Morgunblaðið - 03.03.1962, Side 13

Morgunblaðið - 03.03.1962, Side 13
Laugardagur 3. marz 1962 MORGVTSTtT AÐIh 13 Eini árangur orkuaukningarinnar sá, aö myndirnar verða skýrari Ræða Alfreðs G'islasonar bæiarstjóra við útvarpsumræðurnar ÞÁLTILLÖGUR þær, sem hér eru til umræðu, hin fyrri frá fjórum þingmönnum Alþýðu- bandalagsins og hin síðari frá fimm þingmönnum Framsóknar- flokksins, ná misjafnlega langt í kröfum sínum um hömlur á sjónvarpssendingu vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hin fyrri Ihnigur í þá átt, að afturkallað verði með öllu leyfi tii sjón- varpssendingar varnarliðsins, en í hinni síðari vilja Framsókn- armenn ekki, af skiljanlegum á- stæðum, ganga svo langt, heldur láta sér nægja að krefjast þess, að komið verði í veg fyrir þá stækkun sjónvarpssviðsins, sem þeir telja, að orkuaukningin úr 50 wöttum í 250 wött, sem leyfð var fyrir tæpu ári eða 17. aþríl 1961, hefði í för með sér. Að því er ég bezt veit, eru deildar skoðanir um þessar sjón- varpssendingar varnarliðsins í öllum flokkum, ekki síður í fiokkurh flutningsmanna en í flokkum þeim, sem styðja ríkis- stjórnina. Það er því ekki af því, að hér sé um neitt flokks- lega stórpólitískt mál á ferð- inni. að tillögur þessar eru fram komnar, heldur virðist sem stjórnarandstaðan vilji nota þetta nær ársgamla leyfi til orkuaukningarinnar sem átyllu til nýrra árása á ríkisstjórnina vegna afstöðu hennar til vest- rænnar samvinnu sem og til að tortryggja varnir landsins í aug- um almennings. Guðm. í. Guðmundsson, utan- ríkisráðherra, sem talaði hér á undan mér, gerði öðrum hvöt- um flutningsmanna til þessara tillögu svo góð skil, að ég tel ekki ástæðu fyrir mig að fara nánar út í það. Þrjú ár í ríkisstjóm án þess að hafast nokkuð að Eftir að hafa kynnt mér mál þetta nokkuð, fæ ég ekki séð, að veruleg breyting hafi átt sér stað frá því 1955 eða frá því í tíð vinstri stjórnarinnar vegna þessarar margumtöluðu orku- aukningu á útvarpssendingu sjónvarps varnarliðsmanna. Hið upprunalega leyfi til sjónvarps- sendingar á Kefiavíkurflugvelli var veitt af þáv. utanríkisráð- herra, dr. Kristni Guðmunds- syni, hinn 4. marz 1955. eða fyr- ir nær réttum sjö árum. Oll þessi ár hefur sjónvarpsstöðin verið_ starfrækt árekstrarlaust við íslenzk stjórnvöld og, að því er ég bezt veit, aðfinnslu- laust af hálfu núverandi stjóm- arandstöðu, enda sat hún sjálf að völdum í tæp þri '’ ár af þessum tíma. án þess að hafast nokkuð að til varnaðar ósóm- anum. • Endumýjunar þurfti við S j ónvarpsleyf ið frá 4. marz 1955 var veitt með því skilyrði, að útvarpað yrði á bylgjulengd 308 til 186, að hámarksorka frá eendi í loftnet færi ekki fram úr 50 wöttum og að aðalút- sendingargeislinn frá loftneti yrði 345°. Eins og allir vita, sem eitthvað þekkja til sjónvarps- eendinga, eru sendiloftnetin þannig gerð, að þau geta sent frá sér _ geisla í allar áttir. eða S60°. Utsendingargeislinn, sem ieyfður var 1955, 345° geisli, var talinn nægilegur til að ná til vamarliðsmanna á dvalarstöð- um þeirra. Ástæðan fyrir því, að vorið 1961 var farið fram á orkuaukningu, hefur mér verið tjáð að væri sú, að útbúnaður ellur hafi verið