Morgunblaðið - 03.02.1962, Page 23
Laugardagur 3. febr. 1962
MORGTJNBL AÐ1Ð
23
Kjalarnesi
Kjalarnieshreppi, 30. janúar.
ÁRIÐ 1961, sem nú er liðið, hef-
ur að mínu áliti verið farsælit
ár til landis og sjávar. Heiisufar
fóLksins hefur þó ekki verið upp
á það bezta, því nokikuð kvilla-
samt hefur verið, en mun þó hafa
rætzt betur úr að sögn hóraðs-
læknis.
Hér í sveitinni er nokkuð
xnargt af fólki, sem komið er
um og yfir sjötugs ára aldur, og
hefur liðið vel og haft góða
heiisu. Aldursforsetinn er Gurnn-
hildiur Ólafsdóttir, fyrrverandi
húsfrú á Vallá, sem varð 92 ára
20. 10. 1961. Engin dauðsföll
urðu hér síðastliðið ár.
Fólksekla.
Á sveitaheimilunium ©ru aðal-
vinnukraftarnir fjölskyldurnar,
sem þar búa, með aðstoð ungl-
inga yfir sumarmánuðina — með
nokkrum undantekningum, er
fullgilt verkafólk fæst. Reynast
uniglingarnir duglegir og áhuga-
samir oftastnær, sem rétt er að
rneta og þakka. En hinsvegar er
það mikið alvörumál fyrir bænd-
ur, hve erfitt það er að fá gegn-
ingarmenn við skepniuhirðingu
og mjaltastörf, sem mun stafa af
jþví, að fólk vill ekki vtnna þessi
störf, eða þá að það setur upp
það hátt kaup, sem bsgndiur eiga
erfitt með að greiða.
Heyin góð til gjafar.
Haust- og vetrarveðráttan hef-
Ur verið bér syðra mild með litl-
um undantekningum. Að visu
gekk hér yfir um 22. nóvember
síðastl. norðan garður með 6—8
stiga frosti og snjóéljum, en það
veður gerði ekki neitt verulegt
tjón. Sauðfé var tekið í hús um
þetta leyti og kom fallegt af
fjalli. Nautgripum var beitt víð-
ast hvar fram um veturnætur og
geldneytum sumstaðar lengur.
Búsmalinn hefur verið fremur af-
urðagóður, sem má þa'kka góðri
meðferð og veðráttunni. Heyöfl-
unin gekk eftir vonum vel eftir
miðjcin júlí og varð heyiskapur
vel í meðallagi að vöxtum, þegar
slætti var lokið, sem mun hafa
verið fyrri hluta septembermán-
aðar. I>á má fullyrða að heyin
réynist góð til gjafar, en svo er
enn sem fyrr, að fóðurbætir er
all mikið notaður handa mjólkur-
kúm„ Síðan frá áramótum hefur
verið mifkil umhleypingatíð og
nokkuð frost, stormar og snjó-
gangur. Var kocminn nokkur
snjór, og til fjalla er sem jökull
yfir að líta, eða vetur sem í
gamla daga. Á láglendi tekur
upp.
Bóndadagurinn er liðinn hjá
og miður vetur sagður eftir alm-
anakinu, en bændur verða að
eiga meira en heiming heyja
sinna eftir ef diuga skal fram úr,
þvi sú reynsla er að vorin eru
gjafafreik.
-•* **•-----• ‘T—inrnn .......'
sjóstanga-
veiðimótið
ÁKVEÐIÐ er, að halda sjó-
stangaveiðimót í Vestmanna-
eyjum í vor svo sem s.l. tvö
ár. Sjóstangaveiðifélag
Reykjavíkur gengst fyrir mót-
inu og er þess að vænta. að
margt útlendinga sæki mót-
ið. Hefur Sjóstangaveiðifélag-
ið leigt strandferðaskipið Esju
til fararinnar og munu þétt-
takendur búa nm borð í skip-
inu meðan mótið stendur, eða
31. maí til 3. júní. í Esju er
rúm fyrir 180 farþega í þess-
ari ferð og eru áhugasamir
veiðimenn þegar farnir að
hugsa sér til hreyfings.
Félagslíf.
