezt
®f öllu þykir mér þegar illia er
farið með mat. — Einstaklingur
eða þjóð, sem viðhefur ekki nýtni
og sparsemi, kemst aldrei til
bjargálna.
— Nei, ég fór aldrei í barna-
skóla. Faðir minn kenndi okkur
heima, skrift, lestur og einskon-
ar tölur, en alltaf langaði mig í
skóla. Námsþráin yfirgaf mig
eldrei og hefur ekki gert ennþá.
Þess vegna hryggir það mig að
nú skuli þurfa lagaboð og heil-
mikil átök á heimilunum til að
halda ungdóminum að skólaver-
unni.
Á þeirri tíð þekktist ekki ann-
®ð en að allir færu til sjávar,
hvort sem 1 var dugur eða ekki.
Mín eina von til að komast í
ekóla var að vinna duglega fyrir
mér.
og erfiður. bæði einstaklingum og
þjóðfélaginu í heild. Það á ekki
að vera eftirsóknarvert að búa
bara á einhverri jörð án þess að
þjóðfélagið njóti arðs af starfinu
— það er jafn tilgangslaust eins
og fara á sjóinn án veiðarfæra.
— Jú, satt er það, útþráin
yfirgaf mig aldrei og hefur ekki
gert ennþá. X þá tíð var Danmörk
fyrirheitna landið og þannig
æxlaðist það svo til að ég fékk
250 króna styrk til náms í Dan-
mörku, vegna þess að Flóa-áveit
an var á dagskrá og ég úr Flóan-
um, þá var ég sendur til Hessel-
vig-gaard; sem er tilraunastöð
á heiðum .Jótlands, en þar var
allt ólíkt Flóanum, og varla verið
búsældarlegt, ef íslendingar
hefðu verið fluttir þangað þegar
það stóð til Þeu- var ég í 3 mán-
uði, en komst þaðan á tilrauna-
stöðina í A.skov — ég var þar
á tilraunastöðinni um sumarið en
fjósameistari um veturinn og
sótti fyrirlestra á Lýðskólanum.
Það var fyrirmyndarstaður — dá-
samlegur staður á þeim tíma, og
er það sennilega enn. Það eru nú
50 ár síðan ég var þar og ég
til Keflavíkur
Strax eftir fermingu varð ég
beitustrákur á Stokkseyri og
fékk svo að fara á sjóinn — en
þá upplýstist sá óþægilegi leynd-
ardómur að ég var óskaplega sjó-
veikur, þá var það ráð tekið af
föður mínum að senda mig til
Keflavíkur til að læra á sjó —
því sagt var að þar væri sjór-
inn svo sléttur að jafnvel sjó-
skussar eins og ég, gætu þar ver-
ið liðtækir. Ólafur póstur réði
mig í verið, og fór ég fótgang-
andi um Selvog, Grindavík Og til
Keflavíkur þar sem var ég í 4
vertíðir en sjóaðist lítið. Hjá
Ólafi Ásbjörnssyni og Arnbirni
Ólafssyni var gott að vera og
þeim líkaði ekki illa við mig að
öllu leyti.
— Mig langaði alltaf til að
verða bóndi, þótti ekki mikil
framtíð í sjómennskunni og
aldrei ætlaði ég aftur til Kefla-
víkur, mér leiddist staðurinn og
varð sjóveikur við tilhugsunina
eina saman — það hlutu að vera
óumflýjanleg örlög, en ekki frí-
vilji ef leið mín lægi aftur á
þann stað.
— Jú ég komst í skóla. Það
var árið 1906, sem ég komst einn
vetur í Flensborg, en var óhepp-
inn með skólaveruna, því misl-
ingar voru um haustið og tauga-
veiki kom upp í janúar og dróg
það mjög úr notum kennslunn-
ar.
— Ég komst á Hvanneyri 1907
Og var þar í 2 vetur. Á vorin
ferðaðist ég með Jóni Jónatans-
syni bústjóra og unnum við að
plægingum o.þ.h. og kom það
að mestu í stað verklegrar
kennslu og það sem ég lærði í
grasafræði var mest af umræð-
um þeirra séra Kjartans í Hruna
og Jóns Jónatanssonar þegar ég
kom heim frá Hvanneyri var
keyptur plógur að Holti og ráð-
ist á þúfurnar og móana, en þó
allt í svo smáum stíl að barna-
kropp var á móts við þær sitór-
virku vélar, sem notaðar eru í
dag.
