Morgunblaðið - 03.02.1962, Page 20

Morgunblaðið - 03.02.1962, Page 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 3. febr. 1962 Barbam James: Fögur 17 og feig Hversvegna mátti ég það ekki? t>etta hefur verið svö hræði- leg vika og ég var að vona, að við gætum verið í friði yfir helg ina. Ég hélt þig langaði að hafa gesti. S«ú ert allt í einu orðin afskap- lega hrifin af Leó. Mér finnst hann mjög geðsleg- ur maður. Ég skil. Góða nótt. Hann kyssti mig létt og fór síðan aftur upp í sitt rúm. VIII. Ég hafði ákveðið að fara heim aftur um morguninn, en þá hringdi málfærslumaðurinn. Þetta er Hayman, lögfræðing- urinn hennar Crystal, sagði Rory við mig um leið og hann lagði frá sér símann. Hann vill, að ég komi í skrifstofuna sina og tali við systur hennar. Til hvers ætti það að vera? Þegar Crystal vissi, að hún ætti skammt eftir ólifað, gerði hún erfðaskrá og arfleiddi systur sína að öllu, sem hún átti. Hún heitir Edna Clark. En afþví að ég var sá eini, sem vissi um sjúkdóm hennar, gerði hún mig að skipta- íorstjóra. Ég skil. Hún kemur til Haymans klukk an hálftólf. Ég verð víst að fara. Já, þú verður víst að gera skyldu þína við Crystal, hvað sem öllu öðru kann að líða. Vertu ekki svona beizk, Rosa- leen. Ég veit, að þetta er mikil taugaáreynsla, en það verður nú allt af staðið innan fárra daga. Já, þá verður Crystal ekki ann að en fögur minning. Ég gat ekki stillt mig um' að vera meinleg, enda þótt ég vissi, að það gerði ekki annað en breikka djúpið milli okkar. Þetta þýðir víst ekki neitt, svaraði Rory í uppgjafartóm. Ég hafði vonað, að þú kæmir með mér. Ég vildi láta þig taka þátt í öllu með mér héðan af. Fyrirgefðu. Ég skal koma með þér ef þú vilt. Ég skil þetta allt. En ég hef orðið særð og er utan við mig út af þessu öllu. Það er víst það, sem gerir mig svona beizka. Ég hef sagt þér hvað mér þyk- ir fyrir þessu og meira get ég ekki sagt. Hann sagði þetta stutt- aralega og ég svaraði engu og svo ókum við áleiðis til lögfræðings- ins. Við gengum upp þrjá snúna stiga — þarna var engin lyfta. Tvær stúlkur og einn karlmaður voru í ytri skrifstofunni. Það varð dálitið ókyrrð þegar Rory kom inn og stelpurnar gláptu á hann eins og þær tryðu ekki sín- um eigin augum. Okkur var vís- að beint inn í einkaskrifstofu Haymans. Hann stóð upp til að heilsa okkur. Það var fallega gert af yður að koma svona fljótt, hr. Day. Þeir heilsuðust og Rory kynnti mig. Hayman var roskinn maður, vin- gjarnlegur í fasi og kraftalegur á vöxt. Hann visaði mér á þægileg an stól og bauð okkur svo vindl- inga. Því miður er ungfrú Clark ekki komin enn, en ég vona, að það dragist ekki lengi. Hún var af- skaplega einbeitt að fá að hitta m— Úff, allir þessir vasaklútar! Ég held bara að þessari ást- arsorg hennar Lisu minnar ætli aldrei að ljúka! yður og mér þykir fyrir þvi, að hún skuli ekki geta verið stund- vís, því að ég veit, að þér eruð tímabundinn, og því fallegra var það af ykkur báðum að koma. Hann var feikn vingjarnlegur. Hann spurði Rory nókkurra hversdagslegra spurninga um leikhúsið — hvernig hann gæti munað allt sem hann ætti að segja — hvernig hann fengi þess- ar skrítnu hugdettur. Og loksins kom ungfrú Clark inn. Hún var móð eftir alla stigana og afsakaði sig með mörgum orð- um. Fyrirgefið, að ég er svona sein, hr. Hayman. Ég varð að bíða tuttugu mínútur eftir strætis- vagninum og svo komst hann ekki úr sporunum og .... Hún vár of móð til þess að geta komizt lengra. Fáið yður sæti, og farið yður rólega. Hann dró fram sérlega óþægi- legan stól með trésetu og hún sökk niður í hann alls hugar fegin. Hafið þér hitt hr. og frú Day? Ég kinkaði kolli og Rory heilsaði henni með handabandi og brosti samúðarfullur, svo að konunni hitnaði um hjartaræturnar. Þetta hlýtur að vera sorglegt fyrir yður, ungfrú Clark, sagði hann. Sorglegt? Það var eins og hún kæmi utan af þekju. Nú, já, þér eigið við Crystal — eins og hún