Morgunblaðið - 03.03.1962, Page 16
16
MORCINBLAÐIÐ
Laugardagur 3. marz 1962
Arngrímur B. Arngrímsson
Landakofi - Minning
Sumarið langa er liðið.
Loks tók að hausta.
Veturinn gékk þá að garði.
Geislarnir dóu.
Dimmdi þá dauðans á nóttu.
Dapraðist gleði.
Hugðist til heimferðar snúa,
hetjan hin aldna.
f dag verður kvaddur hinztu
kveðju í Bessastaðakirkju Arn-
grrmur Bergmann Arngrímsson
bóndi í Landakoti í Bessastaða-
hrepp. Hann andaðist 22. febrúar
s.l., eftir stutta legu, rúmlega
níræður að aldri.
Þeir kveðja nú óðum, sem lifðu
sín æsku og þroska ár fyrir og
um aldamótin. Þetta er lögmál
lífsins, sem við verðum allir að
lúta.
Ef við berum saman þau lífs-
kjör, sem þetta fólk ólst upp við,
við það atlæti og tækifæri, sem
okkar æskufólk á við að búa nú
í dag, þá er þarna tvennu svo
ólíku saman að jafna, að undrun
sætir. Unga fólkið okkar horfir
á okkur vantrúar augum er það
heyrir lýsingar á æskuárum eidri
kynslóðarmnar.
Ef við aftur á móti litum yfir
hvað þessi aldamótakynslóð hefir
áorkað með þrotlausu starfi —
og ég vil segja — íslenzkum þráa
og þrautseigju-, þá verðyr okikur
á að öfunda þá ungu og óbornu,
sem við taka um næstu aldamót,
ef ekki verður ver á haldið af
okkar unga fólki, en af aldamóta
kynslóðinni, sem nú er að kveðja.
En það er von okkar allra að
unga kynslóðin skili ekki minna
hlutverki en hin.
Arngrímur Bergmann Arn-
grímss .var fæddur 23. sept. 1871
að Saxhóli í Snæfellsnessýslu,
sonur Arngríms bónda að Gufu-
skálum Jóhannessonar, Sigurðs-
sonar bónda í Rifi, Jónssonar
bónda að Heiðnabergi í Dölum
vestur.
Móðir Arngríms í Landakoti,
en seinni kona föður hans, var
Guðjón Jóhannesdóttir bónda á
Brekkubæ á Hellisvöllum Jens-
HAFNARFJÓRÐUR
HAFNARFJORÐUR
Kvöldvaka
Slysavarnardeildarinnar Hraunprýði verður haldin
í Bæjarbíói, sunnudaginn 4. marz kl. 8.30.
D A G S K R A :
1. Kvöldvakan sett Frú Elín Jósepsdóttir
2. Erindi: Hr. Páll V. G. Kolka læknir.
3. Strikið: Leikþáttur eftir Pál J. Ardal
Leíkstjóri: Eiríkur Jóhannesson
4. Einsöngur: Hr. Erlingur Vigfússon
5# Keriing raular við rokkinn sinn
H L É
6. Upplestur
7. Gamanvísur: H.r Hjálmar Gislason
8. Listdans. Stjórnandi: Frú Edda Scheving
9. Skyggnst inn í sjónvarp hjá Hraun-
prýðiskonum.
Kynnir: Fru Hulda Sigurjónsdóttir.
Miðar verða seldir i Bæjarbíói sunnudag frá kl. 1 e.h.
KVÖLDVÖKUNEFND.
VIL TAKA Á LEIGU GÓÐA
4—5 Iterb. ibuð
Allt fullorðið í heimili. — Upplýsingar í síma 13151.
FRIÐÞJÓFUR ÓSKARSSON, rakari.