— Þegar faðir minn brá búi
í Holti var iokið við að slétta
allt gamla túnið og byrjað á mó-
unum, síðan hefur Sigurgrímur
bróðir minn haldið verkinu
áfram og nú er stórbú í Holti óg
ef til vill eitt sérkennilegasta bú
á landinu, því þar er félagsbú.
—■ Sigurgrímur og þrír synir
hans, allir kvæntir menn, búa
þar félagsbúi, það er gott bú-
skaparlag þegar það heppnast,
með því móti geta þeir haft
stærstu og beztu vélar oig mis-
munandi hæfileikar leggjast á
eitt og einn eða tveir af fjórum
geta farið í smáferðalag þegar
svo ber undir.
— Einyrkjubúskapurinn er dýr
skammast mín fyrir að hafa ekki
komið þangað síðan, en farið í
þess stað til Afríku og Ameríku.
— Jú, jú, ég hefi fengizt við
sitthvað um dagana. Eitt sinn
var ég barnakennari í Þykkva-
bænum. — Ég kenndi krökkun
um það sem ég kunni og séra
Ófeigur í Fellsmúla var prófdóm-
ari hjá mér og hrósaði kunnáttu
krakkanna og kennslu minni —
og hans hrós var betra en ekki.
— Jú, jú — dr'aumurinn um
bónda og búskap rættist. Ánð
1914 flyt ég að Hala í Rangár-
vallasýslu og byrja þar búskap,
með könu mína Sigríði Þórðar-
dóttur eina efna, byrja þar í fá
tækt með lítinn bú^tofn og gam-
allt fólk sem fylgdi mér. Svo
kom stríðið með hækkanir á öllu
bæði afurðum og notavörum, en
ég naut hækkana á afurðunum
mjög lítið, því bústofn var svo
smávaxinn, en aðrar hækkanir
mæddu á með fullum þunga.
Ég varð um þetta leyti að stunda
jarðabótamælingar um alla Rang
árvallasýslu, því það gaf mér
tekjur, en háði búskapnum.
Ég var á Hala í 18 ár. Það voru
erfið umbrotaár — það voru
stríðsár og eftirstríðsár. Allt
hækkaði og menn urðu bjart-
sýnir, en svo kom hrunið og ég
og aðrir sátu eftir með skuld-
irnar.
1932 seldi ég jörð og bú í
Hala og við burtförina skuldaði
ég engum og átti ekkert nema
konuna og 3 dætur, en hafði þá
misst 4 unga drengi — það gekk
barnaveiki og aðrar plágur.
— Svo var lagt af stað í þá
göngu, sem forlögin höfðu víst
fyrir ævalöngu ákvarðað mér —
til Keflavíkur, þangað átti ég að
fara þó ég reyndi að þrjózíkast
við í lengstu lög og þó mig hefði
dreymt fyrir því fyrsta sumarið
sem ég var í Hala — þá þótti
mér ég vera á ferð í myrkri,
kulda og gaddi og allt í óbæri-
legum erfiðleikum, en svo birtir
og léttir allt til og er ég þá sitadd-
ur á Vatnsleysuströndinni og
framundan er beinn og breiður
vegur til Keflavíkur. Ég fékk
um stund vinnu hjá Friðrik í Mið
koti í Þykkvabænum, reyndi hjá
kaupfélaginu á Selfossi og hjá
vegamálastjóra — en ekkert
þýddi að þrjózkast við, og til
Keflavíkur kom ég og hitti þar
fyrir gamla vini og velunnara
frá mínum útróðraárum þar og ég
hafnaði beint í búðinni hjá Ólafi
J. A. Ólaís syni, syni Arnbjarn-
ar Ólafssonar, sem ég var ver-
tíðarmaður hjá fyrir mörgum ár
um, en við það heimili hafa bönd
kunningsskparar og velvildar í
minn garð aldrei brostið.