vildi kalla sig. Annars hét hún nú bara Shirley. Þetta hlýtur að hafa verið mik- ið áfall fyrir yður. Já, það var það. Mér hefði aldrei dottið í hug, að hún tæki upp á þessu. Og til hvers ætti hún að vera að því? Hún hafði allt, sem hún þurfti hendinni til að rétta. Við vitum aldrei hvaða ástæð- ur fólk kann að hafa. þegar betur er að gáð, sagði hr. Hayman með alvöruþunga. Það var þessi erfðaskrá .... Eg varð var við ákafa í rödd konunnar. Það var líka erindi hennar hingað. Já, erfðaskráin. sagði Hayman, eins og honum væri nú fyrst að detta hún í hug. Ég hef hana hérna. Systir yðar arfleiddi yður að öllu, sem hún átti, ungfrú Clark. Já. svo hún gerði það? Vissulega. Ég skal lesa skrána fyrir yður. Meðan hann var að lesa þessar fáu setningar, athugaði ég Ednu Clark. Það var erfitt að hugsa sér, að hún væri systir hinnar glæsilegu Crystal. Og þó voru þær í rauninni talsvert líkar: grannar, fölleitar og rauðhærðar. Hárið á Ednu var farið að tapa lit og orðið skolótt og fölvinn á and- litinu bar vott um bágborna heilsu. Litlausu augnabrúninnar gerðu ekkert til þess að leggja áherzlu á blágráa litinn í -augun- um. Ég horfði á hana með eftir- tekt, því að ég þóttist viss um, að með réttri meðferð hefði hún getað orðið engu óglæsilegri en systir hennar — var sennilega engu síðri að upplagi. Hún gæti jafnvel enn orðið glæsileg ef hún gerði eitthvað til þess. Nú sat hún og hlustaði með athygli og hendurnar með stuttklipptu nöglunum krepptust um bláa plasttösku. Hún átti bátt með að leyna spenningi sínum í sam- bandi við arfinn. Þér sjáið af þessu, að þér eruð einkaerfingi frú Usher. Það var skrítið að hugsa til Crystal sem frú Usher — eða Shirley Clark líka, ef út í það var farið. Ég get varla trúað þessu. Aug- un í Ednu Clark ljómuðu. Það var sýnilegt, að gleðin yfir arfinum var söknuðinum yfir- sterkari. Ég leit svo til, að þér þekktuð innihald erfðaskrárinnar. Hún sagðist hafa arfleitt mig að öllu, sem hún ætti. Ég hélt að hún væri að gera að gamni sínu — hún átti það til. En jafn- vel þótt satt væri, var það ekkert sérstakt þá. Shirley var tíu árum yngri en ég og bví allt útlit fyrir, að hún myndi lifa mig. Auðvitað tekur það talsverðan tíma að gera upp búið. sagði Hayman. Já, vitanlega, en gætuð þér ekki gefið mér einhverja hug- mynd um hve miklu ég get búizt við? Nú gat hún ekki lengur dul- ið ákafa sinn. Það er bágt að segja fyrr en maður veit um skuldirnar, sem á því 'hvíla. Ég skil. En þetta hlýtur að vera mikið samt. Hr. Usher var auðugur maður. Hayman varð sýnilega hissa. Já, en góða mín, þetta er alveg óviðkomandi hans erfðaskrá. Hann arfleiddi nú samt Shirley að öllu sínu. Aðeins til afnota af vöxtunum, en höfuðstólinn mátti hún ekki snerta. Því miður hafið þér víst misskilið þetta alltsaman. og ég sem hélt, að þér vissuð hvernig allt var í pottinn búið. Systir yðar arfleiddi yður að öllum persónulegum eignum sínum — skartgripum, bankainnstæðu, ef nokkur er, og þessháttar. Og þeg- ar skuldir hafa verið greiddar, fáið þér það allt. En höfuðstóll- inn, sem ég nefndi á. samkvæmt erðaskrá hr. Ushers að ganga til systurdóttur hans, sem er eina barn systur hans. Þá er þetta ekki neitt verulegt. Nei, ég er hræddur um, að það sé ekkert teljandi. Enda þótt frú Usher hefði miklar tekjur, er ég 'hræddur um, að hún hafi oft eytt meiru en þeim nam.... Ég verð að vara yður við því, að það geta orðið allverulegar skuldir, sem þarf að greiða. En þær verða væntanlega greiddar af höfuðstólnum? Alls ekki. Hann má alls ekki skerða, sagði Hayman alvarlega og eins og hann yrði hissa. Verður þá ekkert eftir handa mér? Ekki vil ég nú segja það. Ég vona, að þér fáið laglega upphæð, þegar allt hefur verið gert upp. En hún sagði, að ég yrði rík þegar hún dæi. Nú, ég hefði svo sem mátt vita, að hún var að plata mig. Það var aumkunarvert að sjá vonbrigði og gremju kon- unnar. Við vorum þarna stundarfjórð- ung e'nn. Hayman