H aínaríjör&ur
Hú'SEsmiðir — IMúrarar
Byggingarnefnd Hafnarfjarðar hefur fyrirhugað að
efna til namskeiðs í aprílmánuði n.k. fyrir þá
meistara, sem hug hafa á að hljóta löggildingu bygg
ingarnefnda*' til að hafa umsjón með múr- eða tré-
smíði í Hafnarfirði ef næg þátttaka fæst. Heimild
til þátttöku hafa þeir, sem öðlast hafa meistararétt-
indi eða koma til með að öðlast þau á þessu ári.
Þá er og þeim meisturum sem nú þegar hafa hlotið
löggildingu byggingarnefndar einnig heimil þátt-
taka í námskeíðinu Frekari uppl. um tilhögun nám-
skeiðsins verða veíttar í skrifstofu byggingarfull-
trúans, en þangað ber væntanlegum umsækjendum
að senda skriflega umsókn sína ásamt meistara- eða
sveinsbréfi fyrir 14. marz n.k.
Hafnarfirði, 1. marz 1962.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði
Stefán Gunnlaugsson.
sonar bónda á Hamraendum í
Breiðuvík. Allt er þetta traustar
breiðfirskar bænda og útvegs-
bænda ættir ai Snæfellsnesi og
úr Dölum.
Arngrímur ólst upp í foreldra-
húsum þar til hann var á 12. án
en þá var hann sendur, sern
léttadrengur, að Hálsi á Skógar-
strönd til Lárusar Skúlasonar
bónda þar og síðar formanns og
útvegsbónda á Hellissandi.
Þannig var lífsbaráttan í þann
tíð. Drengur á 12. ári fer að heim-
an til vandalausra til að bjarg-
ast á eigi nspýtur upp frá því.
Hægt er að gera sér hugmynd um
að þessi litli sveinn hafi ekki
yfirgefið foreldrahúsin með
glöðu geði, sendur um langan veg
til alókunnugs fólks og hvílík
þorandraun hefir það verið sálar
lífi barnsins. En þetta var fyrsta
herzlan í lífsins skóla.
Frá Hálsi réðist Arngrímur að
stórbýli'nu Staðarfelli á Felts-
strönd til Hallgríms Jónssonar
bónda þar og var þar næstu 2
árin. Á Staðarfelli þótti honum
gott að vera. Þar var mannmargt
höfðings heimili og oft glatt á
hjalla. Hann minntist oft veru
sinnar þar, með mikilli ánægju.
Búskapurinn á Staðarfelli var
mjög líkur því, sem þá tíðkaðist
í Breiðafjarðareyjum. Jörðin á
fjölda eyja og var með mestu
hiunninda jörðum landsins.
Fátt er það sem hrífur eins
huga vaskra drengja eins og að
hirða um varplönd á vorin og
annast selalátur og stunda annau
veiðiskap. Hann var líka svo
heppinn að húsbóndanum féll vel
við hann, þótt ungur væri, og
hafði hann oftast með sér við
þessi störf, og á ferðum sínum
í kaupstað og annað, sem á sjó
var farið.
Á Staðarfelli kynntist Arngrím
ur, Halldóri Daníelssyni, sem þá
var sýslumaður Dalamanna, og
þrátt fyrir aldursmuninn bund-
ust þeir vináttuböndum, sem ent-
ust meðan báðir lifðu.
Halldór mun hafa átt hlut að
því að, þegar Arngrímur fer frá
Bill
Vil kaupa fólksbifreið, ekki
eldri árgerð en 1954. Tilboð
er greini gerð, smíðaár, á-
stand bifreiðarinnar og verð
miðað við staðgreiðslu. Send-
ist Mbl. fyrir mánudagskvöld,
merkt: , 4053“.
Staðarfelli, þá ræðst hann að
Meðaldal í Dýrafirði í sóknir
séra Kristins Daníelssonar bróð-
ur Halldórs, en þar var hann
fermdur er hann hafði aldur til.
Eftir ferminguna lá leiðin á sjó-
inn. Þá var skútuöldin í algleym-
ingi bæði um Vestfirði og Breiða-
fjörð. Arngrímur var snemma
fiskinn og var því eftirsóttur af
skipstjórum og á seinni árum var
hann stundum stýrimaður á skút
um, þó að ekki hefði hann sezt
á skólabekk um ævina.