orðinn úr sér genginn og úreltur og þyrfti endumýjunar við, enda hefur hæstv. utanríkisráðherra upp- lýst það í ræðu sinni hér á undan. Sjónvarpsstöðin á Kefla- víkurflugvelli er sú 24. í röð- inni af þeim sjónvarpsstöðvum. sem Bandaríkin hafa komið sér upp víðs vegar um heim á varnarsvæðum sínum, og hafa eflaust fjöldi stöðva bætzt við síðan árið 1955. Sjónvarpsstöðv- ar þessar munu yfirleitt hafa verið leyfðar af viðkomandi ríkisstjórnum hömlulaust og munu engar þeirra með minni útsendingarorku en 250—500 watta. Á nokkrum stöðum munu þær þó vera allt að 1 kw orku, enda þótt hin almenna regla sé. að víðast hvar munu þær vera um 250 til 300 watta. Nær ekki til meira svæðis Flutningsmenn beggja þess- ara tillagna, sem hér eru til umræðu, virðast hafa þá skoð- un að með því að hækka orku- sendingu úr 50 wöttum í 250 wött eða fimmfalda orkuna, þá Alfreð Gíslason hljóti sjónvarpssvið eða sjón- varpsvídd stöðvarinnar að fimm faldast, þ.e. nái yfir allt að fimm sinnum stærra svæði en áður. Kemur þessi skoðun greini lega fram í greinargerð Fram- sóknarmanna fyrir tillögu sinni, því að þar tala þeir um, að sjón varpið muni vegna þessarar orkuaukningar ná um alla byggð Faxaflóa og byggðanna á Suðurlandi eða til meira en helmings allra landsmanna. — Þessi skoðun er hins vegar mik- ill misskilningur. Sérfróðir menn um sjónvarp halda því fram, að þótt orkusending í loft net sé fimmfölduð eða jafnvel tífölduð, nái hinar sjónvörpuðu myndir ekki lengra eða yfir meira svæði en áður. Eini ár- angurinn, sem af orkuaukning- unni stafaði, væri sá að mynd- irnar yrðu skýrari í sjónvarps- viðtækinu en áður. Skýrleiki myndarinnar vex heldur ekki að sama skapi og orkuaukning- in er aukin eða í sama hlut- falli. Að sjónvarpsorka verði hækkuð úr 50 wöttum í 250 wött þýðir því hvergi nærri, að sjónvarpið nái fimm sinnum meiri fjarlægð eða að myndirn- ar verði fimm sinnum skýrari. Brotnar sem Ijósgeisli. Myndum þeim, sem koma fram í sjónvarpsviðtækjunum, er út- varpað frá 19 feta neti eftir svo- kallaðri sjónlínu, sem brotnar eins og Ijósgeislinn, er hlutur eða mishæð verða á vegi hennar, en hún bognar ekki. Er talið að geislar þessir nái ekki yfir slétt- lendi eða sjó lengra en sem sam- svarar 75 til 80 km vegalengd, 'hversu mikil, sem sendiorkan kann að vera, nema þá því að- eins, að þeim sé útvarpað frá því hærri sjónvarpsturnum. Nú mun sannleikurinn vera sá, að loft- r.et það, sem sendiorkan á Kefla víkurflugvelli er látin í og endur varpar í viðtæki, er fest á síma- staura á vellinum og liggur sjón lína þess því ekki hátt. Það er því hreinn misskilningur, að sendistöð þessi geti nokkru sinni, hversu kraftmikil, sem hún væri, sjónvarpað myndum til byggða Suðurlandsundirlendis, því mikl ir fjallgarðar skyggja þar á. Til þess að mögulegt væri að sjón- varpa til þessara byggða, yrði að byggja a.m.k. nokkra endurvarps turna á fjöllum og hæðum. Eg tel það einnig rangt og villandi að halda því fram,, að allir Reyk- víkingar, hvar sem þeir búa í bænum, geti náð til sjónvarpsins frá Keflavíkurflugvelli, þrátt fyr ir orkuaukningu sína, sem eins og ég sagði áðan, mun hafa ver- ið hækkuð upp í 250 