ræddi erfða- skrána í smáatriðum og vakti athygli Rorys á skyldum hans sem skiptaforstjóra. Edna Clark virtist hafa misst allan áhuga. Andlitið á henni var tekið, og bláir skuggar komu í ljós undir augunum. I Rory leit á úrið sitt. Ég verð 1 að fara að flýta mér, sagði hann Ég þarf að fara í viðtal í út- I varpinu. Ég skal aka þér um leið, Rosaleen. I Hugsaðu ekki um það, ef þú ert að verða ofseinn. Ég get tekið j leigubíl. Ég ætla bara að ná í töskuna mína í íbúðinni og fara svo á stöðina. Gott og vel. Verið þér sælar, ungfrú Clark. Hann var ekkert innilegur leng ur. Edna Clark hafði ekki látið í Ijós neina sorg eftir systur sína, en aftur á móti óþarflega mikinn ábuga á reitunum hennar. Við gengum báðar saman nið- ur stigana. en Rory flýtti sér á undan. Þegar við komum út ú» skuggalega húsinu, ætlaði ég að snúa niður í Strand. En þá sagði Edna hikandi: Vilduð þér ekki koma og drekka kaffibolla með mér, frú Day. Mig langar að tala um dálit ið við yður. Ég hikaði. Ég er nú alveg að fara upp í sveit og hef lítinn tíma. Það skil ég vel. Tónninn va» j dapurlegur og bar vott um upp- gjöf, og ég vorkenndi henni. Þér getið áreiðanlega séð af fáeinum mínútum. Við fórum svo inn í kaffihús. Hún heimtaði að sækja okkur tvo bolla af kaffi en láta mig sitja við borðið. Ég er hrædd um. að þetta sé ekki staður eins og þér eruð vön- ust sagði hún afsakandi, þegar hún kom aftur. Ég brosti. Það var nú sú tíð, að við Rory urðum fegin ef við höfðum efni á að koma á svona stað. Ég veit ekki, hvað þér kunnið að halda um mig, frú Day. Ég held bara, að bér hafið ekki kært yður mikið um systur yðar — og að peningarnir, sem þér bjugust við, hafi spáð yður nýju lífi og að það hafi verið mikið áfall fyrir yður, þegar þeir brugð ust. Þér hljótið að fyrirlíta mig. Nei, ég veit ekkert um kring- umstæðurnar að þessu. Þér hafið enga ástæðu til að sakna Shirley — Crystal. Ég þekkti hana sama sem ekki. Þér vitið að hún var að reyna að taka manninn frá yður. Og það hefði henni líka tekizt. Það voru allir karlmenn vitlausir í henni. Þetta er ofmælt hjá yður. Rory var bara kunningi hennar en ekkert meira. Enginn karlmaður var „bara kunningi" hennar. Ég vil ógjarna fara að ræða manninn minn. Ef þér eigið ekki annað erindi við mig. ætla ég að fara. Ég ýtti stólnum aftur. aailtvarpiö >f >f- X- GEISLI GEIMFARI >f- >f >f Og Mystikus heldur áfram: >— Allir hér inni munu deyja! mun deyja! Berta Colby mun deyja! Lúsí Fox — Mystikus hreyfist! 8:00 12:00 12:55 14:30 15:20 16:00 16:30 17.00 17:40 18:00 18:20 18:30 18:55 20:00 20:45 22:00 22:10 Laugardagur 3. febrúar. Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi •— 8:15 Tónleikar 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar 9:10 Tónleikar — 9:20 Treður: .), Hádegisútvarp (Tónleikar 12:25 Fréttir og tilkynningar). Óskalög sjúklinga (Bryndís Sitf« urjónsdóttir). Laugardagslögin — (15:00 Fréttir) Skákþáttur (Sveinn Kristinsson) Veðurfr. — Bridgeþáttur (Hallur Símonarson). Danskennsla (Heiðar Ástvald** son) Fréttir. — I>etta vil ég heyra. Marius Blomsterberg kjötiðnaðaf maður velur sér hljómplötur. Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. Útvarpssaga barnanna: „Nýja heimilið*' eftir Petru Flagestad Larssen; VI. (Benedikt Amkels^ son). Veðurfregnir. Tómstundarþáttur bama og ungl inga (Jón Pálsson). Söngvar í léttum tón. — 19.10 Tll kynningar. — 19:30 Fréttir. „Farinelli", dönsk óperetta. Tóin listin eftir Emil Reesen, textinn eftir Mogens Dam (Grethe Meg-* ensen, Paul Bundgárd, Lis» Panduro, Else Margrethe Car« delli, Hans KuW og kór syngje með Tívolí konserthl j ómsveit^ inni. Stjórnandi: Ove Peters. Jón R. Kjartansson kynnir). Leikrit: „Vega-leiðangurinn" —• eftir Friedrieh Durrenmatt. —• Þýðandi: I>orvarður Helgason. Leikstjóri: Gísli Haíldórsson. Fréttir og veðurfregnir. Danslög — 24:00 Dagskrárlok,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.