Árið 1894 kvæntist hann Jó-
hönnu Magnúsd. bónda á Barmi
á Skarðsströnd, Eyjólfssonar, en
hún var komin af Ormsætt, sem
mjög er þekkt við Breiðafjörð.
Ungu hjónin settu saman bú,
sama árið, að Spjör í Eyrarsveit
og þar fæddist fyrsta barn þeirra
Guðjón Arngrímur, sem nú er
trésmíðameistari í Hafnarfirði.
Gem má ráð fyrir að ungu hjónin
hafi ekki haft úr miklu að spila
fyrstu búskapar árin, en þau
voru mjög samhent um alla hluti,
hann aflamaður, sem dró vel að
heimilinu, en hún sérstök bú-
kona, nýtin og fór vel með alla
hluti.
Þau bjuggu á ýmsum stöðum á
Snæfellsnesi, en lengst á Stóru
Hellu í Neshreppi utan Ennis.
Á Hellu gerðist Arngrímur at-
'hafnamikill útvegsbóndi og þar
komust þau fljótt í góð efni á
þeirm tíma mælikvarða. Arn-
grímur var ágætur sjómaður,
sérstaklega laginn stjórnandi,
gætinn og glöggur á veður, enda
hlekktist honum aldrei á þrátt
fyrir hafnleysuna á Sandi, sem
mörgum var hált á.
Frá Hellu flutti hann til Hafn-
arfjarðar árið 1922 og árið eftir
kaupir hann jörðina Landakot í
Bessastaðahreppi og flutti þang-
að og hóf þar búskap með Sæm-
undi syni sínum og átti þar
heima nær óslitið til æfiloka.
Landakotið þótti þá all góð
jörð eftir því sem gerist í þeirri
sveit. Þó voru öll hús léleg og
túnið þýft og grýtt og gaf af sér
rúma 200 hesfca af heyi. Þeir feðg
ar réðust stmx í að bæta jörðina
með grjótnámi og túnasléttum,
og árið 1929 byggðu þeir stór-
myndarlegt íbúðarhús úr stein-
steypu. sem var mikið átak á
þeim kreppu og hallærisárum.
Þetta hús stendur enr, sem óbrot-
hættur minnisvarði um stórhug
Arngrims og fjölskyldu hans.
Arngrímur missti konu sína
árið 1953, það var honum þungt
áfall og má segja að hann hafi
aldrei náð sér að fullu eftir það.
Hjónaband þeirra og sambúð
hafði alltaf verið með eindæm-
um góð og ástrík og hann bar
takmarkalausa virðingu fyrir
konu sinni.
Börn þeirra hjóna eru þessi:
Guðjón trésmíðameistari í
Hafnarfirði, Sólborg húsfreyja í
Landakoti, Sæmundur bóndi í
Landakoti, Guðrún kaupkona í
Reykjavík, Bryndis til heimilis
hjá föður sínum í Landakoti,
Jóhannes klæðskeri á Akranesi,
Dagbjört húsfreyja í Hákoti
Bessastaðahr.
Auk þess ólu þau upp Odd
Kristjón Oddsson, sem þau tóku
í fóstur er hann missti föður
sinn, en hann dó, frá 8 börnum
í ómegð, og var drengurinn skírð
ur yfir kistu föður síns. Hann
dvaldi hjá fósturforeldrum sínum
fram að tvítugs aldri og var allt-
af litið á hann sem einn af
fjölskyldunni.
Þegar Jóhanna andaðist tók
Skrifsiofustörf
StúiKa, ekki yngri en 20 ára óskast nú þegar til
starfa hjá stóru fyrirtæki í Miðbænum. Stúdents-
eða verzlunarskólapróf æskilegt. Tilboð er tilgreini
aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl.
fyrir 5. þ.m. rnerkt: „Rösk — 243“.
Bryndís við búsforráðum hjá föð
ur sínum og annaðist hann til
hinztu stundar af stakri þolin-
mæði og nærgætni.