Hér var þorra fagnað með
Þorrablóti, sem var vei sótt að
vanda. Þar var rikulegiur og góð-
ur sveitamatur. Um hönd voru
höfð ýmis skemmtiatriði og lesn-
ir upp ýmisir molar úr blaðinu
Kjalniesimga, sem koma allt í einu
í leitirnar. >á var á milli jóla og
nýjárs haldin jólatrésskerrumitun,
sém var fjölmenn sérstaklega af
börnum, sem skemmtu sér ágæt-
lega.
Byggingarefni af Kjalarnesi.
Hér í hreppi (og Reykjavík)
eru starfandi tvö fyrirtæki, sem
selja sand og möl til bygginga í
Reytkjavík. Er það mál manna að
Reykjavík sé mú byggð og við-
haldið með byggingarefni fluttu
úr Kjalameshreppi. Er þessi
starfræksla rekin í landi 3ja
jarða, sem eru Esjuberg, Móar
og Álftanes, og eru þar stórvirk-
ar vélar að verki. Til Reykjavíík-
uir er efnið flutt daglega með
stórvirkum bíliuim, fleiri hundruð
bíilfarmar á dag. Hefur þessi
rekstur staðið síðan 1956 og eykst
með ári hverju. Er ekki mema
gott um þessa samvinmu að segja,
en mig er farið að gruna að hlut-
ur Kjalarmeshrepps sé ekki nægi-
lega góður í þessum viðskiptium
— fjárhagslega. Og að siðustu í
þessu máli vil ég það segja, að í
raiun og sannleika er það éfcki
frekt eða heimskulegt að óska
efitir þvi, að vegurinn frá Móum
og Esjubergi til Reykjavíkur
verði mjög fljótlega steyptur,
þar sem allt þetta byggingarefni
er um þemnan veg keyrt, sem
áður er sagt, til viðbótar þeirri
miklu umferð þeirra fólks- og
vörubíla, sem fara til vestur —,
norður—, og austurlandis dag-
lega nær því allt árið.
Nokkuð hefur verið rætt af
aknemningi um önnur fyrirtæki,
sem eru á byggingarbraut hér.
í Kollafirði er í byggingu uppeld-
isstöð fyrir lax og hafa verið
hafnar miklar byggingar þar í
haust og fram á vetur, en nú
snýst starfið þó aðallegia um
gæzlu við laxastofnimn. Eru mikl-
ar vonir tengdar við þá starfsemi,
sem er mikið til ný grein í fram-
leiðslu hér og ætti að verða til
góðs fyrir alla landismenn. >á hief
ur Ólafuir í Álftanesi sett á stofn
amdabú og byggt þar hús með til-
heyrandi vélum. Ég vil ekkert
um þennan rekstur segja niú, en
það rétt mæla, að voniandi er að
honuim takizt að yfirstíga alla
byrjunarerfiðleika og geti séð
þessum rekstri sinum fjárhags-
lega borgið. Fréttamiaður Ríkis-
útvarpsins staddur í Álftanesi um
daginn sagði Álftames vera í Mos-
fellshreppi, sem er rangt því sú
jörð er í Kjalarneshreppi. — Ó.B
Filmíuklúbbur
stofnaður á
Selfossi
SUNNUDAG-INN 28. jan. s.l. var
boðað til stofnfundar Filmíu-
klúbbs á Selfossi, að frumkvæði
nokkurra áhugamanna þar.
Tilgangur klúbbsins er að
skapa aðstöðu til útvegunar og
sýninga á úrvalskvikmyndum,
sem torfengnar eru, í samvinnu
við hliðstæðan félagsskap utan-
lands og innan.
Fund þennan sóttu um 40
manns, og voru þar samþykkt
lög fyrir félagið, að mestu snið-
in eftir lögum Filrníu í Reykja-
vík og kom fram mikill áhugi
fyrir þessu máli.
Fyrsta sýningin verður n.k.
miðvikudagskvöld í Selfossbíó,
og hefst kl. 23,00 og verður þá
sýnd amerísk mynd, The Sun
Shine Bright, sem John Ford hef
ur gert, og verða félagsskírteini
afhent sýningarkvöldið frá kl.
22 í Selfossbió.
Konan hjá
kunnin^jum
í OÆRKVöLDI auglýsti Iðg-
reglan eftir konu um fertugt,
sem hafði íurið að heiman frá sér
í Reykjavík i fyrradag um kL
13. Óttast var um konuna vegna
þess að hún átti vanda til ýfir-
liða.