þús. wött. Það eru ekki nema beztu mót- tökustaðirnir, sem liggja í beinni sjónlínu frá sendistöð, sem hafa bezt tækifæri, til þess að taka á móti myndum frá Keflavíkur- sjónvarpinu. Hinsvegar skal því ekki neitað. að myndirnar kunna að vera nokkuð skýrari í tækj- unum en þær áður voru. Stór- hýsin hljóta að skyggja á sjón- varpsgeislann, með þeim afleið- ingum, að langmestur hluti borg arbúa nær ekki til sjónvarps- ins. Svo mundi og einnig vera, þótt íslenzk sjónvarpsstöð yrði staðsett í miðri höfuðborginni, ef sérstakar ráðstafanir yrðu ekki gerðar, til þess að hægt yrði að ná til allra hverfa borgarinnar. Hættan ekki meiri en á útmánuðum 1955. Vegna þess að flutningsmenn beggja þessaar tillagna. sem hér liggja fyrir, láta í greinargerð- um sínum í veðri vaka, að aukn- ing sendiorkunnar sé aðaltilefni þess, að tillögurnar séu fram- komnar, hef ég hér að framan reynt að færa rök að því, að sjálf orkuaukningin hefur ekki frá tæknilegu sjónarmiði breytt neinu verulegu frá því, sem áð- ur var. Sjónvarpið nær ekki lengra né til fleiri staða en það áður gerði. Það er staðreynd. Að hættan fyrir andlegt líf og menningu þjóðarinnar af þessu sjónvarpi sé rn.eiri en hún var eða hefði getað verið í útmánuð um 1955, tel ég samkvæmt fram- ansögðu á misskilningi byggt. Flutningsmenn fara hörðum orð um um dagskrá sjónvarpsins á flugvellinum í greinargerðum sínum, og telja Alþýðubanda- lagsmennirnir, að varnarliðið ausi soranum einum úr andlegu lífi þjóðar sinnar yfir landsmenn. Framsóknarmennirnir eru að vísu ekki eins hvassyrtir, en telja •þó, að sjónvarpið með orkuaukn- ingu sinni muni trufla andlegt líf þjóðarinnar og sénþjóðlega menningarviðleitni. Ekki skal ég leggja dóm á dagskrá sjónvarps varnarliðsins, til þess er ég henni of ókunn- ugur. Eg hefi fyrir fjórum árum síðan horft eina kvöldstund á sjónvarp hjá kunningja mínum í Keflavík og síðast fyrir tveim- ur árum hjá þeim sama manni, eftir að hann var fluttur til Reykjavíkur. Og síðan ekki. Eigin reynsla er því ekki fyrir hendi, til þess að ég geti pensónu lega lagt dóm á sjónvarpsefni varnarliðsins yfirleitt. En hins vegar er mér kunnugt um, að innan ameríska hersins er starf- andi svokölluð útvarps- og sjón- varpsþjónusta, Afrts Armed Forces Radio and Television Serviee, sem af amerísku ríkis- stjórninn hefur verið falið það hlutverk að kaupa og velja út- varps- og sjónvarpsefni fyrir all- ar deildir hersins. Hvernig svo sem dagskrár hinna fjölmörgu sjónvarpa í sjálfum Bandaríkjun um kunna að vera að efni og gæðum, tel ég vafasamt, að rétt mætt sé, að heimfæra þær undir dagskrárlið sjónvarpsins á Kefla- víkurflugvelli eða yfirleitt undir sjónvörp annarra vamarliða Bandaríkjanna. Þvi efnið mun vera valið við hæfi þeirra, sem í hernum eru, en flestir þeirra eru óharðnaðir og óreyndir ungl- íngar um tvítugsaldur. Því skal hins vegar ekki neita, að ómerki- legar kúrekamyndir munu all-al gengar í Keflavíkursjónvarpinu og leynilögreglumyndir eru og sýndar þar, einkum sérstakan dag vikunnar. Að öðru leyti er það fjarstæða að halda því fram, að allt, sem fram í sjónvarpi þessu kemur, sé siðspillandi rusl og sori einn saman. Mikið