Ég hefi rakið hér nokkur aðal-
atriði úr æfiferli Arngríms B.
Arngrímssonar en við þetta lang-
ar mig aðeins að bæta nokkrum
i orðum, er að mestu eru bundin
! persónulegri kynningu minni við
hinn látna heiðursmann.
Það mun hafa verið síðla sum-
ars árið 1940, _að ég lagði fyrst
leið mina um Álftanesið. Eg var
þá nýráðinn ráðunautur Búnað-
arsambands Kjalanesþings. Eg
kom gangandi heim að Landakoti
og þóttu mér húsakynni þar öll
reisuleg og sfcaðarlegt heim að
líta.
Á hlaðinu tók á móti mér rosk-
inn maður, grannur vexti, kvik-
ur á fæti, snöggur í hreyfingum,
virðulegur I allri framkomu.
Þetta var Amgrímur í Landa-
koti. Hann tók mér ljúfmann-
lega, óg er ég hefi tjáð
honum heiti mitt og erindi, tók
hann að kryfja mig um ætt og
uppruna. Eg sagði sem var, og
er hann vissi að ég var úr Breiða
fjarðareyjum Ijómaði andlit hans
af gleði. Hann faðmaði mig að
sér og gat þess að Guðmundur
'heitinn föðurbróðir minn hefði
róið hjá sér á Sandi og verðið
hrókur alls fagnaðar á sínu heim
ili meðan hann dvaldi þar. Upp
frá þassu var Arngrímur mér
eins og ég væri sonur hans.
og ég væri sonur hans.
Eins og fyrr getur bá var Arn-
grímur aflamaður mikill bæði á
sjó og landi. Hann var líka á
margan hátt fjármálamaður og
kunni vel að gæta fengins fjár.
Þó var hann ósinkur á að lána
vinum sínum þótt fátækir væru,
fé, eftir að hann var kominn I
góð efni. En svo var hann mikill
gæfumaður að mér er ekki kunn-
ugt um að 'hann hafi tapað neinu
á því.
Til að sýna hve fljótur hann
gat verið til hjálpar, ef á lá, ætla
ég að segja hér frá smá atviki
sem lýsir honum vel.
Einn nágranni okkar Arngríms
góður drengur, en fatlaður, var í
nauðum staddur. er hann þurfti
að leysa út bíl, sem hann hafði
fengið levfi til að kaupa tollfrífct
vegna fötlunar. Hann taldi sig
hafa samið fyrirfram við inn-
flytjanda bílsins um greiðslur
verðsins eftir því sem hann gæti
innt það af hendi. Þegar gengið
hafði verið frá tollamálum við
ríkið og bíllinn var til afgreiðslu
var þó kaupandinn krafinn um
andvirðið út í hönd. að öðrum
kosti fengi hann ekki bílinn af-
hentann. Peningar lágu ekki á
lausu og maðurinn var í vanda
staddur. Hann kom til mín og við
ræddum þetta mál. Okkur kom
saman um að leita til Arngríms
og ræða málið við hann. Eftir að
við höfðum lagt þetfca fyrir hann
og honum varð ljóst að innflytj-
andinn virtist ætla að gera sér
mat úr þessu, sagði hann eitthvað
á þá leið, að það skuli aldrei
henda að honum yrði þetta að fé-
þúfu, og bauðst til að lána það,
sem á vantaði, svo að maðurinn
gat keypt bílinn. En það skal
fram tekið að hann fékk allt sitt
með góðum skilum eins og um
var samið. Þannig var Arngrím-
ur, fljótur til að hjálpa ef til
hans var leitað, og óragur að
treysta þeim sem hann vissi að
vildu standa í skilum, þó að get-
an væri ekki alltaf mikil.
Ég vil svo að síðustu kveðja
þennan látna vin minn með ástar
þökk fyrir okkar kynni og allt
það góða sem hann miðlaði bæði
mér og öðrum á lífsleiðinni.
Hvíl í friði.
Jóhann Jónasson.
frá Öxney.