Um klukkustund síðar hafði lög
reglan spurnn af því að konan
væri heii a núfi. Hafði farið til
hunningja sinna utan Reykja-
víkur, en iáðst að láta vita um
sig.
Mynd þessi var tekin af
Antoine Gizenga á fiug-
vellinum í Leopoldville, 20.
jan. s.l. Eginkona hans (t.h.
á myndinni) var í för með
honum.
ViðgerSarmaður
milli bæja
AKRANESI, 2. febr. — Rúm
vika er nú liðin síðan viðgerðar-
maður kom að Belgsholti i Mela-
sveit. Er hann þangað kominn á
vegum Vélasjóðs og á að fara
eins og logi yfir akur bæ frá bæ
og gera við landbúnaðarvélar
bændanna. Viðgerðarmaðurinn
heitir Halldór Kristjánsson. —
Oddur.
Tollvöriigeymsla
EFNT verður til hádegisverðar í
Klúbbnum í dag og mun Gunn-
ar Ásgeirsson, stórkaupmaður,
flytja þar framsöguerindi um
stofnun hlutafélags um tollvöru-
geymslu. Frjálsar umræður
verða að ræðu hans lokinni.
Akstur í hálku
FÉLAG íslenzkra bifreiðaeig-
enda gengst fyrir kvikmynda-
sýningu um umferðamál í
Gamla Bíó kl. 3 í dag. Sýnd
verður m. a. kvikmynd með ís-
lenzku skýringartali um akst-
ur í hálku og slæmri færð.
Kvikmynd þessi er gerð af
danska bifreiðaeigendafélaginu
og hefur verið sýnd víða í Dan
mörku við góðan orðstír. Mynd
in er tekin við sambærilegar að
stæður og tíðkast hér á landi
að vetrarlagi. Myndin sýnir
ökumönnum hvernig haga beri
akstri við hin erfiðustu skil-
yrði, hvemig unnt sé að aka í
hálku og slæmri færð, án þess
að hlekkjast á.
Auk þess eru sýndar tvær
stuttar, bandarískar myndir um
akstur í þéttbýli og umferð fót
gangandi manna.
Vetrarumferðim er orðið geysi
legt vandamál hér á landi. Alls
hafa yfir 220 árekstrar verið til
kynntir til rannsóknarlögregl-
unnar í síðastliðnum mánuði,
og mun það vera hæsta tala,
sem um getur yfir einn mánuð,
enda oft slæm færð í mánuð-
inum. í árekstrum þessum varð
mjög mikið tjón fjármuna, auk
þes varð 21 maður fyrir meira
og minna tjóni á líkama.
>að er sorgleg staðreynd, að
í all-flestum tilfellum verða
árekstrarnir og slysin fyrir gá-
leysi og vankunnáttu öku-
manna. >ví ber að fagna, að
Félag íslenzkra bifreiðaeigenda
gengst nú fyrir þessari kvik-
myndasýningu, og er að vona
að sem flestir notfæri sér þann
fróðleik, er þar er að finna.
Sérstaklega er kvikmynda-
sýningin tímabær, þar sem marg
ir aka nú á snjóbörðum sem
krefst kunnáttu í akstri. Hug-
fast ber að hafa, að akstur
í hálku og slæmu færi er vanda
samur, en hægt er þó að læra
hann.
Knut G. Fadnes, bankastjóri, Stord
>AÐ var mjög óvænt og sorglegt
að frétta að þessi ágætismaður I
væri fallinn í valinn um aldur
fram, eða aðeins tæplega 55 ára
gamall. Hann var fæddur og
uppalinn í Evanger sem er í
Uxabotnum við Finse, hæsta
byggðarlag í Noregi.
Knut Fadnes var góðum gáfum
gæddur og lauk ungur prófi frá
verzlunarskóla í Bergen, síðan
jók hann við þá menntun með
fram'haldsnámi í Danmörku,
Englandi og Þýzkalandi. Hann
'hóf síðan sfcarfsferil sinn sem
bankamaður í „Voss Veksel- og
Landmannsbank“, en eftir
tveggja ára starf þar, réðist hann
til Vestlandsbanken í Bergen og
gegndi þar störfum aðalritara
eða skrifstofustjóra starfi. Árið
1956 var hann svo skipaður banka
stjóri Sunnhordlandsbanken í
Stord og gegndi hann því starfi
til dauðadags. Fadnes var því
mjög vel þekktur bankamaður í
vestur Noregi, svo sem sjá má á
skrifum fyrrverandi yfirmanns
hans Hr. A. Skaasheim, sem var
einn af aðalbankastjórum Vest-
landsbanken um langt árabil, en
er nú setztur í helgan stein sök-
um aldurs.