af því mun vera hið vandaðasta efni, fróðlegt og lærdómsríkt, enda þótt mest af því muni vera til dægrastyttingar, eins og hljóð- færasláttur og því um líkt. Ekki ástæða til að aftur- kalla leyfið. Af því. sem ég hefi sagt hér að framan, einkum um áhrifa- leysi orkuaukningarinnar sjálfr- ar á útsendingar sjónvarps, fæ ég ekki séð, neina rverulegar breyt ingar hafi orðið síðan 1955, sem gefur raunverulega ástæðu til að afturkalla leyfi, sem þegar hafa verið gefin til sjónvarpsstarfsemi á Keflavíkurflugvelli. Skoðanir manna um sjónvarp almennt eru mjög skiptar. og fer því ekki eftir flokkum, hvernig á þau mál e rlitið. Er því hallmælt af mörg um, en fleiri mimu þeir, sem telja það eitt mesta menningar- tæki, sem fundið hefur verið upp á síðari tímum, ef það er réttilega notfært til útbreiðslu, þekkingar og lærdóms. Við íslendingar þurfum ekki að ganga þess duldir, að ís- lenzkt sjónvarp hlýtur að verða starfrækt hér á landi. fyrr eða síðar, eins og annars staðar og komumst við ekki hjá að not- færa okkur þessa nútímatækni, frekar en aðrar þjóðir. Ég er þeirrar skoðunar, að því fyrr, sem við komum upp okkar eig- in sjónvarpssendingu, því betra, og að Keflavíkursjónvarpið eigi ekki að vera samkeppnislaust, jafnvel á því takmarkaða svæði, sem það nær yfir. Mjög hefur verið rætt um, að stofnkostnað- ur íslenzkrar sjónvarpsstöðvar muni vera okkar litla þjóðfélagi ofvíða og hefur í því sambandi verið rætt og ritað um óskap- legar fjárhæðir. Það er hins vegar álit mitt. að ekki þurfi neinar stórbyggingar til starf- rækslu sjónvarpsstöðvar til að byrja með og megi stilla stofn- kostnaði í hóf, hvað bað snert- ir. Tel ég, að til að byrja með, megi bæði reka sjónvarpsstöð og útvarpsstöð sameiginlega, jafn- vel í þeim húsakynnum, sem Ríkisútvarpið hefur nú og án verulegrar fjölgunar starfs- manna. Má í því sambandi benda á, að hin óttalega sjónvarpsstöð á Keflavíburflugvelli er starf- rækt í sömu húsakynnum og út- varp þeirra og við báðar stöðv- Vestmannaeyjum 1. marz. í DAG minnkaði aflinn að mun frá í gær, enda var það að von- um, þar sem hér var norðan hvassviðri og slæmt sjóveður var. Um. sjöleytið voru allmarg- ir bátar komnir að, flestir með 6—7 tonn, en fór allt niður i tvö tonn. Þess skal getið að yf- irleitt höfðu bátarnir styttri línu í dag en venjulega, af þeim or- sökum að loðnan kom ekki fyrr en liðið var á dag, og tími vannst því ekki til að beita fulla línu- lengd. f gær (miðvikudag) mun hafa komið á land um 750 lestir. Mest an afla hafði bá Snæfugl, liðlega 19 lestir. — Það má til tíðinda teljast hér í Eyjum að hið gamal góða skip, sem Vestmannaeying- ar ferðuðust tíðum með fyrir stríð, Dronning Alexandrine, kom hér inn að bryggju og lá hér í dag og lestaði ýmsar sjávar afurðir til Danmerkur. í sam- bandi við komu Drottningarinn- ar er nokkur hugur í útflytjend- um hér að fá skipið til að koma hingað og skapa þannig mögu- leika til beins sambands við Kaupmannahöfn varðandi út- flutning á ýmsum sjávarafurð- arnar vinna aðeins 8 manns. Er þó útvarpað allan sólarhringinn <og sjónvarpað 7 klukustundir á degi hverjum. Mér hefur verið tjáð, að sjónvarpsstöð þessi með