Ólafur hætti svo verzlun sinni
skömmu síðar Og bauð þá Guð-
rún Einarsdóttir kona hans, mér
að taka búðina á leigu fyrir lítið
verð og hvatti mig til þess, en
mér fannst ég fákunnandi og fé-
laus til slíkra stórræða. — Það
varð samt úr. Ég leitaði til vina
minna Emils Jónssonar, núver-
andi ráðherra, Kjartans Ólafsson-
ar í Hafnarfirði og Guðm. Odds-
sonar og ábyrgðust þeir fyrir
mig 500 króna víxil til að kaupa
mér verzlunarleyfi. 250 krónur
átti ég eftir til vörukaupa, keypti
ég % mill af Commander Og eitt-
hvað annnað smávegis, svo sem
til hrökk. Ég gekk einnig á fund
þeirra stóru í verzluninni, þeirra
Natan & Olsen, Helga Bergs,
Garðars Gíslasonar og Eyjólfs í
Mjólkurfélaginu, naut ég frá
þeim bæði trausts og góðra ráða
— minnist ég þess sérstaklega að
Garðar Gíslason ráðlagði mér að
ástunda gött bókhald. Ég hefi
gjarnan farið að ráðum þessara
góð'u manna oig gefizt vel í hví-
vetna, en illa þegar útaf var
brugðið. — Ég lánaði af litlum
enfum, en aðrir höfðu minni efni
Og gátu ekki borgað, því hart
var í ári og vertíðarhlutur oft
um og undir 8—900 krónum. Það
sagði til sín að tapa 100 krón-
um, hvað þá heldur mörgum
hundruðum — en hvað um það,
þetta þokaðist í áttina með mik-
illi vinnu, nýtni og sparsemi.
Margir spáðu illa fyrir því að
vera beint á móti verzlun Þor-
steins Þorsteinssonar, en mér
gafsit það engiu að síður. Ég hafði
það einhvern veginn á tilfinning-
unni að betra væri að vera þar
sem umferðin er mest, og það
reyndist svc að alltaf slæddist
einhver inn til mín.
— Nú svo kom að því að Guð-
rún Einarsdóttir bauð mér búð-
ina til kaups, en það var stór-
ræði, sem ég réði ekki við. Þá
Rabbað við
Ingimund
Jónsson,
kaupmann í
Keflavík
hafði ég haft afgreiðslu Steindórs
bílanna um nokkur ár og fór þvi
til Steindórs og tjáði honum vand
ræði mín. Steindór ráðlagði mér
að kaupa og lánaði mér kaup-
verðið allt — Ég hélt fast utan
um þann seðlapakka á leiðinni
suður.
— Já, svöna fór það og svona
er það. Ég er sáttur við lífið og
samferðamenn mína og umfram
allt er ég sáttur við Keflavík,
nú finnst mér jafn ómögulegt að
fara þaðan eins og mér fannst
á stundum að fara þangað. —
Keflavík hefur farið vel með mig
— þar hiefi ég eignazit vini sem
hafa stutt mig með ráðum og dáð
Og reynst mér vel.
Þó ég sé ennþá í gamla læknis-
húsinu Og gömlu Ingimundarbúð,
sem ekki ber þann glans, sem
aðrar búðir gera í dag, þá er það
þvi að kenna að ég þekki skuldir
og basl — það koma aðrir yngri
og endurreisa Ingimundarbúð,
alveg eins og búiskapurinn í Holti
og Hala. Hér í Keflavík hefur
mér og mínum liðið vel — ég hefi
fengið að vera ungur með ung-
um og gamall með gömlum —
fólkið hefur skilið mig og ég hefi
leitast við að skilja það. —
— Mín lífssaga er ekki frá-
sagnarverð. Það sem hæst ber í
mínum huga skiptir engan máli,
nema mig. Mín saga er eins og
ótal margra annara, saga um von
ir sem ekki rættust, um mark-
mið, sem ekki náðust, en að nær
því lokinni vegferð er ég mest
þakklátur góðu fólki, sem ég hefi
átt samleið með og hvernig for-
lögin hafa farið vel með mig og
ætlað mér þægilegt kvöld eftir
mismunandi erfiðan dag.