En við sem þetta skrifum
þekkjum hann ekki fyrst og
fremst sem bankamann, heldur
sem áberandi félags frömuð,
bæði í Ungmennafélags hreyf-
ingunni, átthagafélögum, íþrótta
félögum og einnig mun hann hafa
veitt Rotaryklúbb forstöðu.
Okkar fyrstu kynni af þessum
ágætismanni voru í sambandi við
glímuför U.M F.R. til Noregs 1947
og síðar hafði annar okkar tæki-
færi til að kynnast þessum mann
ko-stamanjn, og eftirlifandi konu
hans Thorbjörgu, er hann var
við tæknifræðinám í Bergen. Við
þessi kynni kom fram mikill hlý-
ihugur þessara hjóna beggja til
íslands og íslenzkra málefna,
enda hafði Fadnes mikinn áhuga
á söng og ljóðum, og var vel að
sér um þau fræði. Það var hon-
um því kærkomið tækifæri þeg-
ar hann gat, í fyrrgreindri ferð,
fræðst (af Lárusi Salómonssyni)
um íslenzkan kveðskap, sérílagi
forna háttu, byggingu, drótt og
hrynhendu háttar og einnig fer-
skeytlu ættar og sléttúbanda
formsins, og vai- bann mjög hrif-
inn af þessum ljóðformum.
Nú er þessi hugljúfi ágætismað
ur, og íslandsvinur horfinn sjón
um tiil mikillar sorgar fyrir eftir-
lifandi eiginkonu, vini og félaga.
Við viljum því bæði persónulega,
og fyrir hönd þeirra sem þátt
tóku í áðumefndri Noregsför,
votta eiginkonu hans og aðstand-
endum okkar dýpstu samúð og
við munum geyma kynninguna
við hann sem fagra minningu um
góðan og göfugan dreng. Hvíldu
í Guðsfriði góði vinur.
Daniel Einarsson.
Lárus Salómonsson.
Brynhildur Steinnnn Jónsdóttir
NÝLEGA lézt í Seattle í Banda-
ríkjunum Brynhildur Steinunn
Jónsson, 68 ára að aldri. Bryn-
hildur var ættuð frá Mörk í Húna
vatnssýslu, dóttir Erlendar Guð-
mundssonar og Ingibjargar Krist
mundsdóttur.
Brynhildur fór með foreldrum
sínum vestur til Kanada þegar
hún var 5 ára og bjó þar og í
Bandáríkjunum alla sína ævi.
Brynhildur giftist Þorbirni
Jónssyni trésmið, en hann var
ættaður úr Borgarfirði syðra.
Þau eignuðust þrjú mannvæn-
leg börn: Kristínu Smedvig,
konsertmeistara Seattle Women’s
Symphony Orchester, Elínu Mc-
Dougall, hjúkrunarkonu, og Jón
Marvin, fyrrverandi fylkisþing-
mann í Washington fylki, lög-
fræðing.
Sumarið 1959 kom Brynhildur
til íslands og dvaldist hér sum-
arlangt. Ekki var að finna á
mæli hennar, að þar færi kona,
sem hefði farið frá íslandi fyrir
60 árum. svo vel talaði hún
islenzkuna, enda dáði hún allt
islenzkt og lagði sig mjög fram
um að kenna börnum sínum mál
feðra sinna.
Meðan Brynhildur heitin dvald
ist hér heimsótti hún skyldfólk
sitt, fór á æskustöðvar sínar í
Húnavatnssýslu og víðar um
landið.
Brynhildur heitin var hinn
bezti fulltrúi íslands í Vestur-
heimi, og í henni var að finna
allar þær dyggðir, sem bezt geta
prýtt oss. Það er því sannarlegt
tap islenzkri þjóð að hafa misst
þennan góða fulltrúa.
O. H.