öllum útbúnaðinum muni kosta um 100 þúsund dollara eða sem lætur næst 4,5 millj. ísl. kr. Ætti að vera metnaðarmál að eignast sjónvarp. Það er óhugsandi, að iislenzkt sjónvarp verði rekið í stað með innlendri efnisskrá einni saman. Tiil þetss yrði reksturinn oÆ dýr. Sjónvarpsefni þess hlýtur því að verða byggt upp að verulegu leyti af útlendu efni, svo sem frétta- og fræðsluimyndum, sem auðveflt er að setja íslenzkan texta inn á, við sýningu hér heima. Mikið af slíku efni er hægt að fá með vægu verði frá erlendum sjónvarpsstöðvum. Mik ið er að því gert nú að taka sjónvarpsefni upp á svokallað sjónvarpssegulband eða VIDE- TAPE, eins og það er kallað á erlendu máii. Með þessari að- ferð má jafnframt útvarpa sjón- varpsefninu til sendingar í út- varpi og er þetta VIDEO-TAFE víða notað, þar sem sjónvarps- og útvarpssendingar eru starf- ræfctar undir sama þafci. A Kefla víkurflugvelli mun um 50% af útvarps- og sjónvarpsefninu vera tekið á VIDEO-TAPE. . . Athug- unar munu hafa fairið fram og fara enn fram á möguleika tii starfrækslu íslenzkrar sjónvarps stöðvar, en hversu langt þær at- huganir ná, er mér ekki kunn- ugt um. Við erum svo heppnir að eiga þrjá unga og efnilega Islendinga, sem hlotið hafa sér- mienntun sem sjónvarpsvirkjar og kostað hafa miklu fé og tíma í sérmenntun sína á erlendum Skóium. Þeir hafa auk prófs sdns þriggja ára reynslu sem tækni- legir starfsmenn við Keflavíkur sjónvarpið. Þess er að vænta, að forráðamenn islenzkra sjónvarps mála leiti ekki langt yfir skammt og notfæri sér þekk- ingu þessara ungu manna í sam- bandi við væntanlegt sjónvap hér heima og starfsrekstur þess. Það ætti að vera metnaðanmál okkar Islendinga að fá okkar eigið sjónvarp, sem miðað er við íslenakar þarfir og íslenakar að- stæður, og því fyrr, sem þeim athugunum lýkur, sem nú standa yfir, og því fyrr, sem slíkt sjón- varp getur tekið til startfa, því betra er það, að mínu áliti. Að erlent sjónvarp sé í landinu, þótt á takmörkuðu svæði sé, ætti frekar að ýta undir framkvæmd- ir í þessu mikilvæga máli en að draga úr þeim. um, sem fyrir stríð var talsverð- ur, einkum þó fyrri hluta vertíð- ar, þegar góður markaður var í Danmörku fyrir óverkaðan salt- fisk. Er mér kunnugt um að einn stórhuga útflytjandi, Friðrik Jörgensen, hefur lagt sig nokk- uð í framkróka við að úr þessu geti orðið. — Björn. Akranes Akranesi, 1. marz. — Aðeins fjórir línubátar eru á sjó í dag. Aflahæstir í gær voru Farsæll með 12 tonn og Ásmundur með 10,1 tonn. Aflinn var allt ofan í 3,5 tonn á bát. Enginn þorska- netabátur vitjaði um í dag. Hring nótabáturinn Haraldur er aust- ur við Eyjar. Höfrungur II er í slipp í Reykjavík. — Oddur. Sandgerði Sandgerði 1. marz. — f gær- kvöldi komu hér að landi 23 bát- ar, með samtals 254 lestir. Jón Garðar vai hæstur með 22,1 lest, Freyja 19,5 lestir og Muninn 17,2 lestir. — Jón Garðar hefur nú fengið 52 lestir í tveimur síðustu róður og þykir það rífandi afli. Aflinn er að mestu þorskur, en langa og ýsa slæðast með. — Páll. Minnkandi afli Eyja- báta vegna veðurs Útílytjendur vilja fd Drottninguna til að koma við í Eyjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.