— Margt fieira bar á góma.
þessa kvóldstund í Ingimundar-
húsi, og að lokum segir hann
mér að þau hjónin verði ekki
heima á afmælisdaginn, þau séu
orð.in svo gömul — en hvað um
það, hin nýja Keflavík er í þakk-
lætisskuld við þau hjón fyrir
þann ríka þátt sem þau hafa átt
í mótun bæjarins neð fordæmi
sínu og störfum.
Alla þá sem langar til að óska
Ingimundi til hsuningju með af-
mælið og þakka honum alla góða
viðkynningu — þeir geta hitt
hann í Ingimundarbúð — gang-
andi sínar gömlu þúfur — ljúf-
an og hressan og ávalt viðbúinn
að véita hverri góðri hugmynd
sína aðstoð og brautargengi. —»
Svo er giarnan um geðþekka
ménn, sem hafa mikið lært á
langri leið.
Undir heillaóskir til handa Ingi-
mundi veit ég að allir samborg-
arar mínir taka.
Helgi S.
Utan úr heimi
Framh. af bJs. 12.
Nehru og Nasser eru engir að-
dáendur hans. Þeir telja hann
of tilfinninganæman og álíta
að hann skipti sér of lítið af
stjórn landsins. Leiðtogarnir
í Kína hylla Sukarno sem
byltingarsinna, en treysta
honum ekki fyllilega. Rússar,
sérstaklega Krúsjeff, bera
litla virðingu fyrii Asíubúa,
sem skortir framkvæmda-
semi. Það voru Rússar, sem
gáfu Sukarnc viðurnefnið
„Quisling Indónesíu" vegna
samvinnu hans við Japani í
síðustu heimsstyrjöld. Jap-
anir hafa í dag ekki mikið
álit á Sukarno. Þeir álíta að
hann eyði of miklum tíma í
byltingu sína en of litlum í
stjórnarstörf. Hollendingar
telja að Sukarno sé mjög óá-
reiðanlegur, honum sé ekki
treystandi til að standa við
gérða samninga.
Jafnvel heima í Indónesíu
verður Sukarno fyrir gagn-
rýni. Aðallega er hann gagn-
rýndur fyrir að vera helzt ti'l
stimamjúkur gagnvart kon-
um.
FJÓRKVÆNTUR
Sukarno er heillaður af
lífinu í stórborgum heimsins.
Hann er mesti myndarmaður
og hrifinn af og stimamjúk-
ur við konur á öllum aldri
frá öllum löndum. Hann er
fjórkvæntur og hefur skilið
við tvær af konunum. Fjórða
kona hans hafði verið gift áð-
ur. en var fráskilin. Vakti
brúðkaup þeirra mikla gremju
ýmissa kvennasamtaka í Indó
nesíu. En Sukarno lét sig
gagnrýnina litlu skipta og nú
eru báðar eiginkonur hans
sjálfsagðir gestir í öllum op-
inberum veizlum.
Margir stjórnmálaleiðtogar
í Indónesíu eru þeirrar skoð-
unar að heppilegt væri að Su-
karno léti af störfum og yngri
menn fengnir til að ráða fram
úr fjárhagserfiðleikum lands-
ins. En allur fjöldinn stendur
með Sukarno. Hann er í þeirra
augum hetjan, sem sat í mörg
ár í fangelsi og útlegð vegna
sjálfstæðisbaráttu sinnar. Þeif
mæta enn þúsundum saman
til að hlusta á heillandi mál-
snilld hans. Og þessir fylgis-
menn hans láta sig það engu
skipta þótt hann sé lítt fær
um að annast dagleg vanda-
mál varðandi stjórn landsins.
Það er þrennt, sem Su-
karno fyrirlítur — nýlendu-
stefna, heimsvaldastefna og
auðvaldsstefna. Þeir sem
þekkja hann eru sannfærðir
um að af þessum sökum muni
Sukarno ekki vera í rónni
fyrr en hann hefur á einn eða
annan hátt hrakið Hollend-
inga burt frá Nýju Guineu.
(Lausl. þýtt úr U. S. News
& World Report)